Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 2
___________SKAÐI SKRIFAR íslenskir aoalverktakar eru mínir menn Það er ekki að sökum að spyrja. Alltaf þegar mér líður vel í sálinni, ég er léttur og glaöur, eins og núna síðustu dagana þegar kommarnir í ríkisstjórninni og kommarnir í háskólamafíunni eru að rífa hver annan á hol, þá þarf ég endilega að hitta einhvern leiðindagaur úr ættinni. Einhvern sem vill trufla mínar sjálfstæðisskoðanir, setjast að mér, fjasa og rausa og helst kveða mig í kútinn, þótt það takist aldrei. Það er mörg mæðan. Til dæmis þurfti ég í gær endilega að rekast á frænda minn Kalla komma, þennan sem skírður var Karl Marx, vesællar minningar, allri ættinni til blygðunar. Jæja Skaði frændi, sagði hann si svona blaðskellandi andskoti og illur viðskiptis. Vel borgar Kaninn sínum hermangsfurstum. Það er alltaf svona þetta fólk. Enginn húmor í því, enginn skilningur á aðstæðum manna, bara vaða beint af augum og kalla fólk ónefnum, það kunna þeir. Ég þykist vita að þú eigir við íslenska aðalverktaka og hann Vilhjálm minn Árnason stjórnarformann, sagði ég. Glöggur alltaf, sagði Kalli kommi glottandi eins og hálfviti. Ég skal segja þér það frændi, að íslenskir aðalverktakar eru ekkert lúsugt hermangsfyrirtæki. Þeir flytja út og til Keflavíkur íslenskt hugvit og verksvit sem Kananum veitir ekkert af svo hann geti lært að gera hlutina alminnilega og snúa á Rússa. Þarna starfa menn af iðni og trúmennsku og fá sitt kaup. Jájá, Villi þinn fær 8, 9 miljónir á ári fyrir að vera til. Það er haugalýgi, sagði ég. Jæja, sagði Kalli. Ekkert jæja með það, sagði ég. Hann Vilhjálmur hefur laun fyrir sitt starf og svo hefur hann eftirlaun því þetta er gamall maður. Ekki ert þú á móti eftirlaunum? Þykist þú ekki vera húmanisti og vilja allt gera fyrir gamla fólkið? Og svo aukagreiðslur fyrir lögfræðistörf... Eg skal segja þér eitt frændi, sagði ég. Maður á ekki að vera með öfund út í fólk sem vinnur vel. Ef maðurinn er svo duglegur að hann getur unnið flókna stjórnarformannsvinnu og verið á eftirlaunum líka, þá á að leyfa mönnum það en ekki dæma þá úr leik fyrir aldurs sakir og fela þá á einhverjum hælum eins og þið forsjárhyggjupakkið viljið. Og hún er ekki tekin út með sældinni þessi lögf ræðiþjónusta skal ég segja þór. Maðurinn þarf að nota síma, hann þarf að keyra bíl, það eru svo margir útgjaldaliðir nú til dags. Segðu mér eitt Skaði, borgar þú ekki þinn síma sjálfur? Jú víst geri ég það. En ég þarf heldurekki aðtala eins mikið ísíma og stjórnarformaður íslenkra aðalverktaka, það sér hver maður. Og fyrst þú ert að röfla þetta, þá get ég sagt þór í eitt skipti fyrir öll, að þessir menn hjá íslenskum aðalverktökum eru ekkert ofsælir þótt þeir fái sæmilegt markaðsverð fyrir sína vinnu. Ekkert ofsælir? Nei, sagði ég. Þessir menn eru undir miklu og óþolandi fargi. Þið kommar og herstöðvaandstæðingakerlingar allskonar liggið í þeim með svívirðingum rétt eins og þeir séu alltaf að selja ömmu sína í hórdóm eða eitthvað. Svo er fullt af smábröskurum og öfundarspírum