Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 29
MEÐ GESTS AUGUM GESTUR GUÐMUNDSSON Pólitísk lík eoa nýtt afl Á jólum fá allir viðburðir breytta merkingu. Aldrei snerta fréttir af slysförum okkur jafn djúpt og þegar við erum önnum kafin við að undirbúa hátíð heimilisins. Ljósmyndir af syrgj- andi ættingjum verða enn átakanlegri en venjulega, þegar við erum að hugsa til þess að eyða friðsælum dögum með fjölskyld- unni og hitta ættingjana. Pólitískar fréttir fá líka svolítið breytta merkingu. Síðustu dag- ana fyrir jól varð það loks full- ljóst að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar myndi lifa af fyrstu prófraunina og fá tekjuöfl- unarfrumvörp sín samþykkt fyrir jólafrí. Pjóðin andaði léttar, og gilti þá einu hvaða afstöðu menn hafa til ríkisstjórnarinnar eða þess bandalags sem hún myndaði síðustu daga þingsins. Tilfinning- in var svipuð og þegar heimilis- faðirinn lýsir því yfir á Porláks- messu að hann hafi getað útvegað bæði jólatréð og rjúpurnar. Jólaf- riðnum er borgið. Þegar jólahelgin víkur smám saman fyrir hversdagsleikanum er kannski hægt að spyrja á nýjan leik, hvað það var sem gerðist á Alþingi í úrslitahríðinni fyrir jól. Ólafur Ragnar á ekki í vand- ræðum með að skýra atburðina fremur en venjulega. Á sjálfan aðfangadag dró hann fram öll spariorðin sín til að lýsa stórbrot- inni afstöðu Aðalheiðar Bjarn- freðsdóttur og stórkostlegum pólitískum þroska hennar, mikilli reynslu og hugsjónum. Þessi orð eru í sjálfu sér eðlileg. Aðal- heiður hefur sýnt það að rætur hennar í íslenskri alþýðustétt og stéttarbaráttu hennar eru það traustar að tveggja ára samflot með borgaralegum öflum hefur ekki skorið á þær. Hins vegar er það líkt með Ólafi Ragnari og drengnum sem hrópaði úlfur, úlf- ur til að vekja á sér athygli, að stóru orðin hafa fallið nokkuð í verði. Þeir sem fylgdust með fjöl- miðlum við myndun núverandi stjórnar muna kannski eftir öllu skjallinu sem Ólafur Ragnar hlóð þá á Stefán Valgeirsson, dreng- skap hans og tryggð við hagsmuni landbyggðarinnar: Núna óttast maður að um það leyti sem fjár- lög verða afgreidd hljómi há- stemmt lof Ölafs Ragnars um leifarnar af Borgaraflokknum. Þá fær maður kannski að heyra eitthvað um ábyrgðartilfinningu þeirra Júlíusar Sólness og Ola Guðbjartssonar, að þeir hafi nú slegist með í förina miklu til Ódá- insvalla. Því verður hins vegar vísað á bug sem hverri annarri fjarstæðu að þeir Júlíus og Óli séu bara gamlir fallkandidatar úr Sjálfstæðisflokknum sem hafi öðlast pólitískt gervilíf fyrir til- stuðlan Alberts Guðmundssonar og séu að reyna að framlengja þetta líf með því að setjast til borðs með þeim Steingrími, Jóni Baldvini og Ólafi Ragnari. Það myndi alla vega ekki lífga upp á ásýnd núverandi ríkis- stjórnar ef hún tæki í sínar raðir pólitísk lík úr helför Borgara- flokksins. Ferðafélagar Alberts hafa að vísu nokkurn þingstyrk en ekkert bendir til þess að þeir eigi nokkurn stuðning úti í samfé- laginu. Það er að vísu fyllilega eðlilegt að ríkisstjómin reyni að afla sér varanlegs meirihluta með því að breikka grundvöll sinn í þinginu. Allt bendir líka