Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 23
gaf okkur innsýn í líf ekkjunnar sem bömin voru tekin frá, hún á harma að hefna og lítur á Guð- nýju sem fulltrúa sinn. Það gerir ólétta vinnukonan líka, sú sem tekur við starfi Guðnýjar á Ytri- Mýri. Það eru margar kúgaðar konur á bak við þær örfáu sem þora að rísa upp gegn kúguninni. En Sveinki niðursetningur minnir okkur á að það voru ekki bara konur sem voru kúgaðar. Einsog alltaf þegar manni finnst eitthvað vel gert í sjónvarpi vakna óskir um meira af svo góðu. Hugsið ykkur bara allar þær sögur sem liggja óbættar hjá garði allt í kringum okkur! Alla þá lærdóma sem við gætum dreg- ið af sögu okkar ef við fengjum hana matreidda svo lystilega í stærri og tíðari skömmtum! Edda Heiðrún Backmann og Helgi Skúlason í Næturgöngu. fyndnum tilsvörum. En það er ekki nóg. Greinilegrar þreytu gætti hjá áhorfendum er líða tók á leikinn og mæddi þá smíðisgall- inn sem er næsta ljós í verkinu. í fyrsta lagi þá eru áhorfendur komnir í Gamla bíó til að sjá Bibbu (og Halldór). Þeir eru komnir til að njóta persónuleiks og þegar svo fór að aðalpersónur leiksins voru orðnar utanveltu og fengu nánast ekkert rúm til að tjá sérkenni sín, tapa nánast sínum hversdagsleik sem orðinn er fjölda áhorfenda kær, þá fóru gömlu konurnar við hlið þess sem hér ritar að tauta, nei tala hátt um að þetta væri nú betra í útvarp- inu. Það er megingalli verksins. Höfundarnir gleymdu tilefninu, tveim litlum persónuleikum sem voru upphaf þess arna. En ef þær persónur eru látnar vega allrar veraldar, orðskrípi og hortittir Bibbu látnir deyja drottni sínum í taugastrekktum ærslaleiknum, hvernig tekst þá til? Sumpart vel, sumpart miður. Þeir sem ná bestum árangri í leiknum gera sem allra minnst, eða gæta ágætlega vel að sér að halda leik sínum innan snotur- lega stílfærðra marka. Bessi gengur í gegnum sýninguna á nærbuxum og gerir nánast ekk- ert. Hann bara er og fyrir bragðið er hann kyrr blettur í látunum sem allra augu hvfla á. Og er oft drepfyndinn á hóflegan hátt. Jó- hann Sigurðsson stelur .senunni gersamlega í upphafsatriði sínu og á eftir það marga fína spretti í hlutverki Dedda bróður Bibbu. Þeir leika báðir á öðrum nótum en hinir í sýningunni, trúir þeirri grunnhugsun farsans að persón- urnar eru venjulegt fólk sem lendir í óvenjulegum og óviðráð- anlegum kringumstæðum. Var það ekki Alec Guinnes sem lýsti því svo að við slíkar kringum- stæður væri best að vera ákaflega stilltur og láta sem minnst á sér bera. Ogvarþá að leika í Paradís- arhótelinu eftir Feydeau. Aðrir leikendur eru á öðrum brókum: þeirra leikur er með grófu sniði, þeir verða hjól í vél- virki fléttunnar, fá lítið næði til að staðfesta persónur sínar á svið- inu, hvergi næði til að bregða fyrir sig kunnáttu sinni. Mæðu- legast er þetta hjá Eddu Björg- vinsdóttur sem hefur mörg fín tækifæri til að koma spakyrðum Bibbu á framfæri en verður þá fyrir atburðarásinni svo það heyrist ekki til hennar. Eddu tekst samt að brjótast í gegnum hávaðann og á marga góða brodda sem hún stingur til áhorf- enda. Júlíus hefur haft það erfiða hlutverk að vera rödd skynsemi og meðalhófs í samtölum þeirra Bibbu. Hlutverk hans í leiknum er eins sniðið. Halldór er „stra- ight man“ í tveggja manna gam- anleik, hér virtist hentugast og. eðlilegast að efla þá þætti persón- unnar og mátti sjá drög að því í leik Júlíusar. En einhvern veginn reis hann ekki undir því og varð eins og þeytispjald um sviðið. Kjartan brá sér í þrenn gervi og óx allur í ærslunum eftir því sem á leið. Bríet fékk ekkert rými í hlutverki saklausarar konu í heimsókn, Rúrik og Lilja