Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 22
í öðru veldi Þíbilja sýnir í Gamla Stýrimannaskól- anum. AÐ BYGGJA SÉR VELDI eða SMÚRTSINN eftir Boris Vian. Þýðandi: Friðrik Rafnsson. Leikstjóri: Ása Hlín Svavarsdóttir. Leikmynd: Guðrún Sigríður Har- aldsdóttir. Lýsing: Egill Örn Árnason og Egill Ingibergs. Hljóð: Hilmar Örn Hilmarsson. Bardagar og hreyfing: Michael Kryz- man. Leikendur: Erla Ruth Harðardóttir, Þór Tulinius, Ólafía Hrönn Jónsdótt- ir, Ingrid Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Barði Guðmundsson. Loksins berst hingað norður leikrit Boris Vian frá 1957 sem hefur í hartnær þrjátíu ár verið sýnt á öllum helstu tilraunasvið- um vesturheims. Það er spuna og tilraunaleikhús Þíbilju sem ræðst í sýningu á þessu undarlega leikriti sem er einhversstaðar mitt á milli skóla súrrealismans og absúrdismans í afstöðu og eiginleikum. Vian var sérkenni- legur fugl og mótaði sér eigin stfl, afar persónulegan, og eins og ein- att er um skopstælingar þá bera verk hans þess skýr merki að vera sprottin í fastmótuðu og hefð- bundnu menningarsamfélagi. í hans tilfelli Frakklandi eftir- pn * —1 PÁLL BALDVIN BALDVINSSON stríðsáranna. Leikurinn ber þess líka merki og það dregur vissu- lega úr erindi hans við áhorfend- ur okkar tíma. Stofukómedían sem hann dregur dár að er horfin af sjónarsviðinu. Sú alþýðlega listgrein sem hann notar sem stökkpall inn í nýjar víddir fárán- leika og martraðar er orðin okkur ókunnug. Viðbótin sem hann spinnur við hinn kunnuglega heim er okkur aftur miklu nær í miklu framboði hverskyns texta sem lýsa ofsókn og innilokun. Leikurinn fjallar um fjöl- skyldu, móður, föður og dóttur sem ásamt vinnukonu hrekjast af einni hæð á aðra í stóru húsi á endalausum flótta undan ógn sem lýsir sér í undarlegum hljóð- um. Það týnast utan af þeim reiturnar og vistarverur þeirra verða minni og minni. Fylgja þeirra er undarleg vera hreyfing- arlítil og hljóð og á henni taka þau út allar sínar kenndir með linnulausum og grimmdarlegum misþyrmingum. Undir fáguðu yfirborði er samræða þeirra um hversdagslega hluti þar til orðin taka völdin í ræðu þeirra, leita uppi samheiti og samhljóma í orðaforðanum, spinnast áfram í langlokur sem fela í sér andstæð- ur og mótsagnir. Málið er rifið sundur í merkingarríkar/merk- ingarlausar tætlur. Verkið er feikierfitt í sviðsetn- ingu og hefur Ásu Hlín tekist dá- indis vel að koma því á svið í þrem vistarverum í gamla Stýrimanna- skólanum sem er að flestu leyti óhæfur sem leikhús og sú aðstaða sem áhorfendum er boðin fullkomlega óhæf. Eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að Ólafía Hrönn Jónsdóttir sparkar í Smútsinn. Mynd: Eiríkur Guð- jónsson. ganga í þeim efnum. Öll umgerð er við hæfi í sviðsrýminu sjálfu og Guðrún Sigríður er á skömmum tíma búin að birta okkur tvær leikmyndir sem eru unnar af litl- um efnum en snjallar í útfærslu hennar. Leikhópurinn sjálfur stendur sig sem hann hefur kunn- áttu til. Þór, Ingrid og Ólöf sýna hér og sanna að þau eru fær í flestan sjó, kunnáttufólk sem hefur stfl og festu til að halda honum. Túlkun þeirra byggir á mikilli stílfærslu og brigðin í leiknum vega á brún tilgerðar og tilfinningar fyrir ótta og grimmd sem lúrir undir í skopstælingunni og brýst öðru hverju upp á yfir- borðið. Erla Ruth gengur í gegn- um miklar þrautir og hlýtur að hafa tamið sér mikla líkamlega þjálfun í þeim sviptingum sem hún sýnir. Ekki er ólíklegt að leikstýran hefði mátt setja fylgj - una meira í fyrirrúm og gefa henm meira eftir í hægum hreyf- ingum. Rósa og