Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 17
„Ég hef upplifað það versta sem hægt er að upplifa og einnig kynnst bestu hliðum mannlífsins. Mynd Þóm. upp.tekin við að útvega mér papp- íra og annað. Þetta átti allt eftir að koma fram. Um vorið rakst ég á auglýsingu um landbúnaðarvinnu á Islandi og ég sótti um starfið. Þar sem ég var bara 17 ára þurfti ég sam- þykki móður minnar. Það var auðsótt þótt við vissum ekkert um ísland. Við vissum reyndar að íslendingar bjuggu ekki í snjó- húsum og að eskimóarnir voru á Grænlandi og í Alaska. Það höfðum við lært í skóla. Okkur voru sýndar myndir af gróðurhúsum og heyvinnu, hest- um og aðrar fallegar sveitalífs- myndir frá íslandi. Mér leist vel á þessar myndir en sérstaklega lokkaði þó boðið um 140 mörk s. mánuði. Við hugsuðum ekkert út í það að við yrðum mállaus á ís- landi. Það eina sem við vildum var að ná okkur upp úr þeirri eymd sem við höfðum lifað við. Stærsti hópurinn fór með Esj- unni, tæplega 200 manns, í byrj- un júní, en okkur hinum var sagt að við færum í smáhópum til Is- lands fram eftir sumri. Alls munu um 300 Þjóðverjar hafa komið til íslands í landbúnaðarvinnu sumarið 1949. Austur í Fljótshlíð Klukkan 5 um morguninn 27. júlí komum við til Reykjavíkur með togaranum Júpíter. Landið heilsaði okkur í glampandi sól og það var farið með okkur á Flug- vallarhótelið, sem var í gömlum hermannabragga þar sem innan - f lugsstöðin er núna. Ég fór strax í bað og skipti um föt. Eg átti kjól og sokka sem voru svo vel stopp- aðir að þeir voru einsog bróder- aðir. Ég var með aleiguna í einni tösku, sem ég hafði eignast áður dargrét Ró- sdóttirmeð rðatöskuna m hún hafði lunaíþegar m kom tifls- ands. Mynd Þóm. erk- venna í ítisverk- ni í Lú- argréter riíefri en ég lagði af stað til íslands og sú taska er enn í eigu minni. Uppúr hádegi hélt ég svo af stað með einum þýskum strák austur fyrir fjall en bærinn sem ég var ráðinn á var í Fljótshlíðinni. Strákurinn fór að Geldingalæk, rétt hjá Gunnarsholti. Hann fór út á Hellu en ég hélt áfram inn í Fljótshlíðina. Ég man hvað okkur fannst mikið drasl þegar við komum út fyrir Reykjavfk. Það voru bragg- ar hér og þar og hvergi tré að sjá. Það er ekki laust við að okkur væri brugðið að sjá hve landið va^ berangurslegt. Þegar við komum ** á Kambabrún og Hveragerði blasti við hlýnaði okkur um hjartaræturnar. Það var íra^ samleg sjón. Aðrir farþegar í rútunni voru mjög vinalegir við okkur, gáfu okkur brjóstsykur og einn náungi gaf sig á tal við okkur á ensku en strákurinn sem var með mér gat talað við hann. Okkur hafði verið sagt að á ís- landi væru ekki sveitaþorp einsog í Þýskalandi heldur væri hver bær sjálfstæð eining. Ég ímyndaði mér að býlið sem ég hafði verið ráðin að hlyti að vera mjög stórt. Bóndi sem getur veitt sér að ráða kaupakonu frá Þýskalandi á þessu kaupi hlyti að vera mjög efnaður. Þegar við ókum inn Fljótshlíð- ina var ég alltaf að bíða eftir því að hann stoppaði við eitthvert stórbýlið en áfram hélt rútan. Allt í einu stoppaði bílinn og uppi í brekkunni sá ég smá kot. Ég trúði því ekki að þetta vaeri Litli Kollabær sem ég hafði verið ráðin að. En það stóð heima. ...og ég grét Hjónin tóku á móti mér við veginn. Við fengum þýsk- íslenska orðabók þegar við kom- um til landsins og bréf sem við áttum að afhenda bóndanum, en skilaboðin á því voru að hús- bændurnir ættu að vera góðir við þýska fókið. Þegar ég kom inn var mér boð- inn matur en það var skyr á borð- um, egg og brauð, en þó ég væri vön hungri þá gat ég ekki hugsað mér að borða súrmat úr mjólk. Ég afþakkaði því skyrið en borð- aði eggið og brauðið. Þegar ég haf ði nærst tók ég upp orðabókina og með hjálp hennar bað ég þau að sýna mér herbergið mitt og hvar ég gæti þvegið mér. Þau voru mjög feimin og létu mig hafa vaskafat. Ég þvoði mér og síðan sýndu þau mér herbergið mitt. Það var lítið en hvítt á rúmi og mjög fínt. Ég lokaði að mér, lagðist upp í rúm og grét. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir því að ég var mállaus. Áður en ég fór að sofa þurfti ég að fara á klósettið. Ég fór fram með orðabókina og fletti upp á klósetti og þá var farið með mig út og mér sýndur útikamarinn. Saltfiskur og tólg Morguninn eftir var ég vakin. Sól skein í heiði og útsýnið var stórkostlegt. Eyjafjallajökull blasti við og veðrið þennan.dag var mjög gott. Þennan fyrsta dág tók ég þátt í heyskapnum. Bónd- inn sló og ég rakaði í flekki. Þegar við komum inn í hádeg- inu tók á móti okkur einkennileg lykt. Húsmóðirin bar matinn á borð og ég fékk mér mjög lítinn skammt, en þetta reyndist vera saltfiskur og tólg. Ég reyndi að herma eftir þeim en strax við fyrsta bitann storknaði tólgin í kokinu á mér. Ég reyndi að skola því niður með mjólkinni en ekki bætti það úr. Ég borðaði því frek- ar lítið í þessari máltíð. Um kaffi- leytið var boðið upp á kaffi og heimabakað fransbrauð með osti og matarkex og ég borðaði mig sadda af því. Allt sumarið var fæðið mjög einhæft. Saltfiskur og tólg í há- deginu og plokkfiskur á kvöldin. Um haustið var hænsnum slátrað og þeim hent fyrir hrafnana. Það þótti mér afar einkennilegt. Og ekki nóg með það heldur var slegið utan af sfldartunnu og saltsíldinni hent fyrir hrossin. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að biðja um saltsfld eða að fá að matreiða hænu þar sem ég var viss um að ég yrði álitin eithvað skrítin, þetta væri dýrafóður en ekki mannamatur. Aftur blind Á Litla-Kollabæ var ég fram í apríl 1950 en þá tók blindan sig upp aftur. Ég missti sjónina á öðru auga. Ég hafði verið fljót að ná málinu og var farin að babla íslensku eftir viku. Ég hafði ein- sett mér að læra íslenskuna. Þeg- ar ég missti sjónina fór ég til Guð- mundar Björnssonar augnlæknis og hann ráðlagði mér að hvflast í þrjá mánuði. Þegar hjónin á bænum komust að því að ég mátti ekkert vinna í þrjá mánuði vildu þau ekki hafa mig lengur. Það átti að senda mig aftur til Þýskalands en þar var mjög mikið atvinnuleysi og ég vildi ekki fara. Ég ræddi við menn hjá Búnaðarfélaginu og sagði þeim að ég vildi ekki fara en mótbárur mínar dugðu skammt. Mér var komið fyrir á Sámsstöð- um og átti að dvelja þar þar til skip færi til Þýskalands. Eg var þar í hálfan mánuð. Ég hafði fatað mig upp fyrir launin sem ég hafði fengið, hafði keypt mér kápu og skó og næl- onsokka á svörtum markaði þannig að ég átti litla sem enga peninga. Mér til bjargar var þýsk- •ur maður sem hafði flúið nasist- ana árið 1936 og var bókari í Kaupfélaginu á Hellu hjá Ingólfi. Hann hét Bruno Weber og var af gyðingaættum. Hann kannaðist við mig og vissi að ég hafði verið óheppin með vistina. Þegar hann frétti að það ætti að senda stelp- una á Litla-Kollabæ aftur til Þýskalands hafði hann samband við augnlækninn og hann sagði honum að það eina sem ég þyrfti til þess að ná aftur fullri sjón væri hvfld í þrjá mánuði. Bruno kom að Sámsstöðum viku áður en átti að senda mig til Þýskalands, tók mig á eintal og bauðst til þess að leigja fyrir mig herbergi með fæði í þrjá mánuði á Kortbrekku við Gunnarsholt. Ég þáði það og var þar í góðu yfirlæti hjá yndislegum ungum hjónum. Hamingjan fundin Eftir þessa þriggja mánaða hvfld var ég orðin góð og með hjálp Brunos réðstég sem ráðs- kona á Selfoss hjá Ingimundi Guðjónssyni og syni hans Jónasi, píanóleikara. Ingimundur var organisti í kirkjunni og kórstjóri en sjálf var ég mjög músíkölsk og söngvin og leið því mjög vel í vist- inni enda þeir feðgar mjög yndis- legir. Það fór líka svo að ég giftist Ingimundi rúmum áratug síðar og bjó með honum hér í Þorláks- höfn þar tíl hann lést fyrir nokkr- um árum og átti með honum þrjú börn, sem öll eru uppkomin. Árið 1952 fór ég aftur til Þýska- lands en þar var þá mjög mikið atvinnuleysi. Þá tók ég þá ákvörðun að búa á íslandi og læra málið almennilega. Jafnframt hét ég mér því að giftast ekki fyrr en eftir 10 ár og við það stóð ég. Frá Selfossi flutti ég til Reykja- víkur og vann við framreiðslu- störf í Kaffihöllinni í Austurstræti í þrjú ár, til ársins 1955. Ég fór aftur til Þýskalands árið 1954 og hitti þá bróður minn aftur en ég hafði ekki séð hann síðan fyrir stríð og með honum ferðað- ist ég um allt Vestur-Þýskaland. Það var svo árið 1956 að ég fluttist til Þorlákshafnar og hef átt heima hér síðan og vegnað vel. Ég er mjög ánægð með hlut- skipti mitt. Eg hef upplifað það versta sem hægt er að upplifa en jafnframt kynnst bestu hliðum mannlífsins. Hér á íslandi hef ég kynnst mjög góðu fólki og á margt vinafólk sem hefur reynst mér vel." -Sáf Laugardagur 6. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.