Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 8
ERLENDUR ANNALL
Þann 8unda maí síðastliðinn kusu
Frakkar sér forseta. Er skemmst
frá því að segja að Francois Mitter-
rand fór létt með fjanda sinn, Jacques
Chirac forsætisráðherra.
ií árinu sem er að líða hefur Manúel
#4 nokkur Noríega, herstjóri og hæst
ráðandi í Panama, verið i brennidepli
sökum fjöllyndis í pólitiskum efnum,
hlutdeildar í eiturbraski og útistaðna
sinna við Bandaríkjastjórn. Þótt allt
sé í kaldakoli í Panama og megn
óánægja með Noríega situr hann
enn, þökk sé slettirekuskap Reagans.
Síðasti keisari Bernardos Bertol-
uccis hreppti hvorki meira né
minna en 8 óskarsverðlaun í apríl í
vor. Hér gefur meistarinn hinum
barnunga keisara, Pu Ji (Richard
Vuu), holl ráð.
Þann 3ja júlí skaut bandarískt her-
skip, Vicennes, eldflaug að ír-
anskri farþegaþotu yfir Persaflóa.
Skotið hæfðiiog grandaði vélinni. Það
tók drjúgan tíma að slæða 290 lík, þar
af 66 barna, uppúr sjónum.
Margt stórmennið lagði fyrri þann 29nda febrúar síðastliðinn náði
aldarhelming að baki á árinu. fjarskyldur ættingi hans og landi,
Nýskeð varð Mikki Mús fimmtugur og Súpermann, þessu merka lífsmarki.
Isumar hafði óþekktur vírus sem næst komið öllum urtubömum á útskerium
Norðursjávar fyrir kattarnef. Áður hafði þörungabelti valdið usla við suóur-
strendur Svíþjóðar og Noregs.
Fjendumir í Bagdað og Teheran höfðu ekki fyrr hætt vopnaskiptum en
Saddam Hussein íraksforseti jók grimmilega eiturherferð sína a hendur
Kúrdum. Ekki er vitað með vissu hve mörg urðu fórnarlömb sinnepsgass,
blásýru og taugagass í Kúrdabyggðum en víst þykir að þau skipti tugum
þúsunda.
Hann reiknaði skakkt. í október
síðasliðnum lagði Ágústó Pínó-
sjet sig og sitt í dóm chílensku þjóðar-
innar. Meirihluti sagði nei takk! en
samt sem áður situr þessi borðalagði
fjöldamorðingi og hyggst sitja enn um
skeið.
Eg iðrast einskis. Einn
nafntogaðasti njósnari aldarinn-
ar, Kim Philby, féll frá í Moskvu í ma-
ímánuði, 76 ára gamall.
200 ára afmæli hörundshvítrar Ástralíu varð tilefni margvíslegs húllumhæs. Frumbyggjar þóttust ekki sjá nein
fagnaÓarefni.
je og Barböru
Bush á kjörtímabiTinu (7, 9, 13,
bank, bank, bank) þá flyst hin nafn-
togaÓa Quayle fjölskylda frá Indíönu
til Washington.
8 SIÐA / NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. desember 1988