Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 20
SKÁK /^Slj" ™ (^ HELGI ÓLAFSSON Af lyftingakappanum sóknardjarfa Áskorendaflokkur á Skákþingi íslands án þátttöku TR Það er ekki um það deilt í skák- hreyfingunni að sú stefna að gefa einstökum byggðarlögum kost á að halda keppni í landsliðsflokki á Skákþingi Islands hefur gefist vel. Landliðsflokkurinn er ekki lengur njörvaður niður við úrelt lagaákvæði sem kvað á um að keppnin skyldi haldin yfir pásk- ana. Grundfirðingar riðu á vaðið haustið 1986 með eftirminnilegu og glæsilegu íslandsþingi og síðan fylgdu Akureyringar og Hafnfirðingar í kjölfarið. f öll þessi skipti tókst vel til við kepp- endaval og voru t.d. fjórir stór- meistarar meðal þátttakenda í Grundarfirði. Þetta var mikil framför frá þeirri tíð er efnileg- ustu skákmenn þjóðarinnar gátu ekki gert sér neinar vonir um að fá að kljást við stóru fallstykkin í skáklífinu. Akureyringar héldu uppá 70 ára afmæli Skákfélagsins með því að halda keppni í áskorenda- flokki nú um páskana. Þeir hafa á undanförnum árum haldið marga mikilvæga skákviðburði s.s. fs- landsþingið 1987, sterkt alþjóð- legt skákmót 1988, deildarkeppni Skáksambandsins, helgarmót auk þess sem þeir buðu í einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Anat- oly Karpovs. Reynsla þeirra af mótshaldi er hafin yfir allar efa- semdir um hvort þeím sé mögu- legt að standa fyrir keppni í áskorendaflokki. Það kom því nokkuð á óvart þegar hafin voru uppi af hálfu Taflfélags Reykja- víkur andmæli við fyrirhugað mótshald norðanmanna. Stjórn TR gekk svo hart fram að hún hélt á sama tíma einskonar and- ófsmót í Reykjavík og lagði fast að sínum mönnum að sniðganga áskorendaflokkinn. Keppnin á Akuryeri fór því fram án þátt- töku margra efnilegustu skák- manna höfuðborgarsvæðisins, sem þar með fyrirgerðu rétti sín- um til að keppa um sæti í landliðs- flokki á Skákþingi íslands. í þessu máli eru léttvægar fundnar viðbárur Taflfélagsmanna um stuttan fyrirvara vegna mótsins. Það á ekki að vera neitt náttúru- lögmál að Skákþing íslands fari fram í Reykjavfk og hinir ágætu stjórnarmenn í Taflfélagi Reykjavíkur sýndu af sér harðs- víraða íhaldssemi svo ekki sé minnst á skammsýni. Þar sem páskunum var ekki frestað fór keppni í áskorenda- flokki fram og mættu til leiks 22 harðskeyttir skákmenn. Enginn sá við ísfirðingnum Guðmundi Gíslasyni sem hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum og varð 2 vinning- um fyrir ofan næsta mann. Guð- mundur er gæddur miklum hæfí- leikum og er honum ráðlegt að tefla meira fyrir sunnan til að þroska hæfileika sína. í 2.-3. sæti urðu svo þeir Ólafur Kristjánsson og Rúnar Sigurpáls- son með 6 vinninga. Um síðustu helgi háðu þeir svo einvígi um sæti í landliðsflokki og vann Ólafur 2Vr.l/2. Hann er búinn að standa í fylkingarbrjósti norð- lenskra skákmanna um langt skeið en Rúnar er í hópi eftirtek- arverðra ungra norðlenskra skákmanna sem eigi alls fyrir löngu unnu skákkeppni fram- haldsskóla. í 4.