Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 16
Aldarminmng Gunnars Gunnarssonar Gunnar Gunnarsson rithöfundur heföi orðið hundrað ára í gær, 18. maí, og er þess minnst á margvíslegan hátt um þessar mundir. Menntamálaráðuneytið efndi til hátíðardagskrár í Þjóð- leikhúsinu í gær en jafnframt mun ráðuneytið, í samvinnu við sveitarstjórnir á Austurlandi, gangast fyrir menningarhátíð þar í sumar, sem standa mun samfellt í þrjá mánuði á níu stöðum á Austurlandi. Menningarhátíð Austurlands hefst í dag að Skriðuklaustri og verður þar m.a. opnuö lista- og fræðimannaíbúð. Þá verður gefinn út bæklingur um Skriðuklaustur. í Árnagarði hefur verið opnuð sýning á handritum Gunnars Gunnarssonar auk þess sem þar getur að líta útgáfur verka hans á ýmsum þjóðtungum. Sýningunni lýkur á sunnudag, 21. maí. Hér á opnunni getur að líta viðtöl við fjórar manneskjur sem tengjast Gunnari og verkum hans með ýmsum hætti. -Sáf Hún gerði alla drauma hans að sínum „Sonnettusveigur um Ziscu og vorið“ eftir Gunnar Gunnarsson gef- inn út í fyrsta skipti. Franzisca Gunnarsdóttir: Ást þeirra var gagn- kvæm í tilefni af hundrað ára af- mæli Gunnars Gunnarssonar skálds gefur Vaka-Helgafell út „Sonnettusveig um Ziscu og vorið“ sem hann orti á dönsku til unnustu sinnar árið 1912. Sonur þeirra hjóna, Gunnar Gunnarsson listmálari, myndskreytti Ijóðið aldarfjórðungi síðar með litrík- um myndum af stúlku og pilti í fögru umhverfi á ýmsum tím- um ársins þótt vorstemning sé á flestum myndunum. Þá handskrifaði Gunnar eldri Ijóðið undir myndirnar og þeir feðgar gáfu Franziscu Ant- honiu Josefinu Gunnarsson, fæddri Jörgensen, eina eintak verksins á silfurbrúð- kaupsdaginn hennar. í nýju bókinni er ljósprentun á ljóðinu eins og Gunnar eldri skrifaði það til konu sinnar, myndir Gunnars yngri og þýðing Helga Hálfdanarsonar. Hann fylgir ekki í þýðingunni formi frumgerðarinnar, sem er sonn- etta af dýrustu gerð, kennd við ítalska skáldið Petrarca, heldur lætur hann stuðlasetningu koma í stað rímsins á frummálinu. Ann- ars væri hætt við að formið krefð- ist of mikilla breytinga á efninu - færi að yrkja sjálft. „Ærin ástæða var til þess að yrkja til ömmu minnar, Franziscu, undir dýrasta hætti, þótt afi hafi ekki vitað það þegar hann orti sonnettusveiginn,“ segir Fra- nzisca Gunnarsdóttir, sonardótt- ir skáldsins, þegar við biðjum hana að segja okkur frá þessu ljóði. „Hún átti eftir að vera stoð hans og stytta til æviloka, og það svo um munaði. Hún var það Franzisca Gunnarsdóttir. Mynd: Jim Smart mikil manneskja að þegar afi hélt framhjá henni og var kennt barn fyrir vikið - sem reyndar voru áhöld um hvort hann ætti eða Knud Rasmussen, Grænlands- farinn frægi - þá leyfði amma konunni að fæða á heimilinu. Barnið fæddist á eldhússborðinu hennar ömmu!