Þjóðviljinn - 24.02.1989, Page 4

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Page 4
Vextir eru of háir Viljum lækka vexti og fimm prósent raun- ávöxtun er mjög góð fyrir lífeyrissjóðina. En við erum þolendur, ekki gerendur. Eng- inn ágreiningur milli SAL og verkalýðs- hreyfingarinnar um framkvæmd vaxta- stefnu SAL. Ekki okkar að ákvarða um vaxta- stefnuna. Eigum eftir að komast að því hvort við erum á villigötum. Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri SAL, er á beininu. A BEININU Deila ríkisstjórnarinnar og líf- eyrissjóðanna um vaxtamál hafa verið í brennidepli að undan- förnu. Lífeyrissjóðirnir telja sig ekki geta lækkað vexti nema að tryggt sé að ríkisstjórnin og bank- ar hafi gengið á undan. SAL, Samband almennra lífeyrissjóða, er í eigu lífeyrissjóða verka- lýðsfélaga innan ASÍ. Hverju svarar Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri SAL, því að með lækkun vaxta nú bæti lífeyrissjóð- irnir hag launamanna og fyrir- tækja og auki atvinnuöryggi. Eru það ekki hagsmunir SAL? Skipta vextir á 60 miljörðum ekki máli fyrir vaxtastigið í landinu? Hverjir eru aðilar að SAL? „Innan Sambands almennra lífeyrissjóða eru 27 lífeyrissjóðir sem allir eru á sviði Alþýðusam- bands íslands. Þeir hafa með sér mjög nána samvinnu og koma fram gagnvart sjóðfélögum sem ein samræmd lífeyrisheild. Bóta- réttur sjóðanna er sá sami alls staðar.“ En hvert er umfang þess fjár- magns sem liggur í lífeyrissjóðun- um miðað við bankana? „Eignir lífeyrissjóðanna í landinu eru væntanlega nálægt 60 miljarðar króna og lífeyrissjóðir eru í eðli sínu ekkert annað en lögþvingaður skyldusparnaður. Þeir eru langstærsti sparnaðar- aðilinnílandinu. Éghefhins veg- ar ekki nákvæmar tölur um fjár- magn í bankakerfinu en það er nokkru meira en liggur hjá líf- eyrissjóðunum." Það hefur verið mikil umræða um vexti lífeyrissjóðanna. Þetta skiptist væntanlega í tvö horn, annars vegar vexti á lánum til sjóðfélaga og hins vegar vexti á því fjármagni sem sjóðirnir lána Húsnæðisstofnun? „Já. Ef við tökum lánin til sjóð- félaganna þá er vaxtastig háð ákvörðunarvaldi hvers einstaks sjóðs. Langflestir lífeysissjóðir hafa miðað við svokallað vegið meðaltal útlánsvaxta bankanna af verðtryggðum lánum til langs tíma. Þeir vextir eru í dag 8,1%. Hvort það næst vaxtalækkun hjá lífeyrissjóðunum er að verulegu leyti spurning um hvort vextir lækka hjá Landsbanka íslands, því vextir bankans vega geysilega þungt í þessu vegna meðaltali vaxta hjá bönkunum sem við tökum mið af. Hvað varðar lánin til Húsnæð- isstofnunar, skulu lífeyrissjóðirn- ir samkvæmt lögum gera samning við Húsnæðisstofnunina til tveggja ára um vaxtakjör á þeim skuldabréfum sem sjóðirnir lána stofnuninni. f lögunum segir að vextirnir skuli miðast við þau kjör sem ríkissjóður býður al- mennt á fjármagnsmarkaði. í desember sl. var gerður skammtímasamningur til þriggja mánaða um 6,8% vexti, það eru þeir sömu vextir og eru í dag á spariskírteinum ríkisins. Við- ræður um lánskjör frá 1. apríl til áramóta hefjast væntanlega við ríkið um miðjan marsmánuð." Nú hefur ríkið ákveðið að stefna að því að hámarksvextir ríkisskuldabréfa verði 5%. Geta lífeyrissjóðirnir samið við hús- næðiskerfið um lán á þessum vöxtum? „Þetta er misskilningur að því leyti að það er ekki í bígerð hjá stjórnvöldum að lækka vexti á spariskírteinum í næsta mánuði um 5%, heldur er það markmið ríkisstjórnarinnar til lengri tíma..“ ..gerist það ekki meðal annars með samningum við ykkur? „Við höfum talið að þeir vextir sem við erum að semja um hafi í raun ekki áhrif á hið almenna vaxtastig í landinu. Það er vegna þess að það er um að ræða hólfun á fjármagni sem kemur að öðru leyti ekki inn á fjármagnsmark- aðinn. Lífeyrissjóðirnir hafa alltaf sýnt skilning á þeim vilja stjórnvalda að lækka raunvexti í landinu og við höfum viljað taka þátt í slíkri samræmdri stefnu stjórnvalda. Við höfum ekkert á móti því að kaupa skuldabréf af Húsnæðisstofnun á 5% vöxtum ef ríkissjóður gefur út skuldabréf á slíkum kjörum og þau ganga vel út. Við viljum hvað sem öðru líð- ur fara eftir þeim ákvæðum sem eru í lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, þ.e. að kaupa skuldabréf með þeim lánskjörum sem ríkis- sjóður býður almennt á fjár- magnsmarkaði.