Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 24
KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Handbók um hand- bækur Kvikmyndahandbækur eru ekki bara fyrir kvikmyndafríkin heldur eru þær mjög handhægar fyrir alla sjónvarpsáhorfendur Skyttur Friðriks Þórs er önnur tveggja íslenskra kvikmynda sem fá þrjár stjörnur í hinum íslenska hluta Handbókar Halliwells en aðrar fá minna. Mál og menning hefur nú Ioks gefið út fimmta og síðasta bindi Kvikmyndahandbókar Halli- wells í íslenskri þýðingu. Útgáfan er mjög þarft framtak og var löngu kominn tími til að gefa út bók sem þessa hér á landi. Það vita hins vegar kvikmyndáhuga- menn að handbækur sem þessar eru eins misjafnar og þær eru margar og því nauðsynlegt að vanda valið þegar ráðist er í út- gáfu sem þessa. Þessu síðasta bindi fylgir viðauki um íslenskar kvikmyndir sem er ekki síður áhugaverður. Halliwell Erlenda útgáfan af handbók Halliwells, eða Halliwell's Film Guide, hefur ávallt verið fáanleg í bókabúðum hérlendis en auk hennar hafa aðrar samskonar bækur notið vinsælda kvikmyndafríkanna. En hvernig velja menn sér kvikmyndahand- bók ef þær eru svona ólíkar að stærð og gerð? Sem betur fer er smekkur manna misjafn og það á einnig við um þessa heimsþekktu gagnrýnendur sem ritstýra fræði- ritunum. Það verður því hver og einn að gera upp við sig hvaða handbók hentar best til örlítillar leiðbeiningar langar mig að kynna þrjár þeirra sem allar hafa eitthvað til síns ágætis. Bókunum sem um ræðir, auk bókar Halliwells ritstýra Leonard Maltin og Steven H. Scheuer. Lesendur hafa vafalaust séð dag- blöðin vitna í þessa spekinga og verið misjafnlega sammála stjörnugjöf þeirra. Ef við byrjum á Halliwell þá er sú bók ákaflega ólík hinum Regnboginn Iron Eagle II * (Glæfraför) Skrýtiö hve margar framhaldsmyndir eru gerðar eftir lélegum myndum. Glæfraförin er ein þeirra og er ekki fremur en fyrri myndin neitt til aö hrópa húrra fyrir. L'ete en pente douce ★★ (Og svo kom regnið) Kómlsk, litil saga af smáborgurum í Frakklandi. Persónurnar eru allar ýktar og háöið aldrei langt undan. Full mikið er spil- að með barm Ijóskunnar. Dead Ringers ★★★ (Tvíburar) Magnaður, en oft óþægilegur sálartryllir keyrður áfram af stórgóðum leik Jeremy Irons. Önnur hlutverk ekki eins sannfærandi, hvorki í handriti né tjáningu. Babette's gæstebud ★★★★ (Gestaboð Babettu) Þessi gómsæta mynd Gabriels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við freistinguna og syndina. Stórgóð persónu- sköpun og veislan i lokin er ógleymanleg. tveimur að allri uppbyggingu. Höfundur bókarinnar, Leslie Halliwell, lést reyndar í vetur en eftir lifir nafn hans sem frum- kvöðuls á þessu sviði. Halliwell gefur myndum einkunnir frá engri upp í fjórar stjörnur en sleppir hálfu stjörnunum. Stjörnugjöf hans eru vægast sagt nokkuð ströng en staðallinn er líka byggður upp á allt annan hátt en í bókum hinna tveggja. Mjög margar kvikmyndir fá enga stjörnu í bók Halliwells enda var hann ekki par hrifinn af afurðum kvikmyndaiðnaðarins síðustu áratugina. Myndir rétt undir meðallagi fá gjarnan enga stjörnu hjá Halliwell þannig að skalinn er ekki notaður til fullnustu. Hinar tvær Handbækur Maltins og Scheu- ers miða stjörnugjöfina meira við það sem við eigum að venjast og er dreifing myndanna á einkunnaskalann á flestan hátt eðlilegri. Báðir gefa þeir í heilum og hálfum stjörnum sem sumir telja nokkuð vafasöm saman- burðarfræði. Lægsta einkunn Maltins er „Bomb“ en þar fyrir ofan gefur hann * 1/2. Scheuer gefur hins vegar lægst 1/2 og fikr- ar sig síðan upp með hálfrar stjörnu millibili. Athugið að Maltin gefur sjónvarpsmyndum, merktum TVM í bókinni, ekki í stjörnum heldur er aðeins um þrjár einkunnir að ræða: miðl- ungs, og undir eða yfir meðallagi. Eins og áður sagði er grund- vallarhugmyndin á bak við stjörnugjöfina nokkuð öðruvísi hjá Halliwell. Margar mjög fram- Skugginn af Emmu ★★★ Besta barnamyndin í borginni er einnig fyrir fullorðna. Skemmtileg mynd á mörk- um fantasíu og veruleika. Mississippi Burning ★★★★ (f Ijósum logum) Enda joótt Alan Parker fari heldur frjáls- lega með staðreyndir er þetta einhver besta mynd sem gerð hefur verið um kyn- þáttahatur. Leikur er til fyrirmyndar og allt sjónrænt spil áhrifamikið. Brennheit og reið ádeilumynd sem enginn má missa af. Laugarásbíó A Nightmare on Elm Street Part 4 ★ (Martröð á Álmstræti) Fjórða myndin