Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 25
eins og sú að horfa meira á mögu-
legt framhjáhald forsetafram-
bjóðenda en hæfileika þeirra til
embættisins. Þetta lag er eftir Yo-
ung, en enginn skyldi halda að
hér sé á ferð einhver róttækii-
ngaplata, og þrátt fyrir Ameríska
drauminn er Neil Young ótta-
legur íhaldsseggur í pólitík.
Young er afkastamestur í laga-
DÆGURMÁL
Það verður að segjast hreint út
að nýja platan hennar Madonnu,
Like a prayer, er ákaflega vel úr
garði gerð hljóðrænt • og
blöndunarlega séð. f ofariálag
eru á meðal laganna 11 ágætar
melódíur, þar af 4 sem eru af-
bragð, eitt skemmtilega frumlegt
(Love song semPrince semur og
flytur með Madonnu) og restin
fín dansmúsík. En það fréttnæm-
asta eru þó textamir - innihald
þeirra.
Þessi unga kona með
Madonnu-nafnið vakti athygli á
sér í upphafi í laginu Material girl
þar sem hún í textanum veltir sér
upp úr efnishyggjunni og velur
sér kavalera sem veita henni sem
mest veraldleg gæði. Ja, það má
eiginlega segja að hún hafi í því
laginu opinberað sig sem konu
sem seldi blíðu sína og sál fyrir
peninga og demanta. í meðfylgj-
andi myndbandi var vísað í kvik-
myndina þar sem Marylin Monr-
oe söng um að demantar væra
bestu vinir konunnar... og Ma-
donna líkti eftir hinni látnu
Hollywood-goðsögn í hvívetna.
En nú er öldin önnur - Madonna
búin að láta ljósa litinn vaxa úr
dökku hárinu eða lita yfir hann
þar til hiðsannakemurí ljós... og
þar með dyggðin sem þegar er
farið að glitta í og gott betur.
Textarnir á þessari nýju plötu
hennar eru nefnilega allt að því
byltingarkenndir miðað við það
sem áður var, að ekki sé talað um
gagnvart trúuðu og vammlausu
fólki...
Eins og titillag plötunnar og
enn frekar myndbandið sem gert
var við það gefa til kynna, eru
trúarbrögð nú ofarlega í huga
Madonnu, og þá ekki upp á hefð-
bundna kaþólsku, þrátt fyrir að
hún eigi þar rætur sem ítalskur
Ameríkani. í myndbandi þessu
er kristsímyndin leikin af svört-
um manni, og auk þess ýtt við
hefðbundnum ástarsamböndum.
Fyrir utan trúarðbragðaáhugann
eru textar Madonnu þess eðlis að
þeir hefðu sómt sér vel á hippa-
og blómatímum, til dæmis í uppá-
haldslagi mínu á plötunni, Dear
Jessie. Þar syngur Madonna um
að maður skyldi geyma ævintýra-
heim barnsins í sálu sér, og ríkir
mikil markaðs- og tívolístemmn-
ing í laginu og hringiðutakturinn
vekur upp fiðring í maga og heila.
Glæsilegt lag, og gæti verið úr
pússi Mamas og Papas, eða eftir
Cat Stevens eins og hann var og
hét upp á sitt geðugasta, og
jafnvel Bítla - og mögulega lag
sem Paul McCartney hefði samið
handa Mary Hopkin.
Madonna textar líka um þjóð-
félagsvandamál eða kannske
réttara sagt fjölskylduvandamál.
Hér eru textar um misheppnuð
hjónabönd, hennar eigið og ann-
arra, skorað á konur að taka ekki
þeim næstbesta;...tekinn fyrir
faðirinn sem brúkar ofbeldi and-
legt og líkamlegt, þó bent á í
leiðinni að hann hafi líklega alist
upp við þessar sömu aðstæður, og
minnt er á að fólk eigi að halda
sambandi við bræður og systur og
foreldra þótt það fari út í heim,
því að fjölskyldan ein taki mann
eins og maður er...líklega er
framlagi á American Dream...
næstur kemur Stills, þá Nash og
Crosby er lægstur tölfræðilega
séð...en hann skilar langt í frá
versta verkinu. Lag hans og enn
frekar textinn Compass, þar sem
hann fjallar um sína brokkgengu
og sprautum stráðu ævi, er vel í
snjallara lagi, og t
leiðinni að David
inn að gefa út sd
fína dóma í sömu
skít í American ]
um bara eftir aðj
en þessi er sem i
leg afhlustunar í
geta þess í
rosby er bú-
|lötu sem fær
lum og gefa
Við bíð-
teyra hana,
ijög huggu-
íum smekk.