“ En hvernig getið þið haldið því fram með ykkar sextíu miljarða að þeir vextir sem þið bjóðið skipti ekki máli varðandi almennt vaxtastig í landinu? Hlýtur þetta ekki að hafa keðjuverkandi áhrif? „Líttu á, Húsnæðisstofnun lán- ar út á 3,5% vöxtum og það stendur ekki til að hækka þá vexti.“ En ríkið þarf að borga mis- muninn og liggur ekki ljóst fyrir að eftir því sem þessi vaxtamunur er minni, þeim mun betur er ríkið í stakk búið til að lækka vexti ai- mennt? „Ég veit ekki hvað ríkissjóður gerði við það fjármagn sem mundi Iosna með þessum hætti og þori ekki að segja um hvort það yrði nýtt til vaxtalækkunar. En Verkamannasamband íslands hefur óskað eftir að fram fari könnun á hvort lækkun vaxta líf- eyrissjóðanna t.d. í 5% til Hús- næðisstofnunar muni lækka vexti almennt. Við teljum þetta brýnt mál að skoða. Það er ágreiningur í dag milli okkar og stjórnvalda um hvort lækkun vaxta af okkar hálfu hefur áhrif til almennrar vaxtalækkunar svo við viljum láta sérfræðinga skera úr um þetta.“ SAL er í eigu lífeyrissjóða verkalýðsfélaganna og launa- menn eiga beinna hagsmuna að gæta varðandi vexti á lífeyris- sjóðslánum. Auk þess má halda því fram að lækkun vaxta lífeyris- sjóðanna stuðli að almennri lækkun vaxta, sem lækkar fjár- magnskostnað heimilinna og fyrirtækjanna og stuðlar þar með að auknu atvinnuöryggi. Er það ekki í verkahring lífeyrissjóðanna í dag ekki síður en í framtíðinni, þegar félagarnir komast á ellilíf- eyri að stuðla að bættum hag fé- laganna? „Það er alveg augljóst að í hug- um forráðamanna lífeyrissjóð- anna er það raunvaxtastig sem er nú í landinu allt of hátt og það ber að stefna að því að lækka vextina með samræmdum aðgerðum. Við höfum hins vegar alltaf litið þannig á að við séum ekki ger- endur á þessu sviði heldur þol- endur. Það eru fyrst og fremst bankar og sparisjóðir og ríkis- valdið sem ættu í sameiningu að koma vaxtastiginu niður og þá erum við tilbúnir að lækka okkar vexti til samræmis. Við erum til- búnir að taka þátt í slíkum sam- ræmdum aðgerðum án þess að gerast þar sporgöngumenn.“ Út frá hvaða forsendum gangið þið þegar þið teljið ykkur vera þoiendur í þessu máli, af hverju eruð þið ekki gerendur með 60 miljarða milii handanna? „Lífeyrissjóðirnir verða að sjálfsögðu að ávaxta sitt fjármagn með eins góðu móti og hægt er. Þeir eiga við fortíðarvandamál að stríða frá því fé þeirra brann upp milli 1970 og 1980. Það er okkar stefna að það sé annarra að ákvarða vaxtastefnuna." En nú gerið þið langtímaáætl- anir allt til ársins 2030 þar sem spáð er í fólksfjölgun o.s. frv. og metið hver ávöxtun fjár í ykkar vörslu þurfi að vera svo að út- borgun verði tryggð einhvern tíma í framtíðinni. Hins vegar segir þú að þið ákveðið vexti með hliðsjón af meðaltalsvöxtum bankanna í dag, sem sagt fylgið vöxtum eins og þeir eru á hverjum tíma? „Um þetta má segja að á þess- um frjálsa fjármagnsmarkaði er það út í hött að lífeyrissjóðirnir séu að bjóða lægri vexti en gengur og gerist. Ég undirstrika að ég tel að raunvextir séu allt of háir og það veldur okkur áhyggj- um. Aðalatriðið er það að við þurfum á allgóðri raunávöxtun að halda til lengri tíma litið, en við erum ekki tilbúnir í tilrauna- starfsemi einir sér.“ Eru fimm prósent raunvextir ekki allgóð ávöxtun, sérstaklega þar sem þú ert þeirrar skoðunar að 8,1% vextir séu alltof háir? „Fimm prósent raunávöxtun lífeyrissjóðanna til lengri tíma er mjög góð ávöxtun og við gætum sætt okkur við hana. En það kem- ur fram í frumvarpi til Iaga um starfsemi lífeyrissjóða að þeim beri að ná fram bestri mögulegri ávöxtun á hverjum tíma. Líf- eyrissjóðirnir eru í dag að kaupa bankabréf sem eru nánast ríkis- tryggð með vöxtum á bilinu 9 til 10%. Við getum ekki hafnað slíku og farið að lána á miklu lægri vöxtum. Við verðum að haga okkur eins og aðrir fjár- magnseigendur." En þetta stangast á við ósk þína um lækkun vaxta og hagsmuni launþega í dag? „Ég segi bara aftur að við telj- um vexti of háa og viljum lækka þá, en getum ekki lánað út á 5% vöxtum þegar við eigum kost á miklu betri ávöxtun annars stað- ar.