Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 4
A BEININU Hið kristilega siðgœði segir okkur að sœlla sé að gefa en þiggja, og á jólum grípur um sig gjafaæði sem kaupmenn njóta góðs af. En fleiri njóta þess því í kringum jól og áramót eru ýmsar hjálparstofnanir með safnanir í gangi og það hefur marg sýnt sig að landinn er örlátur. Svo var einnig um þessi jól. Meðal þeirra hjálparstofnana sem voru með sína árlegu söfnun í gangi var Hjálparstofnun kirkjunnar. Nú eru tvö ársíðan að mikill fjölmiðl- ahasar varð í kringum þessa stofnun. LJpp komst um bruðl hjá starfsmönnum stofnunarínnar með fjármuni sem safnast höfðu þannig að miklu minni hluti söfn- unarfjárins skilað sér á leiðarenda þar sem hjálpar var þörf en œskilegt taldist. Þetta leiðindamál varð til þess að flestir starfsmenn stofnunarinnar hœttu og fóru að sinna öðrum störfum, en Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfrœð- ingur var ráðin framkvœmda- stjóri Hjálparstofnunarinnar, en hún hafði áðurstarfað að hjálpar- störfum á vegum Rauða kross ís- lands. Sigríður er á beininu þessa helgina. Hvernig hefur stofnuninni gengið að endurvinna traust al- mennings? „Það hefur gengið mun betur og tekið skemmri tíma en við átt- um nokkumtímann von á. Við bjuggumst við að það myndi taka nokkur ár að endurvinna það mikla traust sem stofnunin naut hjá almenningi en söfnunin nú fyrir jól hefur gengið mjög vel og ég heyri fáar óánægjuraddir núna. Islendingar virðast fyrir- gefa mjög fljótt. Þeir em líka kannski fljótir að gleyma. Þá get- ur verið að þeir treysti þeim sem tóku við Hjálparstofnuninni til þess að færa það til betri vegar sem miður fór.“ Hefur verið dregið úr rekstrar- kostnaði, ferðalögum, risnu og öðrum þáttum sem gagrýndir voru á sínum tíma? „Við höfum reynt að halda rekstrarkostnaði í algjöru lág- marki. Áður störfuðu hér sex starfsmenn og stundum fleiri ef mikið stóð til, en nú störfum við bara tvær hér. Við megum bara nota 8% af söfnunarfénu í rekstr- arkostnað og það er mjög knappt. Þannig fórum við framúr því á síðasta ári og notuðum 11% af söfnunarfénu til þess að ná endum saman.“ Kæmi ekki til greina að hið op- inbera eða þá kirkjan sæi um reksturinn á stofnuninni þannig að almenningur gæti verið full viss um að framlögin færu öll til hjálparstarfsemi? „Ég tel ekki rétt að hið opin- bera reki svona stofnun. Framlög ríkisins til þróunarmála eru miklu lægri en í nágrannalöndum okkar og ef við fengjum framlög frá rík- inu er hætta á að þeir myndu túlka þau framlög sem hluta af þróunaraðstoð. Það er alls ekkert einsdæmi hér að hjálparstofnun sé rekin á framlögum einstak- linga. Ríkið hefur staðið sig mjög illa í líknarmálum almennt og má nefna ótal dæmi þar sem einstak- lingar hafa tekið að sér hlutverk sem eðlilega ætti að vera á vett- vangi hins opinbera, Sjálfsbjörg t.d. Það var þjóðkirkjan sem stofnaði Hjálparstofnunina og innan kirkjunnar hefur átt sér stað töluverð umræða um að hún taki sjálf virkari þátt í starfsemi stofnunarinnar. Hinsvegar hefur enn ekki fengist nein niðurstaða í það mál.“ En hvað finnst þér sjálfri? „Sjálfri fyndist mér eðlilegt að kirkjan styrkti þessa starfsemi meira en hún gerir." Hjálparstarfsemi á borð við ykkar starfsemi hefur oft verið gagnrýnd fyrir að einblína um of á neyðarhjálp í stað þess að vinna að langtímaverkefnuin. „Við reynum að vinna að neyðarhjálp og þróunaraðstoð jöfnum höndum. Stundum skapast þær aðstæður að neyðar- hjálp er nauðsynleg einsog t.d. þurrkarnir í Afríku, flóðin í Bangladesh og jarðskjálftinn í Armeníu. í slíkum tilvikum er neyðarhjálp nauðsynleg en það er alveg satt að ígildi krónunnar margfaldast þegar unnið er að þróunaraðstoð, og hægt og síg- andi erum við að auka slíka að- stoð. Mikilvægasta hjálpin er að veita þessu fólki þá aðstoð að það geti orðið sjálfbjarga. Þannig höfum við m.a. greitt laun kenn- ara sem kenna ungum atvinnu- lausum mönnum á Indlandi iðn- greinar þannig að þeir geti farið út á