Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 10
Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, Evróvisjon, fer fram í 34. skipti í Lausanne í Sviss í kvöld. Svisslendingar unnu keppnina í fyrra og eru þarmeð skikkaðir til að sjá um herleg- heitin þetta árið. Eins og allir vita höfum við ís- lendingar náð þeim undraverða árangri að hafna í 16. sæti í keppninni öll þrjú árin sem við höfum tekið þátt. Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á herðum Valg- eirs Guðjónssonar og Daníels Ágústs Haraldssonar. Tekst þeim að verja 16. sætið eða verða þeir kannski enn ofar? Sá sem veðjar á íslenska lagið, Það sem enginn sér, í stærsta veð- banka Englands mun fá upphæð- ina 66-falt til baka vinni Valgeir og Ágúst. Laginu hefur verið spáð næst neðsta sætinu en við vitum að fenginni reynslu að það er ekkert að marka slíkar spár. Hefur okkur ekki oftast verið spáð eins efstu sætanna með þveröfugum niðurstöðum? Það kæmi því ekki á óvart að kump- ánarnir Valgeir og Daníel brytu í bága við hefð okkar og færðu sig eitthvað upp eftir stigatöflunni. Sigurstranglegustu lögin í keppninni samkvæmt þeim sem hafa peningavitið eru lögin frá ísrael, V-Þýskalandi, Bretlandi, Luxemborg og Frakklandi. Þess- ar þjóðir hópast jafnan um efstu sætin í keppninni og kæmi ekki á óvart þótt einhver maðkur væri í mysunni, líkt og IHF-mafían í handboltanum. En sá hlær best sem síðast hlær, eða altént sá er hlær þegar stigin hafa verið talin. Það hefur verið fremur kyrrt yfir keppninni hérlendis miðað við undanfarin ár en það kæmi ekki á óvart að þjóðin sitji sem fastast við skjáinn kl. 19.00 í Atkvœðaseðill fjölskyldunnar Eflaust hafa flestir sína eigin skoöun á því hvemig atkvæði skulu falla í keppninni. Viðbirtum því atkvæðaseðil hér undir með fjórum möguleikum fyrir fjölskylduna til að greiða lögunum atkvæði. Aftast er svo hægt að fylla í endanlega niðurröðun laganna. Land Lag Flytjendur Spá 1 Spá 2 Spá 3 Spá 4 Röð 1. Ítalía Avrei Voluto Anna Oxa og Fausto Leali 2. ísrael Derech Ha’ Melech’ Gili og Salit 3. írland The Real Me Kiev Connolly 4. Holland Blijf Zolas je bent Justine Pelmelay 5. Tyrkland Bana Bana The Group Pan 6. Belgía Door de Wind Ingeborg 7. Bretland Why Do I Get It Wrong? Live Report 8. Noregur Venners Nærhet Britt S. Johansen 9. Portúgal Conquereur Da Vinci 10. Svíþjóð Some Day Tommy Nilson and a Choir 11. Luxemburg Monsieur Park Cafe 12. Danmörk Vi maler byen rod Birthe Kajer 13. Austurríki Nur Ein Lied Thomas Forstner 14. Finnland La Dolce Vita Anneli Saaristo 15. Frakkland J’ai vole la vie Nathalie Paque 16. Spánn Nacida para amar Nina 17. Kýpur Apopse as vrethoume Polymeri og Savidakis 18. Sviss Viver senza tei Furbaz 19. Grikkland Your Own Star Marianna 20. ísland Það sem enginn sér Daníel Ágúst Haraldsson 21. Þýskaland Flieger Nini de Angelo 22. Júgóslavía Rock Me Riva Spurningin er hvort ísland verji 16. sætið í Sviss í kvöld Vonandi brosa Valgeir og Daníel sínu breiðasta að keppni lokinni í Lausanne. kvöld. íslenska lagið er mjög aft- arlega í röðinni, eða númer 20 og er ekki gott að segja hvort það sé betra eða verra. Hingað til höfum við verið á hinum ýmsu stöðum í röðinni og teflt fram mjög ólíkum lögum en ekkert dugar. Arthúr Björgvin Bollason verður á staðnum og lýsir keppn- inni sem einnig er útvarpað á Rás 2. Hér á síðunni fylgir atkvæða- seðill fyrir alla fjölskylduna og geta menn borið sig saman við dómnefndir annarra landa. Góða skemmtun og áfram ísland! -þóm Höldum við okkar striki? 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 6. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.