“ Nú var ljóðið ort og jafnvel myndskreytt löngu fyrir þína tíð - vissirðu af því í uppvextinum? „Amma fékk handskrifaða og myndskreytta bók með sonnettu- sveignum að gjöf árið 1937 og hún var ein af bókunum sem við skoðuðum um hver einustu jól, það var þáttur í jólahaldinu heima hjá afa og ömmu. Afi ætl- aði að gefa ljóðið út, en ég held að útgáfan hafi tafist vegna þess að hann ætlaði að reyna að þýða það sjálfur. Náið listrænt samband Myndirnar við ljóðið vitna um óhemju náið listrænt samband pabba og afa sem einnig kom skýrt fram í myndunum við Fjal- lkirkjuna. Þá las pabbi svo ræki- lega milli línanna í lýsingum afa á fólki sem engar myndir voru til af og pabbi hafði aldrei séð, að það var hægt að þekkja það af mynd- unum. Gamalt fólk hafði sam- band við afa og þótti með ólíkind- um hvað myndirnar af þessum persónum voru líkar fyrirmynd- unum. Meðal annarra var þarna mynd af móður afa sem fannst hún ófríð og vildi aldrei láta taka af sér mynd, en myndin sem pabbi teiknaði af henni þótti ótrúlega lík. Þegar Fjallkirkjan kom út með myndum pabba skrifaði gagnrýnandi í danskt stórblað: Gunnar Gunnarsson er Nordens störste illustratör.“ Hvernig var samband afa þíns og ömmu? „Hún gerði alla drauma hans að sínum. Þó að hún væri dönsk þótti henni frá fyrstu kynnum þeirra sjálfsagt að flytjast til ís- lands af því að afi var haldinn þessari miklu ættjarðarást, og það var henni fagnaðarefni þegar jörðin Skriðuklaustur í Fljótsdal var föl og afi stóðst ekki mátið lengur, enda Skriðuklaustur næsta jörð við fæðingarbæ hans, Valþjófsstað. Allt frá upphafi hjónabandsins höfðu þau gengið með þennan draum að setjast að úti á landi, og reyndar munaði minnstu að afi keypti Viðey, Korpúlfsstaði og einar tvær jarðir í Borgarfirði þau vildu helst búa sem lengst frá Reykjavík. En hann langaði mest til að búa fyrir austan, í Fljótsdal. Skriðuklaustur þótti líka ein- hver albesta bújörð austanlands og er sögufrægur staður fyrir margt. Þar sátu m.a. sýslumenn- irnir og feðgarnir Jens og Hans Wium, og handan fljótsins aðrir feðgar og sýslumenn, Þorsteinn Pétursson og Pétur Þorsteinsson, sem allir koma við sögu í Sunne- vumálinu, þeim harmleik. Nábýlið við sjónarsvið þess máls kveikti áhuga afa á ýmsum hliðum heimilisharmleikja, til dæmis Sjöundaármálinu sem hann skrifaði um í Svartfugli. Ást ömmu minnar á afa var mikil og hún helgaði honum alla tilveru sína. Það varð ólýsanlegt áfall fyrir hana þegar hann dó 21. nóvember 1975, og þó var henni efst í huga að þakka fyrir það að hann skyldi ekki lifa hana. Það hélt hún að hefði orðið honum óbærilegt. Ást þeirra var gagn- kvæm og sambandið á milli þeirra afar náið. Fjölskyldurnar bjuggu saman öll mín bernskuár en ég minnist þess ekki að hafa nokk- urn tíma heyrt óþægileg orð fara á milli þeirra. Það var svo sjálf- sagt að ég tók ekki eftir því fyrr en löngu seinna. Hún fylgdi honum svo ellefu mánuðum síðar, 22. október 1976, og pabbi dó vorið eftir. Honum stóð ævinlega stuggur af tölunni þrettán, einkum ef þann þrettánda bar upp á föstudag, og þó var þrettán happatala í fjöl- skyldunni. Hann dó föstudaginn 13. maí 1977.