Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 11
Eftirstríðs- tímabili lokið Sem langvoldugasta ríki 20. aldar hafa Bandaríkin átt meiri hlut að mótun heimsins eins og hann er en nokkurt stórveldi annað. Þessvegna er eðlilegt að þau bregðist, öðrum stórveldum fremur, af hiki og tortryggni við breyttum kringumstæðum Jámtjaldið eins og það gerist áþreifanlegast, rammleg víggirðing á landamærum þýsku ríkjanna tveggja. Nú eru það Bandaríkjamenn, sem hafa mestar áhyggjur af að það dugi ekki til að halda Þýskalandi í tvennu lagi. Fæstir bjuggust við öðru en að Bandaríkjastjórn Bush yrði hægfara og gætin í utanríkismál- um, en upp á síðkastið hefur færst í vöxt að sú stjórn sé sökuð um aðgerðaleysi, áberandi skort á frumkvæði og jafnvel ráðaleysi á þeim vettvangi. Ásakanir af þessu tagi hafa komið frá banda- mönnum Bandaríkjanna en ekki síður úr röðum þeirra sjálfra. Sumir orða þetta þannig að Bandaríkjastjórn standi sem stjörf gagnvart athafnasemi Gor- batsjovs Sovétríkjaforseta og frumkvæðum þeim, sem frá hon- um snjóar yfir pólitískan vett- vang heimsbyggðarinnar. Þegar Baker utanríkisráðherra Banda- ríkjanna var í Moskvu nýverið, samþykkti hann að vísu tillögu Sovétmanna um að taka að nýju upp viðræður um langdræg kjarn- avopn. En hann varð hvumsa við er Gorbatsjov ofan á þetta endur- tók tillögu sína um að viðræður um skammdræg kjarnavopn yrðu teknar upp að nýju, lofaði að fækka slíkum vopnum í sovéskri eigu um fimm af hundraði án þess að krefjast nokkurs á móti og lagði fram margliðaða tillögu um meira en helmings fækkun í herj- um bæði Atlantshafsbandalags- ins og Varsjárbandalagsins. Stundum bregðast talsmenn Bandaríkjastjórnar jafnvel gram- ir við frumkvæðum Gorbatsjovs og saka hann um billega auglýs- ingamennsku. Ágreiningur í Atlantshafs- bandalagi Sumir fróðleiksmenn um al- þjóðamál telja að Bandaríkin stofni til vandræða fyrir sig sjálf og Vesturlönd í heild með því að bregðast einhliða neikvætt við stefnu Vestur-Þýskalands, sem mörg aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu aðhyllast meira eða minna ákveðið, við- víkjandi skammdrægum kjarna- flaugum bandalagsins á megin- landi álfunnar. Þannig telur Paul H. Nitze, sérlegur ráðunautur Reaganstjórnarinnar um eftirlit með vígbúnaði, að Bushstjórnin hefði ekki átt að hafna tillögu vesturþýsku stjórnarinnar um viðræður við Sovétmenn um téð- ar flaugar. Þótt Bandaríkjastjóm samþykkti slíkar viðræður, væri ekki þar með sagt að hún skuld- bindi sig til að láta í einu og öllu að vilja Bonnstjórnarinnar í því máli. Aðrir benda á að óhnikan- leg afstaða Bandaríkjanna í flaugamáli þessu muni að líkind- um spilla fyrir þeim aðilum vest- urþýskum, sem hlynntastir eru nánu samstarfi við Bandaríkin, en verða aðilum þeim síður hlynntum til fylgisaukningar. Á bakvið framkomu Bush- stjórnarinnar gagnvart Gorbat- sjovstjórninni, sem og þeirri vest- urþýsku, liggja margháttaðar ástæður, þ. á m. söguleg rök. Frá því í lok heimsstyrjaldarinnar AÐ UTAN Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og Bush forseti - „containment“-pólitík á enda? Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, eindreginn talsmaður virk- ari stefnu stjórnar sinnar í sam- skiptum austur- og vesturblakk- ar. Sovóskir hermenn og skriðdrek- ar á heimleið frá Ungverjalandi - frumkvæðunum snjóar frá Gor- batsjov. fyrri hafa Bandaríkin verið vold- ugasta ríki heims, þótt sú staðr- eynd lægi nokkuð í láginni fyrstu áratugina vegna tiltölulega mikils afskiptaleysis þeirra af alþjóðam- álum þá, einangrunarstefnu þeirra sem svo var kölluð. En frá því að heimsstyrjöldinni síðari lauk hafa yfirburðir Bandaríkj- anna framyfir öll önnur ríki heims ekki farið leynt. Efnahags- legur máttur þeirra hefur verið stórum meiri en nokkurra ann- arra, yfirburðir þeirra í tækni og vísindum hafa verið að sama skapi og sem herveldi hafa þau engum staðið að baki, þegar á heildina er litið. í samræmi við þetta hafa þau haft meiri forustu fyrir heimsbyggðinni í stjórnmálum en nokkurt annað stórveldi. Horfft með söknuöi um öxl Heimurinn eins og hann er í dag er því mótaður af Bandaríkj- unum, miklu fremur en af nokkru ríki öðru. Nú, þegar breytingar í valdahlutföllum á sviði stjóm- og efnahagsmála eru á döfinni, má eðlilegt kalla að það stórveldi, sem áður hafði öllum öðrum fremur mótað heiminn eftir sinni mynd, bregðist við af hiki og tor- tryggni. Þannig er ekki laust við að í bandarískum skrifum bregði fyrir vissum söknuði, þegar horft er um öxl til kalda stríðsins, sem margir telja að sé nú loksins á enda runnið. Þá var spenna að vísu, og hún stórhættuleg, segja menn, en engu að síður verulegur stöðugleiki. Vegna iðnvæðingar fjórða áratugarins og úrslita heimsstyrjaldarinnar síðari urðu Sovétríkin eina ríkið, sem að þeim hildarleik loknum hafði möguleika á að bjóða Bandaríkj- unum byrginn. Af þessu leiddi tvípólun, er lýsti sér í því að heimsstjórnmálin snerust að mestu um togstreitu risaveldanna tveggja. Valdaþunga- miðjum fjölgar Það ástand var þó fyrir löngu farið að ganga úr sér er Gorbat- sjov kom fram á svið alþjóða- stjórnmála og segja má að frum- kvæði hans hafi fyrst og fremst vakið athygli á þróun, sem þá var þegar hafin fyrir áratugum, og gefið henni nýjan byr undir vængi. Vestur-Evrópa náði sér fljótt eftir eyðileggingu heims- styrjaldarinnar og hefur síðan verið að renna saman, einkum á efnahagssviðinu. Japan er fyrir löngu orðið slíkt stórveldi í efna- hagsmálum, að máttur þess á þeim vettvangi er kannski þegar orðinn meiri en Sovétríkjanna. Og Kína varð stórveldi eina ferð- ina enn undir stjórn kommúnista. Fyrir utan risaveldin tvö eru þannig komnar til sögunnar þrjár aðrar valdaþungamiðjur, Vestur- Evrópa, Japan og Kína. Líkur eru á að samruni Vestur- Evrópu haldi áfram og að vax- andi vægi yfirþjóðlegra stofnana þar leiði til þess, að hún verði að miklu leyti ein pólitísk heild í raun, þótt margt sé raunar enn í óvissu um það. Stórkostlegur ár- angur Japans í efnahagsmálum og vaxandi vægi fleiri Austur- Asíuríkja (Suður-Kóreu, Taívan, Hongkong, Singapúr o.fl.) á þeim vettvangi hefur þegar gert að verkum, að þungamiðja efna- hagsmáia heimsins hefur að nokkru færst frá Norður- Atlantshafslöndum til Austur- Asíu. Ætla má að þetta leiði til að áhrif Vestur-Evrópu og Austur- Asíu í heimsstjórnmálum aukist enn að mun. Enn má í þessu sam- bandi nefna aukin áhrif ríkja í Austurlöndum nær í krafti olíu- auðs. Eölileg stefnubreyting Þessu hefur fylgt að áhrif risa- veldanna í heimsmálum hafa minnkað hlutfallslega. Tvípólun- in