Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 4
Mftií Páll Halldórsson, formaður BHMR Baráttan þung en samstaðan órofin Verkffall BHMR hef ur staðið síðan 6. apríl og þrátt fyrir síðasta tilboð ríkisstjórnarínnar, segir formaður BHMR að ríkið haf i ekki komið þumlung á móts við f élagið f rá því að deiian hófst. Nýjasta tilboð ríkisins sé aðeins nýtt tilbrigði við BSRB-samninginn og ekki komi til álita að f allast á það. Samstaða f élaganna er órof inn segir f ormaðurinn. En hvert var upphaf deilunnar? Hverjar verða af leiðingarnar f yrir BHMR og ríkið? Hver á grunnhugsunin að vera þegar mönnum er útdeilt mismunandi launum og af hverju telur BHMR að þeir geti kraff ist meira en BSRB eða ASÍ? Er launakökukenningin rétt? Páll Halldórsson er á beininu. er á beininu Nú hefur ríkið gert ykkur tíi- boð. Hvernig lýst þér á það ? Þetta tilboð er að ytra formi ekki ósvipað því formi sem var á tilboði því sem Félag háskóla- kennara gekk að, en í það vantar hins vegar það sem fékk háskóla- kennara til að skrifa undir, þ.e. það fé sem þeim var lofað að rynni í rannsóknarsjóðina og fer þaðan inn í launaumslögin. Þetta síðasta tilboð samninganefndar ríkisins er í reynd ekkert annað en ný framsetning á BSRB- tilboðinu, sem við höfum staðið frammi fyrir frá upphafi þessarar deilu. Það bendir til þess að ríkið hefur ekki hreyft sig þumlung til að ieysa þessa deilu." Er baráttan núna, eftir mánað- arverkfall ekki orðin ansi erfið og um fieira að tefla en nákvæmiega hvaða kauphækkanir kunna að nást fram? „Þetta er þung barátta og við gerðum okkur það ljóst allan tím- ann að þannig yrði. Við erum að fara fram á og krefjast leiðrétt- ingar sem við höfum krafist árum saman. Upphaflega var okkur lofað þessum leiðréttingum með samanburðarnefndum og úr- skurðarnefndum, allt það brást og menn eru Iangþreyttir á sínum kjörum. Við viljum fá verulega upp í það sem munar á okkur og frjálsa markaðnum og að það verði unnið að því að jafna þenn- an mun á samningstímanum, sem við hófum boðið að verði þrjú ár. En ríkið hefur ekki þokað sínu tiboði neitt frá upphafi samninga- viðræðna og því hafa þær orðið mjög erfiðar. Við höfum alltaf lýst því yfír að kröfugerð okkar er eðlilega sveiganleg og upphaf- lega var hún þannig að við gerð- um kröfur um að ná þessum launahækkunum fram á einu ári. Þegar það varð ljóst að ríkið átti erfitt með að ganga að því þá gáf- um við eftir og gerðum tilboð um samning til þriggja ára. Þannig að við höfum þegar slakað til en þeir hafa enn ekki hreyft sig um þuml- ung." Krafa ykkar um sambærileg laun fyrir BHMR- félaga og ger- ast á almenna markaðnum hefur verið gagnrýnd m.a. fyrir að eng- ir kennarar vinna t.d. á almenna markaðnum og því engin viðmið- un til? „Það er ljóst að aðeins hluti af háskólamenntuðu fólki fær störf á hinum almenna vinnumarkaði. Það er m.a. af því að almennir atvinnurekendur geta ekki eða vilja ekki sinna margri þeirri þjónustu sem nauðsynleg er til að halda uppi velferðarþjóðfélagi. Hins vegar vitum við að hluti háskólamenntaðra er í starfi hjá einkaaðilum og þar sjáum við hvernig þeirra menntun er metin til launa. Við teljum að það eigi ekki að koma niður á mönnum í launum að vinna í almanna þágu." En er ekki orðið fleira í húfi fyrir BHMR í þessari deilu, en nákvæmlega hvaða krónufjöldi lendir í umslögunum. Er ekki t.d. um það að tefla að ef ríkisst jórnin beygir ykkur niður í samningum núna að félagið verði sem væng- brotið