Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 19
Það sem þorps-
búar vissu ekki
Hún hafði verið eftirlýst fyrir morð í rúma tvo
áratugi en þorpsbúa grunaði ekkert
í smáþorpinu Elburn í llli-
nois í Bandaríkjunum þekkja
allir alla og vita allt um alla.
Eitt vissu íbúar þorpsins þó
ekki en það var að Greta
Knickerbocker, 62 ára gömul
kona sem hafði búið á gömlu
bóndabýli við aðalgötuna í
tæpa tvo áratugi, hafði verið
eftirlýst fyrir morð í 21 ár.
í raun og veru heitir hún ekki
Greta heldur Bernice Van Heise
og hefur verið eftirlýst fyrir morð
á vini sínum sem hét Eugene
Douglas. Hann var myrtur í
svefnherbergi hennar 31. janúar
1968 í ríkisbubbahverfinu Lake
Forest úthverfi Chicago. Ástin
hafði verið með í spilinu en hann
var giftur og hún fráskilin.
Greta eða Bemice var hand-
tekin strax eftir morðið en hún
sagði lögreglunni að skotið hefði
óvart hlaupið úr byssunni þegar
hún var að rétta Eugene skot-
vopnið. Nokkrum dögum seinna
var hún látin laus úr varðhcildi þar
sem dómarinn taldi sig ekki hafa
næg sönnunargögn til þess að
sakfella hana.
Tveimur mánuðum seinna
ákvað þó kviðdómur að ákæra
Bemice fyrir morð en þá hafði
jörðin gleypt hana. Greta segist
ekki hafa haft hugmynd um að
hún væri eftirlýst fyrir morðið og
að lögreglan hefði gert dauðaleit
að henni.
„Ég var ekkert í felum,“ segir
hún, en fljótlega eftir að Eugene
dó giftist hún manni að nafni
Conrad Knickerbocker og bjó
með honum í Chicago. Hjóna-
bandið stóð þó ekki lengi og flutti
hún þá í þorpið Elbum þar sem
hún hefur búið síðan.
„Ef ég hefði verið að flýja rétt-
vísina hefði ég ekki búið í Chic-
ago eftir að mér var sleppt,“ segir
frú Knickerbocker, sem einfald-
lega segist ekki hafa vitað af því
að lögreglan var á hælum hennar.
Saksóknari efast þó um sann-
leiksgildi þess að hún hafi ekki
vitað að hún var eftirlýst. Hann
bendir á að hún hafi breytt for-
nafni sínu og auk þess hafi hún
gefið upp rangan fæðingardag, í
stað þess að segja sem var að hún
væri fædd 30. apríl 1926 hafi hún
undanfarin ár skráð 29. apríl 1930
sem fæðingardag sinn.
Verjandi hennar, Harold
McKenney, segir að hún hafi
breytt nafninu þegar hún starfaði
sem fyrirsæta vegna þess að hún
taldi Greta hljóma betur en
Bemice. „Og hvað með það þótt
hún hafi breytt fæðingardegin-
um. Hvenær varð það refsivert
fyrir konu að segja rangt til
aldurs?“
„Ég fékk ekki betur séð en að
Knickerbocker væri heiðvirð
kona,“ sagði veitingamaðurinn
Donald Hanson í Elburg sem var
jafn undrandi og aðrir þorpsbúar
þegar upp komst um kellu. Flest-
ir þorpsbúa eru þeirrar skoðunar
að þar sem frú Knickerbocker
hafi reynst hinn gegnasti þjóðfél-
agsþegn í þau tuttugu ár sem hún
hefur búið í Elbum sé engin
ástæða til að stinga henni í
steininn nú.
„Þeir héldu hana saklausa fyrir
21 ári og hversvegna þá að leggja
hana í einelti nú,“ segir Jeff Sie-
bens, trésmiður þorpsins.
Þótt þorpsbúar vilji að lögin
láti Gretu í friði þá em ættingjar
þess myrta ekki á sama máli.
„Með lögum skal land byggja,“
segir Joseph Collina, aðstoðar-
saksóknari í Lake County. „Það
er ekki hægt að loka augunum
þegar morðmál er annarsvegar. “
Að sögn lögreglunnar komst
upp um frú Knickerbocker þegar
dóttir hennar sagði vini sínum frá
lífi móður sinnar. Vinurinn hafði
samband við FBI og skömmu
seinna var hún handtekin.
„Vinur dóttur minnar var mjög
áhyggjufullur yfir vandamálum
foreldra sinna. Til þess að hug-
hreysta hann sagði dóttir mín
honum frá mér,“ sagði frú Knick-
erbocker sem hefur verið látin
laus gegn lausnargjaldi.
-Sáf/International Herald Tribune
Viltu skrifa leikþátt?
Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Jafnréttisráð
hafa ákveðið að láta vinna leikþátt sem verður sýndur á
vinnustöðum. Markmið leiksýningarinnar á að vera að
vekja áhorfendur til umhugsunar um stöðu kvenna og
karla. Leikþátturinn skal sérstaklega lýsa hvort og hvern-
ig staða karla hefur breyst til samræmis við breytta stöðu
kvenna.
Leikþátturinn má taka 25-30 mínútur í flutningi og
æskilegt er að leikendur séu ekki fleiri en þrír.
Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessari samvinnu
skili stuttri lýsingu á efni og umfangi verksins til afgreiðslu
Þjóðviljans merkt „Leikþáttur" fyrir 6. júní n.k.
Jafnréttisráð Menningar-og
fræðslusamband alþýðu
ÉG
BORGA
RAFMAGNIÐ
ALLTAF Á
RÉTTUM
TÍMA
TVOFALDUR
1. VINNINGUR
á laugardag
handa þér, ef þú hittir
á réttu tölumar.
RAFMAGNS-
REIKNINGINN
HAFA
FORGANG!
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
SUÐURLANDSBRAUT 34 SlMI 68 62 22
Láttu þrnar tölur ekki
vanta í þetta sinn!
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111