“ Nú hefur verið afráðið að á Skriðuklaustri verði Lista- og fræðimannsíbúð, veitt til árs í senn frá og með haustinu í haust. Fyrstur til að dvelja þar verður Sveinn Skorri Höskuldsson pró- fessor sem hefur lengi rannsakað ævi og skáldskap Gunnars Gunn- arssonar. SA Ein af myndum Gunnars Gunn- arssonar yngri við Sonnettu- sveiginn. I Ijóðinu slendur á þessum stað: „Her vil vi sidde Dagen lang og dvæle / med öjet ved hver lille Enkelthed..." Sjáandi á ystu nöf Bríet Héðinsdóttir gerði leikgerð af Svart- fugli Bríet Héðinsdóttir leikstjóri vann á sínum tíma leikgerð af skáldsögu Gunnars Gunnars- sonar, Svartfugli, sem byggð er á Sjöundármorðunum svokölluðu og sýnd var í Iðnó við góðar undirtektir. „Ég kynntist Gunnari Gunn- arssyni aldrei, sá hann aðeins einu sinni er hann kom niður í Þjóðleikhús. Ég er þakklát fyrir að hafa þó séð hann því mynd hans stendur skýrt fyrir hug- skotssjónum mínum. Hann var orðinn háaldraður en bar mikla persónu og frá honum stafaði mikilli mildi og ljúfmennsku. Af verkum hans hef ég ævin- lega haft mest dálæti á Fjallkirkj- unni og Svartfugli. Síðarnefndu bókinni kynntist ég svo á nýjan leik og með nýjum hætti við að vinna upp úr henni tvenns konar handrit til leikflutnings. Tildrög þess voru þau að leiklistardeiid ríkisútvarpsins fól mér að gera útvarpsleikgerð af Svartfugli og keypti hana af mér en hefur aldrei látið taka hana upp. En seinna vann ég leiksviðs- gerð upp úr sama verki fyrir Leikfélag Reykjavíkur sem flutt var árið 1986. Sú leikgerð var einnig flutt nú í vetur á Blöndu- ósi. Aðdáun mín á Svartfugli hefur vaxið stöðugt við nánari kynni og því lengur sem ég hef unnið að þessu verki og hugsað um það. Reyndar hefur Svartfugl þau ein- kenni mikilla listaverka að þar verða seint öll kurl komin til grafar. Um það vorum við öll sammála sem unnum að sýning- unni í Iðnó um árið. Allir lesendur Svartfugls kann- ast við að þessi bók býr yfir mikl- um seiði; undiraldan - vitund, hugsun skáldsins um mannleg Niðustaða Gunnars Gunnars- sonar er að örlög allra manna séu samofin og að okkur beri að gæta bróður okkar, segir Bríet Héðinsdóttir. Mynd - Jim Smart. samskipti - gefur verkinu þennan sérkennilega blæ af sorg bland- inni beiskju og vorkunnsemi. Fráleitt er að lesa Svartfugl ein- göngu sem frásögn af gömlu sakamáli eða ást í meinum. Öll ytri atburðarásin hverfist kring- um miklu stærri spurningar, sammannlegar og eilífar - um sekt mannsins og sakleysi, af- stæði allrar sektar, en þó fyrst og fremst um ábyrgð okkar gagnvart náunganum og guði. Niðurstaða séra Eyjólfs, bókarinnar, Gunn- ars Gunnarssonar - að öríög allra manna séu samofin og okkur beri að gæta bróður okkar - er engin auðfengin „lausn“ heldur reynsla skálds sem hefur haft siðferðis- þrek til að ganga fram á ystu nöf og orðið bersýnn, sjáandi. En hætt er við að hvers kyns „túlkurí' eða útskýring mín á „skilningi" mínum á verkinu verði ekki annað en tilgerðarleg flatneskja þegar ég reyni að gera grein fyrir þessu svona í blaðavið- tali.“ Ekki hneigður fyrir að berast á Þorsteinn Ö. Stephensen leikari var góðkunningi Gunnars Gunnars- sonar síðustu æviár skáldsins „Það var alsett af lifandi og dauðum“ Rætt við Thor Vilhjálmsson rithöfund sem hefur nýlega lokið við að semja óperulíbrettó úr skáldsögunni Vikivaki eftir Gunnar Gunnarsson Thor Vilhjálmsson rithöf- undur hefur nýlokið við að' semja „libretto" byggt á skáldsögu Gunnars Gunnars- sonar, Vikivaka, fyrir óperu sem samin er af Átla Heimi Sveinssyni tónskáldi. Óperan verður svo kvikmynduð fyrir sjónvarp af finnska kvik- myndagerðarmanninum Hanno Heikinheimo. Thor