voru infaldar og afkáralegar skrípa- myndir. Það er þannig hófleysið sem setur ljótan blett á sýninguna. Hún kemst sárasjaldan í snert- i:;gu við þetta „vandasamasta“' sem leikstjórinn nefndi. Leik- mynd Björns Björnssonar er hrópandi smekklaus og þannig í .stfl sýningarinnar, um of- og van í senn. Leikstjórinn nefnir einnig í margnefndri leikskrá þrár sínar til að kljást við verk nokkurra meistara bókmenntasögunnar og telur þar til Tchekov og leikrit hans - „þau eru of auðveld“ — og restorasjónskomedíurnar bresku. Báðar þessar deildir byggjast á makalaust stflfærðum og hófstilltum, nánast elegant leikstfl. Gaman væri að sjá Gísla Rúnar næst beygja sig undir þann aga sem þarf við sviðsetningu slíkra verka. Þau eru engum „of auðveld" svo vitnað sé til orða hans. ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR Vinnum við stríðið! Stríð. Gott orð. Niðrá Lækj- artorgi eru tveir krimmar á menntaskólaaldri að betla fyrir bjór. Bera þess merki að hafa verið í útilegu. En búnir að týna tjaldinu. Þeir fá óblíðar viðtökur og þegar þeir halda á eftir þeim: „Lúserar!... Þið eru og verðið lúserar.“ Hvaða stríð ætlið þið að vinna, hugsa ég og þegi. Nokkrum mánuðum síðar keyri ég Hverfisgötuna á þeim ruglingslega hraða, sem þar tíðk- ast. Á móts við strætisvagnabið- skýlið hjá Regnboganum, er kóf- drukkinn maður í heiðarlegri til- raun að komast yfir götuna. Og drekkur mjólk í leiðinni. Heilan lítra. í strætisvagnabiðskýlinu horfa fjórar persónur á manninn og mjólkina. Finnst þetta hvorki fyndið né sorglegt. Enginn reynir að hjálpa manninum yfir götuna með mjólkina. Fólkið er í öðru leikriti: Að bíða eftir strætó. En það er engill sem leiðir manninn yfir götuna og þessvegna tekst bflstjórunum og honum að kom- ast hver hjá öðrum. Og ég keyri áfram og hugsa: Kannski get ég notað atriðið í smásögu og þess- vegna má ég ekki skerast í leikinn. Lífið verður að hafa sinn gang. Þegar ég var blaðamaður á Þjóðviljanum var ég send útaf örkinni að spyrja spurningar dagsins. Ansi mikið mál var að finna góða spurningu. Hvað fólk hefði dreymt þá um nóttina? Hvað því fyndist um nýjustu að- gerðir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum? Oft var erfitt að fá konur til að svara. Sérstaklega ef þær voru ómálaðar. Ég fór niðrí Austurstræti, stundum á næstu bensínstöð (og tók enga stund), en svo geri ég tilraunir til að spyrja í Kringlunni. En viti menn! Fólk svaraði ekki neitandi, heyrði ekkert, sá ekk- ert. Notabene, það var í allt öðru leikriti: Það var í Kringlunni. Það mátti ekki trufla það. Fólkið sveif áfram í sínum heimi. Og þarna inni voru engir „lúserar“. Nú má kannski deila um hvort sniðugt sé að eyða ævinni í að vafra um í endalausri leit að næstu óopnaðri bjórdós. En bara þetta orð: ,,Lúser“ speglar hugs- un okkar. I allri leit okkar að til- gangi hefur enginn fundist enn. Við höfum alltaf þurft að búa hann til sjálf. Til að horfast í augu við augun í myrkrinu. Núna verð- um við að eiga eitthvað. Til að mæta óvininum. Við eigum að eiga eitthvað sem eyðist. (Samt getur verið gaman að eiga augna- blik sem kemur aldrei aftur.) Og þó við séum svona ljómandi frjáls og hugguleg, með prentfrelsi, tjáningarfrelsi og öll þau, þá erum við ekki frjáls af því að eiga ekki neitt. Efnahagslegar neyslu- venjur eru nútímakúgun. Og það eru þessar neysluvenjur (leið- indaorð!) sem eru að fara með Jörðina (plánetuna). (Enginn veit hvert.) Við einblínum á starfsframa, þó að sama starf felist í deildar- stjórn í vopnafabrikku eða for- stjórn í fyrirtæki, þarsem verka- mennirnir eru allir á lúsarlúnum. Því það, að eiga „eitthvað" og