Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 11
Ríki í upplausn Maóískir hreintrúarskæruliðar hafa þriðjunginn af Perú á valdi sínu og ríkið er að hruni komið í efnahagsmálum, m.a. vegna aðgangshörku erlendra lánardrottna Um aldamótin 1500 náði stór- veldi Inka yfír kjarnann úr vesturhluta Suður-Ameríku, nokkurnveginn það svæði sem nú skiptist í Perú, Bólivíu, Ekvador og Norður-Chile. Ríki þetta var algert einveldi undir stjórn goð- kynjaðra keisara, miðstýring mjög mikil en atvinnulíf og dreif- ing afraksturs skipulagt með slík- um ágætum, að gera verður ráð fyrir að þroskuð félagshyggja hafi legið þar að baki. Af öllum ríkjum heims í þann tíð komst Inkaveldi líklega næst því að geta kallast velferðarríki. Talið er aö Inkaríki hafi verið stofnað um aldamótin 1100 og fyrstu öld sína var það ekki annað en borgin Cuzco sunnanvert á perúanska hálendinu. Sam- kvæmt sögn voru stofnendurnir komnir austan úr frumskógum og börn sjálfrar sólarinnar. Harður agi og púrítönsk félagsviðhorf einkenndu ríki þetta. Þrjú lönd í einu ríki Kjör landslýðs breyttust snar- lega til hins verra er Spánverjar höfðu lagt ríkið undir sig á fyrri hluta 16. aldar. - Nærri helming- ur um 22 miljóna íbúa ríkisins Perú, sem varð til úr kjarna Inka- veldis, talar enn indíánamál hversdagslega og landsmenn eru að miklum meirihluta indíána- ættar. Allt frá því að Inkaveldi féll hafa indfánar landsins horft um öxl til þess með söknuði. Spænskumælandi og spænskætt- aðir valdhafar hafa beitt þá meiri eða minni kúgun og misrétti, og indíánar svarað með því að snið- ganga valdhafa eftir föngum. Miðstýring hins spænskumæl- andi Perúríkis hefur aldrei orðið á við það sem var í Inkaveldi. Landslag veldur þar miklu um. Sagt hefur verið að Perú, sem er næstum jafnstórt og Spánn, Frakkland og Vestur-Þýskaland samanlögð, sé í raun þrjú lönd pressuð saman í eitt ríki. í fyrsta lagi er það strandlengjan, sem er þurrlend og mikið til eyðimörk. Par er höfuðborgin Lima. Svo er það Andeshálendið, að miklu leyti byggt indíánum enn í dag, og í þriðja lagi frumskóglendið austan þess, sem heyrir til vatna- svæði Amasonfljóts og er mjög strjálbýlt. Ljómandi stígur Ágætt vegakerfi Inka gekk úr sér, eftir að Spánverjar tóku við, og torfærur af náttúrunnar hendi hafa séð til þess, að samgöngur milli þessara þriggja svæða hafa verið slæmar síðan allt fram á þennan dag. Við upphaf yfirstandandi ára- tugs upphófst í landi þessu stjórn- málahreyfing, sem staðráðin er í að gera það á ný að rækilega mið- stýrðu ríki. Hér er um að ræða maóistaflokk sem þekktastur er undir nafninu Ljómandi stígur (Sendero Luminoso). Enda þótt flokkur þessi, sem háð hefur skæruhernað gegn stjórnvöldum síðan 1980, hafi í flesta lagi um 6000 manns undir vopnum og ef til vill ekki nema um 3000, er talið AÐ UTAN að meira en þriðjungur landsins sé þegar í raun á hans valdi. Sólarsynir fyrr og nú Ljómandastígsliðar eiga það sammerkt með Inkum að þeir byrjuðu smátt og aðhyllast strangan aga og hreintrú í stjórn- García