Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 6
-J
§||Í4lP^„.,v '
Skipulagsmál
á villigötum
Stefnumótun í mikilvægustu skipulagsmálum höfuðborgarsvæöisins er komin
í hnút vegna skorts á faglegri forvinnu.
Skipulagsyfirvöld hafa með ófaglegum vinnubrögðum stillt Reykvíkingum og
Kópavogsbúum upp við vegg gagnvart tveim órökstuddum afarkostum
Skipulagsmál þéttbýlis eru með
flóknari málum, og hafa víðtæk-
ari áhrif á líf íbúanna, þróun um-
hverfis, atvinnumál og efnahag en
okkur grunar í fyrstu. Deilan um
Fossvogsbrautina á milli Reykja-
víkurborgar og Kópavogs snýst
ekki bara um að vernda þetta
fagra og ákjósanlega útivistar-
svæði fyrir mengun og eyðilegg-
ingu. Hún snertir alla skipulagn-
ingu umferðar á höfuðborgar-
svæðinu, landnýtingu og framtíð-
arskipulagingu byggðar og at-
vinnulífs. Með skipulagningu
umferðar er aðgengi stýrt að
ákveðnum svæðum, á meðan
önnur eru friðuð, en þessi heild-
arstýring ræður aftur verðmæti
lóða og fasteigna, veltu í við-
skiptum, aðgengi að útivistar-
svæðum o.s.frv. Endanlega móta
þessar grundvallarákvarðanir
um stofnæðar umferðar mannlíf
og umhverfi á öllu höfuðborgar-
svæðinu um ókomna framtíð.
Forsenda
Aðalskipulags
f Aðalskipulagi Reykjavíkur
1984-2004, sem samþykkt var af
Skipulagsstjórn ríkisins 22. júní
1988 og staðfest af félagsmála-
ráðherra 27. júlí sama ár, er fjall-
að um umferðarvandann í borg-
inni, sem eykst eftir því sem nær
Baráttufundur
um Fossvogsdalinn
Bæjarstjórn Kópavogs og
Samtök um verndun Fossvogs-
dals efna til baráttufundar í
íþróttahúsi Snælandsskóla í Foss-
vogi (Kópavogsmegin) á laugar-
dag kl. 14. Markmið fundarins er
að kynna sjónarmið þess fjöl-
menna hóps Kópavogsbúa og
Reykvíkinga, sem vilja varðveita
Fossvogsdalinn um alla framtíð
sem athvarf og skjól fyrir íbúa
svæðisins og aðra þá, sem njóta
vilja útivistar.
Ræðumenn á fundinum verða
Fleimir Pálsson, forseti bæjar-
stjórnar Kópavogs, Sigmundur
Guðbjarnarson háskólarektor,
Magnús Harðarson form.
íþróttafélags Kópavogs og
Brynjólfur Jónsson skógræktar-
fræðingur og fulltrúi Samtakanna
um verndun Fossvogsdals.
Fundarstjóri verður Kristján
Guðmundsson bæjarstjóri Kópa-
vogs. Hornaflokkur.Kópavogs og
Skólahljómsveit Kópavogs munu
leika fyrir utan fundarstað og
skólakórar Kársness og Snæ-
landsskóla munu syngja. Allir
áhugamenn um verndun Fos-s -
vogsdalsins eru velkomnir á
fundinn sem hefst kl. 14 í dag
(laugardag).
dregur gamla miðbænum. Þar er
fjallað um skort á bílastæðum í
miðborginni og nauðsyn þess að
auka aðgengi bíla að miðbænum,
meðal annars með 1800 nýjum
bflastæðum í Kvosinni. Jafnframt
er gert ráð fyrir því að bflaeign í
höfuðborginni muni aukast úr
440 fólksbílum á 1000 íbúa 1986 í
550 fólksbíla árið 2004. Síðan
segir: „Ásinn Miklabraut-
Vesturlandsvegur er og verður í
enn ríkari mæli meginumferða-
ræð borgarinnar."
Grundvallarforsenda skipu-
lagsins er því sú, að fullnægja eigi
aðgengisþörf einkabíla í Kvosina
og auka aðgengið samhliða vax-
andi bflaeign í borginni.
Tveir kostir
í Aðalskipulaginu eru tveir
kostir kynntir til þess að leysa
þennan vanda:
í fyrsta lagi er hægt að
fullnægja kröfum um meðalöku-
hraða (40‘50 km./klst að með-
töldum seinkunum á gatna-
mótum) með því að byggja mis-
læg gatnamót á Miklubraut og
breikka hana í 6-8 akreinar,
þannig að hún geti afgreitt 60-80
þúsund bfla á sólarhring á þessum
meðalhraða.