sem hafa ekki komist að á Vellinum og reyna að gera þeim allt til bölvunar. Og hafa nú síðast beitt fyrir sig kratablókum eins og Jóni Baldvin sem vill náttúrlega að ríkið gíni og gapi yfir þessu eina útgerðar- og útflutningfyrirtæki á landinu sem ekki þarf að borga með. Þar á ofan kemur svo það að alltaf er von á einhverjum endurskoðend- um frá Washington sem neita kannski að skrifa upp á reikninga ef þeir skilja ekki íslenska veðráttu og annað það sem sérstakt er við okkur. Af þessu öllu stafar mikið böl og þraut, andvökur, höfuðverkur, maga- verkur, streita í skeifugörn, áhyggjur, ærumeiðingar, þunglyndi og margskonar tilvistarkreppa yfirleitt. Því segi ég það: Verður er verka- maðurinn launanna, og aldrei eins og þegar hann stýrir (slenskum aðalverktökum Já frændi, en tæpar níu miljónir... Miljónir hvað? Má nú enginn borga alminnilegt kaup hér á landi? Eruð þið kommar ekki alltaf að heimta hærra kaup? Er ekkert sam- ræmi í þessu slúðri hjá ykkur eða hvað? Geta ekki starfsmenn (s- lenskra aðalverktaka verið þessi fræga forystusveit ykkar, sem hefur forgöngu í kjarabaráttunni og dregur alla á eftir sér upp markaðsbraut- imar, þar til allir standa á kjaratindi og sjá yfir vítt land og fagurt? Gáðu að þessu góurinn og vertu sæll. RÓSA- GARÐINUM ÞAÐ ER MEIRA EN ÉG GERI Við berum fyllsta traust til ís- lendinga. Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svía LEIÐIR TIL FRAMA Landar Noriega segja að hann hafi orðið meðeigandi í hóruhús- inu Ancon rétt hjá aðalherstöð- inni á bandaríska yfirráðasvæð- inu við Panamaskurð og þar með aukið áhrif sín í 10.000 manna herliði Bandaríkjamanna þar. Morgunblaöió TÍÐINDI ÚR SANN- LEIKSLEITINNI Eurovisonkeppnin snýst nú einu sinni um show business. Ég nefni þetta bara ef einhver hefur ef til vill ekki veitt því athygli. DV ENN LIFIR FJÓLUPABBI Miðað við þá gagnrýni sem Sameinaðir verktakar hefur hlotið varðandi spumingu þína, tel ég að þeir geti unað við að minnka ásjónu félagsins í þeirri umfjöllun, sem er og getur alltaf skotið upp kollinum um þetta mál. Morgunblaðið VAR HANN ÓGILDUR? Mitterrand fullgildir Albert sem sendiherra. Rosafyrirsögn f Tímanum ÞÆGILEG ÚT- FLUTNINGSVARA? Kílóið á óveiddum þorski á fimmtán krónur Morgunblaðið FÆR LEIÐ TIL KJARABÓTA Okkur vantar ferðaskrifstofu sem býður okkur uppá flugmiða til Færeyja, svo við getum keypt íslenskt lambalæri á 52 krónur kí- lóið. Morgunblaðið ÞETTA GRUNAÐI MIG ALLTAF Vissulega stendur fiskvinnslu- fólkið undir atvinnuvegum þjóð- arinnar. En það er ekki bara fisk- vinnslufólk sem gengur með lúk- umar í eigin vösum. Morgunblaðið AF SJÓNAR- HORNUM Tíu stúlkur frá öllum lands- homum keppa um titilinn Ungfrú ísland að þessu sinni og athyglin mun beinast að þeim. En hefur Ólafur séð stúlkumar? „Ég hefi kíkt á þær upp úr pottunum,“ svaraði hann. Viötal f OV HVOR HAFÐI BETUR? Stúlkumar tíu sem keppa um titilinn í ár, fá aðeins samkeppni frá matseðlinum, en hann hefur verið í smíðum í heilt ár. Sama viðtal í DV 2 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.