Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 30
Ingvar Þorvaldsson (vatnslita-
myndir) í Gallerí 15, Skólavörðustíg
15, virka 16-20, helgar 14-20, lýkur
21.5.
Helgi Þorgils Friðjónsson málverk,
á Kjarvalsstö&um, dagl. 11-18, lýk-
ur21.5.
Hafnarborg Hf: Gunnlaugur Stefán
Gíslason, vatnslitamyndir og grafík,
14-19 alla daga nema þrið.
Jónas Vlðar Sveinsson (málverk) í
Alþýðubankanum Akureyri, opið á
afgreiðslutíma.
Teikningar og vatnslitamyndir llon
Wlkland frá Svíþjóð (myndirnar í
bókum Astrid Lindgren), í Norræna
húsinu, opin 14-19, lýkur 11.6.
Ásta Ólafsdóttir sýnir í Bókasafninu
Akranesi, virka 14-20, helgar 18-
20, Iýkur23.5.
Vorsýnlng MHÍ1989, lokaverk út-
skriftarnema, Kjarvalsstöðum,
dagl. 11-18, Iýkur21.5.
Jóhannes Jóhannesson (olía) í
Gallerí Borg Pósthússtræti, virka
10-18, helgar 14-18, lýkur 23.5.
Grafíkúrval í útibúinu Austurstræti.
Verk e. Helga Bergmann (teikning-
ar, olía o.fl.) hjá Innrömmun Slgur-
Forsíða sýningarskrár myndlistarnema á Kjarvalsstöðum
jóns Ármúla 22, virka 9-18, lýkur
31.5.
Myndir Siri Derkert, Norræna hús-
fnu, 9-19 til 4.6.
Hafsteinn Austmann málverkasýn-
ing í Nýhöfn, hefst Id. kl. 14. Virka
10-18, helgar 14-18, til 7.6.
FfM-salurinn: Björn Roth, málverk-
asýning 20.5.-6.6.. Virka 13-18, helg-
ar 14-18.
Gallerí Grjót: Finnskir málmlista-
menn til 4.6. Virka 12-18, helgar 14-
18.
Listasafn ASÍ: Gunnþórunn
Sveinsdóttirfrá Mælifellsá, hefst Id.
14.00 til 18.6. Virka 16-20, helgar 14-
20.
Jón Ingi Sigurmundsson sýnir á
HótelSelfoss 20.-29.5.
Opnum sýningu á listaverkum jarðar-
gróðans með vorinu. Aðgangur
ókeypis sé góðri umgengni heitið,
annars er goldið með himinháum
upphæðum vanvirðingar. Folda.
TÓNLIST
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
tónleikar með verkum Jónasar Tóm-
assonarsd. kl. 17.00.
Selkórinn, vortónleikar í Nesklrkju,
sd. kl. 20.30.
Gamlilundurviö Eiðsvöllinn á Akur-.
eyri. Rauða húsið meö tónleika fd. kl.
21. Krlstján Pétur Sigurðsson flytur
ýmis lög og Ijóð. Jón Laxdal fer með
Ijóð.
LEIKLIST
Bílaverkstæðl Badda. Sýningarferð
um landið. Egilsstaðlr Id. Sey&is-
fjör&ur sd. Neskaupsta&ur md. og
Höfn í Hornaf irði f5þrid.
ÓvitarÞjlh. Id.,sd. 14.00. Síðustu
sýningar.
Haustbrúður Þjlh. föst. 20.00,
næstsíðasta sýn.
Nemendasýning Listdansskóla
Þjlh. þrið. 20.00.
Sveitasinfónían ílðnóföd., Id. sd.
20.30.
Frú Emelía, Hamskiptin, föstd. kl.
20.30 og Id. 20.30 í Skeifunni 3c
Bókmenntadagskrá um ást og erót-
ík. Þriðja árs nemar Leiklistarskóla ís-
landsogL.R. Iðnóþrið.,mið.fim.
20.30.
Sólarferð Leikfélags Akureyrar, fd„
Id og þrd. kl. 20.30. Allra síðustu sýn-
ingar.
