Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 4
Dr. Jakob Jakobsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunar er á beininu að þessu sinni. Einni gjöfulustu bátavertíð sem komið hefur á síðustu árum er nýlokið og er þorskaf linn orðinn um 10 þúsund tonnum meiri en hann var á sama tíma í fyrra. Er kannski meira af fiski í sjónum en af er látið? Er Hafrann- sóknastofnunin sjálfstæð stofnun eða er henni fjarstýrt úr sjávarútvegsráðuneytinu? Notar dr. Jakob trekt? Bendir ekki hinn góði vertíðar- afli á nýafstaðinni vertíð til þess að meira sé af þorski í sjónum en þið viljið meina? - Nei, ég er nú ekki búinn að sjá það eins og ég hef látið í ljós. áður. Ég tel að aðalskýringin á þessum góða afla sé sú að fiskur hafi flúið að norðan og komið hingað suður. Önnur skýring er að vísu sú um að það hefur fengist heldur meira af stórum þorski en menn áttu von á. En aðalástæð- una tel ég þó vera breytt lífsskil- yrði í hafinu við landið sem olli því að vertíðin var góð, enda hef- ur verið mikið tregfiskirí fyrir öllu Norðurlandi á vertíðartím- anum. Miklu meira en áður. Hvaða lífsskilyrði hafa breyst í sjónum? - Fyrst og fremst sjávarhitinn í vetur. Síðan hefur þessi mikli kuldi áhrif á gróðurinn í sjónum og á fæðukeðjuna. Almennt má segja að mjög lítill sjávarhiti fyrir, norðan og austan land og mikill pólsjór á því svæði hefur áhrif á lífsskilyrði nytjafiskanna til hins verra. Hvernig stendur á því að nú hefur veiðst mun meira af ríga- þorski en oft áður og hvað veldur því að mikið af geldfiski hefur verið í afla vertíðarbáta? - Rígaþorskurinn fannst ein- faldlega ekki í fyrra og ég hef ekki hugmynd um það frekar en sjó- menn hvar hann hélt sig þá. Þetta er 10-14 ára gamall fiskur sem hefur verið að skila sér. Hann hefur vaxið mjög hratt og er þess- vegna á stærð við 15-20 ára gaml- an fisk eins og þeir voru að fá hér í garnla daga. Að öðru leyti hef ég enga aðra skýringu á tilkomu hans núna en þá að hann hefur verið í felum fyrir okkur og sjó- mönnum þar til núna að hann lætur sjá sig, og það er eins gott, áður en hann varð ellidauður. - Hið sama er að segja um geldfiskinn. Ég hef ekki öruggar skýringar á því en mér finnst samt nærtækast að ætla að þessar göngur sem komu á Breiðafjarð- armiðin hafi búið við lök lífsskil- yrði í fyrrahaust þegar kynfærin áttu að fara þroskast og þess- vegna hafi hann hreinlega ekki haft orku til að mynda hrogn og svil. Hefur þetta áhrif til hins verra fyrir nýliðun þessa árgangs? - í íýrsta lagi hef ég ekkert í höndunum um það hversu stór hluti þetta var og í öðru lagi eru fregnir af því hér sunnan Reykjaness og út af Vestmannaeyjum að menn hafi orðið varir við hið gagnstæða. Þar hafi smár fiskur, þe. 6 ára þorskur 45-85 sm, verið fullur af hrognum og svilum. Þetta er ein- hver óregla í náttúrunni. Við fréttum af því sl. haust að mikið af kynþroska smáfiski með hrogn og svil væri austur á fjörðum, við Grímsey og síðan hefur fundist mikið af smáýsu sem var full af hrognum og svilum. Þannig að ég held að menn ættu ekki að taka það alltof alvarlega þótt eitthvað hafi verið af geldfiski í Breiða- firðinum í vetur. Verður ekki hálfgert hallæri á síðari hluta ársins þar sem margir eru búnir