Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 27
KYNLÍF JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓHIR Eldraunir kynfræðings Mér datt það í hug nú um jólin að kannski myndi ég láta frá mér bók eftir svona þrjátíu ár og kalla hana: „Ævi og starf kynfræðings" - eða bara „Líf og starf Jónu Ingi- bjargar“! Starf mitt þykir sumum nefnilega mjög merkilegt og er fólk oft forvitið að kynnast því hvernig kynfræðingur starfar. Að vera „kynfræðslukennari" hlýtur að vera afar sérstakt. Svona í lok ársins þykir við hæfi að staldra við og líta yfir farinn veg. í þessum pistli vil ég leyfa lesendum Nýja helgarblaðsins að fá forskot á sæluna (bókin kemur ekki fyrr en eftir þrjártíu ár!) og býð ykkur að skyggnast með mér inn í starfsárið sem er að líða. Eldgöngur lífsins f>að sem er mér minnisstæðast á þessu ári er eldgangan sem ég tók þátt í á Snæfellsásmótinu sl. ágúst. Eldgangan fólst í því að ganga yfir glóandi kol án þess að brenna sig. Áður en ég gekk yfir glóandi kolin hafði mér tekist að horfast í augu við og fara í „gegn- um hræðsluna“ sem fylgdi því að ætla að ganga. Ég gerði það m.a. með því að ímynda mér það versta sem gæti komið fyrir mig á kolunum; ég myndi bráðna og verða að fituklessu og sonur minn myndi missa móður sína. Þetta var það hræðilegasta sem ég gat hugsað mér. Við það að takast á við óttann öðlaðist ég ákveðna einbeitingu og trú á að ég myndi komast klakklaust yfir. Ég gekk sjö sinnum yfir og grandskoðaði iljarnar í fyrstu skiptin - ég brann ekki! í staðinn upplifði ég kraft- mikið iljanudd (eða skulum við segja eldnudd?) og ógurlega mikið sjálfstraust. Fyrst ég get gengið á eldi get ég gert allt það sem ég vil. Þetta er búið að vera uppáhalds staðhæfingin mín síð- an þá. Fyrir mig varð eldgangan afar táknræn fyrir starf mitt. Ég er búin að horfast í augu við hræðsl- una í sambandi við mitt starf og get því haldið ótrauð áfram að vinna við það sem mér finnst áhugavert. En til að starfa sem kynfræðingur á íslandi hef ég þurft að ganga nokkrar „eld- göngur“. Ottinn er í flestum til- vikum tengdur þeim viðhorfum sem ríkja almennt til kynlífs. Glóandi kolin eru neikvæð við- horf annarra til kynferðismála en líkt og glóandi kol þarf ekki að brenna sig á þeim frekar en mað- ur vill. í buxum hnykl- ast vöðvar... í haust hef ég veri út og suður að kynna mitt starf fyrir hin og þessi félagasamtökin. í eitt skiptið var mér boðið í hádegis- verðarfund hjá Rotary klúbbi í nágrenni Reykjavíkur og mér var tjáð að á fundinum yrðu bara Ken Cadigan sem stjórnaði eldgöngunni á Snæfellsásmótinu. / karlmenn. Ég tók mig þá til og horfðist í augu við óttann. Tækist mér að ganga yfir „eldinn“? Myndi ég þurfa að beita kennslu- tækni við að róa niður frammíköll eða takast á við karlrembusvín? Síðan sá ég allt fyri rmér ganga að óskum og að ég fengi óskipta at- hygli og góðar viðtökur. Að sjá hlutina takast vel er ekki veiga- minni þáttur í „eldgöngum“. Þeir reyndust líka ljúfir eins og lömb og sátu bara þarna fimmtíu til sextíu karlmenn yfir saltkjöti og baunasúpu og hlustuðu í andakt á mig tala. Meira að segja tókst mér að halda alræmdasta frammíkallaranum í skefjum og síðan orti prestur um það vísu sem er svohljóðandi: Fœrist þögn um bekki og borð í buxum hnyklast vöðvar mœlti af vörum ekki orð öðlingurinn Böðvar. Svo komu þeir, þessar elskur, hver á fætur öðrum og þökkuðu mér fyrir gott og þarft erindi. Þá var þessi eldraun afstaðin. Margt fleira bitastætt skeði á árinu og það næsta á eflaust eftir að sjá mér fyrir nokkrum „eld- göngum" til að sigrast á. Þið lesið allt um það eftir þrjátíu ár. Skákdrottning framtíðarinnar Fyrir tæpum fjórum árum vakti 15 ára gömul stúlka Susza Polgar feiknarlega athygli á opna New York-mótinu. Hún stóð þrautreyndum