Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 25
Föstudagur 19. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25 Vantar herslumuninn D/íGURMÁL HEIMIR PÉTURSSON Throwing Muses með Kristínu Hersh og skólasystur hennar frá Boston, Tanya Donelly, í farar- broddi, nýtur vaxandi athygli og virðingar í tónlistarheiminum. Það var breska útgáfufyrirtækið 4AD sem gerði fyrst samning við Throwing Muses snemma árs 1986, enda er tónlist hljóm- sveitarinnar meira í ætt við það sem gerist og gengur í Bretlandi en í Kanalandi. Þær stöllur Kristín og Tanya eru hámenntaðar. Kristín er með próf í heimspeki og sálarfræði og Tanya er fornleifafræðingur, og spretta viðfangsefni fræðanna oftlega upp í textum hljóm- sveitarinnar, bæði með beinum og óbeinum hætti. Nafn nýjustu plötunnar, „Hunkpapa“, á til að mynda rætur í frumbyggjamenn- ingu Ameríku. Mér þykir Throwing Muses hin forvitnilegasta hljómsveit og „Hunkpapa“ er sæmilega ferskur og góður gripur. Hún fer þó stundum inn á svið flatneskju- legrar popp nýbylgju, þar sem hlutirnir eru gerðir samkvæmt formúlu þess sem á að heita frum- legt og mikil virðing er borin fyrir á ólíklegustu stöðum. Þetta er „in plata". Með þessu er ég þó ekki að setja „Hunkpapa“ í kjallarann hjá leiðinlegustu nýbylgjuhljóm- sveitum nútímans, langt frá því. Mér finnst hins vegar oft vanta sorglega lítið upp á að lög Throw- ing Muses lyftist upp úr því að vera nokkuð góð í það að vera mjög góð, og kenni þar um of mónótónískum tóni eða skorti á melódíu. Á „Hunkpapa" eru samt nokk- ur lög sem hefja hlustandann til flugs, til dæmis „Dizzy“ og „I’m alive" sem eru í hæsta gæða- flokki. Og Kristín Hersh minnir mig á Jefferson Airplane, seinna Kristína Hersh Jefferson Starship, þegar henni tekst best upp. Hún er annars ein athyglisverðasta söngkona nú- tónandi, hvað sem segja má um tónsmíðar hennar. „Hunkpapa“ er plata sem truflar mann ekki á nokkurn hátt og nær þegar best lætur að her- taka hlustirnir með öllu. En ég hef á tilfinningunni að þetta gengi geti gert betur og ég segi eins og Róbert Smith, söngvari The Cure, sagði eitt sinn um Syk- urmolana í viðtali; Throwing Muses hafa samið 4 sæmileg lög (á „Hunkpapa") og eitt stórgott. Þetta hljómar eins og ég gefi skít og kanel í Throwing Muses, en það geri ég ekki. En mætti ég biðja um aðeins minna mónótón- íska tónlist, takk fyrir. Mónótón- ía er annað hvort fyrir laglausa eða þá sem telja á tali „sóninn“ í símanum vera fallegust tónlist sem þeir hafa heyrt. _ h Lennon í skugga Lennons Julian Lennon Breska rokkpressan hefur ver- ið að agnúast út í nýjustu plötu Julians Lennon, „Mr. Jordan“, og ekki fundið henni annað og frumlegra til foráttu en það, að Julian sé undir tónlistarlegum álögum frá karli föður sínum. Að mínum dómi er þetta ómerkileg röksemdarfærsla þeirra sem ekki vita hvað þeireiga aðsegja, nema þeir hinir sömu séu lítt hrifnir af tónlist John Lennon og slíkir smekkleysingjar eiga alla mína samúð. Því verður að sjálfsögðu ekki neitað að rödd sonarins er ansi lík rödd föðurins. En Lennon gamli Sýmkennt teboð XTC XTC er hljómsveit sem ein- hverra hluta vegna hefur farið með veggjum í rokkheimum. Þetta er nokkuð furðulegt þegar haft er í huga að tónlist XTC er frekar aðgengileg og af betra tag- inu. „English Settlement“ sem kom út snemma á þessum áratug, er til að mynda ein af eftirminni- legustu plötum áratugarins í mín- um huga. Nýjasta afurð XTC er tveggja platna albúmið „Oranges and Lemmons". Ég gæti í raun endað þessa umfjöllun mína hér og nú á því að lýsa þessa ávaxtakörfu XTC sem þrælgott og safaríkt lagasafn og látið þar við sitja. En það geri ég nú samt ekki. Andy Partridge forsprakki og aðallagahöfundur XTC er fyrir margra hluta sakir merkileg skepna. Hann er til dæmis hald- inn sjúklegum sviðsskrekk og XTC hefur ekki komið fram á tónleikum um árabil, eða allt síð- an Partridge fékk