Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 29
Alþi NGI ÍSLENDINGA Frá Alþingi íbúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar íbúð fræöimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn er laus til afnota tímabilið 1. september 1989 til 31. ágúst 1990. Fræðimenn sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn geta sótt um af- notarétt af íbúðinni. í íbúðinni eru fimm herbergi og fylgir beim allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Hún er látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni skal eigi vera skemmri en 3 mánuðir en lengstur 12 mánuðir, en venjulega hefur henni verið ráð- stafað til þriggja mánaða í senn. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist til skrif- stofu Alþingis eigi síðar en 30. maí n.k. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni, svo og fjölskyldustærð umsækjanda. Tekið skal fram að hússtjórn ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaup- mannahöfn. Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendi- ráðinu í Kaupmannahöfn. UGLYSINGAR Lögtök Eftir kröf u gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum . liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. ¦ 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987 fyrir 1 -3. greiðslutíma- bil 1989 með eindögum 15. hvers mánaðr frá febrúar 1989 til apríl 1989. Reykjavík 2. maí 1989 Borgarfógetaembættið í Reykjavík FLUGMÁLASTJÓRN Laus staða Staða slökkviliðsstjóra í slökkviþjónustu Flug- málastjómar er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri á 2. hæð í flugturni Reykjavíkurflugvelli. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Samgönguráðu- neytinu fyrir 26. maí 1989. Flugmálastjóri *>HLt Félagsfundur um kjarasamningana Félagsfundur Iðju, félags verksmiðjufólks verð- ur haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50 A, þriðjudaginn 9. maí n.k., kl. 17.00. Fundarefni: 1. Kjarasamningarnir. 2. önnur mál. Iðjufélagar, fjölmennum á fundinn. Stjórn Iðju Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 8. maí kl. 13.00 í Bíóborginni (áður Austurbæjar- bíó): Fundarefni: Nýir kjarasamningar. Dagsbrúnarmenn! Komið beint úr vinnu og sýn- ið styrk ykkar með því að hafa fullt hús. Stjórn Dagsbrúnar Hafnarfjörður - Matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði er bent á, að síðustu forvöð að greiða leiguna eru föstu- daginn 12. maín.k. Eftirþanndagverðagarðarn- ir leigðir öðrum. Bæjarverkfræðingur Deiliskipulag íbúðasvæðis í Kópavogsdal Tillaga af deiliskipulagi íbúðasvæðis í Kópa- vogsdal auglýsist hér með samkvæmt grein 4.4 í skipulagsgerð nr. 318 1985. Svæðið afmarkast af fyrirhuguðum Fífu- hvammsvegi í suður, íþrótta- og útivistarsvæði til vesturs og norðurs og fyrirhuguðum Stútu- lautarvegi og Dalvegi í austur. Uppdráttur, greinargerð og skýringarmyndir verða til sýnis á bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2,3. hæð, frá kl. 9-15 alla virka daga frá 8. maí til 5. júní 1989. Athugasemdum eða ábendingum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til bæjarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Bæjarskipulag Kópavogs Fannborg 2, 3. hæð 200 Kópavogur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Félagsfundur! Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fé- lagsfund mánúdaginn 8. maí, kl. 20.30 á Hótel Sögu, Átthagasal. Fundarefni: Nýgerður kjarasamningur, Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Reykjavíkurborg Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkurtekurtil starfa 1. júní nk. og er starfstími skólans júní og júlí mánuðir. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1974 og 1975 og voru nemendur í 7. og 8. bekk grunn- skóla Reykjavíkur skólaárið 1988-1989. Vinnuskólinn býður enn fremur sérstök störf fyrir fatlaða einstaklinga sem þurfa mikinn stuðning í starfi. Takmarkaður fjöldi í hóp. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 622648 og skal umsóknum skilað þangað fyrir 19. maí' nk. Gefa þarf upp kennitölu. Vinnuskóli Reykjavíkur Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann að Laugarvatni eru lausar til umsóknar kennarastööur í stærðfræði og raungreinum. Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eru lausar kennarastöður í eftirtöldum greinum: dönsku, eðlisfræði, sálarfræði, viðskipta- greinum og hálf staða í frönsku. Þá er laus til umsóknar staða námsráðgjafa. Auk þes er laus til umsóknar stundakennsla við flestar deiidir skólans. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavíkfyrir 1. júní nk. Þá er umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður við eftir- talda skóla framlengdur til 12. maí nk. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausar til umsóknar kenn- arastöður í eftirtöldum greinum: íslensku, dönsku, sögu, stærð- fræði, tölvufræði, vélritun (hálf staða), faggreinum hársnyrtibrautar, faggreinum rafiðnaðarbrautar og vélstjómar- greinum. Við Framhaldsskólann á Húsavík eru lausar kennarastöður í eftirtöldum greinum: stærðfræði, íslensku, dönsku, ensku, þýsku, frönsku og viðskiptagreinum. Auk þess vantar stundakennara í faggreinum raf-, tré- og málmiðna. Við grunnskóladeildir eru lausar stöður í dönsku, íslensku, myndmennt og sérkennslu. Við Framhaldskólann í Vestmannaeyjum vantar kennara í: stærðfræði, félagsfræði, dönsku, þýsku, raungreinar, viðskipta- greinar og faggreinar málmiðnaðarmanna. Við Verkmenntaskóla Austurlands eru lausar til umsóknar kennarastöður í rafiðngreinum og íslensku. Menntamálará&uneytið 1 ||p Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Skólaskrifstofu Reykjavíkur, óskar eftir tilboð- um í viðgerðir og endurbætur á pappalögðum þökum 5. áfanga Vogaskóla. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Til- boðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. maí 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTPFNUN REYKJAVIKURB0RGAR Fnkirkjuvegi,3 Simi 25800 Hagfræðingur Hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun er laus til um- sóknar staða yfirhagfræðings. Starfið tengist vinnu við fjárlagagerð, m.a. mat á áhrifum verðlags- og launaþróunar og vinnu við tölvukerfi sem notuð eru við fjárlagavinnsluna. Ennfremur felur það í sér vinnu við athuganir og úttektir í ríkisfjármálum. Nauðsynlegt er að við- komandi sé talnaglöggur og hafi áhuga á töl- fræði. Við mat á umsóknum verður lögð áhersla á þekkingu og reynslu við skyld störf. Umsóknum, er greini frá menntun og fyrri störf- um umsækjanda, skal skilað til Fjárlaga- og hagsýslustofnunar, Arnarhvoli, eigi síðaren 16. maí nk. Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun Sumarstarf Hið íslenska náttúrufræðifélag óskar að ráða starfsmann til að sjá um daglegan rekstur í sumar. Um er að ræða hálft starf í fjóra mánuði frá júní til september. Viðkomandi verður að vera áreiðanlegur og búa yfir góðum skipulagshæfileikum. Ahugi á náttúruskoðun er æskilegur. Nánari upplýsingar veitir Þóra Ellen Þórhalls- dóttir í síma 694608. Umsóknir sendist til Hins íslenska náttúrufræðifélags (pósthólf 846, Reykjavík) fyrir 19. maí nk. V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.