Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 7
komið sjálfum sér í þá aðstöðu að
verða endanlega gerður að dóm-
ara í málinu. Þar með hefur bæði
lýðræðinu og skynseminni verið
ýtt úr vegi og gerræðisstýring
tekin upp í staðinn.
Það liggur í augum uppi að á
meðan við lítum á Reykjavík eins
og trekt, sem þurfi að losa alla
sína umferð niður í Kvos, þá er
hægt að halda áfram um ófyrir-
sjáanlega framtíð að byggja ný og
afkastameiri umferðarmannvirki
til þess að fullnægja afkastagetu
þessarar trektar. Þessi viðleitni
mun jafnframt geta haldið uppi
verði á verslunarhúsnæði og öðr-
um fasteignum í gamla miðbæn-
um enn um sinn, á meðan
eitthvert pláss verður fyrir slíka
starfsemi þar. Og eigendur lóða
undir bflastæði og bflageymslur
munu fitna eins og púkinn á fjós-
bitanum. En augljóst forgangs-
verkefni skipulagsyfirvalda ætti
að vera að snúa þessari þróun
við: að draga úr þörfinni fyrir um-
ferð eftir Miklubraut með því að
samhæfa landnýtingarstefnu og
umferðarkerfið þannig að um-
ferðin sæki meira út í þær fram-
tíðarbyggðir sem hafa undanfarið
verið að vaxa fyrir utan sjálft nes-
ið sem Reykjavík byggðist á.
Gestur Ólafsson skipulagsarki-
tekt og fyrrum yfirmaður Skipu-
lagsstofu höfuðborgarsvæðisins
(sem nú hefur verið lögð niður)
hefur bent á það, að á höfuðborg-
arsvæðinu er nú að myndast nýr
umferðarás, sem snýr þvert á
Miklubrautarásinn og liggur frá
norðaustri til suðvesturs. Þessi
umferðarás tengir jafnframt sam-
an sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu, allt frá Hafnarfirði um
Garðabæ, Kópavog og Reykja-
vík norður í Mosfellsbæ og Kjós.
Gestur hefur lagt til að uppbygg-
ing þessa umferðaráss verði
auðvelduð sem kostur er. Er ekki
hugsanlegt að miða framtíðar-
skipulag borgarinnar, landnýt-
ingu, atvinnuuppbyggingu og
þjónustu við það, að þessi um-
ferðaræð geti tekið við hlutverki
Miklubrautarinnar sem aðalum-
ferðaræðin? Er ekki hugsanlegt
að hægt sé að spara mikið í um-
ferðarmannvirkjum með því að
takmarka óþarfaumferð einka-
bfla inn í gamla miðbæinn með
öðrum hætti: háum stöðumæla-
gjöldum, forgangsbrautum fyrir
almenningssamgöngur og öðrum
þeim aðgerðum sem losuðu bæði
Reykvíkinga og Kópavogsbúa
undan því skemmdarstarfi sem
skipulagsyfirvöld Reykjavíkur
virðast nú stefna í, án þess að
horfa til hægri eða vinstri? Hafa
íbúar höfuðborgarsvæðisins til
dæmis fengið að taka afstöðu til
þeirrar spurningar, hvort það sé
þess virði að fórna Fossvogsdaln-
um fyrir 15 mínútna töf í umferð-
inni á Miklubrautinni á háanna-
tíma tvisvar á dag á virkum
dögum? Þessari spurningu hefur
ekki einu sinni verið varpað
fram, hvað þá að íbúar höfuð-
borgarsvæðisins hafi fengið að
taka til hennar afstöðu.
Skipulag og
lýöræði
Skipulagsyfirvöld Reykjavíkur
hafa vanvirt lýðræðisleg vinnu-
brögð með því að stilla borgarbú-
um í Reykjavík og Kópavogi upp
við vegg gagnvart tveim afarkost-
um í skipulagsmálum, sem eru
óaðgengilegir fyrir báða aðila, og
án þess að gera grein fyrir eða
rökstyðja með nokkrum hætti þá
grundvallarforsendu þessara
afarkosta, að einkabfllinn eigi að
hafa óheftan aðgang að gamla
miðbænum. Þau hafa heldur ekki
reiknað út hvað þessi grundvall-
arforsenda skipulagsins muni
kosta í peningum og umhverfis-
eyðingu í framtíðinni. Þessi vinn-
ubrögð gera það að verkum, að
almenningur hefur ekki aðrar
forsendur en tilfinningalegar,
þegar taka á afstöðu til þessa
máls. Og þar sem skipulagsyfir-
völd hafa ekki bara falið efna-
hagslegar forsendur skipulags-
vinnunnar, heldur líka horft
framhjá hinum tilfinningalega og
mannlega þætti málsins eins og
hann væri ekki til, þá er augljóst
að þau munu ekki bara uppskera
styrjaldarástand og vanhugsaðar
upphlaupsaðgerðir á milli yfir-
valda í Reykjavík og Kópavogi,
heldur munu þau um síðir upp-
skera stríð vio fólkið sem á að
lúta þessari skipulagsvinnu, þar
sem tilfinningarnar munu leiða
skynsemina: Fossvogsbraut verð-
ur aldrei lögð á forsendum þess-
ara vinnubragða nema undir lög-
regluvernd eða hervernd. Ekki
verður því trúað að sú hafi verið
ætlun félagsmálaráðherra, þegar
hún samþykkti umrætt aðal-
skipulag, að stofna til lögreglu-
ríkis, heldur hafi verið um van-
hugsaða stjórnvaldsaðgerð að
ræða, rökstudda af vanhæfum
ráðgjöfum um skipulagsmál.