eða langt komnir með kvóta sína? - Það getur vel hugsast. Ég á þó von á því að útgerðarmenn sjái fótum sínum forráð. Það er sjálfsagt ódýrara að taka fiskinn á tiltölulega skömmum tíma heldur en að vera með mikla útgerð í litlu fiskiríi allt árið um kring. Það fer líka eftir því hvernig sá afli hefur nýst sem kom að landi á fyrri hluta ársins. Það eru skiptar skoðanir um það hversu góður þessi netafiskur er þegar hann er tekinn á mjög miklu dýpi. En þetta eru kannski atriði sem ekki eru á minni könnu. Eru fiskstofnarnir við landið fullnýttir eða eigum við mögu- leika á að nýta okkur vannýtta stofna. Ef svo er hverjir eru þeir þá? - Þessir hefðbundnu fiskstofn- ar eru fullnýttir og vel það, þorsk- ur, ýsa, karfi, ufsi, grálúða, loðna og sfld. Það hefur verið hreyfing í þá átt sem þú spyrð um að undan- fömu. Það er farið að hirða miklu fleiri tegundir af kola, langlúru og sandkola. Veiðar á honum hafa verið arðbærar að því er ég best veit. Þá höfum við lengi litið hýru auga til djúpsjávarfiska ss. langhalanna. Þetta eru ákaflega ljúffengir fiskar en vaxa að vísu hægt þannig að afraksturinn er ekki mikill. Sovétmenn veiddu hér um 20 þúsund tonn á ári af þessum fiskum áður en við færð- um landhelgina út í 200 sjómflur og þeir hafa mörgum sinnum síð- an óskað eftir að fá að nýta þá aftur og við þyrftum endilega að gera gagnskör að þessu. Þá hefur orðið sú skemmtilega þróun í vor að menn fóm að stunda veiðar á úthafskarfa. Fyrir mörgum árum rannsakaði dr. Jakob Magnússon fiskifræðingur þennan karfastofn og þá var því slegið föstu að hann væri með svo mikið af sníkjudýr- um að það væri ekki hægt að nýta hann. Undanfarin tvö ár hafa A - Evrópuþjóðirnar veitt um 100 þúsund tonn á ári af honum hérna rétt fyrir utan 200 mílumar og óvíst hvort hann er ekki einnig að finna innan landhelginnar. Þetta er náttúrlega mjög góð búbót ef framhald verður á þessu. Hefur kvótakerflð skilað þeim árangri í verndun flskstofnanna sem til var ætlast? - Ég held að kvótakerfið sem slíkt hafi skilað árangri. Hins veg- ar er því ekki að leyna, td. með þorskstofninn, að þar hafa menn ekki farið eftir þeim tillögum sem við höfum lagt fram og hafa leyft meiri veiði en við höfum ráðlagt. í þeim efnum hafa menn haft uppi ýmis rök fyrir því ss. að taka tillit til efnahags þjóðarinnar o.s.frv. En ég held að kvótakerf- ið sem slíkt sé það tæki sem unnt væri að beita ef það væri pólitískt mögulegt að taka slíkar ákvarð- anir. Þá væri ekkert því til fyrir- stöðu að með réttri ákvarðana- töku stjórnvalda mundi kvóta- kerfið alveg duga til að halda uppi réttri nýtingarstefnu á fisk- stofnunum. Við sjáum að það hefur tekist mjög vel þar sem far- ið hefur verið eftir okkar tillögum ss. með loðnu og sfld. Hafa þá skammtímasjónarmið stjórnmálamanna ráðið ferðinni á kostnað langtímasjónarmiða? - Ég veit ekki hvort það eru skammtímasjónarmið stjórn- málamanna. Það eru skamm- tímasjónarmið í þjóðfélaginu. Tilfellið er að stjórnmálamenn hafa fullan skilning á þessum langtímasjónarmiðum sem við erum að berjast fyrir. Þjóðfélagið sem slíkt er ekki tilbúið að horf- ast í augu við þau vandræði sem stundum geta fylgt því tímabund- ið að fara eftir okkar tillögum. Hefurðu skýringar