Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 18
Bergmál eftir Helga Þorgils. Myndefnið í aðalhlutverki í dag kl. 16 verður opnuð sýn- ing á nýjum verkum eftir Helga Þorgils Friðjónsson að Kjarvals- stöðum. Þetta er önnur boðsýn- ing Listasafns Reykjavíkur á ár- inu og stendur hún til 21. maí. Eftir það verður sýningin send utan, fyrst til Norrænu listamið- stöðvarinnar í Sveaborg í Svíþjóð þar sem hún verður opnuð 16. júní, þaðan til Galleri NEMO í Eckernförde í Þýskalandi og loks til Rovaniemi listasafnsins í Finn- landi. Það er einkum fyrir samvinnu Sveaborgar og Kjarvalsstaða sem sýningin kemst í þessi ferðalög, en í tilefni þeirra er sýningarskrá einkar vegleg og hún og vegg- spjöld prentuð á fjórum tungu- málum. Helgi Þorgils er talinn meðal fremstu listamanna hér á landi af sinni kynslóð og vakti strax at- hygli og umtal þegar hann kom fram á sjónarsviðið fyrir um tíu árum. Hann var þá einn af fáum íslenskum listamönnum af yngstu kynslóðinni sem hélt sér við hefð- bundin efni og aðferðir í mál- verkinu. Hugmyndin eða mynd- efnið hefur alltaf gegnt jafnstóru hlutverki og formræn útfærsla í verkum hans. Verk Helga eru í hæsta máta vitsmunaleg, jafn- framt því sem listrænt næmi hans hefur alið af sér nýja og persónu- lega sýn. Helgi hefur vakið athygli er- lendis og eru verk eftir hann á listasöfnum í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi. Glíman við að þýða Félag áhugamanna um bók- menntir heldur í dag kl. 14 fund um bókmenntaþýðingar í stofu 101 í Lögbergi. Framsögumenn eru Ástráður Eysteinsson sem tal- ar um þýðingar og íslenska bók- menntasögu eftir stríð, Ingibjörg Haraldsdóttir sem nefnir fyrir- lestur sinn „Vort daglega þýðing- arstreð" og Jón Oskar sem talar um ljóðaþýðingar. í fréttabréfi FAB er tekin þessi klausa frá Milan Kundera: „Þýð- endur: mér hættir til að vera harðorður í þeirra garð en það er ósanngjarnt. Laun þeirra eru lé- leg, virðing engin, meðferðin á þeim slæm og til þeirra eru gerðar tvenns konar kröfur sem ekki er auðvelt að samræma: að vera að öllu leyti samboðnir höfundinum - en samt sem áður að vera hon- um fullkomlega undirgefnir. Ægilegt. Þó eru það þeir sem gera okkur kleift að hrærast á al- þjóðlegu sviði heimsbók- menntanna; á sinn hógværa hátt leggja þeir grundvöll að Evrópu, Vesturlöndum." Útboð Austurlandsvegur Vegagerð ríkisins óskar eftir tiiboðum í lagningu tveggja kafla á Austurlandsvegi í Suður- Múlasýslu: Fossárvík - Framnes (12 km) og Merki - Valtýskambur (3 km). Helstu magntölur: Fyllingar 33.000 m3, skering- ar 36.000 m3, þar af bergskeringar 5.000 m3, burðarlag 54.000 m3 og rofvörn 5.000 m3. Verki skal að fullu lokið 1. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rlkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann22. maí 1989. Vegamálastjóri Auglýsið í Nýju Helgarblaði Sími: 681333 »%j Útigangsfólkið r bandarísk þjóðarskömm Bandaríkin eru ríkt samfé- Iag eins og allir vita. En þau hafa um margt gisnara örygg- isnet fyrir þá sem undir verða í lífsslagnum en t.a.m. evrópsk samfélög. Til að mynda segja opinberar skýrslur að um 400 þúsund Bandaríkjamenn eigi hvergi höfði að halla. Þar af séu í New York einni um 60 þúsundir manna sem ekkert húsakjól hafa. Aðrir telja þessa tölu miklu hærri - at- hugun sem fram fór á vegum Kaliforníuháskóla segir að heimilisleysingjar, útigangs- menn, séu líkast til þrjár milj- ónir. Náttból neöanjarðar Og þeim fer mjög fjölgandi. Tökum dæmi af þeim sem „búa" í neðanjarðarlestinni í New York. Þeir hafast við á bekkjum ofan- jarðar á daginn, en þegar kvöldar leita þeir sér skýlis í neðanjarð- arlestinni. Setjast kannski upp