segir þetta hafa verið mjög skemmtilegt verk en það hafi verið unnið í náinni sam- vinnu við Atla Heimi. „Þetta er súrrealistísk drauga- saga og ég hef reynt að túlka hana af trúnaði og virðingu við Gunnar Gunnarsson. Það verður samt ekki hjá því komist að yrkja upp söguna þannig að hún njóti sín á nýju sviði. En það verður að yrkja hinn nýja texta á grundvelli verksins og af trúnaði við skáldið. Síðan hef ég unnið textann í mjög nánu samstarfi við Atla Heimi og í því samstarfi hefur þurft að skera textann niður þvf verkið á að taka ákveðinn tfma f flutningi. Það er harður húsbóndi tíminn.“ Thor segir að það megi túlka Vikivaka á marga ólíka vegu. „Þetta er svo margslungið verk en mitt er ekki að taka ráð og réttindi frá lesendum til þess að túlka verkið á sinn máta. Það geta vísindamenn gert.“ Hann tekur þó undir að það megi túlka söguna sem glímu höf- undar við skáldsagnapersónur sínar. „Öll skáld þurfa að glíma við sína uppvakninga en þau verða einnig að leyfa þeim að leika hæfilega lausum hala, þó ekki svo lausum að þeir fari út og suður og taki öll ráð af höfundi.“ Thor segist fagna því að hann skyldi hafa látið freistast til þess að vinna þetta verk. „Vikivaki var ekki aðgengileg bók fyrir mig og mér fannst sein- legt að ganga til þessa verks. En fyrirhöfnin borgaði sig. Þegar ég komst inn í bókina fór hún að syngja og svella í mér.“ Hlýr en geðríkur Thor var beðinn að segja frá sínum fyrstu kynnum af Gunnari. Þeir hittust í leiðangri að Laugar- vatni en þar átti að kynna þrjá öndvegislistamenn þjóðarinnar fyrir skólafólki, þá Gunnar, Pál Isólfsson og Jóhannes Kjarval. Gunnar og Páll voru með í för en Thor var kallaður til að flytja er- indi um Kjarval. „Þetta var á vegum fyrirtækis sem kallaðist „List um landið". Þetta var í eina skiptið sem ég var kvaddur til þess að vinna eitthvað á vegum þess fyrirtækis. Reyndar hafði mér verið sagt að það ætti að fara víða um landið með þessa kynningu en það var svikið. Ég hafði það þó upp úr þessu að ég kynntist Gunnari Gunnarssyni, sem mér þykja forréttindi og það skapaðist vinátta á milli okkar sem entist. Það kom mér á óvart hvað Gunnar var hlýr ir.aður og ljúfur. Hann var stór maður og geðríkur og ég veit að hann átti erfitt með að láta hlut sinn, en mér var hann ljúfur og mildur.“ Það er erfitt að ímynda sér ólík- ari rithöfunda en þá Gunnar og Thor. Gunnar er íslenski bónda- sonurinn sem leggst í víking, fer til Danmerkur og skrifar bækur um íslenskt bændasamfélag á dönsku, en Thor af mölinni í Reykjavík með allan heiminn sem sögusvið í bókum sínum sem samdar eru á íslensku. Allur heimurinn undir „Kannski eru allir stórir rithöf- undar með allan heiminn undir. í Fjallkirkjunni er allur heimurinn undir þótt sögusviðið sé ísland. í hinum smáa heimi býr stór heimur. Mér finnst undravert að sú náma með íslensku mannlífi og íslands þúsund ár, sem Fjall- kirkjan er, þessi óður til íslenskr- ar náttúru, skuli hafa verið skrif- uð á dönsku. Landið, birta þess og myrkur, blíða og harka, veður þess, stormar og ögurstund, grið, mildi og grimmd. Það hefur sennilega ekki verið metið að fullu hversu risavaxið verk það var Gunnari að skrifa