Barði eru síðri, einkum verður Rósa útundan í túlkun sinni á vinnukonunni og má þar kenna um tilraun hennar til að leika upp fyrir sig í aldri sem tekst miður vel. Þessi sýning er þörf áminning okkur áhorfendum að fleira er ætt en kjöt. Hér er undarlegt leikrit sem byggir á miklu víðara sjónarhorni um leikstíl og efni en við eigum að venjast. Það sannar okkur hversu leikhefð okkar er orðin einangruð. Enda eru nú uppi ýmis merki um að innan leikarastéttarinnar sé allstór hóp- ur listamanna sem vill brjótast inn á nýjar brautir, kanna ný form og nýjar víddir. Það er vel. Þessi tilraun er heil í hugsun og framkvæmd þótt hún veki þá spurningu hvort þrítugur framúr- stefnutexti Boris Vian þoli tím- ans tönn. Þýðing Friðriks Rafns- sonar er aftur á móti hressandi andblær í samfélagi þar sem orðin fljúga lágflug yfir flatt land. Hvað eiga galdra- menn að gera? Haustbrúður Ilöfundur: Þórunn Sigurðardóttir Menningarsjóður 1989 Rétt er að undirstrika strax að það sem hér fer á eftir er hug- leiðing um leikrit á bók, en ekki sýningu á sviði. Leikrit Þórunnar Sigurðar- dóttur, Haustbrúður, er komið út í smekklegri kilju í ritröðinni „íslensk leikrit" sem gefin er út af Menningarsjóði. Vert er að lofa þessi röggsamlegu viðbrögð út- gáfunefndar. Verkið á sannar- lega erindi við lesendur engu síður en áhorfendur, og lofsvert að það skuli birtast á prenti með- an sýningar eru enn í fullum gangi. Það er alltof sjaldgæft að íslensk leikrit séu prentuð og seld á almennum markaði; gildið er augljóst: „Pappírinn gleymir engu“ - eins og Níels Fuhrmann, önnur aðalpersóna verksins segir á upphafsmínútunum. Ástæðulaust er að rekja efnið ítarlega: Haustbrúður er örlaga- saga einstaklinga - Níelsar Fuhr- mann og Appoloníu Schvartz- kopf. Átakasaga karls og konu. Tilfinningaríkur harmleikur um „óstöðvandi dauðadans“. Þetta er leikrit um ástir, ótímabæran dauða, ógæfu, svik, metorð, hat- ur, lífsháska, grimmd, galdur, mannvonsku, mystík, vonir og þrár. Megináherslan er á sam- skiptum kynjanna- hugmyndum karls og konu um samlífi og ást; metorðagirnd, sjálfselsku og skilningsleysi karlmannsins/ást, trúnaði og brennandi tilfinning- um konunnar. Hrygglengja verksins er dauðadjúpið sem að- skilur kynbundnar tilfinningar; hann „hugsar" og flýr - afklæðist ástinni eins og ónýtum fötum, hún „finnur til“ og getur ekki far- ið - „Ég er komin, Níels“. Öll umgjörð leiksins, allar persónur, öll atburðarás. miða að þessari undirstrikun. I þessu er styrkur sögunnar ekki síst fólginn, þarna liggur tilvísunin til samtíma; al- gildi verksins felst í þessari hnit- miðun. Tilfinningarnar/tilfinn- ingaleysið - trúnaðurinn, þrá- hyggjan: allt er þetta í okkur hér og nú um alla eilífð. Þarna leynast líka bláþræðirn- ir; aukapersónur eiga það til að verða afskiptar. Endurtekninga og óþarfa skýringa gætir eilítið í þeim köflum er Appolonía er baksviðs. Þá hættir höfundi stundum til að útskýra of mikið, þ.e. sumar orðræður eru útskýr- ingar til áhorfenda/lesenda frem- ur en „eðlilegar" samræður ein- staklinga. Sumar. Þetta eru þó engin stórlýti á leikriti Þórunnar. Sjálfur dauða- dans Appoloníu og Fuhrmanns er listilega vel saminn, og þegar upp er staðið falla þessar „ibsensku" ofskýringar blessun- arlega í skuggann. Áður en ég finn þessum að- finnslum stað, er rétt að minna á þá alkunnu vitneskju að Haust- brúður er unnin upp úr sögu- legum heimildum að vissu marki. Vinnsla Þórunnar hefst þó þar sem heimildum sleppir. Hún vinnur með hugsanir og tilfinn- ingar persónanna fremur en ytri