Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 7
<nrr Y<mT,«rrB yt/tt„jtt; INNLENDUR ANNÁLL Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sprakk í beinni útsendingu á Stöð 2 föstu- daginn 16. september þar sem þeir Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin sleiktu baksár hvor annars eftir rýtingsstungur Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn baðst lausnar eftir 14 mánaða setu sem forsætisráðherra og Steingrími var veitt umboð til stjórnarmyndunar. Ný ríkisstjórn undir forsæti Steingríms, með þátttöku Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og með stuðningi Stefáns Valgeirssonar tók svo við 28. september. Kvennalistinn vildi ekki vera með í myndun félagshyggjustjórnarinnar svokölluðu, þar sem þær sögðust ekki hafa trú á henni. Alþýðubandalagið settist í stjórnina þrátt fyrir að bráða- birgðalög fyrri ríkisstjórnar stæðu að mestu óbreytt sem og matarskatturinn. Fjárfestingafyrirtækið Ávöxtun sf. og sjóðir þess voru teknir til gjaldþrota- skipta í september. Viðskiptavinir Avöxtunar höfðu þá haft pata af því að fyrirtækinu tókst ekki að standa við öll fyrirheit um útborgun skuldabréfa og urðu úttektarbeiðnir meiri en sjóðirnir gátu ráðið við. Hæstiréttur komst í sviðsljósið í lok nóvember, þegar uppvíst varð að Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar nýtti sér heimild sem hann taldi sig hafa sem einn hand- hafa forsetavalds, til áfengiskaupa. Hafði Magnús keypt á þriðja þúsund flöskur af sterku áfengi á tveimur árum, á „kostnaðarverði". Sagði Magnús af sér sem forseti Hæstarétt- ar, en neitaði að segja af sér sem dómari. Kom það í hlut dómsmála- ráðherra að vikja honum frá Hæstrétti og mun mál verða höfðað gegn Magnúsi innan skamms. Við nánari athugun kom síðan í Ijós að aðrir handhafar forsetavalds, að forsætis- ráðherrum frátöldum, höfðu verið duglegir við áfengiskaup á góðu verði og hafði Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, fyrrum forseti Sameinaðs Al- þingis keypt um 1230 fiöskur á fjórum árum. Hann hafði áður látið að því liggja í fjölmiðlum að áfengiskaup sín hefðu verið mun umfangsminni. Nauðgunarmála- nefnd, undirforystu Jónatans Þórmundssonar skilaði af sér skýrslu í byrj- un nóvember eftir fjögurra ára starf. Kom fram í máli nefndarmanna að með- ferð nauðgunarmála, hvort sem væri hjá lög- reglu, heilbrigðisstofnun- um eða dómstólum væri með öllu óviðunandi og lagði nefndin fram tillögur um gagngerar umbætur á þessu sviði. Enn hefur ekkert heyrst af viðtökum opinberra aðila við starfi nefndarinnar. Kanadísk ferjuflugvél hrapaði fimmtíu metrum frá Hringbrautinni við enda flugbrautar Reykjavíkurflugvallar, annan ágúst. Þrír menn fórust, en öllum var Ijóst að engu mátti muna að slysið hefði orðið mun meira, þar sem mikil umferð var. Vakti slysið upp miklar umræður um staðsetningu flugvallar í miðri Reykjavík. Hafskipsmálið kom aftur upp á yfirborðið þegar Jónatan Þór- mundsson, sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur 16 einstaklingum,- fyrrum forráðmönnum Hafskips, fjór- um síðustu bankastjórum Útvegs- banka íslands og þeim bankaráðs- mönnum sem síðast sátu. í þeirra hópi var Jóhann Einvarðsson, þing- maður og bróðir Hallvarðs Einvarðs- sonar ríkissaksóknara. Jónatan sótti um leyfi til Alþingis þess efnis að Jó- hann yrði sviptur þinghelgi og varð Alþingi við þeirri ósk. Ovíst er hvenær málið verður tekið upp fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Islendingar eignuðust enn eina stórstjörnuna pegar Nýja Helgar- blaðið upplýsti að Mjallhvít Walt Disn- eys var í rauninni fslensk. Fyrirmynd Mjallhvítar var Reykjavíkurmær, ætt- uð úr Skagafirði og hét Kristín Sölva- dóttir og sá sem teiknaði var Vest- ur-íslendingur, Charles Thorson, en foreldrar hans komu úr Árnessýslu. Skagfirðingum kemur þetta sjálfsagt ekki á óvart, enda hafa þangað í sveit verið raktar ættir manna eins og Frank Arneson fótboltahetju í Dana- veldi og Ronalds Regans, aldraðs leikara i Bandaríkjunum. BSRB-fólk kaus sér nýjan formann föstudaginn 22. október og varð Ög- mundur Jónasson, fyrrum fréttamaður fyrir valinu. Hann tók við af Kristjáni Thorlacius sem hafði setið sem formaður í 28 ár. Mótframbjóðendur Ögmundar voru þau Guðrún Árnadóttir og Örlygur Geirsson. AS( kaus sér síðan nýja forystusveit þann 23. nóvember. Ásmundur Stefánsson var endurkjörinn for- seti, Ragna Bergmann 1. varaforseti og Örn Friðriksson 2. varaforseti. Föstudagur 30. desember 1988 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7 INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1985 Hinn 10. janúar 1989 er áttundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 8 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini kr. 373,80 Vaxtamiði með 10.000,- kr. skírteini kr. 747,60 Vaxtamiði með 100.000 kr. skírteini kr. 7.476,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1988 til 10. janúar 1989 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2279 hinn 1. janúar 1989. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldreieftir gjalddaga Innlausn vaxtamiða nr. 8 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1989. Reykjavík, 30. desember 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.