Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 24
Hafið bláa hafið
Þriðja mynd Frakkans efnilega Luc Besson er óður
til hafsins
Þegar Regnboginn tók mynd-
ina Lété en pente douce (Og svo
kom regnið) til sýningar fyrir
nokkrum vikum spurði einn
kunningi minn mig að því hvort
myndin væri ekki eftir sama leik-
stjóra og gerði Subway og Betty
BÍue. Þetta þótti mér nokkuð
undarleg spurning, sérstaklega
vegna þess að Subway og Betty
Blue eiga fátt annað sameiginlegt
en að vera báðar franskar. Að
auki gerði leikstjóri Regnsins
hvoruga myndina þannig að hér
er í raun um þrjá leikstjóra að
ræða.
Misskilningur sem þessi er ekki
óalgengur hér á landi. íslending-
ar þekkja svo lítið til evrópskrar
kvikmyndagerðar að svona mis-
skilningur er enn algengari ef um
verk frá meginlandi Evrópu er að
ræða. Þetta er alls ekkert skrítið
því evrópskar myndir eru fremur
sjaldséðar í íslenskum bíóhúsum.
Þeir sem vilja fylgjast með öðrum
en engilsaxneskum kvikmyndum
þurfa að hafa sig alla við til að vita
hvað er að gerast í heimi kvik-
myndanna.
En svo ég komi mér að efninu
þá ætla ég að kynna lítillega nýj-
ustu kvikmynd Frakkans Lucs
Bessons, Le Grand Bleu. Besson
þessi (eftirnafni hans stundum
ruglað við Robert Bresson) gerði
einmitt Subway árið 1985, þá að-
eins 26 ára gamall. Þótt furðulegt
megi virðast var Subway önnur
mynd þessa unga listamanns í
fullri lengd, hann hafði gert Le
Dernier Combat tveimur árum
áður.
Besson hefur sýnt skemmtilega
notkun myndmáls í þessum
tveimur myndum sínum en var
nokkuð gagnrýndur fyrir að efni
þeirra væri úr lausu lofti gripið
eða jafnvel ekki um neitt. Le
Dernier Combat var fútúrísk vís-
indaskáldsaga, tekin í svart-hvítu
með áhrifamiklum hljóðeffekt-
um. Subway gerðist eins og menn
muna í neðarjarðarlestakerfi
Parísar og sagði nokkuð skondna
sögu af furðulegu utangarðsfólki.
Mál myndar og hljóðs var einkar
smekklegt í þeirri mynd og mátti
glöggt sjá að Besson kann til
verka.
í Le Grand Bleu heldur Besson
áfram að fjalla um fólk í mjög
afmörkuðum umhverfum og dá-
læti hans á mætti breiðtjaldsins
leynir sér ekki. Hann segir sögu
tveggja dýfingarmanna, annar
franskur og hinn ítalskur, sem
hvort tveggja eru keppinautar og
gamlir vinir. Bandarísk kona
kemur í spilið og verður hrifin af
Frakkanum og greinir myndin
síðan frá samskiptum þeirra
þriggja og höfrunganna í hafinu
bláa.
Þessi ástríða Bessons á sjónum
og höfrungum er skiljanleg því
foreldrar hans kenndu dýfingar í
Adríahafinu þegar hann ólst upp.
Sjálfur kenndi hann dýfingar um
skeið og hefur hann alla tíð
langað að gera þessa mynd þann-
ig að hér er um mjög persónulegt
verk að ræða. Myndin er tileink-
uð Jacques Mayol, einum fræg-
asta dýfingarmanni allra tíma, en
Besson segir hann bókstaflega
eiga heima í sjónum, Hinum
stóra bláa.
Myndin fjallar í raun um May-
ol, en Besson segir sögu hans þó
aðeins vera helming myndarinn-
ar, hitt er skáldskapur. Besson
hitti Mayol fyrst þegar hann vann
Jean Reno og
RosannaArqu-
ette í ævintýra-
og ástarsögu
Lucs Bessons.
að gerð Subway og varð þá til
hugmyndin að myndinni.
Nokkru síðar eyddu þeir tölu-
verðum tíma saman við dýfingar
og Mayol sagði Besson sögu sína.
Mayol er einn fimm handritshöf-
unda myndarinnar en auk þeirra
tveggja er Robert Garland (No
Way Out) líklega þekktastur
þeirra. Misminni mig ekki voru
sex handritshöfundar að Subway
og var því ma. kennt um sam-
hengisleysi söguþráðarins.