þessa ís- lensku þjóðlífslýsingu á dönsku með þeim sársauka sem hefur fylgt því að geta ekki samið þetta verk og önnur bókmenntaverk á íslensku. Það voru aðstæðurnar sem neyddu hann til þess því það var vonlaust að ætla sér að verða rithöfundur á íslandi á þessum árum. Kannski hefur þetta þó orðið Gunnari að ýmsu leyti til gæfu. Honum tekst að kalla þennan heim enn betur fram vegna þess- ara andstæðna sem bættust við, að þurfa að endurskapa þennan heim á tungumáli sem var sniðið að allt öðrum hugsanahætti og geði en íslensk tunga. Öll þessi hamslausa fyrirhöfn, fórnir og erfiði hefur kannski gert Fjall- kirkjuna að því mikla bók- menntaverki sem hún er. Svo kemur annar snillingur, hæfilega ólíkur Gunnari, og hef- ur fyrirhöfnina af því að yrkja þessa bók aftur heim til íslands og opna hana fyrir okkur, en þar á ég auðvitað við Halldór Lax- ness. Þessi samvinna er óskap- lega fagurt og göfugt dæmi um jötunefldan samleik tveggja stórra manna. Aldir sem iðuðu af lífi íslendingar hafa sennilega ekki gert sér grein fyrir hversu fagra og hljómmikla dönsku Gunnar skrifaði. Ég hygg að með því að skrifa sínar bækur á dönsku hafi, Gunnar gert Dönum mikinn greiða sem helst er hægt að bera saman við ritstörf Heinesen á dönsku. Hitt er svo annað að geðfar Gunnars var þannig, að I ellinni fannst honum hann sjálfur þurfa 1« SfeA - MÖ0VKJMN RMMCtagur 19. maf 1999 Fjallkirkjan geymir margar aldir íslands sem stóðu kyrrar á yfirborðinu, en stóðu samt aldrei kyrrar held- ur iðuðu af: lífi, segir Thor Vilhjálmsson. að snúa til eigin máls bókum sín- um, sem hann hafði verið neyddur til að skrifa á dönsku. Sjálfur er ég svo handgenginn þýðingu Halldórs frá æsku að fyrir mér er hún hin eiginlega Fjallkirkja, en vissulega virði ég þrjósku Gunnars að þurfa að snúa bókinni á sitt eigið mál. Þó ég virði og skilji að Gunnar vildi sitja og þýða eigin bækur á ís- lensku harma ég að hann skyldi ekki frekar hafa setið og skrifað nýjar bækur. Á því leikur ekki vafi að Gunn- ar galt þess í vitund íslensku þjóð- arinnar að hann skrifaði á dönsku og sumir litu á hann sem svikara. Þótt hann ynni stóra sigra er- lendis voru íslendingar ekki al- mennt stoltiraf þeim. íslendingar sáu þó að sér og uppgötvuðu að maðurinn hafði ekki svikið þjóð- ina. Fyrst og mest var það Hall- dóri Laxness að þakka þegar hann opnaði þessa undursamlegu bók, Fjallkirkjuna, fyrir okkur. í minni vitund stendur Kirkjan á fjallinu mjög sér á parti. Þegar ég hugsa til kynna okkar Gunnars og vináttu finnst mér furðulegt að öld sé liðin frá fæð- ingu hans. Þegar ég er með bók einsog Fjallkirkjuna í höndunum finnst mér það hinsvegar ekki undarlegt. Fjallkirkjan er bók sem geymir margar aldir íslands sem stóðu kyrrar á yfirborðinu, en stóðu samt aldrei kyrrar held- ur iðuðu af lífi einsog á spjöldum bókarinnar. Svo vitnað sé í Jónas Hallgrímsson: „Það var alsett af lifandi og dauðum“.