Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 14
Evrópuhúsið og
nýr hugsunarháttur
eftir Árna Bergmann
Þaö hafa vitaskuld orðið
miklar breytingar í Sovétríkj-
unum á valdatíð Gorbatsjovs.
En það er erfitt að gera sér'
grein fyrir því hve djúptækar
þæreru og hve langtfram
gengnar.
í fyrsta lagi vegna þess að
breytingarnar gerast hratt.
í öðru lagi vegna þess að þær
gerast misjafnlega hratt.
Glasnost- málfrelsisbylting-
in, hefur ruðstfram og gjör-
breytt umræðunni og fjölmiðl-
unum. Perestrojkan-um-
bætur í stjórn efnahagslífs,
hefurgengið miklutreglegar.
í þriðja lagi er margskonar
skoðanamunurbæði sýni-
legurog áþreifanlegur. Lengi
vel lifðu svonefndir Kremlar-
fræðingartiltölulega þægi-
legu lífi í þeim skilningi, að þeir
gátu gengið út frá því að öll
umræða um hin stærri mál
(hvort sem væri um sovésk
efnahagsmál eða afstöðu til
erlendra ríkja) væri miðstýrð
og samræmd undirströngu
eftirliti. Sovésktímaritsgrein
var svo gott sem vitnisburður
um „opinberviðhorf". Slíkur
samnefnari er ekki til lengur.
Tímarit og greinahöfundar eru
íhaldssöm eða róttæk í
breytingakröfum og allt þar á
milli.
Þetta er rétt að hafa allt í huga
þegar menn skoða sovéskar um-
ræður eða pólitískar aðgerðir
sem tengjast því, sem Gorbatsjov
kallar að reisa Evrópuhúsið. En
með því er átt við þá þróun sam-
skipta í Evrópu sem brjóti niður
múra milli austurs og vesturs,
hvort sem væri á sviði hernaðar,
viðskipta, menningar eða mann-
legra samskipta. Margt er óskýrt í
þeirri umræðu og „afstrakt" en
öll sýnir hún mjög róttæka
breytingu á viðhorfum, ekki að-
eins frá þeim sem tíðkuðust á tím-
um Stalíns, heldur og frá dögum
Khrúsjovs og Brézhnevs.
Skoðum það ögn nánar.
Eftir heimsstyrjöldina síðari
tóku Sovétríki Stalíns að um-
breyta Austur-Evrópu eftir sínu
höfði. Þá strax og lengst af síðan
var í kenningu og framkvæmd
lögð sem allra mest áhersla á það,
að Austur-Evrópa og Vestur-
Evrópa væru tveir heimar gjöró-
líkir. Hér sósíalismi, þar kapítal-
ismi. Hér friðarvilji, þar styrjald-
arhótanir. Hér fundinn lykill að
framtíðinni, þar ranglæti og
hnignun. Um leið var annaðhvort
lokað fyrir samskipti yfir „jám-
tjaldið" á mörgum sviðum eða
þeim haldið í lágmarki. Austrið
átti að vera sjálfu sér nóg og úti-
loka skaðleg áhrif frá borgara-
legum vestrænum heimi.
Við erum spes
Málflutningurinn fyrir þessum
viðhorfum í Sovétnkjunum sjálf-
um var skrýtin blanda af „komm-
únískum hroka“ (við sitjum uppi
með sannleikann) og rússneskri
þjóðernishyggju í bland við sögu-
legar hefðir panslavismans. (Átt
er við þá nítjándualdarkenningu
að slavneskar þjóðir eigi sér nátt-
úrlegan forystusauð í Rússlandi.)
Það þótti ekki nægja að vísa á
Októberbyltinguna til að sýna
fram á að leiðir austurs og vesturs
færu ekki saman. Það var hamrað
mjög á sérstöðu og mikilleik
Rússlands, einstæðri menningu
þess, sem og öllu sem tengdi í
sögunni örlög Rússa við örlög
Serba, Búlgara, Tékka og fleiri
þjóða (gegn Tyrklandi, Þýska-
landi, Áusturríici). Þó að mörg
göt kæmu á jámtjaldið - ekki síst
á dögum Khrúsjovs - var viss ein-
angrunarhyggja ríkjandi allan
tímann fram að Gorbatsjov.
Þessar tvískiptingarhugmyndir
fundu sér vitanlega hliðstæður á
Vesturlöndum þar sem blásið var
til samstöðu gegn rauðu hættunni
- en það er svo önnur saga.
En nú, á tímum glasnost og
perestrojku, er allt annar tónn
uppi. Nú er sem minnst talað um
sérstöðu Sovétríkjanna og Rúss-
lands og Austur-Evrópu, en sem
allra mest um allt það sem er sam-
eiginlegt Evrópuþjóðum öllum.