Líkt og í Subway vildi Besson
skarta þekktum leikurum í aðal-
hlutverkum (Þekktasti leikari Le
Dernier Combat var Fritz Wepp-
er sem íslendingar þekkja betur
sem Harry Klein!). 1 hlutverk
Mayols komu fyrst upp í hugann
Christophe Lambert úr Subway,
Mickey Rourke, Matthew Mo-
dine, Gerard Lanvin eða Mel
Gibson. Að lokum fann Besson
franskan leikara sem aldrei áður
hafði leikið í kvikmynd, Jean-
Marc Barr, og þótti hann sem
sniðinn í hlutverkið. í hlutverk
stúlkunnar datt Besson strax
Rosanna Arquette í hug vegna
leiks hennar í Desperately Seek-
ing Susan. Hann flaug til Los
Angeles og hún sagði já! ítalinn
er síðan leikinn af Jean Reno, en
hann hefur leikið í öllum þremur
myndum Bessons (trommarinn í
Subway).
Alls tíu mánuðir fóru í kvik-
myndatöku myndarinnar, þar af
þrír í neðansjávartökur. Allar
tökur fóru fram í mikilli leynd en
meðal tökustaða voru Franska
Rivíeran, Sikiley, Korsíka, París,
New York, Jómfrúr- og Bahama-
eyjar, Grikkland, Perú og Alp-
arnir. Eftir að tökum lauk hélt
leyndin áfram og þegar myndin
kom til frumsýningar á Cannes-
hátíðinni í fyrra hafði enginn
gagnrýnandi séð myndina né
heyrt til hlítar um hvað hún fjal-
laði.
Tónlistin setti svip sinn á Su-
bway og má gleðja unnendur
hennar með því, að Eric Serra
semur einnig tónlistina við Le
Grand Bleu. Að vísu var önnur
tónlist notuð við myndina fyrir
Bandaríkjamarkað auk þess sem
myndin var stytt töluvert. Breska
útgáfan er einnig stytt en heldur
djassinum frá Serra. Myndin
„floppaði" í Bandaríkjunum
(kannski hafði tónlistin eitthvað
að segja) en við fáum væntanlega
að sjá bresku útgáfuna.
Le Grand Bleu verður tekin til
sýningar í Bíóborginni á eftir
Dangerous Liaisons. Hún ætti að
njóta sín vel á breiðu tjaldinu og
munu mynd, hljóð, já og djassinn
eflaust komast vel til skila.
Varla fer vegur þeirra félag-
anna vaxandi með nýjustu mynd
þeirra, The Naked Gun. Mark-
miðið er svipað og í Airplane! og
Top Secret, sem er að reyna að
hafa brandara í hverju einasta
atriði myndarinnar. Gallinn er
bara að bæði í Top Secret og The
Naked Gun hittir aðeins hluti
brandaranna í mark. Enda hlýtur
það að vera auðveldara að hitta
stöku sinnum í mark þegar oft er
skotið.
The Naked Gun gerir aðallega
grín að spæjara- og lögreglu-
myndum. Það þykir hins vegar
nýtt að í þessari mynd ráðast þeir
á sína eigin sjónvarpsþætti, Pol-
ice Squad. Myndin segir frá Lt.
Frank Drabin sem reynir að kom-
ast að því hver vildi félaga sinn í
lögreglunni dauðan. Böndin ber-
ast að auðkýfingi nokkrum og um
leið kemst Frank á snoðir um að
ráða eigi Elísabetu Englands-
drottningu af dögum. Annars er
söguþráður myndarinnar nánast
aukaatriði og virðist oft sem
brandararnir séu búnir til á staðn-
um.
Leslie Nielsen leikur lögguna
Frank en menn muna eflaust eftir
Nielsen í Airplane-myndunum.
Priscilla Presley leikur hér í sinni
fyrstu mynd og gamla kempan
George Kennedy leikur aðra
Misjöfn brandaraskothríð
The Naked Gun (Beint á ská), sýnd í
Háskólabíói. Bandarísk, árgerð 1988.
Leikstjóri: David Zucker. Handrit:
David og Jerry Zucker, Jim Abra-
hams, Pat Proft. Aðalhlutverk: Leslie
Nielsen, Priscilla Presley, George
Kennedy, Ricardo Montalban, O. J.
Simpson.