á því? - Já. Ein er sú að á tímabili gekk okkur illa að komast að hinu sanna um stærð þorsk- stofnsins og menn fengu ótrú á okkar tillögum. Þetta var í kring- um 1980. Eg held að þetta hafi seinkað því að menn fóru að taka virkilega tillit til tillagna okkar um þorskstofninn og það eimir ennþá eftir af þessu eins og fyrsta spurningin hér á undan ber vott um. Menn eru alltaf að búast við því að við gerum einhver mistök og vona í lengstu lög að við séum of svartsýnir. Er sjórinn í kringum landið jafn hreinn og af er látið? - Það er náttúrlega mikið af fljótandi mengun í sjónum, plastdrasl og annað rusl. En hvað varðar eiturefni og annað slíkt þá get ég fullyrt að hafið er sem bet- ur fer furðu hreint í kringum landið. Varðandi hina fjótandi mengun held ég að ástandið sé að breytast mikið til batnaðar því að pökkunarvélar eru komnar um borð í flest skip og sjómenn sjá að það gengur ekki lengur að fleygja drasli í hafið. Ég á því von á að með tilkomu þessara tækja hætti þeir þessum ósið því þetta drasl er til mikillar vansæmdar fyrir okkur. Hvað ætlið þið að leggja fyrir fund vísindanefndar Alþjóða- hvalveiðiráðsins sem haldið verð- ur í Bandaríkjunum á næstunni.? - Það verða lagðar þama fram þó nokkuð margar áfangaskýrsl- ur. Verkfallið tafði að vísu þetta verk og fyrir vikið verða þær kannski ekki eins umfangsmiklar og vonir stóðu til. Eigi að síður getum við lagt fram áfangaskýrsl- ur um endurúrvinnslu á talningu, og rannsóknir á veiddum hvölum sem við leggjum mikla áherslu á að koma á framfæri til þess að skilningur manna aukist á nauð- syn þess að taka þessa hvali. Að auki nokkrar góðar greinar sem þarna verða lagðar fram. Er að finna einhver nýmæli í þessum áfangaskýrslum ykkar? - Ég held að ég verði að svara þessu á þann hátt að það sé best að bíða og sjá hvaða niðurstöður verða lagðar þarna fram. Það er ekki rétt af mér að skýra frá þeim áður en okkar menn gera það fyrir vísindanefndinni. Er Hafrannsóknastofnunin sjálfstæð stofnun eða er henni Qarstýrt úr sjávarútvegsráðu- neytinu? - Ég vona að það hafi komið fram á undanförnum áratugum að við erum býsna sjálfstæð stofnun og teljum okkur vera nokkurskonar samvisku þjóðar- innar í þessum efnum og hikum aldrei við að segja sjávarútvegs- ráðuneytinu og öðrum til synd- anna ef okkur finnst gengið á fisk- og dýrastofnana í hafinu. Hinsvegar viljum við og reynum ævinlega að leggja hlutlægt mat á það hvort veiðar ógni einhverjum tilteknum stofnum. En það virð- ist vera mjög algengt að fólk fáist ekki til þess, samanber hval- veiðamar, heldur leggur það huglægt og tilfinningaiegt mat á þær og það ruglar menn í ríminu. Ég get alveg fullyrt það að ef við teldum einhverja minnstu ástæðu til að ætla að veiðar í vísindaskyni ógnuðu viðkomandi hvalastofn- um, þá mundi Hafrannsókn harðneita að taka þátt í slíku. Hinsvegar erum við sannfærðir um að þessi fáu dýr sem tekin eru hafa engin áhrif á ástand hvala - stofnanna hér við land. Að lokum, Jakob. Áttu trekt? Já, já ég á trekt. En hvort ég nota hana á þann hátt sem mér hefur verið ráðlagt, það er svo önnur saga. -grh Dr. Jakob Jakobsson \ er á beininu Eium samviska þjóðarínnar 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.