-5. sæti urðu þeir Árni Á. Árnason, sem var eftir því sem ég kemst næst eini þátttakandinn úr TR, og Kári Elísson með 5Vi vinning og í 6.-9. sæti Magnús Teitsson, Páll Leó Jónsson, Sig- urður Daníelsson og Þór Valtýs- son með 5 vinninga. Kári Elísson er mörgum kunn- ur úr heimi lyftinganna en hann er einnig harðskeyttur skákmað- ur. Nú nýverið varð hann Skák- meistari Akureyrar. í eftirfar- andi skák leggur hann Magnús Teitsson að velli. Það var erfiður biti að kyngja fyrir hinn unga og efnilega Magnús því sigur hefði tryggt honum annað sætið og aukakeppni. Það er stundum sagt að við skákborðið komi persónu- leiki manna í ljós og í þessari skák sýnir Kári af sér það hugmynda- flug og ævintýramennsku sem lengi hafa einkennt skákir hans. Sóknaraðgerðirnar hér eru í hæsta máta vafasamar og Magnús verst fimlega uns hann fellur í einn pyttinn og tapar. 9. umferð: Magnús Teitsson - Kári Elísson Spænskur leikur 1. e4-e5 2. RÍ3-Rc6 3. Bb5-a6 4. Ba4-d6 (Steinitz-afbrigðið af spænskum leik.) 5. 0-0-Bg4 6. h3-h5!? (Skarpasta leið svarts. Hann lætur mann af hendi en fær í stað sóknarfæri eftir h-línunni.) 7. d4-b5 8. Bb3-Rxd4 9. hxg4-hxg4 10. Rg5-Rh6 11. f4-d5 12. Be3-Bc5 13. Bxd5 (Og hér er komin upp þekkt staða í þessu hvassa afbrigði. Al- fræðibókin mælir með 13. ..Dd6 sem leiðir til afar flókinnar stöðu. Aðrirmöguleikarerut.d. 13. ..g3 14. Rh3 og hvftur stöðvar sókn svarts eða 13. ..exf4 14. Bxd4- Dg5 15. Bxa8-g3 16. Hxf4! með vinningsstöðu. Þá er og getið um möguleikann 13. ..Rhf5. En leikur Kára hefur hvergi sést og kom öllum á óvart.) 13. ..DxdS?!! (Ótrúiega bíræfinn leikur og hefði nú kannski einhver „fórnar- skákmaðurinn" látið sér nægja að leika 13. ..Rhf5. En Kárigerir sér vonir um að galopna skálínuna a7-gl - helst með tvískák.) 14. exd5-Rhf5 15. Dd2 (Það er kostur hvítu stöðunnar að hann getur gefið drottninguna t.d. 15. ..Rxe3 16. Dxe3-Re2+ 17. Kf2-Bxe3+ 18. Kxe3-Rxf4og hvítur er manni yfir jafnvel þó þessi leið sé e.t.v. „besti" val- kostur svarts. Tölva hefði kann- ski valið þessa leið ef að útreikn- ingar hennar hefðu leitt í ljós að sóknin næði ekki fram az ganga. En tölva hefði aldrei ieikið 13. ..Dxd5.) 15. ..g3 (Tekur undankomureit kóngs- ins.) 16. Hel-0-0-0 17. Rxf7 (Ein af hugmyndum svarts er að tvöfalda á h-línunni og þessi leikur kemur í veg fyrir þann möguleika. Magnús hefur teflt vörnina af öryggi og stendur til vinnings en Kári á þó enn nokkr- ar örvar í mæli sínum.) 17. ..exf4! 18. Bxd4-Rxd4 (Að sjálfsögðu ekki 18. ..Bxd4+ 19. Dxd4! o.s.frv.) 19. Rxh8!-Hxh8 (Svartur er ailtof liðsfár til að hrifsa drottninguna með 19. ..Rf3+ 20. Kfl-Rxd2+ en svart- ur er alltof liðsfár.) 