til þess að þing- menn Borgaraflokksins séu núna ódýrari en aðrir, því að þeim er ekki bara í mun að fresta kosn- ingum sem lengst, heldur er stefna þeirra nógu óljós til að þeir gata sest inn í hvaða ríkisstjórn sem er. Spurningin er bara sú hvort slíkt liðsinni er til þess fallið að ríkisstjórnin hafi áfram byr meðal þjóðarinnar. Menn mega ekki gleyma því að þegar ríkisstjórnin tók við, boð- aði hún stefnubreytingu við stjórnun íslenska ríkisins. í stað frjálshyggju skyldu félagsleg sjónarmið höfð að leiðarljósi, og um leið var boðuð nýsköpun í ís- lenskri félagshyggju. Álþýðu- flokkurinn lét af frjálshyggju- daðri sínu og Alþýðubandalagið afneitaði algerri ríicisforsjá, held- ur skyldu fyrirtækin sæta bæði umbunum og refsingum til að færa starfsemi sína í arðbærara horf. Sá meðbyr sem ríkisstjórnin fékk, var ekki síst að þakka hin- um hugmyndafræðilegu tónum sem slegnir voru við stjórnar- myndunina. Markmið stjórnar- innar var ekkert minna en að skapa nýtt og ferskt afl félagshyg- gju, sem gæti orðið leiðandi um þróun íslenska samfélagsiijs næstu áratugina. Hins vegar bar svo við að það stjórnmálaafl, sem öðrum fremur hefur endurnýjað félagshyggju í landinu síðustu árin, var utan stjórnar. Reyndar var atburða- rásin með þeirn hætti að menn gátu fyrirgefið bæði stjórnar- flokkunum og Kvennalistanum, að ekki tækist samstaða milli þessara afla að sinni, en félags- hyggjusinnar hafa alið með sér þeim mun meiri væntingar um að þau næðu saman í viðleitni ríkis- stjórnarinnar til að afla sér meiri- hluta. Ekki er hægt að segja með sanni að Kvennalistinn og ríkis- stjórnin hafi nálgast hvort annað í haust. Kannski var ekki við því að búast*, þar eð Kvennalistinn hafði enga ástæðu til að taka þátt í kaupráni og réttarsviptingum bráðabirgðaráðstafana né til þess að taka fullan þátt í að bæta fyrir óstjórn Þorsteins Pálssonar. Á nýju ári eru aðstæður allar aðrar. Þrotabú Þorsteins Pálssonar markar ekki stjórnarathöfnunum jafn þröngan bás og launafólk mun endurheimta samningsrétt sinn snemma á árinu. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, fylgdu henni miklar vonir, fyrst og fremst vegna þess að hún boðaði samfylgd félags- hyggjuaflanna, og það gengi þvert á þær vonir ef hún breyttist í enn eina miðjumoðsstjórnina með þátttöku Borgaraflokksins. f upphafi ársins 1989 hlýtur allt félagshyggjufóik í landinu að gera miklar kröfur bæði til núver- andi stjórnarflokka og Kvenna- listans, og fyrsti prófsteinninn á þær kröfur er afgreiðsla fjárlaga. Meginsjónarmiðin eru lík, að nái þessi öfl ekki saman, er ekki hægt að skoða það sem annað en vilja til sundrungar. Ekkert getur skemmt meira fyrir bæði stjórnarsamstarfinu og Kvennalistanum en sú gagn- kvæma fælni sem forystumenn beggja afla virðast haldnir. Sam- starf við Kvennalistann gerir þær kröfur til gömlu vinstri flokk- anna, að þeir taki upp nýja og lýðræðislegri starfshætti, en Kvennalistinn er á hinn bóginn kominn svo langt á pólitískri veg- ferð sinni, að hann verður að finna hugmyndum sínum farveg í raunhæfum umbótum á íslenska samfélaginu. Vinstri mennsku í landinu er