er fyrir löngu úr sögunni í raun. Líta má á nýja stefnu Sovétríkj- astjórnar Gorbatsjovs sem eðli- leg viðbrögð við þessum stað- reyndum. Pólitískur styrkur So- vétríkjanna byggðist að miklu leyti á hernaðarstyrk, sem efna- hagslífi þeirra var um megn að halda uppi. Meðan gamlir og íhaldssamirforustumenn, hrædd- ir við breytingar, sátu að völdum í Kreml, var stritast við að halda í gamla horfinu, en að þeim gengnum kom til ríkis ný forusta, sem hafði þor til djarflegra frum- kvæða í því augnamiði að að- lagast nýjum kringumstæðum í heimsmálum. Að þeirri stefnu- breytingu stuðlaði ásamt með öðru að Sovétríkin höfðu aldrei verið stórveldi á við Bandaríkin, höfðu að því skapi haft minni möguleika á að móta heiminn eftir sínu höfði og var því minni eftirsjá í honum eins og hann var. Stefnubreytingu Sovétríkj- anna fylgir niðurgrotnun járn- tjaldsins og aukin samskipti Vestur- og Austur-Evrópu. Tal- að er um að austantjaldsríkin, og þá einkum LFngverjaland, muni hafa áhuga á nánum tengslum við Evrópubandalagið. í þessu sam- bandi hefur hugsanleg endursam- eining Þýskalands komið til orða á ný og vakið mikinn ugg í Banda- ríkjunum. Sú sameining gæti vel orðið að veruleika, varla þó í ná- inni framtíð og þyrfti ekki endi- lega að verða á þann veg að Þýskalöndin tvö sameinuðust beinlínis í eitt ríki formlega, held- ur kynni þetta að fara fram með einhverju móti innan ramma Evrópubandalagsins, sem Austur-Þýskaland hefur raunar lengi verið tengt nánum efna- hagslegum böndum. Ein helsta martröðin í framtíðarsýnum bandarískra framámanna virðist þegar vera orðin sameinuð Evr- ópa (Sovétríkin hér frátalin) með sameinað Þýskaland sem þung- amiðju, ef til vill í bandalagi við uppyngd Sovétríki. Sovétríkin velkomin í „samfélag þjóöa“ Hvort sem það er með hliðsjón af þessari framtíðarsýn eður ei, þá bendir ýmislegt til þess að Bandaríkjastjórn hafi nú hafist handa um að reka af sér það slyðruorð, sem fyrr var um fjall- að. í ræðu, sem Bush flutti nýlega í Texas, komst hann svo að orði að nú væri liðið að lokum „sögu- legrar baráttu eftirstríðstíma- bils“, að þörf væri á nýrri stefnu af hálfu Bandaríkjanna á síðasta áratugi aldarinnar, að „horfast yrði undanbragðalaust í augu við breytingar þær, sem eru að verða í heiminum, þar á meðal í Sovét- ríkjunum." Hann gaf einnig í skyn, að stefna Bandaríkjanna um innilokun (containment) So- vétríkjanna væri nú úrelt og bauð þau meira að segja hátíðlega velkomin til að aðlagast „samfé- lagi þjóðanna“. Sem flestir okkar héldu nú að þau tilheyrðu hvort eð væri, sögðu einhverjir landar Bush og brostu þurrt og engilsax- neskt. Það orð fer af Bush, að hann sé ekki alltaf jafn orðheppinn, en þeim veikleika hans þarf ekki að hafa verið til að dreifa í þetta skipti; þetta er í fullu samræmi við gamalþekkt viðbrögð heimsvelda. Texasræða þessi, sem sumir landar forsetans telja að vísu of tvíræða og óljósa um margt, bendir eigi að síður til þess að einnig Bandaríkin, þótt vold- ugri séu en Sovétríkin, sjái fram á, að þau komist vart hjá því að bregðast við breyttum kringum- stæðum í heiminum með nýjum viðhorfum. DAGUR ÞORLEIFSSON Föstudagur 19. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - S(ÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.