Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 23
MENNINGARANNALL Leikhúsárið Leikárin mælast eftir annarri mælistiku en hin heföbundnu annálsár. f>ar liggur til grundvall- ar hin vanalega skipting starfsárs leikhúsanna frá hausti til vors. En það fasta skipulag hefur á undan- förnum árum veikst og allmörg teikn eru la lofti um þessar murtd- ir um að leikhúslíf á íslandi sé nú að stefna hraðbyri í afdrifaríkan breytingafasa. Fyrst ber að nefna að starfs- vettvangur leikara hefur víkkað og starfsmöguleikum þeirra fjölgað. Þar má nefna til kvik- myndavinnu, útvarpsauglýsing- ar, innlestur erlent efni til við- bótar hinu hefðbundna starfi við leik í leikhúsum og útvarpi. í ann- an stað eru væntanlegar breyting- ar á starfsvettvangi Leikfélags Reykjavíkur sem markvisst undirbýr sig nú fyrir flutninginn í Kringlumýrina. Þá eru fyrirsjáanlegar breyt- ingar á starfsháttum Þjóðleik- hússins sökum nauðsynlegra við- gerða við húsið. í þriðja lagi ber að nefna að eigi Ríkisútvarpið að rísa úr öldudal verður það ekki gert án aukningar í leiknu efni. Og Stöð 2 hefur þegar lýst og sannað vilja sinn til að hefja framleiðslu innlends efnis. Allar þessar breytingar eru yfirvofandi og gera tvennt: þær auka sam- keppni milli fyrirtækjanna og gera stjómendum þeirra skylt að vera enn betur á verði í vali á verkefnum og starfskröftum. Þá má ekki gleyma minni leikflokk- um sem starfa enn við hin herfi- legustu skilyrði og munu gera svo áfram um nokkra hríð. Leikfélag Akureyrar hefur þokað um set og eru þeir nánast á sama báti nú og hinir ýmsu sjálfstæðu leikflokk- ar. Þá verður ekki lengur hjá því litið að leikstarfsemin öll á undir högg að sækja í almennri sam- keppni um athygli og tíma áhorf- enda. Og þótt á liðnu ári hafi nokkrar leiksýningar notið veru- legrar hylli áhorfenda og verið fjölsóttar, þá býður mér í grun að meðaltal áhorfenda fari lækkandi á obba leiksýninga, sem er illt. Stórfyrirtækin á þessum mark- aði, Leikfélagið og Þjóðleikhúsið hafa líka um nokkurt árabil hikað nokkuð við að taka á því vanda- máli og marka sér stefnu sem dygði í þessum efnum. Tengist það húsakosti LR og ómarkvissri stefnu Þjóðleikhússmanna í verk- efnavali. PALL BALDVIN BALDVINSSON Það eru íslensk leikrit sem setja mark sit-t á liðið ár. Dagur vonar átti mikilli velgengni að fagna, Bílaverkstæði Badda einn- ig, og báðar sýningar Leikfélags- ins í Skemmunni: Sfldin og Djöflaeyjan. Þá hefur Sveitasin- fónían notið mikillar aðsóknar á þessu hausti. Af þessum lista má ráða að Leikfélagið hefur ótví- ræða forystu í sýningum á inn- lendum verkum, þótt Þjóð- leikhúsmenn hafi vissulega ekki legið á liði sínu. Kynningar á ný- jum og gömlum íslenskum verk- um hljóta ávallt að skipa stóran sess í verkefnaskrá beggja ekki síst fyrir þá sök að aðrir hópar hafa vart bolmagn til að sinna ís- lenskum höfundum af fjárhags- legum ástæðum. Af erlendum verkum verður að nefna sérstak- lega sýningar á Stórum og smáum og Hamlet. Báðar sönnuðu þær son frekar lélegur. Ef listin er hins vegar fólgin í tjáningu til- finninga, eins og sumir halda fram, þá er eins víst að menn komist að því að Ásmundur sé býsna góður en Bertel frekar slakur. En svo má einnig halda því fram með gildum rökum að listin felist hvorki í eftirlíkingu né tjáningu tilfinninga, heldur ein- hverju allt öðru, og þá er eins víst að við komumst að þeirri niður- Y ■ . 