Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. maf 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15
„Ég ætlaði mér bara að vera á (slandi í eitt ár en atvikin höguðu því þannig til að ég hef búið hér í 50 ár,“ segir
llse Árnadóttir, ein þeirr þýsku kvenna sem komu til íslands með Esjunni 9. júní 1949. Mynd Þóm.
Sakna skógarins
Ilse Árnadóttir kom með Esjunni 9. júní 1949. Hún réð sig í vinnuað
Oddgeirshólum og hefur búið þar síðan
llse Árnadóttir býr á Odd-
geirshólum í Hraungerðis-
hreppi í Flóanum. Þar hefur
hún búið í 40 ár eða frá því að
hún kom til íslands með Esj-
unni 9. júní 1949.
Ilse var 27 ára þegar hún kom
til íslands. Ástæðuna fyrir því að
hún sótti um vinnu við landbún-
aðarstörf á íslandi segir hún hafa
verið atvinnuleysi í Travemunde
þar sem hún bjó áður.
„Ég þekkti ekkert til landbún-
aðarstarfa. Ég hafði starfað hjá
Rauða krossinum sem sjúkraliði
á stríðsárunum, bæði heima í
Travemunde og einnig í Ham-
borg. Þegar stríðinu lauk missti
ég þá vinnu. Þá fór ég að líta í
kringum mig og var m.a. að
hugsa um að ráða mig til Svíþjóð-
ar og fór að læra sænsku þess-
vegna. Þá sá ég auglýsta atvinnu á
íslandi og ákvað að sækja um
það.“
Ilse segist hafa vitað töluvert
um ísland enda hafi faðir hennar
verið skipstjóri og m.a. komið til
íslands. Hópurinn sem kom með
Esjunni taldi tæplega 200 manns
og þegar skipið lagði að bryggju
klukkan fimm að morgni beið
hópur forvitinna íslendinga á
bryggjunni enda hið besta veður.
Eftir tveggja sólarhringa stopp
í Reykjavík þar sem ferðalangar
fóru í læknisskoðun og fengu að
hvfla sig dreifðust Þjóðverjarnir
um allt landið til fundar við vænt-
anlega vinnuveitendur.
Ilse fór með hóp samlanda
sinna austur fyrir fjall. „Þetta var
mjög hress hópur og allir í góðu
skapi. Þegar við komum upp á
Hellisheiði setti okkur hinsvegar
hljóða. Það var hvergi hríslu að
sjá og víða snjóskaflar þótt kom-
ið væri fram í júní. Það var stopp-
að á Kambabrún og þá blasti við
okkur Suðurlandsundirlendið og
úti fyrir ströndinni sáust Vest-
mannaeyjar. Þessi sjón var ó-
gleymanleg."
Langferðabflinn stoppaði við
Selfossbíó en þar tóku bændur á
móti ferðamönnunum. Ilse hafði
ráðið sig í vinnu að Oddgeirshól-
um II en þar voru þrír bræður
með félagsbú og giftist hún einum
þeirra, Guðmundi Árnasyni,
haustið eftir og hefur búið með
honum síðan á Oddgeirshólum.
„Það var tekið mjög vel á móti
mér og hér mætti mér bara vin-
semd. Ég hafði bara ætlað að
vera í eitt ár á íslandi en atvikin
höguðu þvf þannig til að ég hef
verið hér síðan, í 40 ár. Árið eftir
að ég kom til íslands fór ég til
Þýskalands að ná í búslóðina
mína en ég hef alltaf haldið miklu
sambandi við ættingja mína í
Þýskalandi. Við höfum heimsótt
þá og skyldfólk mitt í Þýskalandi
hefur komið í heimsókn til okkar.
Ég sé ekki eftir því að hafa flutt
til íslands. Ég hef bara kynnst
góðu fólki hér og mér hefur liðið
vel. Ég sakna skógarins en í stað-
inn kemur öðruvísi náttúra en ég
ólst upp við sem er ekki síður fal-
leg.“
-Sáf
Innrás
Þjóðverja
í sumar eru liðin 40 ár frá því að um
300 Þjóðverjar komu til landsins í
landbúnaðarvinnu. Konurvoruí
miklum meirihluta og settust
margar þeirra að á íslandi og
giftust íslenskum mönnum
Þjóðverjar höfðu í byrjun
síðari heimsstyrjaldarinnar
uppi áform um að hernema
ísland en þau áform komust
þó aldrei lengra en á teikni-
borðið. Það voru hinsvegar
Bretar sem hernumu ísland í
maí 1940 og eitt það fyrsta
sem þeir gerðu var að taka til
fanga þýska ræðismanninn og
fleiri Þjóðverja búsetta hér.
Innrás Þjóðverjanna varð ekki
fyrr en 1949 en það voru ekki
þýskir hermenn gráir fyrir járn-
um sem stigu á land í Reykjavík
9. júní 1949, heldur um 200 þýsk-
ir verkamenn, 130 stúlkur og 50
karlar, hingað komin til að vinna
að landbúnaðarstörfum. Seinna
um sumarið bættust svo um 100
Þjóðverjar við þann hóp þannig
að samtals fluttu hingað um 300
manns sumarið 1949. Margir
Þjóðverjanna settust að hér á Is-
landi, stofnuðu fjölskyldu með ís-
lenskum mökum og eru búsettir
hér enn 40 árum síðar.