skákmeisturum fyllilega á sporði og vann marga eftirminnilega sigra. Þá vissu fáir að Susza átti tvær systur heima og nú er önnur þeirra, Judit Polgar orðin ein skærasta stjarnan f skákheiminum eftir ótrúlegan ár- angur sinn á Ólympíumótinu í Saloniki í nóvembermánuði síð- astliðnum. Ungverska sveitin vann þar eftirminnilegan sigur eftir geysi- harða keppni við hina öflugu sov- ésku sveit og hvort sem menn vilja skýra það með að Anna Akhmilovskaja, sem tefldi á 2. borði sovésku sveitarinnar með afbragðs árangri, hvarf skyndi- lega af braut með liðstjóra bandarísku karlasveitarinnar, John Donaldsson, þá er það alt- ént staðreynd að fyrir brottför Elenu hafði ungverska sveitin unnið þá sovésku 2:1 og sannað styrk sinn. Litlu munaði að sá sigur yrði enn stærri því Judit Polgar var afar nálægt því að vinna Levitinu og missti þar niður sitt eina jafntefli. Hún hlaut l2Vi vinning úr 13 skákum og árangur hennar var upp á tæp 2700 Elo- stig. Polgar-systur gerðu undan- tekningu á þeirri reglu sinni að tefla ekki á kvennamótum og náðu með því langþráðum sáttum við ungversk skákyfirvöld en stirðleikar hafa verið með þess- um aðilum um langt skeið. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Ólympíumótanna að Sovétríkin vinna ekki gullið í kvennaflokki og geta kennt hinni 12 ára gömlu Judit um hvernig fór. Hún var venjulega búin að vinna eftir 2-3 tíma og tefldi af svo undraverð- um léttleika að jafnvel stórglæsi- leg taflmennska heimsmeistarans Garrí Kasparovs féll í skuggann. Kasparov hefur við ólíklegustu tækifæri látið þau ummæli falla að skák henti ekki konum, þær hafi ekki til að bera hinn staðfasta sigurvilja karlmanna og Polgar- systur séu engin undantekning þar á. Aðspurð sagði Judit að eftir þrjú ár mætti Kasparov fara SKÁK HELGI ÓLAFSSON að vara sig. Hvað sem því líður þá stunda systurnar skáklistina af miklu kappi og eru til alls líklegar í framtíðinni. Foreldrar þeirra sem eru sálfræðingar, hafa fengið undantekningu hjá ungverskum skólayfirvöldum og þurfa þær ekki að sinna skólagöngu en mæta í próf að vori og standa sig prýðilega. Þær munu rannsaka skákfræðin sex tíma á degi hverj- um svo ljóst er að árangur þeirra er ekki snilligáfu eingöngu að þakka heldur einnig þrotlausri vinnu. Þó að hæfileikar hinnar 12 ára gömlu stúlku njóti sín sjálfsagt betur í baráttu við enn sterkari skákmenn þá læt ég hér fylgja eina af skákum hennar frá Ólympíumótinu í Saloniki. 11. ... axb5 12. Bxb5-Bd7 13. exf5-Rd4? (Slakur leikur. Betra er 13. ... Bg7 eða 13.... Hb8 og samvkæmt fræðibókunum hefur hvítur ó- nógar bætur fyrir manninn þó Ju- dit sé sennilega á annarri skoðun). 14. Bxd7+-Kxd7 15. 0-0-h5 16. Dd3-Ha5 17. Re3-Bh6 18. Rc4-Hc5 19. c3 (Hvítur nær að hrekja hinn vel staðsetta riddara af höndum sér og með því að fylkja peðum sín- um fram nær hann að veikja kóngsstöðu svarts). 19. ... Dc7 20. Ra3-Rc6 21. Rb5-Db8 22. a4!-Re7 23. f6-Rg6 24. Hadl-Bf8 25. b4-Hc6 26. Dd5-Hh7 Skákin var tefld í upphafi mót- sins: J. Polgar (Ungverjaland) - C. Craig (Ástralíu) Sikileyjar-vörn 1. e4-c5 2. Rf3-Rc6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 5. Rc3-e5 6. Rdb5-d6 7. Bg5-a6 8. Ra3-b5 9. Bxf6-gxf6 10. Rd5-f5 11. Rxb5!? (Dálítið glæfralegur leikur. Þessi mannsfórn stenst kannski ekki ströngustu krítík en ber vott um mikið hugrekki). w H #;# 1 • i l -li atfc.S) .m, t' A lÉ^ lll JL Aj cf. A I L_i AA A a d e f g h 27. f4! (Hvítur hefur náð glæsilegri stöðu með einfaldri og markvissri taflmennsku). 27. ...-exf4 28. Df5+-Kd8 29. Hfel-Dc8 30. De4-De6? (Afleitur leikur sem tapar strax. Betra var 30. ... Dd7 þó það verði fátt um varnir eftir t.d. 31. c4 ásamt c4-c?). 31. Dxc6 - og ástralska stúlkan gafst upp. Föstudagur 30. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.