Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 12
Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BARNAKOMPAN Áð hafa í fullu tré og eiga fullt í fangi Oft taka menn svo til orða þegar átt er vegna í erfiðleikum. Sá sem hefur í fullu við að einhver eigi alls kostar við eitthvað tré gengur vel því seglið er dregið að hún. eða eigi í erfiðleikum með eitthvað. Að Þetta tré sem menn tala um er sennilega eiga fullt í fangi merkir að viðkomandi er siglutré á skipi. með fullt fangið af þungri byrði og á þess Skolleðlan Þessi saga er um risa- eðlu sem heitir Skolleðla. Eitt sinn fyrir langa löngu var ein skolleðla sem gat engar eðlur étið því að hún var svo lítil og ekki komin með tennur í skoltin. Einu sinni þegar hún var með mömmu sinni fannst henni leiðinlegt að hún gat ekki veitt sjálf sér til matar. Þá kom risahræfugl og litla skolleðlan rotaði hann með halanum. Þá sagði mamma hennar. - Við skulum bíða þangað til á morgun með að éta fug- linn. Þá verður kjötið orðið bragðmeira og betra. En litla skollaeðlan skyldi ekkert við hvað mamman átti. Þá sagði mamman að það væri kominn háttatími fyrir litlar og tannlausar skollaeðlur svo nú yrði hún að fara að sofa. Næsta dag þegar skollaeðlan vaknaði var fuglinn horfinn því hræeðl- an hafði komið um nóttina og étið hann upp til agna. En þá sagði mamma henn- ar. - Þú getur vel reynt að ná einhverju öðru til að éta. Þá varð litla skollaeðlan svo glöð að hún rotaði stærðarinnar mammút og svo átu þær hann upp til agna og lýkur nú þessari sögu. Helgi Sigurbjörnsson 8 ára Á myndinni er ellefu eldspýtur sem mynda fimm þríhyrn- inga. Taktu þrjár eldspýtur í burtu þannig að þá verði þríhyrningarnir tveir. Lambið og strákurinn Einu sinni var ég að skrifa heimavinnu og vissi ekki hvað ég ætti að skrifa. Ég var að horfa á styttu sem eráskrifborðinu mínu. Styttan er af lambi sem er hvítt á litinn og ofan á lamb- inu liggur strákur með rauða húfu í blárri úlpu og rauðum buxum. Allt í einu sá ég að strákurinn stóð upp, bara svona allt í einu og fór að tala við mig. En ég skildi ekki hvað hann var að segja því að hann talaði einhverja útlensku sem ég skildi ekki. Ég leyfi núna stráknum að búa í Barbíhúsinu mínu og við erum bestu vinir þó að ég skilji ekki móðurmálið hans. Sagan er búin en ekki sönn. Guðrún Dalía Salómons- dóttir 9 ára Galdrar og töfrabrögð Margir hafa gaman af alls kyns brellum og galdratilburðum. Galdra- menn eru sjaldnast göldr- óttir heldur blekkja þeir áhorfendur með sjónhver- fingum. Hér fáið þið ein- falda sjónhverfingu að glíma við. Þið verðið að æfa töfrabragðið vel áður en þið sýnið það. * Þú tekur venjulega ör- yggisnælu og stingur odd- inum varlega gegnum miðju á trétannstöngli þannig að tannsöngullinn geti snúist á nálinni. * Lokaðu síðan nælunni og snúðu tannstönglinum þangað til hann rekst í næl- una. * Þú getur reynt að fullvissa nærstadda um að þú kunnir ráð til að koma tannstönglinum óskemmd- um hringinn þó það virðist ómögulegt. * Þú ýtir á neðri enda tannstöngulsins þéttings- fast og sleppir þá snögg- lega. * Þá virðist tannstöngull- inn fara gegnum örygg- isnæluna. Þetta er sjónhverfing sem getur blekkt suma ef vel er leikið. 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 6. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.