hætta búin ef Kvenna- listinn einangrast sem áhrifalaus prédíkari en þjóðfélagsvöldin eru á höndum patríarkanna Stein- gríms, Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars, svo að maður tali nú ekki um ef þeir ráða nokkra ódýra Borgaraflokksmenn sem húskarla sína. Stóðst ekki tímans tönn Þjóðleikhúsið Fjalla Eyvindur og kona hans eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jó- hannsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikendur: Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Þórarinn Eyfjörð, Erlingur Gíslason, Hákon Waage, Bryndís Pét- ursdóttir, Jón Símon Gunnarsson, Guðný Ragnarsdóttir, Þórunn Magn- ea Magnúsdóttir, Ævar R. Kvaran, Rúrík Haraldsson, Baldvin Halldórs- son og fleiri. Síðastliðið mánudagskvöld voru allar efasemdir á bak og burt. Gamall grunur staðfestur. Fjalla Eyvindur og kona hans eins og það heitir í lokaútgáfu höfund- arins stóðst ekki tímans tönn. Forn frægð, margívitnað álit sér- fræðinga, barnsminni, allt þetta vék fyrir leiksýningu sem sannar svo um sinn. Stórdrama íslenskra leikbókmennta reyndist þegar á hólminn kom undarlega sundur- laust, órökrænt og langdregið. Og ekki er alfarið hægt að skella skuldinni á leikstýruna, hjálpar- menn hennar og leikara, þótt brotalamir í sýningunni stækki brestina sem blasa við í verki Jó- hanns, þó þessi útgáfa verksins hafi ekki áður verið flutt á ís- landi. Sigurjón hefur skapað natural- íska leikmynd fyrir sviðið, svart- an sviðsramma úr krumpuðu plasti sem seinna gegnir hlutverki bjargveggs og foss, hallandi pall sem rís hæst í aftara hægra horni. í vinstra horni aftast eru fjöll og jökulbunga. Og lík og í mörgum fyrri leikmyndum úr þessari deild (Skugga Sveinn, Smalastúlkan) sækist Sigurjón eftir hálflíkingu, form og litir samir, áferð sem lík- ust, búningar og allir gripir bein eftirlíking. Leikrými er þó minnst í hallanum sjálfum, heldur á mjórri rönd fremst á sviðinu. Bríet staðsetur leikinn enda allan þar. Þá sjaldan hann berst inn í sviðið er fólk að flýja burt úr augsýn okkar. Sú útgáfa sem hún setur á svið og svo mjög hefur verið gumað af er í nær öllum atriðum samhljóða fyrri útgáf- um, en stytt og meitluð - og gerir Eyvind að morðingja. Öll kynning á persónum og að- stæðum þeirra er sem fyrr í baðstofunni og við réttina, í forn- um þjóðlegum anda, spjalli um verkin, sveitunga, hákall og brennivín - Höllu og Kára. Hér má sjá goturnar, heyra spaugið, aðdróttun, viðvörun og ástar- játningu. Þessir tveir fyrri þættir eru að því leyti frábrugðnir seinni þátt- unum að þar eru átökin þrengri, línurnar skýrari: samtal Arnesar og Höllu er furðu nútímalegt uppgjör, rétt eins og hið fræga lokaatriði, sem gæti nánast verið splunkunýtt. En milli þessara tveggja heima er óralangur veg- ur. Fjasið í fyrri hluta fléttunnar og beinskeytt átökin í seinni hlut- anum. Og leikstjórinn hefur ekki nógu vel gætt að því að styrkja búna milli heimanna tveggja. Þeir tengjast ekki saman, þeir fyrri verða sjálfhverfir og höfuð- persónur brjótast ekki út úr þeim. Smærri hlutverk eru yfirleitt þokkalega leikin í næsta sak- lausum anda og oft á