Crosby, Stills, Nash og Young syngja saman fagurlega í hljóðveri inn á
American Dream. Crosby er sá feiti með háa ennið, á bak við Bretann í
þessum lauslega kvartett, Graham Nash. Á myndinni af Byrds sem við
birtum hér fólki til viðvörunar má sjá sama Crosby, fyrir 25 árum, en
hann verður 48 ára 18. ágúst. Sagt er að David Crosby beri stundum
borða þar sem á stendur: Ef þú vilt ekki líta út eins og ég, skaltu ekki
snerta heróín...
Þjóðlagarokksveitin Byrds - Da-
vid Crosby er lengst til vinstri.
ANDREA
JÓNSDÓHIR
Madonna er ekki bara fyrir augu
og eyru að þessu sinni, albúmið
ilmar í þokkabót.
þetta sjálfsævisögulegur texti
Madonnu (Keep it together), en
hjartnæmustu umsögnina fær
nokkuð ný-látin móðir Madonnu
í fallegu lagi, Promise to try.
Og aftur að trúarbrögðunum.
Af og til í textunum fær Guðdóm-
urinn pillu vegna óskiljanlega lí-
tilla afskipta af þeim sem um sárt
eiga að binda, en plötunni lýkur á
yfirbót, eða kannske frekar
afsökunarbeiðni, þar sem Ma-
donna biður Guð um fyrirgefn-
ingu á syndum sínum - og Guð-
lasti. Ekki veit Undirrituð hvort
hér er samið í einlægni eða með
húmor, og er líklega öllum sama
um hvort er hérlendis, en þetta á
örugglega eftir að koma við
kaunin á mörgum í trúaðri
löndum, eins og heima hjá Ma-
donnu blessaðri. En ég verð að
segja eins og er að hún gleður mig
þessi aðferð Madonnu, að koma
inn í skemmtanabransann með
það eitt að yfirskini að því er virt-
ist að mala gull með misgóðu létt-
meti, slatta af beru holdi og
blúndunærfötum, en smygla svo
út þó nokkrum hugsjónabrotum
þegar hún er búin að festa sig í
sessi.
CSN&Y
vakna upp við
amerískan draum
f fyrra kom plata frá kvartett
sem var aldeilis vinsæll upp úr
1970, Crosby, Stills, Nash og Yo-
ung. Þeir hafa marghætt síðan þá
en byrjað jafn oft aftur lauslegt
samstarf, með mislöngum hléum
þó. Kemur þar hvort tveggja til
sólóferill hvers tónlistarmanns
um sig, og svo sukksamt líferni
þeirra. í því hefur gengið lengst
þeirra félaga David Crosby, enda
þótt bæði Nash og Young hafi
verið drjúgir í heróíntöku um
dagana - sérstaklega sá fyrr
nefndi. Um Stills hef ég bara
heyrt brennivínsberserkjasögur.
En hvað um það, eins og oft er
skráð í þetta blað... plata frá
þeim félögum nú til dags er
kannske ekkert spennandi frétt
fyrir marga, og þar að auki hafa
þeir félagar ekki verið sérlega
áhugaverðir á seinni árum þegar
þeir hafa drattast við að gefa út
plötur. En ég verð bara að segja
eins og er, að þrátt fyrir heldur
vonda dóma sem þessi nýjasta frá
þeim hefur fengið í erlendum
blöðum, finnst mér hún bara
harla skemmtileg, hvað sem hvur
segir. Fólk ætti að þekkja titil-
lagið, AmericanDream, sem mér
finnst fínt!... létt ádeila á þá
stefnu sem þeir fyrir westan hafa
tekið í átt að draumnum amer-
íska; hvenær villtust þeir
af leið - kannski strax?... og
gagnrýnd er yfirborðsmennska
Dökkhærð
Madonna
og dyggðum prýdd
Laugardagur 6. maí 1989 NÝTT HELGAI
- SÍÐA 25