í vagn og eru þar alla nóttina - þetta er tiltölulega hættulaust og hlýtt skýli fyrir þá. íbúum lest- anna fjölgar jafnt og þétt - fyrir svo sem átta árum, segir einn starfsmaður neðanjarðarbraut- anna voru þeir 2-3 í allri lestinni (sumar lestir eru vinsælli en aðr- ar, best er sú sem aldrei kemur upp á yfirborðið). En nú eru þeir kannski sex eða sjö í einum vagni. Einn af neðanjarðaríbúum New York-borlgar kemur upp í sólskinið. Aðrir farþegar eru lítt hrifnir af þessum næturgestum, sem eru einatt ekki beinlínis þriflegir út- lits og margir hafa ekki getað þvegið sér vikum saman. En það þýðir lítið að ganga á milli þeirra og bjóða þeim húsaskjól tíl dæm- is í náttbólum borgarinnar. Þar eru eiturlyfjamenn yfirgangs- samir, barsmíðar, nauðganir og önnur ofbeldisverk tíð - margir geta ekki minnst veru sinnar þar án þess að fyllast skelfingarhrolli. Latir og geðbilaðir? Oft er látið að því liggja í blöð- um, að heimilisleysingjarnir séu letidraugar eða geðbilað fólk sem ekki vilji vinna fyrir sér eða geti það ekki. Þessu andmæla margir Listin að vera eigin Nú seljast sem aldrei fyrr leiðbeiningabækur um það hvernig maður á að láta sér líða vel, hvað sem öllum öðrum líður ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi laugardaginn 6. maí milli 10 og 12 verður Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi á skrifstofunni, Þinghól, Hamraborg 11. Heitt kafti á könnunni. Allir vel- komnir. SUMARTÍMI Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Miðgarði, Hverfisgötu 105, Reykjavík, veröur opin frá kl. 8-16 frá 1. maí ti/ 30. september. - Alþýðubandalagið. ABR Fundur Borgarmálaráðs Borgarmálaráð ABR heldur fund miðvikudaginn 10. maí kl. 17 í risinu Hverfisgötu 105. Fulítrúar munið að sækja fundinn. Borgarmálaráð ABK Spilakvöld í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur spilakvöld mánudaginn 8. maí kl. 20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11,3. hæð. Allir velkomnir. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráð fundar 8. maí klukkan 20.30 í Þinghól, Hamraborg 11. Rætt um skipulags- og atvinnunmál. Stjórnin. Hvernig á maður að verða fallegri, ríkari og betri? Um þetta fjalla ótal bækur á mark- aði austan hafs sem vestan og þær seljast eins og heitar lummur. Vikublaðið Spiegel tekur dæmi af hálfsextugum Austurríkis- manni, sem Josef Kirschner heitir. Hann hefur skrifað einar sextán leiðbeiningabækur um það hvernig menn eigi að koma sér þægilega fyrir í heiminum með sjálfselsku og slóttugheít- um. Heiti bókanna segja sína sögu, ein nefnist „Listin að vera eigingjarn", önnur heitir „Að fjarstýra fólki - en á réttan hátt" og hin þriðja „Hjálpaðu þér sjálf- ur - annars hjálpar þér enginn". Á leið inn í sig Útgefndur vita mætavel að fólkið „er á leið inn í sig". Og dæmi segir fyrrnefnt vikublað af einu þýsku forlagi, sem hefur gef- ið út alls 350 kiljur sem kenna mönnum allar hugsanlegar leiðir til að lifa af í samtímanum. Stórar bókaverslanir safna í deildina "Velgengni og heilsa" ca. 3500 titlum um það hvernig menn geta gert umbætur á sjálfum sér, hvort heldur það er í því fólgið að ná af sér aukakílóum, peningasorgum, ástasorgum, leysa úr árekstrum við sína nánustu eða kasta af sér vanmetakennd. Kauptu þér ráðið rétta Öllum steinum er við velt, ekk- ert svið er látið afskiptalaust, ekkert hvunndagsmál er til sem ekki er leyst með eldhressri ráð- gjöf. Ein bókin kennir mönnum að skreyta svalir sínar sér til far- sældar, önnur að grilla mat, hin 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ er A0Í2 - QAJ&ftAOJ3H ! • ffi 88fel ¦• - ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.