20. C3-RÍ3+ (Eða 20. ..Re2+ 21. Kfl-f3 22. gxf3! og sóknin rennur út í sand- inn.) 21. Kfl-Hhl+ 22. Ke2-Rxel abcdefgh (Púðrið er þrotið. Heimildir mín- ar greina frá því að Kári hafi nú sett upp dæmigerðan uppgjafar- svip enda flest sem bendir til þess að hann sé búinn að spila út öllum trompunum...) 23. Dxel?? (Öllum nema einu. Hvíta staðan er auðunnin eftir 23. Dxf4) 23. ..Í3+!! (Þessi glæsilegi leikur snýr taflinu algerlega við því 24. gxf3 strandar á 24. ..Hxel+ 25. Kxel-g2! og svart peð verður að drottningu. Magnús neyðist því til að láta drottninguna af hendi.) 24. Kxf3-Hxel 25. Kxg3-b4 (Þó hvítur sé peði yfir er staða hans algerlega vonlaus því hann getur ekki losað um hjákátlega stöðu liðsaflans á drottningar- væng. Kári vann af öryggi úr þessari stöðu.) 26. a4-bxc3 27. bxc3-Kd7 28. Kf4-Kd6 29. Kf5-Kxd5 30. Kg6-Hgl 31. Kxg7-Hxg2+ 32. Kf7-Hf2+ 33. Kg6 (Stysta leiðin út úr þessari sorg- legu stöðu var 33. Ke8-Kc6! og 34. ..Hf8 mát.) 33. ..Hfl 34. Kg5-Bd6 35. a5-Be5 36. Kg4-c5 37. Kg5-Kc6 38. Kg4-c4 39. Ha4-Hxbl 40. Hc4+-Kd5 41. Hc8-Hal 42. c4+-Kd6 43. Kf5-Bc3 44. Ha8-Hxa5+ 45. Ke4-Kc5 46. Kd3-Be5 47. Hc8+-Kb6 48. He8-Bd6 49. He6-Kc5 50. Hh6-Ha3+ 51. Kc2-a5 52. Kb2-He3 53. Hh4-Be5+ 54. Kc2-a4 - og Magnús gafst upp. Sumarið heilsar, vetur kveður íslandsmótið í parakeppni (blönduðum flokki) er spilað um þessa helgi í Sigtúni. Þátttaka er sæmileg. Spilaður er barometer. Sumarbridge 1989 hefst á þriðjudaginn í Sigtúni. Húsið opnar kl. 17.30. Fimmtudagana 11. og 18. maí verður spilað í Sumarbridge í Drangey v/ Síðumúla 35 (húsið er upptekið í Sigtúni). Þá daga mun húsið verða opnað kl. 18.30 (þátttaka takmörkuð vegna húsnæðis). Umsjónarmenn Sumarbridge eru: Ólafur Lárusson, Hermann Lárusson, ísak Örn Sigurðsson og Jakob Kristinsson. þess sem sýnt verður beint frá undanúrslitum og úrslitum í haust. Nv. bikarmeistarar er sveit Pólaris, en sveitin er einmitt ný- komin heim frá keppni í Svíþjóð, eins konar Norðurlandamót sveita (óopinber bikarkeppni) sem sveitin ávann sér með sigri sl. haust. spilurum góða aðsókn á starfsár- inu. Og Bridgefélag Reykjavíkur lauk spilamennsku sl. miðviku- dag. Er þetta er skrifað, liggja úrslit ekki fyrir. Aðalfundur fé- lagsins verður boðaður innan skamms. Jón Steinar Gunnlaugsson mun ekki gefa kost á sér sem far- arstjóri landsliðsins á EM í Finn- landi í júlí, sökum anna. í hans stað mun Sigurður B. Þorsteins- son annast það hlutverk. Nýr heimasími Ólafs Lárus- sonar er: 91-67 30 06. Skráning í Bikarkeppni Bridgesambands íslands er hafin hjá BSÍ. Skráð er á skrifstofunni í s.: 91-68 93 60. Stöð 2 mun greina frá úrslitum einstakra leikja í keppninni, auk Reglulegri spilamennsku hjá Skagfirðingum þetta starfsár, er lokið. Alls hlutu 150 spilarar