Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 9
,,Et, drekk
ok ver giaðr"
Matvælasýning opnuð í Laugardalshöll
í gær var opnuð í Laugar-
dagshöllinni sýning á íslensk-
um matvælum undir einkunn-
arorðunum,, Et, drekk ok ver
glaðr".
50 fyrirtæki sýna ýmsar
gerðir matvæla m.a. verða
kynntir sjávarréttir sem ekki
hafa sést hér á markaði áður.
Auk sýningarbása verður sér-
stöku sýningarsviði komið upp í
höllinni og fara þar fram mat-
reiðslukynningar daglega sem fé-
lagar úr klúbbi matreiðslumeist
ara munu sjá um.
Þeir hafa fengið til liðs við sig
tvo heimsfræga matreiðslum-
eistara annan frá Boston og hinn
frá Oslo. Auk þeirra munu ýmsir
þekktir íslendingar opinbera
kunnáttu sína í matargerð á svið-
inu. Sýningin hefur hlotið enska
heitið Icefood 98 og er búist við
miklum fjölda erlendra gesta.
Eitt þeirra nýju íslensku fyrir-
tækja sem kynna framleiðslu
sýna er hveitimyllan Kornax.
Kornax h.f. , hveitimyllan við
Sundahöfn í Reykjavík, var
stofnað í tengslum við nýja fóður-
verksmiðju Fóðurblöndunnar
h.f. Fyrirtækið flytur inn korn
sem síðan er malað hérlendis.
Tilraunabakari aðstoðar við þró-
un nýrra brauðtegunda.
Þó svo að þessi sölusýning
höfði fyrst og fremst til magans
íslensk framleiösla er ekki eingöngu matur. Hér sýna stúlkur það nýjasta í íslensku fatatískunni á sýningu
sem haldin var af Iðnþróunarsjóði nýverið.
Sýningin opnaði klukkan 17 og var því mikill erill hjá rafvirkjum og
öðrum verklögnum við að koma öllu í stand síðdegis í gær. Mynd Jim
Smart.
þá eru ýmis önnur fyrirtæki tákn-
ræn fyrir tímann sem við lifum á,
sem kynna starfsemi sýna, má þar
nefna kynningu á alhliða þjón-
ustu á sviði bruna- og þjófavarna.
Annar þarfur þjónn nútímans
skartar sínu fegursta í upplýstum
bás en það er plastpokinn ómiss-
andi.
Þrátt fyrir heróp sænskra fjöl-
miðla um hættuleg efni í þorska-
lýsinu, glitrar á lýsisperlur og gul-
leitar flöskur í kynningarbás Lýs-
isframleiðslunnar.
Félag íslenskra iðnrekenda
sem stofnað var 1933 kynnir einn-
ig markmið starfsemi sinnar.
Markmið FÍÍ er að efla og vernda
íslenskan iðnað og gæta
hagsmuna hans í hvívetna m.a.
með því að beita sér fyrir því að
innlend framleiðsla sitji í fyrir-
rúmi miðað við sambærilegar er-
lendar vörur.
Félag íslenskra iðnrekenda
vinna æ meira í samvinnu við
Neytendasamtökin. Þessi félaga-
samtök hafa m.a. gert sameigin-
lega úttekt á umbúðarmerking-
um.
Sælgætið er síður en svo haft
útundan. Á sýningunni gefur að
líta allt það helsta af sköpunar-
verkum sætinda.
Þess ber að geta sérstaklega að
átakshópur um kynningu og
verndun þjóðlegrar matargerð-
arlistar er með sýningarbás í and-
dyri þar sem munir úr Þjóð-
minjasafninu er tengjast matar-
venjum eru til sýnis.
Sýningin stendur yfir frá 5. til
12 maí og er hún opin almenningi
sem hér segir: Laugardag og
sunnudag frá kl. 14.00 til 22.00 og
mánudag til föstudags frá
kl. 18.00 til 22.00. eb
FLÖSKUSKEYTI
Keypti þorp
Leikkonan Kim Bassinger hef-
ur keypt þorpið Braselton íGe-
orgíufylki i Bandaríkjunum.
Kaupverðið var um einn miljarður
íslenskra króna. Þorpið var stof n-
að af Braselton íjölsky Idunni árið
1876 og hef ur verið í eigu fjöl-
skyldunnarsíðan. Landrými
þorpsins eru 725 hektarar. Þarer
m.a. iðnaðarhverfi, verslunar-
miðstöð og banki og er allt í eigu
fjölskyldunnar. Ástæðan fyrir því
að fjölskyldan vill selja þorpið er
sú að f lestir meðlimir hennar eru
komnirtil ára sinna og viljaf á að
njóta ellinnar í ró og næði. Fast-
eignasalinn sem sé um söluna
sagði að Bassinger hefði ekki
enn ákveðið hvernig hún myndi
nýta þorpið en m.a. hefur henni
dottið í hug að gera það að kvik-
myndaveri eða jafnvel að ferða-
mannamiðstöð.
Laugardagur 6. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9