Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 23
Steinunn Sigurðardóttir i K Kjartan Ólason: Fyrstur hinna dánu. desar: við sjáum í myndinni „Fyrstur hinna dánu“ hvar stælt- ur maður og stoltur ekur hest- vagni sínum inn í ríki dauðans. Hestarnir í myndum Kjartans eru dauðatákn og þessi magnaða mynd er eins konar storkun við dauðann sem vekur bæði kjark og kvíða. Aðrar myndir hafa til- vísun tii fortíðarinnar og listasög- unnar: andlitið í myndinni „Vef- arinn“ minnir á Michelangelo og Skáldsnillingurinn „Doctus Po- eta“ er eins og skopleg en jafn- framt tragísk tilvitnun í vélmenni þau sem komu fram í verkum kú- bista, fútúrista og dadaista á fyr- rihluta aldarinnar. Myndin „Amnesía“ eða minnisleysi sýnir okkur andlitsgrímu sem er að hluta til hulin og umlukin form- lausum myndflötum. Þetta eru þau andlit fortíðar sem dvelja í sameiginlegri undirvitund okkar, andlit sem listamaðurinn magnar upp, þannig að við þekkjum þau á ný, j nýju samhengi við nútím- ann. Á stuttri yfirsýn vekja þess- ar myndir ótal spurningar, sem ekki verður svarað í þessum pistli. Enda ekkert svar ótvírætt og best að hver svari fyrir sig. En Kjartan Ólason á erindi við okk- ur og allir myndlistarunnendur eiga erindi á þessa óvenjulegu sýningu. augu dauðann / sem líknsamur neglir I augu vor aftur einn dag / undir deyjandi sól:“ í þriðja kafla bókarinnar tíðk- ast hin breiðu spjótin. Þar vitjar Matthías fornkappa eins og löngum fyrr í skáldskap sínum; þar fann ég ágætast kvæðið Gísli kveður, lýrískt og magnað í senn. Fjórði kaflinn er viðamestur, en hann geymir mörg góð vers, enda er Matthías hæfilega nískur á orð- in í flestum tilvikum. Og hann notar frumlega líkingu þegar hann víkur að því vandasama starfi að koma hugsunum í orð; fýlinn, þann hrjáða fugl: „Fýllinn / er leiksoppur / vindanna II hrekst til lands / með hvíthryggjaðan / fjörð í fálmandi / augum, II getur ekki lyft I sér til flugs. I/ Þannig er einnig / hugsun vor I landfastur leiksoppur / lausbeislaðra / vinda II án kletta, án hafs. // Án himins. “ t þessum kafla eru flest áleitn- ustu ljóð bókarinnar, Febrúar- Grafík á Skaga Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi fékk á sl. ári 600 þ.ús- und króna fjárveitingu úr List- skreytingasjóði til að skreyta heimavist skólans. Ákveðið var að kaupa grafíkverk og verður haldin sýning á þeim fyrir al- menning nú um helgina. Alls voru keyptar 56 myndir eftir 11 listamenn, þau Baltasar Samper, Halldóru Gísladóttur, Ingiberg Magnússon, Ingunni Eydal, Jóhönnu Bogadóttur, Jón Reykdal, Ragnheiði Jónsdóttur, Ríkharð Valtingojer, Sigrid Valt- ingojer, Vigni Jóhannsson og Pórð Hall. Sýningin verður opnuð í dag kl. 16 og er opin til 20.30. Á laug- ardag og sunnudag er hún opin frá 14 til 20.30. Sýningunni lýkur svo föstudaginn 3. mars og verð- ur myndunum þá komið fyrir á heimavistinni. vor aftur dagur, Ferðalag, Ef, Hugmynd, Næturvörður Rembrandts, Her- dísarvík, svo dæmi séu tekin. Aft- ur gengur Matthías á hólm við söguna í fimmta hluta bókar sinn- ar og falla öll vötn til Dýrafjarðar sem endranær: lífvænlegustu ljóðin eru knöpp og meitluð. Skáld eiga að stjórna orðunum. Ekki öfugt. Matthías Johannessen var á sínum tíma einn helsti frum- kvöðull hins opna ljóðforms. Það hefur verið á undanhaldi hin seinni ár og er það vel; oft á tíðum eru opin ljóð rétt eins og hver önnur lesendabréf, aðeins með mislöngum línum. í sjötta hluta bókarinnar vottar fyrir áhrifum opna Ijóðsins, þó með meiri skáldlegum tilþrifum en það býð- ur oftast nær upp á. Sprengjan heitir þessi bálkur og fyrsti hluti hans er afar kröftugur: „Tölum ekki um veturinn langa I tölum ekki um myrkrið og frostið / tölum ekki um grimmd mannsins / tölum ekki. “ Tölum ekki, segir skáldið, en það á annað svar og haldbetra. Fyrsta hlutanum lýkur svo: „Rífum blóm dauðans upp / með rótum. I/ Leiðum öskrandi rándýr / inní traust búr II Yfirgefum Cól- osseum, megi rústirnar / molna undirfölgulu tunglskini / vaxandi mána og kœfandi geislum I sólar á löngu sumri". Tveir síðustu hlutar bókarinn- ar eru torræðir; þar bregður ein- att fyrir sterkum myndum og skáldlegum, en hætt er við að margur lesandi tapi áttum áður en yfir iýkur. Og þar kemur enn og aftur að því sem helst veikir þessa nýjustu ljóðabók Matthías- ar: orðgnóttin og hömluleysið. Þess vegna er Dagur af degi ekki eins heilsteypt verk og ef skáldið hefði verið strangara við sjálft sig og ljóð sín. Og það er slæmt, því bókin geymir fjölmörg ljóð sem gera hana að afar ánægjulegum tíðindum í íslenskum skáldskap. Ljóð á Laugamestanga Það hefur verið fastur liður í starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar að hafa bók- menntakynningu einusinni í mánuði. Febrúarkynningin fer fram á sunnudag og er helguð ljóðinu en í janúar voru þýddar skáldsögur á dagskrá. Það eru ljóðskáldin Gyrðir Elíasson, Kristín Ómarsdóttir, Kristján Karlsson og Þorsteinn frá Hamri sem lesa upp úr ljóðum sínum á sunnudag og hefst dag- skráin klukkan hálfþrjú. Ó magálamir mamma! Nú er runninn upp rétti árs- tíminn fyrir fólk sem vill þefa af sögu íslensku þjóðarinnar og berja hana augum án þess að lesa bækur og fara á söfn. Nú er nægilegt að skreppa út í Hagkaup og skoða kjötborðið þar til þess að verða margs vís- ari um litla þjóð og hennar lifnaðarhætti um aldir. Og þetta geta menn gert alveg ókeypis um leið og þeir kaupa inn fyrir vikuna. Það er með þorramat eins og svo margt annað, að maður er alinn upp við þetta og er ekkert sérstaklega að pæla í því fyrr en allt í einu að um- hugsun kviknar, fyrir ein- hverja tilviljun. Ég er núna komin að niðurstöðu um hvers vegna ég snarhemlaði með innkaupakörfuna í Hag- kaupum hér um daginn og horfði yfirþyrmd á hina óhugnanlegu samsuðu í kjöt- borðinu og var hugsi í fram- haldi af því allan þann dag. Það er vegna þess að þetta er mesta magn þorramatar sem ég hef séð samankomið á einu bretti, og þá var sem lykist upp fyrir mér leyndardómur um eðli þessara voðalegu landbúnaðarafurða, sem ég er þó alin upp við og hef séð oft áður, en í mun minna magni. Ég stend sem sagt eins og dáleidd við kjötborðið og hugsa: Súr fita. Oj. Þar sveif hvít fitubrák yfir vötnum í sambýli magála, bringukolla, súrsaðra hrútsp., rengis, svið- asultu, hákarls o.fl. Eg hugs- aði með mér: Þetta át það. Og étur enn. Og ég minntist orða skáldsins: Ó magálarnir mam- ma! Svo hvarflaði hugurinn aft- ur í moldargöng, baðstofuloft og fimm bera búka undir sama brekáni, frostaveturinn mikla, lús og móðuharðindi. Það er skiljanlegt í sögulegu samhengi að aðþrengt fólk í hreysum fortíðarinnar skuli hafa lagt sér til munns grafinn hákarl í ammoníaksbaði. Þess konar matvæli urðu að lífsvið- urværi vegna þess að erfitt var um aðdrætti og ekki til betri aðferðir við að geyma matinn. Þetta er sem sagt skiljanlegt. Óskiljanlegt er hins vegar að fólk sem hefur komið sér upp einbýlishúsi, frystikistu og þrælbólstruðum sóffa skuli leggja það á sig að leggja sér sýrða dýrafitu og innyfli til munns í umtalsverðu magni. Á sama hátt og barn vex uppúr því að skammast sín fyrir foreldra sína, þá er ég löngu hætt að skammast mín fyrir að vera íslendingur. En ég á mínar erfiðu stundir þeg- ar verið er að innvígja útlend- inga í innstu leyndardóma ís- lenskrar matarmenningar, ekki síst hið illræmda súrmeti og brennd kindahöfuð, þar sem hámark máltíðar er augnstunga og tunguskurður. Og ég get aldrei vanist svipn- um á útlendingum þegar það á að telja þeim trú um að harð- fiskur sé matur. Þá myndast á andlitunum þessi átakanlegi svipur sem er blanda úr van- trú, kurteisi og viðbjóði. Tal- andi um harðfisk, sem mikill lyktauki er að, þá er alveg met hvað íslendingar eru duglegir við að hafa hann innanum sparifötin í ferðatöskunum sínum þegar þeir fara til sið- menntaðra landa og ég und- rast mest að enginn skuli enn hafa verið handtekinn áflug- velli fyrir hryðjuverk í matvælaútflutningi. Á hinum hefðbundnu þorra- blótum til fjarða og dala á ís- landi er að sjálfsögðu veittur þorramatur. Eftir að hafa heyrt um skemmtiatriði á slíku blóti í afskekktum firði fyrir austan þá velti ég því fyrir mér á hvaða brautir í heilanum ammoníakshákarl- inn virkaði. Þetta var árið sem meint dónamynd íslensk var sýnd í sjónvarpinu og hófst á innilegum atlotum á eldhús- borði. Nýstárleg notkun þessa húsgagns varð kveikjan að skemmtiatriði á þorrablótinu, þar sem valinkunn sæmdar- hjón á staðnum léku eldhús- borðssenuna úr sjónvarps- leikritinu. Ég hef ástæðu til að ætla að þessi sniðuga hug- mynd hafi farið eins og eldur í sinu hringinn í kringum landið vegna þess að kona ein í firð- inum heyrðist lýsa þessu atriði símleiðis fyrir ættingja sínum í öðrum firði og leggja til að það yrði einnig æft upp fyrir þorrablótið hjá þeim. Þegar mér virtust öll sund lokuð og engin afsökun lengur til fyrir því að leggja sér til munns gömul íslensk matvæli sem ganga undir samheitinu þorramatur, þá fékk ég hugljómun. Kannski það sé veik von til þess að íslending- ar færist nær uppruna sínum og verði þar með að betri ís- lendingum með því að éta skyr og rengi og hina óum- ræðilegu súrsuðu hrútsp. Föstudagur 24. febrúar 1989 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.