í kjarabaráttu næstu árin? „Við skulum ekki horfa á þetta svona þröngt. Hver er staða ríkis- ins ef það ástand á að viðgangast að ríkið borgi sínum starfsmönn- um mun lægra kaup en hægt er að fá annars staðar? Þetta er þegar farið að hafa áhrif þannig að í ákveðnar starfsstéttir hefur ný- liðun dottið niður. Þetta hefúr áhrif á val fólks til háskólanáms. Ég held að þessi launastefna ríkisins eigi eftir að hafa mjög al- varleg áhrif fyrir ríkið sjálft og þjónustuna sem það veitir. Það er verið að ógna opinberri starfsemi og ég held að fjármálaráðherra ætti að íhuga vel þau orð sem féllu á fundi í Sóknarsalnum um hvort hann vilji verða til þess með sinni launastefnu og framkomu gagnvart háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum, að einka- væða íslenska velferðarkerfið." En er það ekki alvarlegt áfall ef ríkifS brýtur þessa baráttu ykkar á bak aftur? „Ef tekst að brjóta verka- lýðsfélag niður þá hefur það mjög slæm áhrif, ekki bara á það félag heldur önnur verkalýðsfélög líka, því sú lexía er þá fleiri en einum ætluð. En það sem skiptir megin- máli í þessu sambandi er að nú hefur ekki verkalýðsfélag verið brotið niður og okkar fólk ætlar ekkert að láta brjóta sig niður." Hver er að þínu mati ábyrgð fjármálaráðherra í þessari deilu? „Upphaf þessarar deilu er það að fjármálaráðherra neitaði lengi vel að eiga nokkur samtöl við okkar félag. Þeir voru að reyna að draga þetta fram á vorið þann- ig að engin átök yrðu fyrirsjáan- leg eða möguleg og þá gætu þeir frestað öllum ákvörðunum í launamálum fram á haustið". Það er skýringin á því að þið boðið verkfall áður en viðræður eru hafnar? „Við vorum búnir að reyna að fá viðræður í gang alveg frá því í janúar. Þetta gekk svo langt að við gengum á fund forsætisráð- herra til að klaga að við fengum engar viðræður við fjármálaráð- herra. Allt kom fyrir ekki og þeg- ar við loksins fengum fundi í lok febrúar þá var ekkert talað við okkur, heldur voru menn bara með einhverjar yfirlýsingar. Við vorum ekki virtir svars og stóð greinilega ekkert til að hefja við okkur viðræður á þeim tíma. Okkar félagsmenn stóðu því frammi fyrir tveim kostum, annar var sá að láta ríkið vaða yfir okk- ur og kaupmáttarhrunið að halda áfram eða reyna að spyrna við fótum. Þetta voru þeir beisku kostir sem okkar félagar stóðu frammi fyrir þegar þeir gengu til atkvæða um verkfall." En nú hefur tímasetningin ein- mitt verið gagnrýnd. Hólmgeir Björnsson tölfræðingur í félagi náttúrufræðinga segir í grein í ÞjóðvUJanum í gær að hann sé í hópi þeirra sem telji að forystu BHMR hafi skort pólitískt innsæi þegar hún valdi tímasetningu fyrir verkfallið? „Það var ekki um neinar aðrar tímasetningar að ræða, nema við felldum okkur við áframhaldandi kaupmáttarhrun fram á haustið." En ykkar samningar voru lausir þegar bráðabirgðalögun- um var aflétt 15. febrúar. Hefði verið réttara að hefjast handa fyrr? „Ég hygg að ýmsum hefði þótt það mikið bráðræði að setja á verkfall strax þá. Reyndar hreyfði ég þeirri hugmynd í haust að ef ekki gengi að draga menn að samningaborðinu á haustinu þá væri það leið að boða verkfall strax 15. febrúar. Menn eru hins vegar mjög sáttfúsir og vilja reyna til þrautar að ná viðsemj- anda að borðinu. Þess vegna dróst þetta og ég held það hafi ekki verið vilji meðal félags- manna að fara í verkfall fyrr en útséð var hvort það tækist." Samstaðan meðal ykkar félags- manna, það eru ekki komnir brestir í hana? „Samstaðan