atvik. Tilfinningadrama Appol- oníu og Fuhrmanns er skáld- skapur. Þetta er vel valin leið og unnin af listfengi af leikskáldi sein þekkir vel spunavefi dramat- ískrar sviðsetningar. Útkoman er sjálfstætt listaverk sem lýtur eigin lögmálum, enda „hlýtur leikur hugans að staðreyndum alltaf að liggja nær skáldskap en raun- veruleika“ - svo vitnað sé til Gunnars Gunnarssonar. Hér er ekki rúm til að dvelja lengi við aðfinnslurnar, enda eru þær léttvægar. Fátækleg upptaln- ing verður að nægja: Skýringar Fuhrmanns á ástandi íslandsmála í 4. atriði eru óþarflega rúmfrek- ar, endurtekninga gætir í sam- ræðum Fuhrmanns og Sehesteds aðmíráls (einkum í 9. atriði), klif- unar gætir í áherslum Katharinu á mikilvægi þess að sakleysinginn Karen hreiðri um sig í bóli bjarn- ar - þe.. 10. atriði má stytta. Einnig er 12. atriði svolítið óímit- miðað, og orðræðum Guðrúnar litlu mætti að ósekju fækka. Mikilvægt er að undirstrika að þetta eru hugrenningar sem kvikna við lestur, tíminn er af- stæður á leiksviði engu síður en í raunheimi og óþarft að fella nið- ur eða þétta þann leiktexta sem „flýtur“ vel á sviði. Þar kemur til kasta leikstjórans. Því fer vitaskuld fjarri að at- riðin þegar Appolonía er fjarver- andi séu utanveltu í heild. Þau eru órjúfanlegur hluti sögufram- vindunarinnar og þar eru margar áréttingar listavel smíðaðar. í þessum hlutum - sem leiknum í heild - er táknum víða beitt af yfirvegaðri nákvæmni og miklu skáldlegu innsæi. Leiðarminnum er líka afar haglega fyrirkomið í Ieiknum, svo og táknsæi á ytra borði. Þegar best lætur lyftir þetta atburðum sviðsins langt út fyrir rúm- og tímaramma, og kveikir á skírskotunum til innsta manneðlis. Dæmi um þetta er SIGURÐUR HRÓARSSON t.d. skákin og listileg samfléttun þess leiks við atburði jafnt sem persónueinkenni þeirra Fuhr- manns og Appoloníu. Þórunn fer líka á stundum af- burðavel með tvíræðni, tvísæi í texta og kaldhæðnislegar teng- ingar þessa við örlagasögu elsk- endanna. Dæmi um það er td. í 12. atriði þegar Fuhrmann talar um að „réttlætið sé sitt leiðarljós, og valdníðsla leiði til hroka og yfirgangs á annan bóginn, en þrællyndis og sinnuleysis á hinn.“ Þessi orð fá margfalda merkingu þegar þau eru borin upp að fram- komu hans við Appoloníu. Ann- að gott dæmi er í 18. atriði þegar Fuhrmann fjargviðrast yfir því að „menn geti ekki skilið að lögin eru þjóðinni til öryggis og vern- dar.“ Hér stangast illilega á hugs- un og tilfinning, opinber afstaða og einkalíf. Af þessu tagi (hnit- miðað tvísæi í texta) má finna fleira í Haustbrúði og það einn af höfuðkostum verksins. Leikrit eru eins og ljóð; listform sem krefst strangrar hnitmiðunar - hvert eitt orð skal vísa til kjarna og öll orðræða skal í senn bera heildarmerkingu og spretta eðli- lega upp í samræðum. Þetta eru vandfundnir en afar velkomnir eiginleikar. í orðræðum Haustbrúðar eru margar perlur, einkum þegar Appolonía á í hlut. Tína má til ótalmörg dæmi, og bendi ég sér- staklega á 20. atriðið; áramóta- veisluna á Bessastöðum - þar er texti Appoloníu yndislega kröft- ugur, margræður og skemmti- legur. Einnig eru „ljóðin“ hennar Appoloníu - lýrísku hugflæðin sem heyrast úr fjarska - mjög fal- lega samin og styrkja rómantíska upphafningu hennar: „Kærðu þig ekki neitt um neitt, þó nú sé farið að verða heitt. Brenndu mig upp til agna“ - orti Jónas Hallgríms- son. Við upphafninguna og skýra aðgreiningu persóna notar Þór- unn einnig málfarið af hug- kvæmni og tekur sér skemmtilegt skáldaleyfi í meðferð stfl- einkenna: Þar fær persónusköp- unin/skáldskapurinn að