meistarastig hjá deildinni, þar af aðeins 14 kvenmenn. Stigakóng- ur varð Óskar Karlsson, sem hlaut 526 stig, sem verður að telj- ast afar góður árangur á einum vetri. Stjórn deildarinnar þakkar BRIDDS Ólafur Lárusson Nýjar línur hafa verið lagðar í Alslemmu '89, röð helgarmóta um land allt, sem hefst í Gerðu- bergi laugardaginn 20. maí nk., kl. 13. í bígerð er að efstu pör úr Alslemmu '89 (úr 4 mótum af 8) ávinni sér rétt til þátttöku í sér- stöku Stórmóti í haust, sem að- standendur helgarmótanna hyggjast efna til. Reynt verður að fá 4-6 erlend pör til þátttöku, pör sem hafa í mörg ár verið á toppn- um, heimsmeistarar eða Evrópu- meistarar. 10-12 erstu pörin (stigalega úr Alslemmu) verður boðið til þátttöku, þeim að kostn- aðarlausu. Með þessu framtaki hyggst Forskot sf. (sem leggur til framkvæmdina) leggja sitt af mörkum til að auðga bridgelíf okkar íslendinga og gera al- mennum spilurum hér á landi kleift að spila við fræg erlend pör. Skráning í Alslemmu '89 er hafin hjá Forskoti í s: 62 33 26. Bókanir í þau mót sem spiluð verða á Hótel Eddu-stöðunum 6 um Iand allt, verða að berast til Ferðaskrifstofu íslands. Mótin eru: 1. Gerðuberg í Reykjavík 20.-21. júní. 2. Kirkjubæjarklaustur 10.-11. júní. 3. Hrafnagil v/Akureyri 24.-25. júní. 4. Reykholt í Borgarfirði 8.-9. júní 5. ísafjörður 22.-23. júlí. 6. Húnavallaskóli v/Blönduós 12.-13. ágúst. 7. Hallormsstaður 26.-27. ágúst. 8. Félagsheimilið f Kópavogi 16.-17. september. AIls nema verðlaun í Al- slemmu '89 yfir 1.5 millj. krón- um, auk þess sem sérstök verð- laun verða veitt eftir sumarið fyrir efstu einstaka skor í ein- hverri umferð (utanlandsferð fyrir 2). Skorað er\ á bridgeáhugafólk um land allt að vera með frá byrj- un, því hugmyndin er, ef vel tekst til, að Alslemma verði árlegur viðburður, með auknum verð- launum í framtíðinni. borðið, eftir að spilamennska er hafin er oft á við langar ræður. Galdurinn er að hlusta. Lítum á dæmi: XX ÁXX DGxxx KD82 X ÁKD10 XX G10 K KDG10X Á9xx XXX Hegðun spilara við græna Gxxx Sagnir höfðu gengið: S V N A 1 hj. pass 2 grönd 3 sp 4 tfgl. 4 sp. 5 lauf pass 5 hj. pass 6 hj. dobl pass pass pass Og Vestur „fann" ekki tígulút- spilið heldur spilaði spaðadömu, (við greinilegan ófögnuð Austurs). Tekið á spaðaás og meiri spaði. Trompað heima og hjartað tekið fjórum sinnum. I fjórða hjartað átti sagnhafi að henda í borði. Við þessir dauð- legu hendum rólega tígli og för- um 1 niður. En sagnhafi í þessu spili var góður „hlustari". Minn- ugur óánægju Austurs með út- spilið, henti hann laufatíu, og spilaði lágum tígli og lét áttuna duga í borði, þegar Vestur lét lágt. Slétt staðið. Segir ekki einhvers staðar „Brosið í umferðinni?" 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 6. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.