forseti - fyrst galvaskur en nú ráðalaus landsstjórnandi. bönnuð, allt í nafni allsherjar- samheldni og miðstýringar. Varast „mistök" sandinista Liðsmenn flokksins, sem fréttamaður bandaríska tímarit- sins Newsweek ræddi við nýlega, sögðu honum að þeir hefðu engu minni óþokka á „sósíalimperíal- istum" Kremlar en „kanaimperí- alistum" Hvíta hússins. f þeirra augum væri Castro aðeins gervi- byltingarmaður. Þeir myndu gæta þess sérstaklega að láta sér ekki verða á sömu „mistökin" og sandinistum í Níkaragva, sem látið hefðu hjá líða að þurrka út millistétt íands síns. Kína og jafnvel Albanía væru „endur- skoðunarsinnuð" ríki í þeirra augum. í efnahagsmálum myndu þeir í upphafi valdatíðar sinnar leggja áherslu á að búa svo um hnútana, að Perú yrði sjálfu sér nægt um matvæli. Pegar fram liðu stundir, sögðu þessir talsmenn Ljómanda stígs, yrði Perú undir þeirra stjórn leiðarljós skoðana- bræðra þeirra, sem gera myndu samskonar byitingar út um allan heim. Ekki virðast skæruliðar þessir wWLú J !- *¦¦ K ^fe T J Húsmæður í Lima mótmæla verðbólgu og vöruskorti - f lestum er sama hvað uppi verði á teningnum í stjórnmálum, bara ef lífskjör skáni. og félagsmálum. Líkt og Inkar eru þeir aðkomumenn í háfjalla- héruðunum, sem eru vettvangur útþenslu þeirra. Stofnendurnir voru menntamenn neðan úr Lima og liðsmenn munu flestir vera úr slömmunum þar og í öðr- um borgum. Einnig þeir eru sprottnir af fjarlægri „sól," sem í þeirra tilfelli er hugsanir Maos Kínaformanns. En sigri Ljómandi stígur og komi á stjórnarfari, er um sumt minni á Inkastjórnina gömlu, verður það ríki ekki indíánskt, heldur stefnir það fólk að því að gera Perú alhispanískt. Aðeins spænska skal leyfð, ketsjúa, op- inbert mál Inka, og um 30 önnur indíánamál og -mállýskur, sem töluð eru nú í landinu, yrðu njóta víðtæks fylgis meðal indíánabændanna í fjallahéruð- unum, sem þeir hafa þó að miklu leyti náð á sitt vald, enda vart við því að búast þar sem flokkurinn hyggst útrýma menningu indíána eins og hverju öðru úreltu fortíð- ardrasli. Ásamt hörku og seiglu skæruliðanna virðist tvennt eink- um stuðla að árangri þeirra í þess- um sóknum. í fyrsta lagi hræða þeir fólk til stuðnings við sig með vægðarlausum ógnum, myrða opinbera starfsmenn og aðra þá, er grunaðir eru um hollustu við stjórnvöld. f öðrú lagi hafa fjalla- indíánarnir, frá fornu fari tor- tryggnir eða fjandsamlegir stjórnvöldum í Lima, flestir lítinn áhuga á að hætta hálsbeini sínu fyrir þau stjórnvöld. Refsing lánardrottna Sigurvonir Ljómanda stígs byggjast ekki hvað síst á því að ástandið í landinu er með óbjörgulegasta móti, jafnvel á rómanskamerískan mælikvarða. DAGUR ÞORLEIFSSON l "^ff-v* V. - ' w *¦ :d:&\ ^^^jjj^^ :ÍÉf JP ¦ : ¦ ¦. .: . .:¦ ¦; . ¦ : . ¦ W vQS&rtí' ¦ ¦ r.t^ WÉ* M SS * 1 í M< 4 ®œ!IWÍ V, Slagorð og merki maóistaflokks- ins á húsvegg, en indíánadreng- urinn lætur sér fátt um finnast. hafa lamað málmnám, mikilvægt efnahag landsins. Um tveir af hverjum þremur vinnufærra landsmanna eru annaðhvort atvinnulausir eða