vera eitthvað heitir sigurvegari (,,winner“). Og það er meðai annars þess- vegna sem við sjáum svo sjaldan þessa svokölluðu lúsera. Því þeir eiga ekki lengur hvergi heima. Fyrst fór stórfjölskyldan í hund- ana (púff!), og elliheimilin fylltust af ömmum, nú eru geð- sjúklingar, krimmar, rónar, fatl- aðir, alþingismenn, börn og ann- að skrítið fólk geymt á þartilgerð- um stöðum. Og það er bannað að skera sig úr nema með til- heyrandi stfl. Því það getur kost- að stórfé að vera öðruvísi. Að vísu er búið að búa til renni- brautir fyrir fatlaða og gefa geð- sjúklingum róandi lyf, en við vit- um ekki hvemig við eigum að koma fram, ef við lendum í óvæntum og spennandi aðstæð- um. Einusinni vann ég á Kleppi og við fórum í sund. Ein konan tók alltaf niður annan hlýrann á sundbolnum í heitapottinum, og þetta stórkostlega brjóst leið út í loftið, en enginn sýndi viðbrögð nema kannski heima hjá sér á kvöldin. Við forvitnumst og fordæmum allt sem er öðruvísi, en vitum ekki hvernig skal bregðast við. Við komum fram við fatlaðan mann eins og fatlaðan en ekki einsog manneskju. Sylvia Path lýsir því í Bell Jar, hvemig hún kappkostaði að horfa sem fastast á slys, ef þáu urðu á vegi hennar, um leið og við hin sem söfnuð- umst í kring, tilað horfa, skömm- umst okkar fyrir það um leið og kunnum ekki einusinni hjálp í viðlögum. Sylvía vildi bara vita hvernig þetta vildi til og viður- kenndi það. Nú finnst kannski sumum að pistillinn sé hlaupinn útum víðan völl en þá vil ég bara minna á hið dulda samhengi tilverunnar. Ég var að velta þessu fyrir mér. Með stríðið. Að við svona ger- samlega hárlaus og sólbrún og vöðvastælt, við myndum drepast í fyrsta frumskógi. Þó emm við önnum kafin að halda því fram að stríðseðlið búi í okkur og hafi m.a. yfirfærst á nautaöt og fót- boltaleiki (sannfærandi kenning í ljósi síðustu úrslitaleikja). Leikum fótboltaleiki, til að fá út- rás fyrir þetta göfuga stríðseðli sem bjargaði ættbálkunum frá út- rýmingu (?). Ef við komumst hvorki á vígvöllinn né völlinn, þá búum við til stríð við næsta mann. Og köllum þá sem ekkert „komast áfram“ lúsera. Ég leyfi • mér þó að fullyrða að margir rón- ar eiga aðdáun skilið fyrir þá út- sjónarsemi sem hver flaska getur útheimt. En foreldri sem hugsar um börnin sín eða fóstra sem hugsar vel um annarra manna böm eða kennari leggur á sig kennslu (þama kom ég aðeins inná kjara- málin!), eða allt það huldufólk sem ræktar garðinn sinn, er allt- saman fólk, sem álitið er að hafi ekki komist langt. Ekki eins langt og það fólk sem fær inni á glans- tímaritasíðum eða í sjónvarpinu fyrir að sigra heiminn. „Týpískt“ dæmi var þegar átti að fara að gera „alþýðunni“ á íslandi skil, með því að sýna nokkrar ágætar konur sem unnu við að framleiða fiskibollur í dós, þá þurfti sjón- varpið endilega að velja til þess 1. maí. En spumingin sem brennur á vömm okkar allra: Vinnum við stríðið...? Og þegar við sitjum í hægind- um á efsta degi, síðasti hvalurinn svamlar í baðkerinu, útfjólubláir geislar ylja okkur um iljarnar, úr kvöldkyrmnni berst þessi reykmenntaða lykt sem fyllir vit- in, börnin hafa sofið undarlega fast í marga daga, búið að vaska upp og henda síðustu leifunum af þessum ágæta geislavirka bút- ungi, sem við átum í kvöld, fugl- arnir í þöglum trjánum, gínurnar ganga um beina og uppstoppuð górilla horfir á stillimyndina með okkur, þá getum við loksins sagt, getum við loksins hvíslað seigum rómi útum þanið brjóstið: „Við unnum stríðið! (Verst með skógardauðann, en) Við unnum stríðið.“ ... en ekki fyrr. Ekki orð. Þögn þangað til.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.