1 jLfA '4 2 ; 'A ÓLAFUR GÍSLASON stöðu að þeir séu í raun báðir jafn afleitir - eða jafn góðir, Ásmund- ur og Bertel. Á þessari öld hefur sú þróun verið áberandi að viðfangsefni listarinnar hefur í síauknum mæli orðið hún sjálf. Því má halda fram að myndlistin hafi í gegnum aldirnar þróast frá því að vera handverk sprottið upp úr trúar- brögðum og galdri yfir í það að vera eins konar eftirlíking veru- leikans og síðan yfir í það að verða eins konar heimsspeki um sig sjálfa. Alveg á sama hátt og heimsspekin þróaðist frá trúar- brögðunum yfir í að spanna öll vísindi og heimsandann sjálfan og síðan yfir í einskæra rökræðu um eigin tilvist. Sú spurning sem hinar sögu- legu aðstæður líðandi stundar krefjast svars við varðar að ég tel framar öðru sjálft inntak listar- innar og tilgang. Ef gera á þá kröfu til listaverks, að það hafi eitthvað almennt gildi umfram það að vera prívatmál og tóm- stundagaman viðkomandi lista- manns, þá verður að gera þá kröfu til verksins, að það veiti eitthvert svar við þessari spurn- ingu eða fjalli öðrum þræði a.m.k. um hana með einhverjum hætti, beinum eða óbeinum. Að öðrum kosti getur ekki verið um neina viðmiðun að ræða þegar verkið er skoðað, nema þá kannski að vísa til sögu viðkom- andi listamanns og hans prívat- mála, sem ekki ber heldur að lít- ilsvirða. En spurningin um inntak og til- gang listarinnar sem slíkrar er ekki auðveld, og því kjósa flestir að leiða hana hjá sér. Þegar valið stendur á milli „hins óbærilega léttleika tilverunnar“ annars veg- ar og þess að gangast undir ok sögunnar hins vegar, þá fer ekki á milli mála hvert valið verður auðveldara, þrátt fyrir óbæri- legan léttleikann. Því kannski er ok sögunnar enn óbærilegra. Og því vita menn ekki sitt rjúkandi ráð og rjúka úr einu í annað. Og því eru gagnrýnendur fjandanum ráðalausari og reyna eins og Munchausen að halda sjálfum sér uppi á hárinu. -ólg. eftirminnilega árangur góðs undirbúnings, frjórra starfshátta og þróttmikils metnaðar. Á slík- um stundum efast maður ekki um framtíð listgreinarinnar þótt áhorfendur fari á mis við verkin sökum fordóma sinna. Hlutur alvarlegrar leiklistar er nefnilega oft á tíðum sárlega fyrir borð borinn í leikstarfsemi hér á landi. Hin skæða og harða sókn hverskyns skemmtiefnis hefur haft mikil áhrif á verkefnaval leikhúsanna. Þannig hefur Þjóð- leikhúsið í tvígang á þessu ári lagt allt undir í sviðsetningu skrautsýninga, Vesalinganna og Ævintýra Hoffmanns. Og þótt ég vilji allra síst draga úr réttlætingu þess að stofnunin takist á við stór- verkefni af því tagi, þá má hitt ekki gleymast að jafnvægi verður að ríkja í verkefnavalinu. Þannig er það ekki beinlínis verkefnavali íslenskra leikhúsa til sóma að Botho Strauss og Barrie O’Keefe skuli fyrst á þessu ári komast á leiksvið hér á landi. Ekkert þjón- ar listrænum og viðskiptalegum hagsmunum leikhúsanna jafn illa og að fylgjast ekki með alþjóð- legum straumum. Þá er það einn- ig áhyggjuefni að Þjóðleikhúsið skuli ekki huga betur