Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 27
Gamlir menn í ábyrgðarstöðumS Hvergi er stéttaskiptingin greinilegri en meðal aldraðra ^ ^ . Stundum koma þeir tímar að allir eru á kafi í kynslóðabil- inu, sem á þeim stundum fær á sig svip árekstra, bardaga, jafnvel styrjaldar milli ungra og aldraðra. Ungir menn rísa upp með offorsi og vilja þá öldruðu feiga og þeirra stjórn- sýslu og siði og íhaldssemi. Kynslóðin sem kennd er við árið sextíu og átta er skýrt og nýlegt dæmi um þessa af- stöðu. Það var þá að menn sögðu að það væri best að skjóta þá sem komnir voru yfir þrítugt. Er haft fyrir satt að þeir sem svo mæltu hafi skotið sjálf a sig í fæturna - en það er svo önnur saga. Gamall fjandskapur Þegar blaðað er í sögunni eða lýsingum á lífsháttum svonefndra frumstæðra þjóða, þá sjáum við meira en nóg af fjandskap í garð aldraðra. Þeir sem hafa til- hneigingu til að fegra fyrir sér lífs- hætti lítilla veiðiþjóða (vegna þess að þeim finnst þar fundinn lykill að fornri hamingju í sam- eign og kvenfrelsi og samspili við náttúruna) láta sér oft sjást yfir það, að í raun voru þessi samfé- lög oftar en ekki grimm við gam- alt fólk. Sá sem ekki var lengur vinnufær, gat ekki dregið björg í bú, hann var óþarfur og átti ekki mat að fá. Ef hann gat ekki tryggt sig með því að vera t.d. sérfræð- ingur í einhverjum galdri eða annarri þekkingu sem nytsamleg var talin hópnum, þá var líf hans í hættu. Gömlu fólki var hrundið fyrir ætternisstapa, það var skilið eftir úti á ísnum, kannski var gömlum manni haldin kveðju- veisla sem endaði á því að hann var stunginn til bana eða kæfður. Ástandið hefur skánað En við þykjumst nú komnir yfir þennan sögulega arf með að- stoð kristindómsins og fram- leiðslugetunnar. Það er að segja: við erum að vona að auðlegð þjóðfélagsins (sem tryggir að allir geti fengið að éta), gömul boðorð um að þú skulir heiðra föður þinn og móður og svo þau hyggindi, að sá sem er á miðjum aldri nú (og fer með völd) hann verður gamall bráðum - að allt þetta dugi til að eyða fjandskap í garð aldraðra og tryggja þeim sæmilegt ævikvöld. Og það væri heimskulegt að neita því, að okkur hefur miðað tölvert í þessa átt. Smám saman hefur það öryggisnet sem tekur af okkur versta fallið í ellinni orðið þéttara. Pólitískt frumkvæði hafa vinstriflokkar og verklýðshreyf- ing átt - vegna þess blátt áfram að ellin var margfalt þyngri raun erf- iðsmönnum en eignastéttum, svo sem síðar verður vikið að. Nú sýnist sem um það ríki allsherj- arsamstaða að það eigi að búa sæmilega að öídruðum. Fram- kvæmdin er vitanlega stórgölluð - ekki bara vegna þess að það vanti peninga heldur og vegna þess að menn hafa helst til lengi einblínt á einhverjar sérlausnir fyrir aldraða, eitthvert það fyrir- komulag sem í rauninni einang- rar þá frá yngra fólki og börnum. En sem sagt: menn hafa reynt ýmislegt og gert ýmislegt og sem betur fer þykist enginn hafa sett punktinn endanlega yfir i í þess- um efnum. ^s sér fátt um starfsgetu og andlegt fjör einstaklings - og svo vegna þess að aldraðir eru mjög mis- jafnlega settir eftir stöðu, stétt, samböndum, eignum. Goðsagan um stéttlaust þjóðfélag á íslandi afsannast hvergi rækilegar en á öldruðum. Sjötugur sendi- herra í Bonn Ellimálin hafa ótal hliðar. Meðal annars þær sem vita að starfi og starfsmöguleikum: hve- nær er skynsamlegt að menn dragi sig í hlé, hverfi frá störfum og ábyrgð? Við því munu seint fást góð svör vegna þess að tiltek- inn aldur (t.d. 67 ár) segir í sjálfu HELGARPISTILL Víkverji Morgunblaðsins kom inn á þessi mál í pistli á dögunum. Hann hafði rekið augun í það að Bandaríkjaforseti hafði skipað nýjan sendiherra í Bonn. Sá heitir Vernon Walters og var áður einn af yfirmönnum leyni- þjónustunnar CIA. Víkverji tók eftir þessari skipan í embætti vegna þess að sendiherrann nýi er 72 ára að aldri. Síðan segir í pistlinum: ÁRNI BERGMANN „Hér á íslandi væri það óhugs- andi að skipa 72 ára gamlan mann í embætti og skiptir þá ekki máli um hvaða embætti er að ræða. Þessar reglur eru komnar útí öfg- ar. Heilsufar fólks er mismun- andi. Sumir eru orðnir heilsu- veilir sjötugir. Aðrir eru við bestu heilsu. En hér á fslandi er jafnvel farið að tala um, að menn eigi að víkja úr störfum rúmlega sextugir! Sannleikurinn er sá, að fólk á þessum aldri er oft hæfasta fólkið til að takast á við erfið verkefni. Það