taugaáfall eftir tónleika sem áttu að vera í París og hafði í för með sér að tónleika- ferð um England og Bandaríkin var aflýst. En það sem er merki- legast við Partridge að mínu mati er, að hann getur samið lög sem eru svo í anda sjöunda áratugar- ins, að maður hefur á tilfinning- unni að hann hafi beinlínis stolið þeim. Það er þó langt í frá að svo sé. Partridge og félagar hans í hljómsveitinni leggja til í samein- ingu nægjanlegt krydd til að gera XTC að alveg sérstakri tertu sem þegar upp er staðið er algerlega óháð tíma. Þessa dagana fara „Appelsínur og sítrónur" varla af fóninum í mínum húsum. Þetta tveggja platna rokksafn eflist svo við hverja hlustun að ég fæ ekki leiða á því. Ávextirnir koma stöðugt á óvart. Það þarf hins vegar ekki að koma hlustandanum á óvart þeg- ar Partridge segist tileinka „Ápp- elsínur og sítrónur" öllum þeim hljómsveitum sem gerðu ung- lingsár hans purpuralit. Hann nefnir til sögunnar hljómsveitir eins og Pink Floyd, á þeim tíma þegar Sid Barrett var þar allsráð- andi, Small Faces, sérstaklega lögin „Itchycoo Park“, „The Uni- versal“ og The Beatles á tímabi- linu 1967 -1968, þ.e. Sgt. Pepper og Hvíta albúmið. Enda er plötu- umslagið í sama stíl og „Guli kaf- bátur“ The Beatles. Úr úr þessu öllu saman kemur síðan mesta gæðablanda þegar allt klabbið hefur verið klætt með nútímaá- hrifum. Það yrði allt of langt mál að telja upp bestu lögin á þessari plötu; ég endaði sjálfsagt með því að nefna þau öll ef ég byrjaði, svo jafngóðar eru „Appelsínur og sítrónur". En Partridge skal einn- ig talið það til tekna að hann hef- ur samið góða texta við lög sín, þar sem hann tekur á flestu því sem plagar vesturlandabúa, allt frá sambandsleysi innan fjöl- skyldunnar til stjórnmálamanna, sem eru blóðugir upp fyrir haus en samt í miklu uppáhaldi hjá upplýstum kjósendum. Partridge segir bandaríska tón- listarmenn sjöunda áratugarins hafa verið alltof upptekna af pó- litík, mótmælum og dópi fyrir sinn smekk. En á Englandi hafi staðið yfir á sama tíma sýrukennt teboð Lísu í Undralandi. Þetta teboð reynir hann síðan að end- urtaka á vissan hátt. Og þá er bara að laga sér góðan tebolla og skella XTC á fóninn. Góða ferð! - hmp var nú sakaður um margt annað en það að vera vondur söngvari og því má með rétti segja að Ju- lian geti ekkert gert að því að hann er af erfðafræðilegum ástæðuni ágætur söngvari. John Lennon drap víða niður fæti í afkimum rokkheima á sín- um ferli og Julian kemst ekki ná- lægt metnaðarfyllstu verkum gamla mannsins með „Mr. Jor- dan“. Platan er hins vegar engu að síður hinn smekklegasti rokkgripur sem ekki verður flokkaður með megninu af því iðnaðarrusli sem útgáfufyrirtæki heimskringlunnar dæla út frá sér og jaðrar við að vera iðnaðarúr- gangur. Þéttustu rokkararnir á „Mr. Jordan" eru léttir og skemmti- legir og lausir við alla tilgerð. í þessum flokki eru lög eins og „I get up“ og „Now you’re in Hea- ven“. Julian er ekki eins glúrinn og skemmtilegur textasmiður og pabbinn og kemur það helst nið- urá rólegri lögurn plötunnar. Þau eru þó mörg hver hin ágætustu lög og hjálpar þar til afburða hljóðfæraleikur aðstoðarmanna Julians. Ég hef þó á tilfinning- unni að í sumum rólegri lagnna hefðu ígrundaðri útsetningar gert gæfumuninn. í rólegu lögunum leikur Julian sér víða með „effekta" og útsetn- ingar sem minna sterklega á sum af verkum The Beatles án þess að falla í pytt ódýrra eftirlíkinga. Það er tildæmis eitthvað óhemju bítlalegt við lagið „Open your Eyes“. I heildina má segja að Julian Lennon sé sterkari á svellinu í rokkaðri lögum en þeim rólegu. Enda verður maður mest var við breytingar hjá kappanum á því sviðinu frá fyrri plötum. „Mr. Jordan" er engin tímamótaplata í rokksögunni en hún er vissulega framför frá fyrri gjörningum Lennonssonar. Og batnandi mönnum er jú sagt best að lifa. - hmp I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.