Fljótræði í
Kópavogi
Á sama hátt og vinnubrögð
yfirvalda hjá Reykjavíkurborg,
Skipulagsstjórn ríkisins og í fé-
lagsmálaráðuneytinu eru forkast-
anleg í þessu máli, þá hafa bæjar-
yfirvöld í Kópavogi einnig gripið
til vanhugsaðra aðgerða. Þau við-
brögð eru hins vegar skiljanleg af
ofangreindum ástæðum. En sú
ákvörðun að hafna alvarlegri
könnun á forsendum skipulagsins
og úthluta athafnasvæðum til
íþróttafélaga á svæði sem ekkert
samþykkt skipulag er fyrir, mun
varla auðvelda lausn málsins.
Skipulagsmálin á höfuðborgar-
svæðinu eru þess eðlis að þau
verða ekki unnin af skynsemi án
samvinnu. Árið 1986 stóðu
bæjaryfirvöld í Kópavogi að
Svæðisskipulagi Höfuðborgar-
svæðisins 1985-2005, þar sem
sveitarfélögin á svæðinu leggja til
að ákveðin svæði, þar á meðal
Fossvogsdalurinn, „verði ekki
lögð undir annað án þess að fyrst
sé gaumgæfilega kannað hvort
þeirra muni þörf undir vegi.“
(Sjá: Svæðisskipulag höfuðborg-
arsvæðisins, bls. 61). Ekkert
frekar en slík könnun ætti að geta
bjargað Fossvogsdalnum, ef rétt
er á málum haldið og allar for-
sendur málsins lagðar á borðið.
Það kostar að kalla þarf til skipu-
lagsfræðinga sem kunna önnur
vinnubrögð en þau að framreikna
yfir okkur umhverfiskatastróf-
una með einföldu reiknilíkani. Ef
horft er til allra þátta málsins og
þeir metnir af skynsemi mun
koma í ljós að hægt er að leysa
þann vanda sem Fossvogsbraut-
inni er ætlað að leysa með öðrum
hætti. Sú athugun mun jafnframt
leiða í ljós að grundvallarfors-
enda Aðalskipulags Reykjavíkur
1984-2004, (sem við getum kall-
að ,,trektarskipulagið“) er brost-
in. Markmið nýs skipulags verður
ekki að beina öllum bflum í Kvos-
ina, heldur að beina þeim í öfuga
átt. Og til þess er ekki bara ein
leið, heldur margar samverkandi
aðgerðir sem leiða munu í ljós að
hugmyndir um átta akreina hrað-
braut með tilheyrandi slaufum og
brúm á Miklubraut eru ekki ann-
að en fjarstæðukenndir órar
þröngsýnna manna sem ekki
voru starfi sínu vaxnir.
Skipulagsmál
og lýðræði
Meðferð skipulagsmála skiptir
ekki minna máli í okkar þjóðfé-
lagi en meðferð annars fram-
kvæmdavalds eða löggjafarvalds.
Hún er ekki bara prófsteinn á
faglega getu skipulagsyfirvalda,
að þau geri hreint fyrir sínum dyr-
um og kynni forsendur ákvarð-
ana, hún er jafnfræmt prófsteinn
á lýðræðið í landinu: að fólki sé
gefinn kostur á að meta valkosti í
mótun umhverfis og mannlífs á
forsendum þekkingar og yfir-
sýnar, þar sem upplysinga-
skyldan er í fyrirrúmi. Ófagleg
vinnubrögð í þessum efnum leiða
endanlega til þess að forsendur
lýðræðisins eru brostnar og vald-
stjórnin tekur við. -ólg
Laugardagur 6. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 7
Afarkostur Aðalskipulags Reykjavíkur nr.1: Dökku línurnar sýna stofnbrautir umferðar, tölurnar sýna
áætlaðan fjölda bíla á sólarhring í þúsundum. Samkvæmt þessu eiga 70 þúsund bílar að fara um yfirbyggð
gatnamót með 6-8 akreinum, slaufum og tilheyrandi mannvirkjum á núverandi Miklatorgi og Lönguhlíð.
Umferðartölurnar eru miðaðar við árið 2004 og sagðar „í lægri kantinum".
Afarkostur Aðalskipulagsins nr. 2: Fossvogsbraut og Hlíðarfótur taka við um 35 þúsund af þeim bílum
sem annars færu einkum úr Breiðholti um Miklubraut í miðbæinn. Umferðin um Miklubraut er áætluð um 30
þús. bílar á sólarhring. Ekki er skýrt hvers vegna Sæbraut og Skúlagata taka við meiri umferð í afarkosti 2
en afarkosti 1.
Stílfærð mynd eftir Gest Ólafsson skipulagsfræðing af hinum nýja umferðarás sem tengir saman
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og verður fyrirsjáanlega meginstofnæð umferðar um borgina í
framtíðinni. Fossvogsdalsbraut er á þessum uppdrætti sýnd sem brotin lína. Nauðsyn hennar hefur þó ekki
verið rökstudd, nema síður sé. Valkosturinn er uppbygging þjónustumiðstöðva I kringum hinn nýja
umferðarás, sem dregur úr umferðarálagi á gamla miðbæinn. Forsenda þessarar grundvallarhugsunar í
skipulagsmálum er samvinna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.