skjön við höfuðpersónur leiksins og fram- vindu. Lilja Guðrún og Þórarinn verða líkt og leiksoppar í þessum dansi, bæði mjög þokkaleg í allri framgöngu. Hún reyndari og PÁLL BALDVIN BALDVINSSON vinnur hlutverk sitt af mikilli skynsemi, hann skortir sárt reynslu og þjálfun til að fylla út í persónuna en kann rétt tök og sýnir þau í smæstu atriðum. Bæði standa sig, en leiksýningin hlutast í sundur, og þrátt fyrir frammi- stöðu þeirra hlýtur orsökin að liggja í skilningi á persónunum. I þessari versjón fellur það skjól sem lengstaf hefur hlíft Kára: sakleysið. Þegar hann fót- braut hreppstjórann áður fyrr var það hetjuskapur, nú drepur hann yfirvaldið og verður ódæðismað- ur. Þetta snertir hann ekki frekar en annað í túlkun Þórarins. Ef „ást“ Höllu er bara „löngun eftir stóru fáránlegu ævintýri" eins og hún segir sjálf, verður þá ekki samkvæmt skilningi sýning- arinnar á Kára að lesa ást hennar sem blekkingu, frelsisþrá hennar á falskri forsendu fórn fyrir karl- mann, sem er þegar allt ícemur til alls þjófóttur að eðli, þ.e. óheiðarlegur, tillitslaus við hana líkt og Arnes bendir á, og morð- ingi. Eftir situr þá höfuðpersóna leiksins, „kona hans“ sem nefnd er í titlinum, sárt svikin af öllum þrátt fyrir kunna fórn fyrir hug- sjónir, tilfinningar og maka. Og hvað Kára varðar er hann þá nokkru sinni órétti beittur? Má skoða hann sem hreinan ódæðismann, laglegan síkópata sem sest að stöndugri ekkju og flekar hana? Ekki vil ég gera því skóna að sá skilningur hafi verið ofarlega í hugum fólks við sýning- una, þótt slíkar spurningar sem hér að ofan vakni óneitanlega þegar reynt er að greina dimmar orsakir þess að leikur Jóhanns um Eyvind og konu hans verður svo veikur í uppfærslu Bríetar. Margt smátt bætist svo við, klaufalegt upphaf þegar músík á vitaskuld að tengjast beint risi á fyrstu leikmynd sem átti að koma heil í gólfinu. Þá tölta inn þrír senumenn með sperrur! Frosnar myndir í ljósi við tón- Iist, þagnir og hæg hreyfing í lokaatriði þriðja þáttar voru ein- faldlega slys svo klaufalega tókst til. Öll sviösetning í þriðja þætti- num var reyndar rassboruleg, njörvuð ogheft. Plast og gróðurr- eitaefni koma líka seint í stað hamra, fossa og fanna. En smáatriði falla í skuggann af því sem stærra er. Fjalla Eyvindur og kona hans, leikritið sjálft megnar ekki að heilla áhorfendur, leikendur ná ekki á sannfærandi tökum á persónum sínum, leikstjórnin dugar ekki til að hneppa sýninguna í eina órofa heild. Ekki vil ég leiða neinar lík- ur að því á hvern hátt hefði mátt standa betur að verki. Ekki efast ég um að hér hafa allir sem lögðu hönd á plóg gert allt sem þeir best gátu. Ef til vill verður að leika þennan texta í skíra-eftirlíkingu rétt eins og Gísli Halldórsson gerði á sínum tíma. Ég veit ekki. Einn góðan veðurdag verður að brjótast með leikrit Jóhanns burt frá þjóðsögunni, baðstofunni, burt á absalút sjálfstæðan veru- leik, þar sem ljóðið talar í persón- um og skjárinn er ekki á sótugri súð. Upp til þeirra fjalla sýnist mér að þau stefni, Eyvindur og kona hans. Föstudagur 30. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.