er mjög sterk og ekki að bresta." Hver finnst þér að grunnstefna verkalýðsfélags eigi að vera þegar lagt er upp í verkfall? Á að taka til hliðsjónar einhverja jafnlauna- stefnu eða einfaldlega reyna að'ná fram sem mestu þegar kröfur eru mótaðar? „Málið er það að laun hér á landi eru mjög lág, þannig að grunnstefnan í launabaráttunni hlýtur að vera að hækka launa- summuna verulega hér á landi. Taxtalaun eru alltof lág og grunnstefnan hlýtur að vera að brjótast út úr því." En nú er það meginröksemda- færslan hjá ríkinu í nafni jafnréttis að þið fáið það sama og aðrir sem hafa verið að semja.Af hverju eigið þið að fá meira en BSRB, ASÍ, blaðamenn og fleiri? „í fyrsta lagi erum við að reyna að brjótast út úr því lág- launaumhverfi sem hér er og sér- staklega hjá opinberum starfs- mönnum og öðrum þeim sem eru á töxtum. Við vitum af hópum í þjóðfélaginu sem hafa mun betri tekjur og við erum að miða okkur við þá og reyna að komast á það stig." Hvað finnst þér eðlilegt að leggja til grundvallar þegar menn eru að verðleggja vinnu manna í mismunandi störfum? „Þegar við komumst á það stig að það sé hægt að ræða það að einhverju viti, þá finnst mér ævi - tekjur ekki vera óskynsamleg við- miðun, en við erum bara ekki á því stigi. Það vantar svo mikið upp á kjör þess fólks sem lifir á töxtum, að þau verði hliðstæð því sem eðlilegt er og tíðkast víða í þjóðfélaginu að ég tel að við verðum að vinna það bil upp, áður en við förum að skipta upp launabilunum. Um það snýst okkar barátta núna, að ná hlið- stæðum kjörum og gerast út í þjóðfélaginu fyrir hliðstæða hópa og okkar." En hvað segir þú um svokall- aða „kökukenningu", þ.e. að að- eins fastákveðin summa peninga sé til skiptanna í laun í landinu og ef þið takið meira af henni, fái einhverjir aðrir eðlilega minna í sinn hlut? „Ég hafna þessari kenningu al- gjörlega. Ég tel að hlutur launa- fólks sé of lítill. Hér gildir sú skiptaregla að fyrst fær fjármagn- ið sitt, síðan fyrirtækin og svo er afgangurinn ætlaður launafólki. Þessari skiptareglu verður að breyta og þá verður meira eftir í hluta launafólks." Þessi deila sem aðrar hliðstæð- ar er háð sem áróðursstríð. Þar virðist þið standa fremur höllum fæti, ef marka má niðurstöðu kannana. Hverju er þar um að kenna að þínu mati? „Mér er illa við að finna söku- dólga og illa við að slá einhverju föstu um það hvernig þessi bar- átta okkar er metin. En þegar lít- ill hópur sem BHMR fer í verk- fall og fær stuðning þriðjungs þjóðarinnar samkvæmt könnun- um þá er ljóst að miklu fleiri styðja okkar baráttu en þeir sem að henni standa beint. Munurinn á þessu verkfalli og BSRB- verkfallinu er kannski sá að þar var BSRB á undan og leit þá út fyrir að þeir væru að ryðja brautina fyrir aðra. Nú er búið að njörva stærstu hópana niður og því ekki margir sem eiga eftir að koma í kjölfarið." Hvað getur orðið ásættanleg lending fyrir ykkur í þessum samningaviðræðum? Hvaða lág- markskröfum telur þú að þið verðið að ná fram eigi verkfallið ekki að teljast slys, ef ekki stór- slys? „Þessu get ég ekki svarað, þá væri ég að leggja viðsemjenda mínum vopn í hendur." Að lokum, telur þú hættu á að ríkisstjórnin muni setja lög á verkfallið og láta vísa því til gerð- ardóms? „Ég geng einfaldlega út frá því að samníngsréttur verði virtur í þessu landi," sagði Páll Halldórs- son. phh 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 6. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.