vinnumarkaðinn að námi loknu og fengið starf við ein- hverja iðn. Mikilvægi fræðslunn- ar fyrir þetta fólk verður aldrei ofmetin." Þið hafið verið með söfnun í gangi fyrir þessi jól. Hvernig hef- ur hún gengið? „Jólasöfnun Hjálparstofnun- arinnar er árlegur viðburður og hún hefur gengið mjög vel þrátt fyrir að við óttuðumst að sá sam- dráttur sem á sér stað í samfé- laginu myndi bitna á svona söfn- unum. Svo virðist þó ekki vera. Nú þegar höfum við safnað 14 miljónum króna. Hluti af söfnun- arfénu var notaður til þess að senda 3.500 teppi og niðursoðin matvæli á jarðskjálftasvæðið í Armeníu." Traustið verið endur- skapað Sigríður Guömundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar: Islendingar virðast fyr- irgefa mjög f Ijótt. Rekstrarkostnaði haldið í algjöru lágmarki. Ríkið stendur sig illa í líknarmálum. Kirkjan gæti styrkt okkur betur. Jólasöfnunin gaf 14 miljónir. Rígur- inn við Rauða krossinn er gamall Hvernig veljið þið verkefni? „Við fáum oft beiðnir frá Lút- erska heimssambandinu. Jafn- framt fáum við beiðni beint frá aðilum þessa sambands í þriðja heiminum. Heimssambandið heldur árlega fund þar sem verk- efni næsta árs eru rædd og lagt á ráðin en áður hafa áætlanir um verkefnin verið unnar í samvinnu við heimamenn." Aðstoðið þið bara kristnar þjöðir? „Trúarbrögð skipta engu máli varðandi hjálparstarfið. Sem dæmi um það má benda á að Hjálparstofnunin hefur verið með hjálparstarf í Bangladesh en meirihluti íbúa þar er múhameðs- trúar.“ Manni finnst þessi heimsmynd sem blasir við dálítið sérkennileg. Annarsvegar er skortur ríkjandi i vissum heimshlutum á helstu nauðsynjum og hinsvegar er of- framleiðsla á matvælum í Evrópu og Bandaríkjunum. Væri ekki möguleiki að lækka kjötfjöllin á Vesturlöndum með því að flytja þau til fólks sem er að deyja úr hungri í stað þess að keyra á haugana dilkakjöt og önnur mat- væli einsog er gert hér á landi? „Það hefur verið gert töluvert af því. Bandaríkjamenn og Evr- ópubúar hafa sent offramleiðslu af korni til svæða þar sem hungur ríkir. Það er aftur á móti erfiðara um vik með lambakjötið. Flutn- ingar til Afríku yrðu að vera í frystiskipum og þeir eru mjög dýrir. Þá er engin aðstaða í þess- um löndum til þess að taka á móti kjötinu þannig að miklar líkur eru á að það myndi skemmast þegar það væri komið á áfanga- stað. Þá þarf að hafa það í huga að fólkið þarf að þekkja til þess matar sem því er sendur.“ Á sínum tíma réðst Hjálpar- stofnunin í tilraunir með skreiðarpillur. Hvernig endaði sú tilraun? „Hún mistókst algjörlega og nú er ekkert slíkt í gangi.“ Hvernig er samráði Hjálpar- stofnunarinnar og annarra aðila sem vinna að líku starfi hér á landi háttað? Er það nægilegt? Væri ekki ráð að þessir aðilar tækju höndum saman og ynnu sameiginlega að verkefnum? „Þrír stærstu aðilarnir sem vinna að hjálparstarfi hér á landi eru Hjálparstofnunin, Rauði kross íslands og Þróunarsam- vinnustofnun íslands. Það er mjög mikilvægt að við höfum samráð með okkur en það yrði erfitt að fara út í sameiginleg verkefni þar sem Hjálparstofn- unin og Rauði krossinn vinna með sfnhvorri alþjóðastofnun- inni. Það er ákveðinn grundvall- armunur á starfsemi okkar og Rauða krossins. Við störfum á kristilegum grundvelli en Rauði krossinn hefur unnið mikið hjálp- arstarf á vígvöllum, sem hjúkr- unaraðili. En í grunninn erum við samt að vinna að sama málinu.“ Það er ekki laust við að maður hafi fundið ríg á milli Rauða krossins og Hjálparstofnunarinn- ar? „Það er satt. Sá rígur er gamall. Sjálf er ég Rauða kross mann- eskja og vann að hjálparstarfi með þeim áður en ég kom hing- að, þannig að mín heitasta ósk er að við getum unnið saman og að. þessi rígur hverfi. Það er t.d. eitt verkefni sem ég tel að þessar tvær stofnanir geti unnið saman að en það er fræðslustarf hér innan- lands, því ég tel mjög brýnt að æskan fræðist í skólum um þær þjóðir heims sem við erum að að- stoða.“ —Sáf 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.