Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 2
SKADI SKRIFAR Egstyð Davíð gegn Kopa vogi Ég, Skaöi, hefi lengi vitaö að það er alltaf eitthvert bölvað vesin í Kópavogi eða kringum þann bæ. Ef ekki hitt, þá þetta. Klakksvík yrði Kópavogi / kærleiksríkur vinarbær, segir í frægri vísu um þessi tvö vandamálapláss íslands og Færeyja. Og ekki batnar það. Kópavogs- menn eru að stríða Davíð mínum Oddssyni og vilja loka fyrir bíla okkar Reykvíkinga þegar þeir eiga erindi suður f Hafnarfjörð og lengra. Þeir þykjast vera eitthvað þessir menn. Þeir þykjast vera grænir og ómeng- aðir og sportlegir og guð má vita hvað og vilja ekki Fossvogsbraut. Við þessu hefur borgarstjórinn minn hann Davíð brugðist eins og vera ber. Hann sagði: Ef þið viljið ekki taka við okkar vegi þá getið þið sjálfir átt ykkar sorp. Gott hjá honum. Maðurinn er að segja okkur að éta skít, sagði f rændi minn Bogi sem á heima í Kópavogi. Ekki segi ég það nú kannski, sagði ég. Davíð er kurteis maður en einarður. Það var þá kurteisin, sagði Bogi. Maðurinn fletur út okkar sjálfsvirð- ingu og hoppar á henni á skítugum skónum. Hvenær hafið þið Kópavogsmenn átt nokkra sjálfsvirðingu? sagði ég, Skaði, gamall Vesturbæingur. Ég veit ekki betur en þið hafið alltaf verið hálfgerð sakamannanýlenda út frá okkur Reykvíkingum svo við gætum verið í friöi fyrir rauðliðum og allskonar vandræðalýð. Fyrir- rennarar Davíðs, sem ekki vildu að slíku fólki fjölgaði um of í borginni, þeir sendu það í Kópavoginn svo það gæti haft sína sérvisku en nýst borginni samt sem vinnuafl og innkaupendur í reykvískum búðum. Ykkur hefur aldrei verið ætlað annað hlutverk í tilverunni lagsi. Og svo þykist þið ekki vilja okkar hraðbraut! Þessi Davíð, þessi Davíð, sagði Bogi frændi minn og saup hveljur, hann er bara fullur af heift og hefndarhug. Nei, sagði ég. Hann vill dreita ykkur inni með þjóðlegum hætti eins og hann Kjartan Ólafsson gerði í Laxdælu við þá sem honum voru ekki hollir. Hann er forn í skapi hann Davíð. Hann mun slá yður með asnakjálka ef ekki vill betur. Hann getur sungið með fyrirrennara sínum í Jerúsalem: ég elti óvini mína og náði þeim og sneri ekki aftur fyrr en ég hafði gjöreytt þeim. Hann vill ekki barasta loka fyrir okkar sorphreinsun, sagði Bogi. Hann hefur í hótunum um að taka af okkur rafmagn og heitt vatn og kalt. Þó fyrr hefði verið, sagði ég. Hann vill barasta benda ykkur Kópa- vogsþrælum á það í allri vinsemd og einurð, að menn eiga að taka afleiðingum gjörða sinna. Ef þið getið ekki unnið með okkur Reykvík- ingum eins og við viljum, þá skuluð þið bara stofna ykkar lokaða og hvanngræna vistfræðilega samfélag. Lokaða hvað? spurði Bogi. Einmitt, sagði ég. Þið getið brennt þetta sorp ykkar heima og notað hitann til að f ramleiða rafmagn og hita vatn. Er þetta ekki sæludraumur Heimis Pálssonar og þessara menntakomma ykkar? Og hvað um kalda vatnið? spurði Bogi Ég skipti mér ekki af því, sagði ég. Ég hélt þú værir kominn í bjórinn. Það fór nú fyrir okkur Boga eins og fjármálaráöherra og kennurum, við skildum ekki hvor annan. Við súnkuðum á kaf í fen firringarinnar eins og verða vill á kolrugluðum tímum. En um nóttina dreymdi mig draum sem ég tel merkilegan fyrir margra hluta sakir. Mig dreymdi að ég væri í Kópavogi. Þar sat bæjarstjórnin í túni og var mjög hnuggin. Heimir Pálsson forseti bæjarstjórnar tuggði kúlupenna ákaflega og sagði hvað eftir annað harmi þrunginn: Nei, ég skrifa ekki undir. Ég skrifa ekki undir afsal landsréttinda í Fossvogsdal. Og yfir honum stóð Davíð minn, galvaskur og skínandi, skók makka sinn og sagði: Þú skalt. Þú skalt. Svona þæfðu þeir málin lengi dags. Og þá komu hundrað sorpbílar akandi og umkringdu Davíð og bæjarstjórn Kópavogs og það drundi ófriðlega í vélum þeirra. Og Davíð minn benti á bílafylkinguna sem kom nær og nær og sagði: Sérðu þessa hér? Þeir eru reiðubúnir að sturta yfir ykkur! Og þá skrifaði Heimir undir með tárum og þá vaknaði ég. Þegar ég hætti í blaðamennsku ætla ég að taka upp kennslu. Já, ógveitað "Yi reynsla mín mun koma byrjendum blaðarnennsku -^tilgóða. , í RÓSA- GARÐINUM 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAD Laugardagur 6. maí 1989 AF KVOSARREMBU Það er alltaf einhver sjarmi yfir því að búa í miðborg, þeir kalla það nú erlendis að búa í „city". Morgunblaðið SVO SKAL BÖL BÆTA AÐ BÍÐA ANNAÐ VERRA Sveinn segir, að það sé mikið brotið af rúðum í kring og það komist nú enginn hjá því að vakna þegar menn eru að stúta rúðum eða flöskum, emjandi og æpandi. En það sem angrar þau þó miklu meira er bflastæðis- skorturinn. Morgunblaðið EN EF ÞÆR VÆRU NÚ SOLDIÐ ÞRIF. LEGAR? Ég nenni ekki að horfa á hálf- vaxnar og horaðar stúlkur, drekkandi af stút útí í kuldanum. Morgunblaðið SNJÖLL MEINDÝRAEYÐING Vísasta leiðin til að losna við óþægilega gesti hér á landi er að gefa þeim sjerrí en ekki viský eða vodka. Morgunblaðið í UPPHAFISKAPAÐI GUÐ HIMIN OG JÖRÐ Landslagið er komið til að vera, sagði Jóhann G. Jóhanns- son í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið ÖÐRUVÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ 14000 nemendur heimta kenn- ara í skólana strax. Tímínn TILVISTAR- VANDINN Pálína var á leið í söngva- keppni íslands. Hún ætlaði að syngja lagið „Það er enginn vandi að vera fræg"! En það er helli - rigning og Pálína er í rauðum jakka og bláum kjól. Morgunblaðið VERÖLD NÝ OG GÓÐ Já ég spyr um vandann og ég spyr um lausn. Getur það kann- ski verið að lausnin sé einmitt fólgin í því að segja fólki að það sé enginn vandi? Ellert Schram í DV BETRA ER ILLT AD GERA EN EKKI NEITT Margaret Thatcher kom á rétt- um tíma og hún hefur svo sannar- lega átt erindi... Bilið milli ríkra og fátækra hefur stækkað. Atvinnuleysi, fátækt og félagsleg vandamál hafa aukist að mun. Hvergi er húsakostur verri, hvergi eru sóðabælin jafn áber- andi. DV

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.