Þíbiljasýnir Aðbyggjasérveldl í
Hvað á að gera um helgina?
Gamla stýrimannaskólanum v. öldu-
götu, sd„ miðv. 20.30. Miðasala
29550.
Leikfélag Hveragerðis sýnir Dýrin í
Hálsaskógi ÍBæjarbió Hf. Id.,sd.
14.00, sd 17.00.
ÍÞRÓTTIR
Fótbolti. Laugardalsvöllurföd. 20.00
Ísland-England. ísl. mót 1 .d. FH-KA
14.00 sd„ Þór-Víkingur 14.00 sd„
KR-ÍA 14.00 sd„ ÍBK-Valur 20.00
mád.
HITT OG ÞETTA
Ferðafélagið. Sd. 9.00 Skarðsheiði,
13.00 Úlfarsfell. Brottför austan
Umfmst, börn m.f. frítt
Útlvlst. Sd. 13.00. Landnáms-
gangan 12. ferð: Hvítanes-
Brynjudalsvogur-Brynjudalur.
Kræklingatínsla. Brottförfrá BSl
bensínsölu, börn m.f. frítt.
Vlkuleg laugardagsganga Hana nú
í Kópavogi 10.00 frá Digranesv. 12. Á
meðan maístjarnan skín röltum við
um bæinn. Samvera, súrefni, hreyf-
ing.
Félag eldri borgara. Hringferð um
landið og til Færeyja 30. maí. Opið
hús íTónabæ Id. frá 13.30, frjáls
spilamennska. Bingó. Opið hús sd. í
Goðheimum, Sigtúni 3, spjall, spil og
tafl frá 14, dansað 20-23.30. Opið
hús Tónabæ mád. frá 13.30. Félags-
vist 14.00.
Félagsvist Húnvetningafélagsins Id.
14.00 Húnabúð. Parakeppni. Síðasta
skiptiaðsinni.
Flóamarkaður Safnaðarheimili Lang-
holtskirkju Id. 14.00. Uppboð 14.30.
Hvað erfriðaruppeldi og friðar-
fræ&sla? Ráöstefna á Hótel Sögu Id.
13.30. Friðarömmur.
Bryndís Þorsteinsdóttir
fulltrúi á skrifstofu póstmeistara:
Ég ætla að hafa það verulega huggulegt eins og ævinlega um hverja
einustu helgi. Vonandi verður veðrið gott, þannig að hægt verði að
njóta útivistar.Um helgar vil ég yfírleitt njóta þess að vera með fjöl-
skyldunni, þannig að ég reyni að ryksuga á nóttunni í miðri viku.
Hingað til hefur ekki verið kvartað undan því.
FJÖLMIÐLAR
ÞRÖSTUR
HARALDSSON
Fjöreggjum kastað
í síðustu viku fjallaði ég um
mismunandi skoðanir blaða-
manna annars vegar og samn-
ingamanna stéttarfélaga, ríkis og
sáttasemjara hins vegar á því hve-
nær rétt sé að hleypa blaða-
mönnum inn á gafl þar sem yfir
standa viðkvæmar samningaum-
leitanir. En blaðamenn greinir á
við fleiri hagsmunaaðila um það
hvort, hvemig og hvenær þeir
megi fjalla um viðkvæm mál.
Sennilega eru sakamál við-
kvæmustu mál sem upp koma í
starfi fréttamanna. Þar er tekist á
um margvíslega hagsmuni, suma
mjög persónulega og alla við-
kvæma. Enda hafa fjölmiðlar
iðulega lent í hávaðadeilum við
yfírvöld lögreglu og dómstóla um
það hvenær megi greina frá gangi
sakamáia.
