Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 19
I h £ þeir sem hafa unnið að því að koma þessum hópi manna á mannfélagskortið. Meira en 90 prósent þeirra sem hafa lent á götunni síðustu tvö-þrjú árin höfðu áður þak yfir höfði. Um 80 % þessa fólks eru einstæðir karl- ar á á fertugs- og fimmtugsaldri, og helsta ástæðan fyrir því að þeir lenda á götunni er blátt áfram sú að þeir missa vinnuna. Þeir eru þó alls ekki allir atvinnulausir - skýrslur frá San Francisco herma til dæmis, að tveir þriðju úti- gangsmanna þar í borg hafi enn einhverja vinnu. Hent út í kuldann Vissulega eiga ekki allir heimilisleysingjar sér sömu sögu. í þeirri grein, sem hér er stuðst við, er t.d. ekki farið út í þá sálma, hve margir þeirra eiga eða hafa átt við vímugjafavanda að stríða. En hitt er ljóst, að þung- vægar pólitískar ástæður eru fyrir því að heimilisleysingjum hefur fjölgað að miklum mun á síðari árum, að þeir eru orðnir mjög sýnilegir í bandarísku borga- landslagi og vaxandi áhyggjuefni þeim sem enn eru ekki búnir að slökkva á allri mennskri samúð. Tími Reagans forseta var um leið sá tími þegar mjög var dregið úr fjárveitingum til ýmissa félags- legra þarfa. Til dæmis að taka voru framlög alríkisins til hús- næðisþarfa skorin niður um þrjá fjórðu frá 1981. í annan stað hef- ur húsaleiga í Bandaríkjunum vaxið tvisvar sinnum hraðar en meðaltekjur. Eins og er gleypir húsnæðiskostnaður þriðjung tekna tíu miljóna fjölskyldna en helming allra tekna hjá 6,3 milj- ónum fjölskyldna. Og þá má ekki mikið út af bera til að menn lendi á götunni og bæti við þá „þjóðar- skömm" sem mörgum Banda- ríkjamönnum finnst að staða heimilisleysingjanna sé. Jón Óskar við eitt málverka sinna. Ljósm. Þóm. Skúrkar og dýrlingar Jón Óskar myndlistarmaður hélt málverkasýningu í Galleri Lang í Málmey í Svfþjóð í síðasta mánuði. Viðtökur við sýningunni voru mjög góðar, eins og fram kemur m.a., í ítarlegri gagnrýni Steve Sem-Sandberg í Svenska Dagbladet. Sandberg segir m.a. í grein sinni að líta megi á málverk Jóns Óskars sem „framhald þeirrarneikvæðu fagurfræði, sem gangi eins og dimm undiralda undir hinu upplýsta og afhelgaða samfélagi samtímans: sú hefð sem á sér fyrirmyndir í De Sade og Nietsche, og sem hefur verið haldið á lofti af kvikmyndagerð- armönnum eins og Fassbinder og Pasolini." Sandberg segir að samkvæmt þessari hefð sé það ekki samfé- lagið sem bendi á hinn úrkynjaða afbrotamann, heldur sé það þvert á móti utangarðsmaðurinn sem viðhaldi hugmyndum samféJags- ins um það sem er rétt, heilagt og siðsamlegt með öfgafullu fram- ferði sínu. Utangarðsmaðurinn fái þannig tvíþætt gildi sem af- brotamaður og frelsari, skúrkur og dýrlingur. Sandberg sér í mannamyndum Jóns Óskars slíkar andhetjur, sem greinilega féllu í kramið hjá sænskum, því Jón seldi myndir til Listasafns Málmeyjar og fleiri aðila. Nú stendur sýning Jóns Óskars yfir í Galleri Fahl í Stokk- hólmi. rajam þriðja að róa ungabörn, hin fjórða ræður bót á hrotunum í makanum. Bækur eru skrifaðar innihaldandi útsmogna her- stjórnarlist fyrir þá sem vilja losna undan ábyrgð, þá sem vilja skipta um líf, þá sem vilja vinna sig upp. Að ekki sé gleymt ótal ráðum til að verða fallegur og vöðvastæltur og bólfimur með af- brigðum. Dæmi um bókarheiti af þessu sviði: „Sá sem kemur öðr- um til á falskan hátt er hálf- dauður". Önnur geymir fyrirheit um "Kynorku og algleymi". hin þriðja ber fram sinn boðskap í kröfugerðarformi: „Gerið þið það strax!". Sá mannlegi eiginleiki er ekki til sem þessar bjartsýnisbók- menntir ekki lofa að þjálfa, efla og bæta - langt umfram meðal- lag. Og viðskiptavinirnir koma úr öllum hópum samfélagsins - þar eru bæði háskólamenntað fólk og svo þeir sem annars taka sér aldrei bók í hönd. Bóksölum ber þó saman um, að einn stærsti hópur kaupenda margnefndra kennslubóka í farsælu líferni séu karlar á fímmtugsaldri. Sjálfsagðir hlutir? Höfundar þessara bóka eru einnig af mörgum gerðum ef svo mætti segja. Frægðarfólk er í þeim hópi. Til dæmis nýtur allmikilla vinsælda bók eftir kvik- myndastjörnuna Elizabet Taylor um „Að vera feit, grönn, ham- ingjusöm". Og Soffía Loren er mætt til léiks með bók sem nefn- ist hvorki meira né minna en "Leyndardómur fegurðar minn- ar". Bóksölum jafnt sem útgefend- um er það reyndar mikil ráðgáta hvað það er sem gerir ýmsa „ráð- gjafa" að metsöluhöfundum árum saman. Haft er t.d. eftir einum útgefanda, að hann skilji ekkert í því hvers vegna sú gamía lumma Bandarikjamannsins Dale Carnegie „Hættu að hafa áhyggjur og byrjaðu að lifa" er árum saman á metsölulista. „Það er ekkert annað í þeirri bók en sjálfsagðir hlutir, segir hann. Hver er sá að hann hafi ekki enn komist að því að þegar maður tal- ar við mann er við hæfi að horfast í augu við hann?" Rit um sálarfræði hafa hinsveg- ar hopað á hæli á markaðnum. Lfkast til vegna þess, að á okkar þægindatímum finnst mönnum óhugsandi að leggja á sig erfiðan lestur - eins þótt lífshamingjan liggi við. Þeir vilja heldur gleypa í stórum skömmtum einfaldar ráðleggingabækur sem fara vel í þeim andlega maga. Sumir efast um að þessar vel- líðunarbækur hjálpi í rauninni nokkrum manni. En hitt vita menn, að mikil sala í slíkum bókum minnir menn rækilega á það, að nú eru ekki lengur OKK- AR tímar (m.ö.o. tímar mann- legrar samstöðu) heldur MINN tími - sá tími að hver hugsi um sig. Hafi það fyrst og síðast í huga, sem margar lífsreglubækur boða, að ÉG er mikilvægur og að ég skal láta aðra taka því, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Og allt þetta endurspeglar visst póli- tískt ástand - sem einkennist af sterkri vanmáttarkennd (við fáum engu breytt) og svo hægri- sveiflu ( það er heimskulegt að fitja upp á breytingum). AB tók saman. 1, VHNININGUR á laugardag handa þér, ef þú hittír á réttu tölurnar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! Leikandi og létt! Uppl ími: 685111 Laugardagur 6. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.