Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 25
D/íGURMAL HEIMIR PÉTURSSON Vandaðir vatnadrengir Waterboys er hljómsveit sem hefur notið lítillar athygli hér á landi. Hún naut að vísu ekki mikillar athygli annars- staðarfyrr en með þriðju plötu sinni „This is the sea“ sem kom út fyrir þremur árum. Það var í alla staði vönduð og góð rokkplata sem markaði Wat- erboys skýra sérstöðu. En þó þessari plötu hafi verið dável tekið hefur hljómsveitin látið hjá líða að gefa út plötu þang- að til nú, að hún sendir frá sér „Fisherman’s blues“. Það væri ef til vill meira við hæfi að segja að Mike Scott hafi látið hjá líða að gefa út plötu, þar sem hann virðist vera aðalmaður Waterboys. Hann semur nær öll lögin og á megnið af textunum. Eitthvað leiddist kappanum rokklífið eftir útkomu „This is the sea“ og hugðist flytja frá Bretlandi til Nýju Jórvíkur. Hann var hindraður í þeim áformum, því trommuleikarinn, Heilsubót frá írlandi ■3UA, sem var nýliði í hljómsveitinni Heillaðist Scott svo af írlandi, blúsnum" var tekinn upp, að dró hann með sér til írlands. þar sem megnið af „Sjómanna- hann hefur verið þar síðan. írland hefur haft greinileg áhrif á tönlist „Vatnadrengjanna“ og „Sjómannablúsinn" er gjörólíkur síðustu plötu. Persónulegur söngstíll Scotts gerir það hins vegar að verkum að maður þekk- ir hér aftur gömlu Waterboys. Hann er einn af skemmtilegustu lagasmiðum rokksins um þessar mundir og reynir við fleiri stfl- gerðir en eina. írski takturinn sem hann reynir við á „Fisher- man’s blues", með tilheyrandi fiðluleik, er góð tilbreyting frá allt of tilbreytingarlausu sulli sem mallað er í iðnaðarsamsteypum rokkiðnaðarins. Þessi plata ætti að vera flestum útvarpshlustend- um góð hvíld ef ekki heilsubót. „Fisherman’s blues“ er plata sem óhætt er að mæla með. Wat- erboys hafa verið á sviðinu í nokkuð mörg ár og geta ekki tal- ist nýgræðingar. Hljómsveitin hefur hins vegar fallið í skugga U2, Smiths og fleiri góðra hljóm- sveita. Það er löngu kominn tími á þá. - hmp. Bono eldprestur í bænaham U2 sprelllifandi á tónleikum Það er kannski eins og að reyna að bera lækinn inn í baðkar til sín, að ætla að fjalla um U2 þannig að það bæti einhverju við kreditlistann hjá þeim írsku jesúítum. U2 hefur af einhverjum illskiljanlegum orsökum verið út af korti hjá undirrituðum um nokkurt skeið. „Rattle and hum“ er því þægileg áminning. U2 hefur ekki öðlast virðing- arsess fyrir ekki neitt. Þeir sýna það og sanna á þessari hljóm- leikaplötu að þeir eru annað og meira en stúdíómenn, og þeim fer fram. Mörg eldri laganna eru sett í nýjar og þroskaðri útsetn- ingar. Þannig hafa kvenraddir bæst í „I still haven’t found what I’m lokking for“ og tónninn í laginu hefur allur breyst. Ég tel að góðar hljómleika- plötur eigi að bæta einhverju við það sem gert hefur verið í stúdíói. Þetta gerir „Rattle and hum“. Það er meiri dýpt í U2 á tón- leikum og það er gaman að heyra í piltunum lausum undan fínpúss- unarvinnu stúdíósins. Hljómur- inn á „Rattle and hum“ er líka opnari en maður á að venjast hjá U2 og eilítið dimmari. En mér hefur stundum fundist hljómur- inn hjá þeim of klemmdur og jafnvel of bjartur. Það er því til bóta að heyra til U2 á þessari línu. U2 er ein fárra hljómsveita í dag sem stendur greinilega fyrir einhvern boðskap, og söngur Bono er oft þrunginn bænahita. í grundvallaratriðum hefur U2 þó fylgt boðskap sjöunda áratugar- ins: Svarið liggur í ástinni. Bono er heiðarlegur boðberi og hrein- skilinn og það er alltaf gaman að heyra eldpresta fara með góðar rullur beint af sviði. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að U2 skuli í upphafi plötunnar heiðra John Lennon með því að taka „Helter Skelter“. „Helter Skelter“ er lag sem ég hef aldrei heyrt „live“ áður og fer U2 smekklega með þennan gamla rokkhvell. Ég þekki svona lið sem lifir sig inn í U2. Ef ég ætti að velja því gengi glaðning, myndi ég gefa því þessa plötu. Það versta er auóvit- að að þetta lið hefur allt þegar fengið sér plötuna og situr sjálf- sagt daginn út og daginn inn fall- egt í framan og hlustar á gripinn. Bono hefur alla tíð staðið sem framhlið U2 þannig að hinir meðlimirnir hafa jafnvel fallið í skuggann. Þeir eiga þó að sjálf- Edge á fantagóða spretti á gítarn- sögðu sitt í að skapa U2. The um á „Rattle and hum“ og Rokkskot úr Goðheimum Fimm framverðir á nýsóluðum rokkbomsum Eitt það ánægjulegasta sem gerðist á því herrans rokkári sem er að líða er fram- ganga Traveling Wilburys. Plata þeirra „Vol. 1“ er sannkallað rokkskot úr Goð- heimum og það af fastara tag- inu. Úr Goðheimum segi ég vegna þess að hér eru á ferð- inni fimm rokkgoð sem öll hafa skilað góðu dagsverki og geta lagst undir græna með góð meðmæli. Þeir fimm- menningar Bob Dylan, Jeff Lynne, Tom Petty, Roy Orbi- son og George Harrison, hafa ekki verið saman í grúppu áður. En ekki er annað að heyra en þeir hafi spilað sam- an í áratugi, enda má segja að þeir hafi gert það svona sem menn í fremstu víglínu í mörg ár. Plata þessi kom sannarlega á óvart og manni hlýnaði þægilega um rokkræturnar strax við fyrstu skoðun innihaldsins. Traveling Wilburys er bræðingur sjóaðra rokkgerðarmanna sem kasta net- um sínum af öryggi og greinilegt er að sjóferð þessi var farin vegna ánægjunnar. Harrison kom í fyrra út úr ára- langri þögn með „Cloud 9“ og hikandi en vongóðir festu gamlir áhangendur kaup á gripnum. Þar sýndi gamli bítillinn að enn lifði í goðaglæðum og greinilegt var að samstarf hans við Jeff Lynne ELO-framvörð, var af hinu góða. Á Traveling Wilburys er að finna á vissan hátt framhald þeirrar samvinnu, en áhrif annarra sterkra goða bæta um betur, og er þá nokkuð mikið sagt. Af öllum „ferðalöngunum" ólöstuðum hressir Dylan einna hressilegast upp á sig á „Vol. 1“. Þau lög sem hann syngur eins og t.d. „Congratulations", sem er með bestu Dylan-slögurum frá upphafi Dylansvega, og „Tweet- er and the Monkey man“, standa upp úr þannig að það er ekkert vafamál að syllur hafa bæst í rokkbjargið. í „Congratulations“ þykist ég heyra gítarleik Harri- sons eins og hann gerist bestur. Með þessari lofrullu um Dylan er ég engan veginn að draga úr framlagi hinna. „Vol. 1“ er sem Clayton og Mullen standa fyrir sínu á bassanum og trommunum. heild hinn mesti gæðagripur og þar er ekkert lag sem mætti missa sín. Það er heldur ekki að heyra á görpunum að þeir séu komnir með annan fótinn mislangt inn á Hrafnistu og jafnvel framyfir það. Því Roy Orbison tók up á þeim óskunda að látast úr hjarta- slagi á dögunum, liðlega fimm- tugur maðurinn. En þegar hann var kistulagður hafði hann, sam- kvæmt mínum besta heimildar- manni, lokið við gerð sólóplötu sem lofar víst góðu. Eftir andlát hans ríkir einhver óvissa með út- komu plötunnar. Hinir fjórir eru allir héma Semsagt, fínasta hljómleika- plata. - hmp. megin grafar og vonandi birtist „Vol. 2“ innan tíðar og best væri ef goðin skelltu upp tónleikum í næsta nágrenni. Þeir fimmmenningar koma fram sem Wilburys á „Vol. 1“ en nefna hins vegar til sögunnar nokkra meðleikara. Þeir eru Jim Keltner á trommur, sem var oft í sveit með John Lennon, Jim Horn á saxa, Ray Cooper á slag- verk og Ian Waliace sem ber trommur í einu lagi. Undirrituð- um heyrist þeir allir hafa verið munstraðir með kostgæfni á „Wilburys-skútuna". - hmp. Föstudagur 30. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.