hafa ekki fulla vinnu. í Lima er erfitt að verða sér úti um brýnustu nauðsynja- vörur eins og brauð, sykur og þurrmjólk nema í ríkustu hverf- unum. Þessi vandamál stigmagn- ast með miklum straumi fólks úr sveitum í þéttbýli, vandamáli sem sameiginlegt er flestum þriðja- heimslöndum en verður sérlega alvarlegt þar sem efnahagsstrúkt- úrnum liggur við hruni eins og raunin er orðin á um Perú. jj Skæruliði svalar þorstanum úti í .frumskógi - kóka leyft en brenni- vín bannað. Mörgum kemur Perú fyrir sjónir sem ríki í upplausn, og um það veldur bágur efnahagur meiru en skæruhernaður. Perú hefur eins og svo mörg þriðjaheimsríki önnur um árabil verið að sligast undir fargi erlendra skulda, og þegar Alan forseti García kom til valda 1985, hófst hann handa með því að lækka drjúgum vaxta- afborganir af skuldunum, án samkomulags við lánardrottn- ana. Þetta mun hafa hjálpað eitthvað fyrst í stað, því að í tvö ár eða svo fór efnahagurinn batn- andi, en síðan sló þeim mun hast- arlegar í bakseglin. Lánardrottn- arnir refsuðu Perú fyrir nýnefnda ráðstöfun með því að skrúfa fyrir frekari lán og allar tilhliðranir því til handa, og ekki bætti þar úr skák að García gerði talsvert að því að viðhafa um Bandaríkin ummæli, sem Perúmönnum að vísu líkuðu vel, en Bandaríkja- mönnum þeim mun miður. Afleiðingarnar urðu rúmlega 1700% verðbólga s.l. ár og fram- færslukostnaður í höfuðborginni hækkar nú um 40 af hundraði mánaðarlega. Launamenn hafa brugðist við kjararýrnuninni með verkföllum, er langtímum saman Alþýðuskattur" á kókaín- barónum Flestir Perúmenn hafa stórum meiri áhyggjur af afkomu sinni en skærustríðinu. Þeir eiga flestir orðið svo erfitt með að sjá sér farborða að þeir reyna að komast úr landi, hver sem betur getur, sama hvað við tekur. 120.000- 150.000 manns yfirgáfu landið s.l. ár, eða meira en helmingi fleiri en 1987. Það er einkum til- tölulega efnað og menntað fólk sem fer, þar eð gjaldið fyrir vega- bréfsáritun, hærra en mánaðar- laun ófaglærðs verkamanns, er mörgum ofviða. í Perú sprettur mikið af kóka- laufinu, sem kókaín er unnið úr, og það leiddi til þess að kókaín- barónar Kólombíu, einhverjir voldugustu hákarlar heims í eiturlyfjaframleiðslu og -smygli, notfærðu sér veikt og spillt stjórnkerfi til að leggja undir sig í raun heil héruð inni í landi. Þegar Ljómandastígsliðar hófu hernað í Efri-Huallagadal fyrir fimm árum, voru kókaínbarónarnir þar þegar meiru ráðandi en stjórnin í Lima. í dal þessum er ræktað meira af kókaiaufi en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Nú er Ljómandi stígur þar mestu ráð- andi. Hans menn leyfa áfram ræktun og útflutning á kóka, gegn allháum „alþýðuskatti", sem kókaínbarónarnir verða að greiða þeim. Kókalaufið er svo mikið atriði fyrir indíánabænd- urna sem nautnalyf og búsafurð að ekki einu sinni þessir maóísku púrítanar hafa treyst sér til að banna það. Hinsvegar hafa þeir komið á algeru áfengisbanni á yfirráðasvæðum sínum. Laugardagur 6. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.