beygja málsöguna undir sig. Það er vandaverk en afburðavel leyst hjá Þórunni. Málfar leikverksins í heild er greinilega mikið yfirleg- uverk og í alla staði ágætissmíð. Þórunn hefur líka allar eigindir klassískrar tragedíu vel á valdi sínu og gætir þess vel að fylgja boðorðum Astistótelesar án þess að þröngva nokkru sinni söguefni sínu inn í módel eða skemu. App- olonía og Fuhrmann eru jafningj- ar, verðugir andstæðingar sem bera mikilleik og breyskleika í eigin brjósti. Fall þeirra og óham- ingja ræðst af eðli þeirra og breytni. Þá er bara eftir að hamra á því höfuðatriði sem ber Haustbrúði uppi, en til allrar gæfu fer það hér saman að það sem best er gert hefur mest vægið. Hér á ég vita- skuld við karlpersónuna Níels Fuhrmann og kvenpersónuna Appoloníu Schwartzkopf; ástir þeirra og logandi ósamlyndi, þann eyðandi eld sem ást og þrá alls staðar kveikir og tortímir þeim sem stærstir eru í hjartanu. Þetta er ævarandi sannleikur. Það er fúlmenni í hverjum karli. Karlar halda að ástin sé ákvörðun, leikur sem má tefla afturábak, áfram, útáhlið - skáka, máta, drepa, - eftir lög- málum hagræðingar og ískaldrar skynsemi. Ástin býr í hausnum segja karlar og berj’onum við stein. Það eru líka öpplur í öllum konum. Konur vita að ástin er tilfinning, taumlaus eldur, öllum ákvörðunum og skynsemdum sterkari. Ástin lýtur ekki lögmál- um skáklistarinnar þar sem jafnvel drottningin er dæmd til dauða með réttum reikningum. Afleikur er tap. Ástin er alvald segja konur og krefjast tilbeiðslu. Níels og Appolonía eru hold- tekjur þessa - án þess þó að vera bóklegar „týpur“. í leiklist - og raunar öllum skáldskap - þarf þó vitaskuld að stækka allt og mála sterkari litum en í hversdagsleik. Þess vegna tala þau Níels og App- olonía aldrei „almennilega“ sam- an, þess vegna eru öll samskipti þeirra ýkt, afgerandi og yfir- gengileg. Það er kostur en ekki galli. Það er höfuðkostur Haust- brúðar. Þótt það virðist e.t.v. þversögn er það t.d. ótvíræður styrkur í persónusköpun Fuhrmanns hversu lítið við kynnumst honum - hversu „yfirborðslegur" hann er. Hann er karlmaður sem flýr vandamál í einkalífi, ýtir frá sér og þorir ekki að takast á við sterkar - heitar - tilfinningar. Viðbrögð hans eru öll á einn veg: „Látið mig í friði“ - „Ég skipti mér ekki af þessu" - Þið verðið að ráða fram úr þessu“ - „Ég ræð fram úr þessu þegar ég má vera að“ - „Ég hef ekki mátt vera að því að hugsa“ o.s.frv. Ástin er honum ofviða, hann flýr konuna sem stendur honum jafnfætis. Hann er landsfaðir, og nýtur þess að sigra þar sem hann býr til leikreglurnar. Hann er stór strák- ur sem á undanhaldi frá and- legum þroska leitar hælis hjá sak- lausu gæludýri. Appolonía er kona sem elskar án takmarka, krefst heilinda og ferst. Hún er drottningin í taflinu - sterkust allra, en óvirk þegar kóngurinn er fúinn, fallinn. Þetta er kynbundið dauða- djúp. Flest sættumst við á mála- miðlanir; þráskák. í 24. atriði verksins, þegar ver- ið er að rekja tildrögin að dauða Appoloníu, spyr Wulf landfógeti um galdramann sem nefndur hef- ur verið til sögunnar: „Hvað átti þessi galdramaður að gera?“ Þor- grímur, íslenski almúgamaðurinn svarar hissa - eins og það fari milli mála: „Senda á nana gald- ur.“ Að sjálfsögðu. í leikhúsi eiga allir að vera galdramenn. Tilgangur Þórunnar Sigurðar- dóttur er að senda galdur á áhorf- endur sína - og lesendur. Galdur leikhússins. Það tekst í bókinni. Sigurður Hróarsson cand. mag. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 6. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.