Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 5
Þann fimmta janúar var Matarskattinum illræmda komið í gegnum Alþingi. „Þetta er að mínu mati eitthvert versta pólitíska óhappaverk sem framið hefur verið um langt árabil. Það er algjör óhæfa að leggja svona háan skatt á lífsnauðsynjar," sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður og núverandi ráðherra. Þjóðviljinn sagði að þar með hafi Jóni Baldvini, fjármálaráðherra tekist að koma einu helsta baráttumáli sínu í gegn um þingið. Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi fjármála- ráðherra skoraði á þá Jón Baldvin og Steingrím Hermannsson til kappræðna í Miklagarði, en talaði einn. „Þegar ráðamenn þjóðarinnar skynja ekki hvað fólk er að segja þegar það kaupir sín brýnustu matvæli, eru þeir búnir að missa samband við þjóð sína,“ sagöi Ólafur á kassanum. T hor Vilhjálmsson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Grámosinn glóir þann 26. janúar og er hann þriðji íslenski höfundurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu. Listasafn (slands var opnað þann 30. janúar og þótti húsakostur glæsilegur jafnvel þó byggingarstjóm væri harðlega gagnrýnd enda fór kostnaður allur úr böndunum. Undirbúningur kjarasamningar hófst þegar í janúar. Félög innan VMSÍ mótuðu sameiainlega kröfugerð og náðust samnmgar um 13,5% launahækkun til 18. mars 1988 þann 26. tebrúar og ríkisstjórnin kynnti nýjar efnahagsráðstafanir í kjölfarið. Samningarnir voru síðan felldir í 36 félögum af 43 innan VMSÍ enda töldu margir að samið hefði verið um kjaraskerðingu, ekki kaupauka. I mars fór Snót í Vestmannaeyjum í verkfall, en því var aflýst hálfum mánuði síðar. „Engin samstaða," sagði Snót. Samningar voru felldir í VR og félagið hóf allsherjarverkfall 22. apríl. Deilurum byggingu ráðhúss í Reykja- víkurtjörn settu svipsinnáfréttirn- aráfyrri hlutaárs ogreyndarerekki séð fyrirendanná þvímálienn.Sam- tökinTjörnin lifi börðust harðri bar- áttu gegn offorsi og valdníðslu Da- víðs Oddssonar borgarstjóra, sem að venju talaði af lítilsvirðingu um andstæðingasína og taldi að ekki ætti að láta undan „háværum minni- hlutahópum". Skoðanakannanir sýndu hinsvegar aðmeirihluti borg- arbúavarand- stæðurráðhúsií tjörninni.Enhús, endur, umhverfi, lagaprófessorar, Jóhanna og borg- arbúarurðuundan að láta og „náð- hús Davíðs" ernú að rísa. Jóhann Hjartarson varð óskabarn íslendinga þann 5. febrúar þegar hann lagði Viktor Korchnoi að velli í áskorendaeinvígi um heimsmeistaratitilinn. Korchnoi þoldi ekki álagið í áttundu skákinni og lék illilega af sér í tuttugusta og öðrum leik. Fékk Jóhann fjóra og hálfan vinning gegn þremur og hálfum vinning Viktors. Paul Watson, formaður hvalaverndarsamtakanna Sea Shepherd var handtekinn við komu sína til fslands þann 21. janúar, en hingað kom hann í tilefni af alþjóðlegri ráðstefnu hvalveiði- þjóða. Var handtaka hans grundvölluð á fyrri yfirlýsingum hans um þátttöku hans í þeim skemmd- arverkum sem unnin voru á Hvalstöðinni og þegar tveimur hvalbátum var sökkt í Reykjavíkurhöfn. Ekki höfðuðu yfirvöld þó mál á hendur Watson, enda sögðu þau að hann hefði dregið allar fyrri yfirlýsingar sínar um þátttöku í skemmdarverkunum til baka. Þessu mótmælti Watson harðlega við fréttamenn eftir að yfirheyrslum yfir honum var lokið, en honum var síðan vísað úr landi. Var Watson mjög ánægður með móttökur hér, en þó sérstaklega þá athygli sem þær vöktu um allan heim. ________________________________ Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS rak í lok febrúar þá Éystein Helgason, forstjóra lcelandic Seafo- od og Geir Magnússon aðstoðar- forstjóra. Ýmsarástæðurvoru hentar á loft, m.a. að þeir Eysteinn og Geir hefðu látið leka út upplýsingum um launakjör Guðjóns, meðan hann var forstjóri lcelandic Seafood, en á Guðjón var borið að hann hefði tekið laun umfram það sem hann hafði samið um við Erlend Einarsson, fyrrum forstjóra SÍS. Að baki voru taldar liggja deilur þeirra Guðjóns annars vegar og Vals Arnþórssonar stjórnarformanns SÍS og Erlends hins vegar. Málið var svo saltað með samkomulagi innan stjórnar SÍS. Upplýst var að Guðjón hafði fengið um 90 miljónir króna í lagn þau 6 ár sem hann starfaði sem forstjóri lce- land Seafood. I^febrúar skilaði Ríkisendurskoðun af sér skýrslu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kom þar fram að kostn- aður fór einum miljarði og þrjú hundr- uð miljónum fram úr áætlun. Ekki þótti rétt að nokkur sætti ábyrgð fyrir vikið. Föstudagur 30. desember 1988 NYTT HELGARBLAÐ - S(ÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.