Þríeykið Zucker-Abrahams-
Zucker, sem samanstendur af
#bræðrunum David og Jerry
Zucker ásamt Jim Abrahams,
býr óneitanlega yfir meira hug-
myndaflugi en gengur og gerist í
kvikmyndunum. Gamanmyndir
þeirra eru nú orðnar fimm og eru
hver annarri ruglaðari svo ekki sé
meira sagt.
Fyrsta mynd Z-A-Z teymisins,
Airplane!, hafði að geyma fleiri
góða brandara en venjulega
komast fyrir í einni bíómynd. Þar
gerðu þeir stólpagrín að öðrum
kvikmyndum, sérstaklega stór-
slysamyndum áttunda áratugar-
ins. Húmor þeirra líktist oft því
sem Mel Brooks hefur verið
þekktur fyrir, þe. að gera grín að
stöðluðum atriðum kvikmynd-
anna.
En sprelligosarnir þrír hafa
aldrei náð að fylgja Airplane!
nógu vel eftir. Framhaldsmyndin
var allt of lík þeirri fyrri og Top
Secret og Ruthless People fengu
fólk ekki til að leggjast í gólfið af
hlátri þótt vissulega væru nokkur
óborganleg atriði inn á milli.
KVIKMYNDIR
Broslegt og smekklegt
Funny Farm (Á síðasta snúning),
sýnd í Bfóhöllinni. Bandarísk, árgerð
1988. Leikstjóri: George Roy Hill.
Aðalhlutverk: Chevy Chase, Madol-
yn Smith.
Eftir óskarsverðlaunafyllirí
kvikmyndahúsanna undanfarnar
vikur bjóða þau nú í ríkum mæli
upp á misgóðar gamanmyndir.
Ein þeirra er Funny Farm með
háðfuglinum Chevy Chase í aðal-
hlutverki. Hann hefur um skeið
verið einn vinsælasti gaman-
leikari vestan hafs og er einn
þeirra sem aldrei leikur alvarleg
hlutverk.
Það verður engin breyting hér
á þarsem Chase leikur íþrótta-
fréttamann að nafni Farmer sem
ÞORFINNUR
ÓMARSSON
dreymir um að verða rithöfund-
ur. Hann ákveður að láta draum-
inn rætast og flytur ásamt konu
sinni frá New York út á lands-
byggðina í von um að komast í
andríkt umhverfi hafandi í
hyggju að setjast þar að til fram-
búðar. Það þarf ekki að spyrja að
því að litli sæti bærinn sem þau
flytja til verður ailt öðruvísi en
ætlast var til og íbúarnir allir
meira og minna skrítnir. Þá fer
rithöfundarhlutverk Farmers
nokkuð úr skorðum enda hefur
áhorfandinn varla haft mikla trú
á honum á þeirri línu í upphafi.
Leikstjórinn George Roy Hill
hefur hér gert ákaflega þægilega,
broslega mynd án þess rista djúpt
á nokkurn hátt. Hill var á sínum
tíma einn fremsti kvikmynda-
gerðarmaður Bandaríkjanna og
gekk honum hvað best þegar
Paul Newman og Robert Red-
ford léku undir hans stjórn.Þekkt-
ustu myndir Hills eru án efa
Butch Cassidy and the Sundance
Kid (69) og The Sting (73) en
myndirnar eru örugglega með því
besta sem Newman og Redford
hafa leikið í.
Funny Farm nær varla að lyfta
nafni Hills á ný sem snalls kvik-
myndaleikstjóra. Þessi tæplega
sjötugi leikstjóri hefur þó lagt sitt
af mörkum til sögu kvikmynd-
anna og þótt hann megi muna fífil
sinn fegri getur hann vel við
unað. Myndin verður heldur ekki
talinn til bestu mynda Chevy
Chase né þeirra verstu. Það er þó
ágæt tilbreyting frá bandarískum
gamanmyndum að skrípaleikur-
inn er burt og við tekur ósköp lítil
og smekkleg saga. Sagan gefur
vel færi á að öllu sé of-aukið og
leikið, en svo er sem betur fer
ekki.
löggu í myndinni. Á sama hátt
og frumlegheit Airplane! gerðu
hana að góðri gamanmynd virðist
sem fáranleikinn og sé farinn að
há Z-A-Z klíkunni. Þessir menn
vita að myndin verður aldrei neitt
annað en flipp og vitleysa og það
gerir þeim erfiðara fyrir að sort-
era úr góðu brandarana frá þeim
verri. Það ættu þó allir að geta
skemmt sér á The Naked Gun og
sjálfur veinaði ég yfir sumum atr-
iðanna.
24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 6. maf 1989