Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 16
Úr f lóttamannabúöum í Þýskalandi í kaupakonustarf í Fljótshlíðinni Rætt við Margréti Róbertsdóttur, ekkju í Þorlákshöfn, en hún kom til íslands með togaranum Júpíter 17 ára að aldri 27. júlí 1949 Mynd þessi af Margréti er tekin austur í Fljósthiíð sama sumar og hún kom til íslands. „Ég var 17 árajjegar ég á- kvað að fara til Islands. Við vorum saman 10 Þjóðverjar, 4 stúlkur og 6 karlar, með togar- anum Júpíter, en þetta var síðasta ferð hans frá Cuxha- ven. Við vorum í káetu með áhöfninni og fengum buxur lánaðar hjá strákunum og sváfum í fötum allan tímann. Við komum við í Aberdeen og voru þar í tvo sólarhringa. Ég varð svo sjóveik að það var óttast um líf mitt því spýtti blóði. Ég er Brandenburgarprússi, fædd og uppalin rétt hjá Stettin. Ég missti föður minn þegar ég var 6 ára, áður en stríðið braust út, en átti móður og bróðúr á lífi í Þýskaiandi. Við bjuggum í- sveitaþorpi og ég var því vön landbúnaðarstörfum. Ég bjó með móður minni í flóttamannabúðum eftir stríðið. Þetta voru gamlir hermanna- braggar og við bjuggum ásamt tveimur öðrum fjölskyldum í einu herbergi, sem var um 20 fermetrar að stærð. Okkur var staflað upp í járnkojur, sem her- inn hafði áður notað. Ég vann í grænmetisverksmiðju Kuhne, sem enn er starfrækt. Mánaðar- kaupið mitt var 95 mörk fyrir 48 stunda vinnu. Þá birtist auglýsing í blöðunum um að það sé sóst eftir fólki til landbúnaðarvinnu. í auglýsing- unni var sagt að laun okkar á ís- landi yrðu um 140 mörk. Þegar til kom reyndust það vera um 400 krónur íslenskar og fyrir þær fékk maður samasem ekki neitt. Ódýrasta kápan kostaði þá 7-800 krónur og stígvél kostuðu 150 krónur. Það var því ekki alveg að marka þessa auglýsingu. Ég þráði að losna úr flótta- mannabúðunum og réð mig því til íslands í tvö ár og ætlaði að nota launin héðan til þess að komast yfir herbergi úti með mömmu. Atvikin áttu þó eftir að haga því svo til að ekkert varð úr því enda ekki hægt að leggja neitt fyrir af þessum 400 krónum auk þess sem ekki var hægt að yfir- færa þær í þýsk mörk." Flúið vestur Við erum stödd í Þorlákshöfn á heimili Margrétar Róbertsdóttur sem er ein þeirra þýsku kvenna sem komu til íslands sumarið 1949 í kaupavinnu. Hún fiengdist á íslandi þótt upphaflega hafi hún einungis ætlað að dvelja hér í tvö ár. Hér festi hún rætur, giftist og eignaðist þrjú börn og þótt hún hafi upplifað bæði dökkar hliðar og bjartar er hún sátt við hlut- skipti sitt. Margrét er mjög skemmtileg viðræðu, hefur frá miklu að segja enda líf hennar efniviður í mun merkari bók en flestar viðtals- bækur sem gefnar eru út. Hún segir skemmtilega frá og hefur gott vald á íslenskunni þótt vissu- lega megi greina hreim. Sjálf seg- ist hún hafa einsett sér að læra málið fyrst hún ákvað að setjast að á íslandi og hneykslast á þeim löndum hennar sem fluttu til ís- lands og settust hér að en hafa ekki haft fyrir því að reyna að ná valdi á tungunni og bendir á að þeir séu nú mállausir, kunni hvorki almennilega íslensku né heldur almennilega Þýsku. En gefum Margréti orðið. „Ég bjó í þorpi rétt utan við bæinn Kolberg í Prússlandi, sem nú heyrir undir Pólland. Við urð- um lítið vör við stríðið. Við sáum reyndar þegar gerðar voru loftár- ásir á Stettin. Þá logaði himinn- inn. En lífið gekk sinn vanagang. Við höfðum ekki hugmynd um ýmislegt af því sem hefur verið grafið upp eftir stríðið t.d. gyð- ingaofsóknirnar. Rússarnir komu í mars 1944 og þá varð mikil breyting á lífi okk- ar. Við vissum aldrei hvenær stríðinu lauk. Ég á ekki orð til þess að lýsa hörmungunum sem yfir okkur dundu þegar Rússarnir komu. Við lágum úti og þeir tóku allt af