Nú er í gangi ein slík deila í
Danmörku. Þar hafa á undan-
fömum vikum verið handteknir
10 manns og ákærðir fyrir bank-
arán, mannrán, dráp á lögreglu-
manni og stuðning við samtök
palestínumanna sem lögreglan
hefur úrskurðað að séu hermdar-
verkasamtök. Slóðinn sem þarna
er rakinn er langur og teygir sig
aftur til ársins 1980. Fundist hafa
fjármunir sem tengjast ránunum
og vopn og sprengiefni sem sögð
eru tengjast ýmsum hryðjuverk-
um í Evrópu á undanfömum
árum.
Að sjálfsögðu hafa danskir
fjölmiðlar keppst um að segja
fréttir af þessu umfangsmikla
sakamáli. Það hefur verið veisla
hjá æsifréttablöðunum og
glaumurinn náð þvílíkum hæðum
að ein traustasta stofnun danskr-
ar fjölmiðlunar, bera stelpan á
bls. 9 í Ekstrablaðinu, hefur mátt
vfkja fyrir frásögnum af sakamál-
inu sem hlotið hefur nafn af litlu
kaffihúsi á íslandsbryggju og er
kallað Liberation-málið.
Lögreglan hefur ýmist reynt að
þagga málið niður eins og hægt er
eða látið frá sér fara yfirlýsingar
sem mörgum finnst í hæsta máta
vafasamar. Einkum hafa yfirlýs-
ingar sumra yfirmanna lögreglu
um pólitíska hlið málsins þótt
orka tvímælis. Lögreglan hefur
líka verið sökuð um að halda uppi
óþarflega mikilli leynd og sum
blöðin hafa gefið sterklega í skyn
að maður einn sem handtekinn
var með fullt af peningum og vís-
bendingum eftir að hafa lent í
bflslysi hafi beinlínis verið eltur
út af veginum, þe. að lögreglan
hafi átt sök á slysinu sem kostaði
manninn sjónina.
Lögreglan hefur að sjálfsögðu
svarað fyrir sig og sakað blöðin
um villandi fréttaflutning af mál-
inu. Yfirmenn lögreglu hafa við-
urkennt að í þeirra röðum hljóti
einhver að leka upplýsingum til
blaðanna en að þeim sé fýrirmun-
að að finna þann sem lekur. Það
afsaki hins vegar ekki blöðin sem
sjáist ekki fyrir í innbyrðis sam-
keppni, birti rangar upplýsingar
og segi frá hlutum sem skaði
rannsókn málsins.
Þetta er í sjálfu sér klassísk
deila yfirvalda og fjölmiðla. Yfir-
völdin beita fyrir sig
rannsóknarhagsmunum þegar
þau reyna að þagga niður í press-
unni og pressan reynir að mæta
eftirspurninni eftir fréttum með
því að koma sér upp innan-
hússsamböndum á lögreglustöð-
inni. Og vitanlega skíta sum blöð
í nytina sína. Áðurnefnt Ekstra-
blað sagði til dæmis frá því að
ákveðinn maður sem að sögn
blaðsins tengist málinu hefði
hringt í blaðið hálfum mánuði
eftir að hann átti að hafa látist ef
marka mátti fyrri fréttir blaðsins!
Eftir því sem líður á rannsókn
málsins hleypur meiri harka í
deiluna og hin pólitíska hlið þess
verður æ dularfyllri. Rætt er um
að ísraelska leyniþjónustan eigi
sinn þátt í að upplýsa málið og á
hinn bóginn er leyniþjónusta
dönsku lögreglunnar sökuð um
að hafa setið á upplýsingum um
þá fangelsuðu í áravís. Svo byrja
stjórnmálamenn að gefa út yfir-
lýsingar og þá tapar fólk endan-
lega áttunum.
Svona ganga málin oft fyrir sig.
Mörgum fylkingum lýstur saman
og allar vilja sannfæra almenning
um að þær standi vörð um
hagsmuni hans. Fjöreggið sem í
þessu tilviki heitir réttaröryggi
svífur milli deiluaðila og enginn
veit hvar flugferð þess lýkur.
Eftir situr almenningur í gjánni
og fær það eitt á tilfinninguna í
öllum hamagangnum að hann sé
heldur öryggislausari en áður en
moldviðrið upphófst.
30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. maí 1989