að fjárhags- legu jafnvægi milli verkefna. Ótækt er að ausið skuli peningum í umbúnað stærri verka en hin smærri bersýnilega svelt. Fjár- magnsskorturinn í leikhúsum okkar er reyndar almennt áhyg- gjuefni og hlýtur sú staða ár eftir ár að vekja menn til umhugsunar um nýtingu, sparsemi og ráð- deild. Hjá öilum aðilum í þessum geira atvinnulífsins blasir það viðhorf við, nema hjá ríkinu. Kynslóðabil í hópi listamanna hafa um langt skeið þjakað leikhúsreksturinn í landinu og er það að hluta til afleiðing ráðning- Hamlet og Stór og smár, sýningar sem sönnuðu eftirminnilegan arangur góðs undirbúnings og frjórra starfshátta. Sigurður Karlsson í hlutverki Kládíusar kóngs. ar og samningastefnu stéttarfé- lags leikara. Smátt og smátt er elsta kynslóð Ieikara að hverfa af sviðinu og ný kynslóð að taka við. í sumum sýningum má bersýni- lega greina ólíka aðferð eða getu milli kynslóða. Það er mikilvægt að yngri listamönnum sé tryggður samfelldur ferill á þeim árum þegar hæfni þeirra og þroski er að mótast. Langar eyður geta leikið fólk illa og skaðað feril þeirra til langs tíma. Nú þegar framundan eru umtalsverðar breytingar á skipulagi leikhúsanna hljóta for- ystumenn leikara að taka mið af þeirri staðreynd og vinna sam- kvæmt því. íslenskt leikhús er fyrir margra sakir sundurleitt fyrirbæri. Það stendur sterkum fótum í menn- ingarlífi okkar, er í senn fjölda- hreyfing og skemmtun hinna fáu. Það er á undarlegan og öllu leyti skaðlegan máta undir ofurvaldi ríkis og bæja og getur því á skammri stundu orðið hornreka þegar harðnar á dalnum í þjóðar- búinu. Það er í mörgu tilliti ofur- selt persónulegum hagsmunum stjórnenda sem deila og drottna í skjóli valdníðslu og skorts á opin- skárri umræðu. Besta dæmið um það er hin alræmda stjórnunar- stefna Hrafns Gunnlaugssonar á Sjónvarpinu. En móti kemur að innan veggja í leikhúsum okkar býr margt hæfileikaríkt fólk sem getur á stundum stillt svo saman krafta sína að vinna þess verður á mælikvarða alþjóðlegrar list- sköpunar. Þá árar vel og slík upp- skera dugar yfir gæftalausa mán- uði, hörð ár. istarannáll AUGLÝSING UMINNLAUSNARVEFÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1975-1. fl. 10.01.89-10.01.90 kr. 12.767,42 1975-2. fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 9.638,07 1976-1. fl. 10.03.89-10.03.90 kr. 9.180,52 1976-2. fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 7.052,84 1977-1. fl. 25.03.89-25.03.90 kr. 6.582,64 1978-1. fl. 25.03.89-25.03.90 kr. 4.463,13 1979-1. fl. 25.02.89-25.02.90 kr. 2.951,12 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1981 -1. fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 1.304,01 1985-1. fl.A 10.01.89-10.01.90 kr. 296,95 1986-1.fl. A3ár 10.01.89-10.07.89 kr. 204,67 1986-1. fl.D 10.01.89 kr. 177,71 1987-1.fl. A2ár 10.01.89-10.07.89 kr. 165,16 Innlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Sérstök athygli skal vakin á gjalddaga 1. flokks D. 1986, sem er 10. janúarn.k. Reykjavík, desember 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS Föstudagur 30. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 ucv Ki06Öli/cíO*f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.