Ódýrt vinnuafl
Þeir Þorsteinn Jósepsson frá
Búnaðarfélaginu og Jón Helga-
son blaðamaður (seinna ritstjóri
Tímans) fóru til Lúbeck um vet-
urinn og auglýstu eftir verkafólki
til landbúnaðarstarfa. Alls bárust
þeim um 2000 umsóknir frá karl-
mönnum en mun færri umsóknir
frá konum. Neita varð meirihluta
umsóknanna því aðeins átti að
ráða um 300 manns til starfa á
íslandi. Konur voru í miklum
meirihluta þeirra sem voru ráðnir
þrátt fyrir að mun færri konur
hefðu sótt um. Fólkið var flest á
aldrinum 19-25 ára.
Ekki voru allir jafn hrifnir af
þessu framtaki Búnaðarfélags-
ins. Þannig segir í fyrirsögn á for-
síðu Þjóðviljans 9. júní: „Búnað-'
arfélagið réði fólkið hingað gegn
beinum mótmælum verkalýðs-
samtakanna fyrir miklu lægra
kaup en íslendingum er greitt.“
Og í undirfyrirsögn: „Frétta-
mönnum í fyrstu bannað að fara
um borð! - Hvað höfðu
stjórnvöld að fela?“
Fréttamenn fengu þó að fara
um borð í Esjuna seinna um
kvöldið og ræddu þá við ferða-
langana. Iþeim viðtölum kemur
fram að flestir séu að flýja
atvinnuleysið í Þýskalandi. í lok
fréttarinnar eru þessir búferla-
flutningar svo bomir saman við
vesturferðir íslendinga fyrir alda-
mótin.
„Það var ill nauðsyn sem reif
fólk úr átthögunum og vonin um
betri tilveru. Að vísu er ekki gert
ráð fyrir að fólk þetta flengist hér,
en ef svo verður, verður því ekki
óskað annars betra, en að það
samlagist íslenzkri alþýðu, en
verði ekki aðeins ódýrara vinnu-
afl en íslendingar. Svo bezt verð-
ur för þess giftusamleg að eitt
gangi yfir það og alþýðu þessa
lands.“
Alþjóölegt
handaband
Daginn eftir birtist svo ítarleg
vettvangslýsing af því þegar
Þjóðverjarnir stigu á land í
Reykjavík um fimmleytið morg-
uninn 9. júní.
Þótt landgangan væri árla
morguns hafði fjöldi manna safn-
ast saman á hafnarbakkanum.
„Máske hefur ástæðan til
mannsafnaðarins að einhverju
leyti verið sú að þetta var ein
hinna mildu en skýjuðu vornátta,
sem svo fáar hafa komið á þessu
vori. Þó virtust þama ekki aðeins
mættir aðdáendur bjartra ís-
lenzkra nátta og þýzkra kvenna
heldur og dýrkendur víns og ís-
lenzkra kvenna,“ segir á baksíðu
Þjóðviljans.
Lýst er fólkinu við borðstokk-
inn sem horfir með eftirvæntingu
á landið, sem á að vera dvalar-
staður þess næsta árið. Ungur ís-
lendingur tók sig út úr hópnum
og heilsar með handabandi,
„handabandi tilfinningaríkra
manna, hvor aðili talaði sitt mál.
Handabandið var alþjóðlegt. Svo
dró íslendingurinn á hafnarbakk-
anum upp brennivínsflösku og
rétti upp á skipið. Þýski karlmað-
urinn tók við og setti á munn sér.
Samtímis ráku þýzku stúlkurnar
upp snöggan skræk, eins og tíðk-
ast með konum allra þjóða, - ís-
lendingurinn á hafnarbakkanum
hafði misst út úr sér niður með
skipshliðinni það sem nokkru
áður hefur sennilega verið inni-
hald flöskunnar."
Síðan er landgangur settur og
lögreglan tekur sér stöðu við
enda hans. Ýmsar glósur fjúka á
hafnarbakkanum um ferðalang-
ana, sumar miður viðeigandi og
íslenzku stúlkurnar drepa titt-
linga hver farman í aðra „og
skríkja upp við barm hvorrar
annarrar."
„Upp fyrir borðstokkinn gæg-
ist andlit lítillar, syfjaðrar þýskr-
ar stelpu. Konan við hlið hennar
lyftir henni upp á borðstokkinn.
Telpan horfir syfjuðum augum á
hið framandi land, þetta háværa
fólk niðri við skipshliðina. ís-
lenzk kona réttir henni
brjóstsykurpoka. Fyrst verður
telpan aðeins undrandi, en andlit
þýzku konunnar við hlið hennar
hlýnar snögglega um leið og hún
byrjar að tala við konuna fyrir
neðan, en þessar konur skildu
hvor aðra án orða.“
Tengslin efld
í sumar eru liðin 40 ár frá þess-
um atburði. Stærsti hópurinn réð
sig á bóndabæi á Suðurlandi og
mjög margir flengdust þar. Marg-
ar þýskar konur giftust íslenskum
bændum og gerðust húsfreyjur til
sveita.
Árið 1950 gekkst dr. Karl
Kortsson, dýralæknir á Hellu,
fyrir stofnun Þýsk-íslenska vina-
félagsins á Suðurlandi og hefur
það verið starfrækt síðan. Til-
gangur félagsins var að efla tengsl
þessa fólks og annarra áhuga-
manna um þýska menningu við
Þýskaland.
22. apríl í vor hélt félagið vor-
fagnað á Hótel Selfossi og
skemmtu þýskir listamenn á
fagnaðinum. Að sögn Inga Inga-
sonar var fagnaðurinn vel sóttur
og tókst í alla staði mjög vel.
Seinna í sumar er svo í bígerð
að minnast þessara tímamóta enn
frekar.
-Sáf