Það er talað um sameiginlegar
hefðir í menningu og löggjöf, um
„eðlilega“ alþjóðlega verkaskipt-
ingu í framleiðslu og viðskiptum. •
Það er jafnvel gripið tækifæri eins
og þúsund ára afmæli kristnitöku
í Rússlandi til að leggja áherslu á
það, að kristnin hafi alltaf verið
eitt af því sem sameinaði Rússa
afganginum af Evrópu. Það er
talað jafnt um samræmingu á nið-
urskurði herafla og samræmingu
löggjafar um mannréttindamál í
austri og vestri. Enginn heldur
því fram lengur að Sovétríkin hafi
fundið sér betri stjómskipun eða
afkastameira efnahagskerfi en
aðrir. Frekar er talað í þeim tón
að rússneska byltingin hafi verið
merkileg tilraun og sjálfsögð við
sögulegar aðstæður. En hún hafi
skilað miklu síðri árangri en efni
stóðu til (og þá er gripið til
margra herfilegra og fáránlegra
hluta sem einkenndu ógnarstjórn
Stalíns og stöðnunarstjóm Brez-
hnevs). Nú þurfi að endurnýja
þj óðfélagið - og þá þurfi menn að
leita víða fanga og læra af öllum -
ekki bara Lenín þegar hann var í
raunsæisham og kom á NEP
(blönduðu hagkerfi), heldur og
Kínverjum, kapítalískri arðsemi
og sósíaldemókratískri mála-
miðlunarlist. Allur trúðboðs-
hamur - einlægur eða með tilgerð
- virðist mnninn af Sovét-
mönnum. Alþjóðamálum er til
dæmis svo lýst í ræðum þeirra
Gorbatsjovs og Shevardnadzes
utanríkisráðherra, að þau séu
ekki vettvangur stéttabaráttu,
heldur - vegna þess hvernig nú er
ástatt í heiminum - vettvangur
sammannlegra neyðarráðstafana
gegn atómháska, mengun og
eyðingu auðlinda j arðar. Hér á
eftir verður reynt að skoða það
eftir málaflokkum, hvað gerst
hefur á þeim samræmingarferli
sem kenndur er við Evrópuhúsið
og hvað Sovétmenn helst setja á
blað um þau efni.
Risaveldin hafa gert með sér
samkomulag um meðaldrægar
eldflaugar, um gagnkvæmt eftir-
lit með heræfingum, Gorbatsjov
hefur gert menn hissa og fegna
með frumkvæði sínu um einhliða
niðurskurð á hefðbundnum víg-
búnaði. Þessu fylgir sú kenning
(eða sá „nýi hugsunarháttur") að
sovésk stefnu í varnarmálum eigi
að byggja á „nægilegum vörn-
um“. En það þýðir að öryggi eigi
að tryggja með miklu minni víg-
búnaði en nú - sem um leið þýði
að hvorki Varsjárbandalag né
Nató hafi einhverja þá yfirburði
að þau geti gert árás.
Eins og búast má við er það
einmitt í umræðum um vígbúnað
sem Sovétmenn (rétt eins og
Bandaríkjamenn) eru þrautseig-
astir við að finna sér sökudólg
hinummegin samningaborðsins.
Sovéskir herfræðingar saka
Bandaríkjamenn oft og iðulega
um að þeir bregðist seint við af-
vopnunarhugmyndum að austan
og reyni að nota hvert tækifæri til
að skapa sér yfirburði í herstyrk.
En þessir sömu sovésku herfræð-
ingar stunda og umtalsverða
sjálfsgagnrýni. Til dæmis að taka
segir G. Alímúrzajef, hershöfð-
ingi og hagfræðingur í grein „um
sögu sovéskrar herfræði“ í apríl-
hefti tímaritsins Mezhdúnaro-
dnaja zhizn:
Orð og gjörðir
„Allt frá lokum heimsstyrjald-
arínnar síðari töldum við það
bestu aðferðina til að tryggja
eigið öryggi að skapa aðstæður
sem mests stríðsháska fyrir þj óðir
þeirra ríkja sem við töldum okk-
ur andstæð... Einmitt slík stefna
gaf stjórnmálaforingjum Vestur-
landa ástæðu til að benda á alvar-
legt misræmi milli yfirlýsinga hins
sovéska ríkis um pólitísk mark-
mið sfn og þróunar hernaðar-
máttar Sovétríkjanna þótt at-
burðir hefðu raunar getað þróast
með allt öðrum hætti ef að
Bandaríkin og Nató hefðu ekki
tekið upp þá stefnu að herða á
vígbúnaðarkapphlaupinu m.a.
með ögrunum í garð Sovétríkj-
anna og annarra sósíalískra ríkja
og hótunum um að „velta kom-
múnismanum til baka“.
Þetta er málflutningur sem nú
er algengur orðinn hjá Sovét-
mönnum: Vesturveldin eiga
mikla sök - en við líka - við héld-
um uppi herstyrk sem hlaut að
skelfa Vestur-Evrópu og skapa
vantrú á okkar friðartal. Alfm-
úrzajef bætir því svo við, að þessi
stefna hafi leitt bæði til þess að
vígbúnaðarbyrðin varð óbærileg
á sovésku efnahagslífi og auk
þess hafi hinn mikli hernaðar-
máttur ekki tfyggt öryggi ríkisins
nema síður væri. í öðrum grein-
um sama tímarits um alþjóðamál
er svo farið í einstök dæmi um
það, að Sovétríkin hafi lagt út í
kapphlaup við Bandaríkin í víg-
búnaði sem er allt í senn feikna-
dýrt, háskalegt og gagnslaust.
(T.d. grein A. Arbatofs í mars-
hefti M.zh. „Hvað eru nægilegar
vamir?“ þar sem segir, að loft-
varnakerfi Sovétríkjanna gegn
kjarnavopnum sé „vitleysa" og
harkalega er gagnrýnd viðleitni
til að halda úti sovéskum flota
sem reynir að hafa í fullu tré við
hinn bandaríska á höfum fjarri
sovéskum ströndum.)
NOTAÐU
/
\
SKYNSEMINA
i 0óf 20°/»
BÓNUS
SKÚTUVOGI 13
VARIST EFTIRLÍKINGAR
14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. mai 1989