Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 9
Allt um erótík Nýstárleg bókmenntadagskrá í Iðnó. Guðrún Ásmundsdótt ir: Ekkert eins erótískt og að ganga berfættur í sandi „Helga Hjörvar skólastjóri Leiklistar- skólans bað mig að setja upp bók- menntadagskrá með þriðja árs nem- endum, en það voru krakkarnir sjálfir sem völdu þetta tema. Þarna verður bókstaflega allt um erótík," sagði Guð- rún Ásmundsdóttir leikkona og stjórnandi umræddrar dagskrár sem frumsýnd verður í Iðnó á þriðjudags- kvöldið. „Ég var stödd í Þýskalandi þegar þau skrifuðu mér og reyndu að útskýra hvað þau ætluðu að gera, en ég var engu nær. Og ég sagði við tengdadóttur mína: Ég verð að halda fund með börnunum og athuga hvað þau vilja. Hún ansaði þurrlega: Fyrsta skrefið er áreiðanlega að hætta að kalla þau börn! Ég var hálfneikvæð til að byrja með - eiginlega finnst mér ungt fólk oft leiðinlegt - en svo heilluðu þau mig auðvitað upp úr skónum. Það er einhver frumkraftur í þeim sem er svo gaman að vinna með. Samt er ágætt að hafa reynda leikara líka.“ Auk þriðja árs nemanna taka leikararnir Helga Þ. Stephensen, Valgerður Dan og Þröstur Leó Gunnarsson þátt í sýningunni. „Mér leist ekkert á blikuna þegar þau komu með bókina „Blautleg ljóð“ á fyrsta fundinn! En þegar við fórum að tala meira saman sáum við að skoðanirnar voru ekki svo ólíkar og við notum bara eitt Ijóð úr þeirri bók. Eg sá að þau ætluðu ekki að setjast á kassa á sviðinu og flytja fegurstu ástarljóð á íslandi með tilþrifum heldur vildu þau kanna hvað erótík væri. Þau lang- aði til að dagskráin yrði spegill sem snýst og sýnir hverja myndina á fætur annarri af ást og erótík." Hvað er erótík? „Erótík er líf. Aflgjafi. Ef eitthvað sprelllifnar á sviði er erótík í því. Það er svo einfalt mál og þó flókið. En ef allt er tekið með lifnar ekkert og við urðum að þrengja rammann. Þá spurðum við hvar við vildum vera þegar við flyttum dagskrána og komumst að því að okkur langaði til að vera í sandi - á eyðimörk þar sem allt getur gerst. Ekkert er eins erótískt og að ganga berfættur í sandi, hlaða litla hóla úr sandi, liggja í sandi. Vandinn verður bara að útvega nógan sand á sviðið! Þá datt mér í hug að nota nýtt amerískt leikrit eftir Erin Wilson sem gerist einmitt á eyðimörk og er óhemju erótískt. Karl Guð- mundsson þýddi það fyrir hópinn og við fléttum inn í það ljóðum og frásögnum frá ýmsum tímum og úr ýmsum áttum. Við notum bæði brot úr Ljóðaljóðunum og nýja dægurlagatexta, stillum saman nýju og gömlu. Martraðir ástarinnar koma frá Óskari Wilde og Miian Kundera, skáldið sem vekur okkur til veruleikans aftur er Birgir Sigurðsson. Píkuskrækur Eggerts Ólafssonar minnir á þá sem klæða sig upp á. Séra Árni kennir okkur að biðja þannig að gimdin fari úr kroppnum. Þegar maðurinn kemur inn með gúmmídúkkuna flytjum við frásögn úr riddarasögu af líkneskinu sem Tristran lét gera sér af ísönd. Líkneskið er eins konar hliðstæða við dúkkuna. Að lokum spyrjum við svo: Hvað er best? Svarið er úr Kínverskum ljóðum í þýðingu Helga Hálfdanarsonar: Að ríða berbakt alls nakinn í rigningu sem steypist niður. Það er gaman að finna erótík á óvæntum stöðum!“ Söngstjóri er Helga Gunnarsdóttir. Leikhljóð eru flutt af Pétri Grétarssyni. Sýningar verða aðeins þrjár, á þriðjudag, miðvikudag kl. 20.30 og fimmtudag kl. 17.00. SA FÖstudagur 19. mai 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.