Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 13
16. maí leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu.
1. júní leggjast dráttarvextir á lán með byggíngarvísitölu.
Greiðsluseðlar fyrir 1. maí hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendí í öllum bönkum og sparisjóðum landsins.
Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum.
hhhi
lwn><ÆV!T m WTmt i s Tl'Ti i íTm r i TIHTJIí
pV~ , ^pigSs
Linsur!
margar gerðir.
FJÖLSKYLDAN
Þeir sem hafa áhuga á að fræöast um eitthvert
ákveðið efni varðandi fjölskyiduna geta skrifað.
SIGTRYGGUR Merkið umslagið: Fjölskyldan; Nýtt Helgarblað,
JÓNSSON Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Reykjavík.
Er lífio kannski
eintómur leikur?
Allir vita að leikrit byggjast
upp á þeim hlutverkum, sem inn í
þau eru felld, en ekki eru allir,
sem gera sér grein fyrir að líf okk-
ar byggist einnig upp á þeim hlut-
verkum, sem okkur eiu falin í
lífinu, og eru þau sífellt að
breytast, með aldri og þroska og
breytingum á stöðu. Hvert okkar
hefur með höndum mörg „opin-
ber“ hlutverk. Þannig getur einn
og sami einstaklingurinn verið í
hlutverki sonar, eiginmanns,
föður og kennara á sama tímabili
í lífinu. Þá getur hann einnig ver-
ið í hlutverki vinar, félag í Li-
onshreyfingunni, listamanns,
skokkara eða frímerkjasafnara á
því sama tímabili. Öll þessi hlut-
verk fela í sér ákveðna hegðun,
þ.e. hegðun einstaklingsins
breytinst í samræmi við það hlut-
verk, sem hann leggur áherslu á í
það og það skiptið.
Öllum hlutverkum fy lgj a
ákveðnar hegðunarreglur, ýmist
víðtækt eða þröngt samþykktar.
Þænnig gerum við okkur öll í
hugarlund ákveðna mynd af því
hvernig kennari, skokkari eða
faðir hegða sér, þó svo að það sé
breytilegt. Hinsvegar höfum við
ekki eins góða heildarmynd yfir
hin hlutverkin, fyrst og fremst
vegna þess að hegðunarreglurnar
bindast ákveðnum hópi í það og
það skiptið. Öll þekkjum við
upphrópanir á borð við: „Þannig
hegðar kennari, sonur, eigin-
maður, faðir sér ekki“. Slíkar
upphrópanir stafa af þessum
samþykktu hegðunarreglum um
það hvernig einstaklingur í slíku
hlutverki skuli haga sér. Um
önnur hlutverk er oft sagt: „Get-
ur maður í Lions, Rotarí, skátum
eða hvað það nú heitir, hegðað
sér svona“? Þetta stafar af því að
hegðunarreglur varðandi þessi
hlutverk eru meira lokuð og
tengd öðrum þátttakendum í
hópnum. Við hin reynum meira
að ímynda okkur hvaða hegðun-
arreglur gildi um þessi hlutverk.
Án leikstjórnar
Þar sem greinilegt er að öllum
hlutverkum okkar í lífinu fylgja
ákveðnar hegðunarreglur, ætti
það líka að vera augljóst, að
öllum þessum hlutverkum fylgir
einnig ákveðin ábyrgð. Mjög
mikilvægt er að ruglast ekki í
þeirri ábyrgð, sem fylgir hverju
hlutverki. I leikritum ber hver
leikari ábyrgð á sínu hlutverki,
eftir að leikstjórinn hefur sleppt
höndinni af verkinu við frumsýn-
ingu. í lífinu sjálfu höfum við
engan leikstjóra, en við höfum
hegðunarreglurnar sem eins kon-
ar leikstjóra, að öðru leyti berum
við sjálf ábyrgð á hlutverkum
okkar. Það getur oft verið erfitt.
Hver er ábyrgð mín í hlutverki
uppalanda? Hver er ábyrgð
barnsins í því hlutverki? Hvernig
get ég kennt barninu að það beri
sjálft ábyrgð á sjálfu sér, en verið
samt sem áður ábyrgt foreldri?
Hvernig get ég fundið að maki
minn hefur áhrif á líðan mína, en
samt ekki kennt honum um hvað
ég geri?
I þessum dæmum ruglum við
því miður oft saman þeirri
ábyrgð, sem fylgir okkar eigin
hlutverkum og hlutverkum ann-
arra. Dæmi: Foreldri heldur því
statt og stöðugt fram að barnið sé
í skóla fyrir sjálft sig, til þess að
eiga möguleika á að komast
áfram í lífinu, en hótar svo barn-
inu öllu illu ef það lærir ekki,
krefst þess að það læri á ákveðn-
um tímum, situr jafnvel yfir því á
meðan og tekur að sér hlutverk
kennara og prófdómara í senn.
Hér ruglar foreldrið saman þeirri
ábyrgð, sem það hefur sem for-
eldrið saman þeirri ábyrgð, sem
það hefur sem foreldri á að fylgj-
ast með og hafa áhuga á því, sem
barnið gerir og er því fyrir bestu
og ábyrgð barnsins á að læra fyrir
sjálft sig. Barnið upplifir rugling-
inn og fer að hafa á tilfinningunni
að það sé að læra fyrir foreldrana.
Ýtir því frá sér ábyrgðinni á nám-
inu og hættir að taka alvarlega
það kerfi,sem á að sjá um af-
leiðingarnar af ábyrgðaríeysinu,
þ.e. einkunnimar. I staðinn fer
foreldrinu að líða illa yfir lélegum
einkunnum og þrýstir meir á
barnið að læra. Þar sem barnið
hefur ýtt frá sér ábyrgðinni er
slíkt til einskis og foreldrið er
alfarið komið með ábyrgðina á
lærdóm barnsins.
Til þess að halda ábyrgðinni
hjá réttum aðila verðum við að
reyna að átta okkur á því hvaða
ábyrgð fylgir hvaða hlutverki.
Þess vegna hefði foreldrið átt að
átta sig á því að þess ábyrgð er að
sýna áhuga og veita aðhald, en
ekki að yfirtaka ábyrgðina á nám-
inu. T.d. getur foreldri spurt
Við höfum með höndum mörg hlutverk í lífinu en vantar leikstjóra.
hvort barnið sé búið að læra. Ef
svarið er neitandi, ríður á öllu að
halda ábyrgðinni hjá barninu
með því t.d. að spyrja hvenær
barnið ætli að læra. Ef ábyrgðar -
ruglingur hefur þegar átt sér stað,
verður að breyta honum með því
að tala upphátt um það að nú
skuii því breytt. Sé honum haldið
frá upphafi, eru litlar líkur á því
að erfiðleikar skapist á milli for-
eldra og barns. Hins vegar getur
slíkt skapast á milli skóla og
barns.
Framhald næst
Zenith
12xPreflex
35 mm, kr.
5.900,-
Þegar kemur að afborgunum
lána er það í þínum höndum
að borga á réttum tíma.
mai
var gjaíddagí húsnæðíslána
Þar með sparar þú óþarfa
útgjöld vegna dráttarvaxta,
svo ekki sé minnst á
innheímtukostnað.