okkur, föt og aðrar eigur, nauðguðu kvenfólki og í stuttu máli sagt þá var þetta hryllingur. Stelpurnar reyndu að fela sig. Við fengum lús og kláða.Mamma mín skar hárið af mér og bar steinolíu í svörðinn. Það var ekk- ert annað hægt að gera. Við kláða var ekkert hægt að gera nema að þvo sér upp úr þvagi. Við steyptumst út í kýlum og ég er enn með ör eftir þau. Okkur var safnað saman í nóv- ember til þess að taka upp kart- öflur og yfir okkur stóðu her- menn með byssustingi. Þeir rifu eyrnalokka úr fólki og slógu úr þeim gulltennur. Þetta hefur aldrei verið skráð. Það er alltaf verið að segja frá framferði Þjóð- verja en ekkert minnst á fram- ferði sigurvegarans. Pólverjarnir höfðu sest að í húsum okkar og við vorum látin hírast í fangabúðum. 1946 var okkur Þjóðverjunum smalað saman og sumir voru sendir í vestur en aðrir í austurveg, til Austur-Þýskalands eða jafnvel til Sovétríkjanna. Við vorum svo heppin að lenda í hóp sem var sendur til Vestur-Þýskalands. Þetta var um miljón flóttamanna sem Vestur-þjóðverjar tóku á móti. Flóttamaður í Lúbeck Það var Rauði-krossinn sem tók á móti okkur í Lúbeck. Til að byrja með vorum við í stórum bragga með um 500 manns og við lágum á gólfinu. Við vorum mjög illa farin og varla vinnuhæf, þjáð- umst af taugaveiki og allskyns kvillum. Það var skortur á öllum nauðsynjum og við nærðumst á vatnssúpu og brauði. Skammturinn var um 100 grömm af brauði á viku fyrir mig og mömmu og hálfur lítri af vatns- súpu tvisvar á dag. í súpunni voru nokkur kálblöð og úldinn fiskur. Okkur stóð til boða að fara í skóla en ég kaus að fara að vinna. Ég fór í vist í nágrenni Kiel en það var farið illa með okkur sem vor- um flóttamenn. Mér var þrælað út í vistinni, látin vinna mikið. Mér hafði verið lofað að ég fengi að senda mömmu mat en það var svikið. Ef ég kvartaði þá var sagt að þetta helvítis flóttafólk kynni aldrei gott að meta. Manni leið einsog þræl. Heimamenn höfðu andúð á okkur, þeim fannst við vera að brjótast inn til þeirra. Ég gekk til prests því mamma vildi endilega að ég fermdist og ég þurfti að ganga eina þrjá kíló- metra til prestsins. Eftir að ég fermdist byrjaði ég í grænmetisverksmiðjunni. Þetta var um jólin 1947. Þá var ég 16 ára. Eina nóttina gerist það svo að ég verð blind á báðum augum og ég var blind í sex mánuði. Or- sök blindunnar reyndist vera næringarskortur. Ég var lögð inn á spitala í Hamborg og var rannsökuð hátt og lágt og það eina sem fannst að mér var ein skemmd tönn. Það er erfitt að lýsa því hvernig mér varð við þegar ég uppgötvaði að ég var blind. Ég hafði gengið í gegnum svo mikið að ég var eiginlega bara að bíða eftir því hvaða ósköp dyndu næst yfir. Ég held að ég hafi einfaldlega ekki gert mér grein fyrir því hvað það er að vera blind. Með góðri aðhlynningu, hvfld og almennilegum mat fékk ég sjónina aftur og hvarf þá til fyrri starfa við verksmiðjuna. Um það leyti sem ég fór að vinna aftur kom myntbreytingin í Þýskalandi en hún hafði mikil umskipti í för með sér. Allt í einu var hægt að fá brýnustu nauðsynjar og ég man að eitt það fyrsta sem ég gerði var að kaupa mér nýja skó því ég átti bara eina strigaskó, sem Rauði krossinn hafði afhent mér og ég var búin að bera svo mikinn skóáburð á þá að þeir höfðu breyst í leðurskó. Ég hafði 95 mörk á mánuði í verksmiðjunni og góðir skór kostuðu um 20 mörk og kjóll um 30 mörk. íslandsför spáð í lófa í febrúar 1949 fór ég til spá- manns sem las í lófa. Hann sagði mér að ég ætti eftir að búa á ein- hverri eyju og hafa það gott þar og að á næstu vikum yrði ég mjög 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. mai 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.