“ Býr Lífeyrissjóður verslunar- manna við einhverja sérstöðu eða af hverju hefur hann getað lækk- að vextina úr 8% í 7%? „Ég get ekki svarað fyrir Líf- eyrissjóð verslunarmanna. En það hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort við fylgjum í fót- spor þeirra. En vaxtaákvörðun sem slík er í höndum hverrar sjóðstjórnar." En þið eruð allir af vilja gerðir til að lækka vextina? „Það hefur aldrei staðið á líf- eyrissjóðunum í samvinnu við banka og stjórnvöld að lækka vexti.“ Nú vilja stjórnvöld lækka vexti og þið líka. Hvað er í veginum? „Ég minni aftur á að lánskjör skuldabréfa til Húsnæðisstjórnar skulu vera þau sem ríkissjóður býður almennt á fjármagnsmark- aðnum. Þetta ákvæði var skilyrði lífeyrissjóðanna fyrir að fjár- magna húsnæðiskerfið og er inni í kjarasamningi aðila vinnumark- aðarins frá í febrúar 1986. Ef menn vilja breyta eðli þessarar lagagreinar þá er það mál sem stjórnvöld verða að eiga við verkalýðshreyfinguna og aðila vinnumarkaðarins. “ En er einhver ágreiningur innan þeirra sjóða sem mynda SAL um það hvert skal halda í vaxtamálum? „Ég hef ekki orðið var við neinn ágreining í því.“ Er einhver ágreiningur á milli lífeyrissjóða verkalýðsfélaganna og verkalýðsfélaganna sjálfra um stefnu lífeyrissjóðanna í vaxta- málum? „Ég held að það sé skilningur af hálfu þeirra sem stjórna líf- eyrissjóðunum, þ.e. verkalýðsfé- laga og atvinnurekanda, á þeirri stefnu sem sjóðirnir fylgja. Ég hef ekki orðið var við ágreining af hálfu verkalýðsfélaganna." Þú ert sem sagt að segja að verkalýðshreyfingin sé alveg sátt við að þið lækkið ekki vextina? „Ég vil svara þessu þannig að við erum tilbúnir að lækka vexti í einhverju samræmdu prógrammi ríkisstjórnar og bankanna. Ég hef ekki orðið var við að verka- lýðshreyfingin sem slík sé í and- stöðu við þessa stefnu. Stefnan um að fylgja vegnu meðaltali bankavaxta var mótuð 1986 og við höfum ekki rætt það innan okkar raða að við förum niður fyrir það stig.“ Þið horfið sem sagt ekki til þess hverjir hagsmunir ykkar um- bjóðenda gætu verið í dag og hvernig þið gætuð haft virk áhrif þar á, heldur horfið aðeins til þess að tryggja hámarksávöxtun með hliðsjón af því að tryggja greiðslugetu sjóðanna í framtíð- inni?“ „Já.“ En hvað gerist ef þið lækkið vexti ykkar niður í fimm prósent? „Hvað varðar vexti á skulda- bréfum til Húsnæðisstofnunar held ég að það hafi ekkert að segja. Ef við lækkum vextina til sjóðfélaganna niður í 5% þá mun það hafa í för með sér mikla ásókn í lífeyrissjóðslánin miðað við að raunvaxtastig annars stað- ar er milli 8-9%...“ ...og þýddi það ekki að bank- arnir misstu útiánaviðskipti yfir til ykkar og neyddust til að lækka sína vexti í kjölfarið? „Ég held nú að fjármagns- markaðurinn sé flóknari en þetta og þetta hefði jafnframt í för með sér mikla eyðslu. Ódýrt niður- greitt fjármagn hefði í för með sér eyðslu og að lán yrðu tekin til að koma í betri ávöxtun annars stað- ar...“ Þannig að þið eruð í hlutverki hins menntaða einvalds, viljið ekki lækka vextina til að koma í veg fyrir að almenningur fari að eyða peningum í vitleysu? „Ja, lífeyrissjóðirnir eru lög- þvingaður sparnaður, þ.e. að vit er haft fyrir fólki að spara með þessum hætti. Ég vil bara undir- strika að við munum skoða þessi mál mjög rækilega með þeirri hagfræðinganefnd sem skipuð verður á næstu dögum að beiðni Verkamannssambandsins, til að komast að raun um hvort við erum á réttri leið eða á villigöt- um,“ sagði Hrafn Magnússon að lokum. Páll H. Hannesson 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.