Hinn kosturinn er lagning
Fossvogsbrautar og Hlíðarfótar-
vegar suðurfyrir Fossvogskirkju-
garðinn um Nauthólsvíkurveg og
flugvallarsvæðið inn að Sóleyjar-
götuvegamótum. Á þessari
stofnbraut eiga einnig að vera
mislæg vegamót þannig að hún
geti losað 35 þúsund bfla á sólar-
hring inn á Sóleyjargötuna og
Hringbrautina á 70 km. meðal-
hraða. Þetta mannvirki á að
draga úr umferðarþunganum á
Miklubraut um meira en helm-
ing, auk þess sem það á að létta
bæði á Bústaðavegi og Nýbýla-
vegi í Kópavogi.
Niðurstaða höfunda Aðalskip-
ulagsins er sú, að „út frá sjónar-
miði umferðarskipulags sé síðari
kosturinn betri en sá fyrri“ og
fyrri kosturinn reyndar dæmdur
óviðunandi, ekki síst vegna þess
að umferðarspár séu taldar „í
lægri kantinum".
Að lokum segir í Aðalskipu-
laginu að kostnaður við báða
valkostina sé svipaður, eða 3-4
miljarðar króna.
Spurningum
ósvarað
Við lestur þessa Aðalskipulags
vakna ýmsar spurningar. Er mál-
ið virkilega svona einfalt? Hafa
allir þættir þessa máls verið kann-
aðir? Hafa menn til dæmis
spurt sig þeirrar spurningar
hvaða erindi 80 þúsund fólksbflar
á 50-70 km. meðalhraða eiga á
hverjum degi fram og aftur eftir
Miklubrautinni og Hringbraut-'
inni?
Hafa menn til dæmis spurt sig
þeirrar spurningar hvort stýra
megi umferðinni og umferðar-
þörfinni með öðrum hætti, og þá
hvernig?
Er hugsanlegt að spara megi
þessa 3-4 miljarða og varðveita
umhverfi Fossvogsdalsins um
leið með því einfaldlega að draga
úr þörf fólks til þess að aka á
einkabílum þessa leið niður í
Kvosina í Reykjavík, þar sem
allri þessari umferð er stefnt inn í
6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 6. maí 1989
Horft yfir Fossvogsdal úr turni
Borgarspítalans. Reitur Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur neðst í
dalnum er eitt af því sem eyðilagt
verður ef Fossvogsbraut verður
lögð. Þá hafa jarðfræðingar bent
á að framræsla dalsins með
niðurgrafinni hraðbraut muni
eyðileggja undirstöður húsa
neðst í dalnum vegna jarðsigs,
en jarðvegsdýpt þar er 10-20
metrar. Er talið að allt að 70 ein-
býlishús Reykjavíkurmegin í
dalnum verði í hættu af þessum
sökum. Ljósm. Jim Smart
nýjar bflageymslur og bflastæði,
sem fyrirsjáanlega munu fylla
Kvosina með áframhaldandi
stefnu?
Þessum spurningum er ekki
varpað fram í Greinargerð með
Aðalskipulagi Reykjavíkur,
hvað þá að reynt sé að gefa við
þeim svar. Engu að síður gæti
einmitt svarið við þessum spurn-
ingum hugsanlega bæði sparað
miljarða í umferðarmannvirkjum
og enn meiri verðmæti í bættu
umhverfi, bæði í Fossvogsdaln-
um og í gamla miðbænum í
Reykjavík. Svo virðist sem höf-
undar skipulagsins taki vanda-
málin sem gefna stærð sem megi
framreikna og líti síðan á við-
fangsefni sitt að greiða götu þessa
framreiknaða vanda í bókstaf-
legri merkingu, jafnvel þótt það
kosti að leggja verði umhverfið í
borginni í rúst. Alveg með sama
hætti og framsýnir miljónamær-
ingar í Bandaríkjunum voru bún-
ir að framreikna sjálfa sig inn í
kjarnorkubyrgi neðanjarðar með
súpudósir og súrefniskúta á
lager. Það er með ólíkindum að
skipulagsvinna á höfuðborgar-
svæðinu skuli unnin með þessum
formerkjum. Og að þetta fúsk
skuli vera staðfest af æðstu skip-
ulagsyfirvöldum sem boðlegt
fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Það er líka ljóst, að sú að því er
virðist óleysanlega deila, sem nú
er risin á milli Reykjavíkurborgar
og Kópavogs er bein afleiðing
þessara vinnubragða skipulagsyf-
irvalda, þar sem ákvarðanir eru
teknar og tillögur settar fram sem
afarkostir án þess að eðlileg for-
vinna sé unnin og án þess að íbú-
um sveitarfélaganna sé gefið tæk-
ifæri til að meta ólíka valkosti,
þar sem umhverfisþættirnir eru
einnig með í myndinni.
Með staðfestingu þessara vinn-
ubragða hefur félagsmálaráð-
herra gert tvennt: efnt til styrjald-
ar á milli tveggja sveitarfélaga og