býr yfir lífsreynslu og þroska sem nýtist vel í mörgum störfum. Þess vegna er út í hött að þjóðfé- lagið njóti ekki starfskrafta hæfra manna, jafnvel þótt þeir séu komnir yfir sjötugt. Við eigum að taka Bandaríkjamenn okkur til fyrirmyndar í þessum efnum." Hvar er fyrirmyndin? Ekki segi ég það nú kannski. Það er fljótfærnislegt, svo ekki sé meira sagt, að kalla á Bandaríkin sér til fyrirmyndar í þessum mál- um, þótt forsetinn hygli einhverj- um gömlum starfsbróður (var Bush ekki í CIA? ) með því að gera hann að sendiherra í ellinni. Sendiherrastarf er einmitt eitt af þessum skrýtnu athvörfum í him- ingeimnum, sem geta þýtt allt mögulegt - allt frá alvarlegu starfi til meiningarlauss samkvæmis- lífs. En það er ýmislegt annað satt og réttmætt í vangaveltum Vík- verja. Það er um margt heimsku- legt að búa til allsherjarreglu um það hvenær menn skuli hætta störfum. Sumir menn stritast við að sitja alltof lengi. En þeir eru sjálfsagt miklu fleiri sem eiga margt merkilegt ógert þegar farið er að bola þeim út af sviði og á eftirlaun. Þar að auki eru þessi mál alltof oft sett upp í mynstrihu annaðhvort eða. Annaðhvort ertu í fullu starfi eða þú ert verk- efnum sviptur með öllu. í stað þess að gefa mönnum kost á að minnka við sig í áföngum, svo fólk sitji ekki uppi allt í einu með lamandi tómleikatilfinningu í sál- inni eftir að starfið sem fyllti til- veru þess er frá því tekið. Forréttindi í ellinni En það er eitt sem Víkverji og margir aðrir láta sér sjást yfir og það er stéttaskiptingin í ellinni. Hann gat reyndar um aldraðan sendiherra og seinna í pistlinum vísar hann aftur til Bandaríkj- anna sem fyrirmyndar að því leyti, að þar séu „fjölmörg dæmi þess að menn sem eru komnir Íangt yfir sjötugt stjórni risafyr- irtækjum". Það er nefnilega það. Það eru forréttindamenn, þeir sem efst tróna á samfélagspýram- íðanum sem fá að vera gamlir í starfi. Þeir geta verið fQrstjórar stórfyrirtækja. Þeir geta meira að segja verið forsetar stórveldis. Eins þótt minnið svíki þá og það slái út í fyrir þeim - eins og dæmi Ronalds Reagans sanna. Það ger- ir ekkert til: ef þú stendur nógu hátt er reistur um þig aldraðan hár varnarveggur aðstoðar- manna og ímyndarhönnuða sem beina frá þér óþægilegri gagnrýni. Vald og peningar Það er til lítill hópur manna sem fær að halda sínu í samfé- laginu fram yfir sjötugt og fram yfir áttrætt. Og það er sá hópur sem mikið vald og mikill auður hefur safnast á bak við. Menn stjórna ekki háaldraðir risafyrir- tækjum í Bandaríkjunum vegna þess að þar í landi beri menn svo mikið traust til ellinnar. Heldur vegna þess að viðkomandi menn eiga þau hlutabréf sem duga til að þeir haldi velli. Og stjórnmálaforingjar fá að sitja lengi (Churchill, Adenauer, Re- agan ofl. ) vegna þess að í nafni þeirra eru saman komnir miklir hagsmunir sem vinna markvisst að því að nafn foringjans falli ekki í verði (M.a. vegna þess hve erfitt og kostanaðarsamt það er að koma sér upp nýjum lands- föður). Eftir því sem neðar dregur Við getum svo fikrað okkur niður þjóðfélagsstigann og þá sjáum við glöggt að eftir því sem neðar dregur, þeim mun hraðara er gengið fram í því að flæma aldraða eða roskna af vettvangi. Opinberir embættismenn ofar- lega í mannvirðingastiga fá kann- ski að sitja til sjötugs, ætlast er til að þeir sem neðar eru taki pok- ann sinn fyrr. Og ef þú ert blátt áfram erfiðismaður, þá gerist það miklu fyrr á ævinni að þú þarft að fara að ugga um þinn hag. Við íslendingar höfum að vísu verið mildari en flestir aðrir (og áreið- anlega miklu mannúðlegri en Bandaríkjamenn) að því er varð- ar uppsagnir þeirra sem komnir eru t.d. yfir sextugt. Og kemur tvennt til sjálfsagt; smæð þjóðfé- lags (menn eru varðir ættarbönd- um og kunningjatengslum) og svo það, að við höfum ekki átt atvinnuieysingjaher að ráði. En horfum allt í kringum okkur og við sjáum þá fljótt, að sá sem mis- sir starf sitt í einkageiranum og er orðinn hálffimmtugur, hann á mjög Htlar líkur á að fá eitthvert svipað starf eftir það. Annað- hvort fær hann verra starf og tekjuminna, eða hann hratar strax ( eða kannski fimm árum síðar) inn í atvinnuleysingjaher- inn, og er þar lengst af upp frá því. Dæmdur úr leik tíu til tut- tugu árum fyrr en þeir sem betur eru settir í samfélaginu. Gáum að þessu. Laugardagur 6. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.