“ _Sáf „Ég kynntist Gunnari Gunnarssyni of seint að mér fannst. Að minnsta kosti mín vegna,“ sagði Þorsteinn Ö. Stephensen leikari þegar hann var beðinn um að segja frá því hvernig kynni hans og Gunnars hófust, en þeir tveir voru mjög nánir vinir síðustu æviár Gunnars. „Kynni okkar hófust í sam- bandi við dagskrár sem við tókum saman og fluttum í Þjóð- leikhúsinu og útvarpinu á stóraf- mælum Gunnars. Ég held ég megi segja að sú dagskrá sem við lögðum mesta vinnu í hafi verið fyrir sjötugsafmæli hans. Þegar við fluttum þessa dagskrá í Þjóð- leikhúsinu, þá fann Gunnar í fyrsta sinn til þessa sjúkleika fyrir hjartanu og gat ekki verið við- staddur flutninginn. Þessi dagskrá er mér ákaflega minnisstæð, fyrst og fremst vegna þess að við vorum að fjalla þarna um mikið skáldverk og skemmti- legt, Fjallkirkjuna. Við Lárus Pálsson, sem var mjög smekkvís og góður leikhúsmaður, bjuggum til leikdagskrá, sem Lárus leikstýrði. Við gerðum þetta í samvinnu við Gunnar og það var sérstak- lega þægilegt og skemmtilegt að vinna með honum að þessu. í sögunni koma fyrir tveir strákar. Annar þeirra sem lék var andskoti rogginn og kenndi hin- um, sem var yngri að bölva, og gerði það mjög myndarlega. Þessi ungi var hinsvegar mikill áhugamaður um knattspymu og meðan við vorum að æfa varð Mér þykir vænst um Fjallkirkjuna, segir Þorsteinn Ö. Stephensen leikari. Mynd Jim Smart hann fyrir því að fótbrotna grey- ið. Við urðum því að bera hann á milli stólanna á leiksviðinu þegar dagskráin var flutt. Upp úr þessu urðum við Gunn- ar ágætir kunningjar og áttum fleiri verk saman en það er ekki ástæða til að fara út 'í það.“ Hvernig maður var Gunnar? „Mér fannst hann vera ákaf- lega traustur og fastlyndur mað- ur. Ég held að ég hafi rétt fyrir mér í því að það mátti stundum finna að hann var búinn að eiga töluvert fjölbreytilega og erfiða ævi en í þeim störfum sem hann tók þátt í með okkur var hann hlýr og þakklátur.“ Fannst Gunnari hann hafa ver- ið metinn að verðleikum ú ís- landi? „Ég efast um það. Ég er hrædd- ur um að hans verk séu ekki eins þekkt og þau ættu að vera einsog oft vill verða með verk manna sem eru með skaplyndi Gunnars. Hann var ekki að eðlisfari mikið hneigður fyrir að berast á.“ En talaði hann um þetta? „O nei. O nei. Ég gluggaði í bókmenntasögur núna nýlega þegar líða tók að aldarafmælinu, til þess að sjá hvernig um Gunnar var skrifað. Ég var ánægður með að lesa kafl- ann um Gunnar í bókmennta- sögu Kristins E. Andréssonar. Hann skrifar mest um Fjallkirkj- una og virðist hafa metið Gunnar að verðleikum. Kaflinn um Gunnar er alveg sérlega vel gerð- ur af Kristins hálfu og ég ræð mönnum til að fletta honum upp.“ Hvaða verk Gunnars þykir þér vœnst um Porsteinn? „Mér þykir nú vænst um Fjall- kirkjuna enda hef ég mest lesið hana og um hana fjallað. Ég las hana snemma eftir að hún kom út, fyrst á dönsku, og hún hefur fylgt mér síðan.“ Gunnar skrifaði nokkur leikrit en þau náðu ekki sömu almanna- hylli og þekktustu skáldsögurnar hans. „Já hann skrifaði nokkur leikrit og ég lét leika eitt þeirra í útvarpinu. Það var greinilegt að honum var ekki tamt, hvorki að semja né starfa að leikíistarlegum hliðum. Það var skáldsagan þar sem hann kunni til verka.“ Að lokum Þorsteinn? „Endurminningar mínar um Gunnar Gunnarsson eru góðar. Mér fannst hann sérlega hlýr og þægilegur í viðkynningu.“ RMudagur 19. maf 1999 MÓBVIUMN - StöA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.