í þessari hryllings- tæknibrellusyrpu sem verður vinsælli með hverri myndinni. Efnið er nú orðið talsvert þreytt sem kann ekki góðri lukku að stýra í myndum af þessu tæi. Twins ★ (Tvíburar) Einstaklega þunn og ófyndin mynd þar sem áhorfandinn veit alltaf hver næsti brandari verður. Lakasta mynd Ivans Reit- mans til þessa og hefði handritið aldrei átt að fara lengra en í ruslakörfuna. . A Moon Over Parador ★ (Tungl yfir Parador) Vonbrigði frá einum athyglisverðasta leikstjóra Bandarfkjanna, Paul Mazurski. Richard Dreyfuss sem hefur verið hittinn á góðar rullur að undanförnu bjargar þessari mynd ekki. bærilegar kvikmyndir fá aðeins eina stjörnu hjá honum en skýr- ingin á bak við eina stjörnu er að myndin eigi sér einhverja sterka hlið án þess að vera nógu góð sem heild. Sem dæmi um einnar eða tveggja stjörnu myndir Halliwells má nefna Mon Oncle og Playtime eftir Tati, 8 1/2 og La Dolce Vita eftir Fellini, L'Awentura og Blow Up eftir Antonioni, Los Ol- vidados og Viridiana eftir Bunuel og Jules et Jim og La Nuit améric- aine eftir Truffaut, en allar þessar myndir fá hæstu einkunn í hinum tveimur, enda jafnan settar á stall með bestu kvikmyndum sögunn- ar. Nýrri kvikmyndir fá enn verri útreið hjá Halliwell. Eftir að hafa skoðað bók Halliwells spjald- anna á milli fann ég aðeins eina kvikmynd gerða síðustu 30 árin sem náði fjórum stjörnum. Það er Bonny and Clyde, undir leik- stjórn Arthurs Penns, en þó kynni mér að hafa yfirsést og ein- hver önnur náð sömu einkunn. Þá kynni einhverjum að finnast stjörnugjöfin ekki alveg sam- kvæm sjálfri sér þegar Grease fær tvær stjörnur en The Deer Hunt- er og Clockwork Orange einni stjörnu minna. En varðandi hnignun og hrun kvikmyndanna hefur Halliwell vissulega mikið til síns máls og einkunnagjöfin venst mjög fljótlega. Enda er stjörnu- gjöfin í sjálfu sér ekki aðalatriðið heldur má fá miklu betri upplýs- ingar í gegnum sjálfa umsögnina. Mismunandi upplýsingar Handbækurnar snúast nefni- Bíóhöllin Young Guns ★★★ (Ungu bissubófarnir) Vestrar eru komnir úr tisku en þessi gæti aukið hróður slíkra mynda. Hér höfum við allt sem þarf, átök og tragedíu, hetjudáð og kómedíu, fólsku og jafnvel rómantík. Estevez skemmtilegur sem Billi barnungi. Working Girl ★★ (Eln utivinnandi) Mjög góður leikur allra aðalleikaranna nær ekki að toga þessa ófrumlegu afþrey- ingarmynd upp úr meðalmennskunni. Mike Nichols fær þó uppreisn æru eftir hina hræðilegu Heartburn. Snotur kvikmynda- taka hjá Ballhaus. Funny Farm ★ Á síðasta snúning George Roy Hill má muna sinn fifil fegri en þó má brosa að mörgu í þessari nýju afþreyingarmynd hans. Chase hefur oft verið fyndnari. A Fish Called Wanda ★★★ (Fiskurinn Wanda) Nánast fullkomin gamanmynd. Hárfínn húmor í skotheldu handriti og gamlinginn Crichton stýrir af mikilli fimi. Erfitt að gera upp á milli aðalleikaranna sem eru hver öðrum betri. Betri skemmtun er vandfund- in. Tequlla Sunrise ★ (Á ystu nöf) / Falleg kvikmyndataka er Ifklega Ijósasti punktur myndarinnar. Robert Towne sem eitt sinn kunni að plotta nær engu út úr stjöruliðinu sfnu. lega ekki eingöngu um stjörnu- gjöf. f þeim er að finna helstu upplýsingar um kvikmyndirnar, ss. leikstjóra, leikara, fram- leiðsluland og ár, söguþráð og ýmislegt annað sem hæfir hverri mynd. Halliwell stendur sig best þeg- ar að þessum hluta er komið. Texti hans um kvikmyndirnar er tvískiptur; fyrst rekur hann sögu- þráð og á eftir kemur hin eigin- lega og persónulega umsögn. Þá tilgreinir hann við allar myndirn- ar nafn framleiðanda, hand- ritshöfundar, leikstjóra, töku- stjóra og höfund tónlistar og gild- ir einu hvort um merkilega mynd er að ræða eður ei. Einnig grípur hann niður í umsagnir annarra eða vitnar í samtal úr myndinni en það á yfirleitt aðeins við um vel þekktar kvikmyndir. Að þessu leyti er bók Halliwells oft skemmtilegust aflestrar og upps- etningin á henni mjög þægileg. Af hinum bókunum tveimur gefur Maltin yfirleitt meiri (einskis nýtar) upplýsingar en Scheuer. Hann tilgreinir alla jafna fleiri leikara og að auki inniheldur bók Maltins flesta titla, en í nýjustu útgáfu hans eru yfir 18 þúsund titlar. Hins vegar er óþægilegra að finna nöfn myndanna eftir stafrófsröð í bók Maltins vegna þess hvernig hann raðar þeim upp. Hann tekur bók- stafina eftir röð án tillits til orða- bila. Ef við tökum dæmi þá er A Man for All Seasons á eftir mynd sem kallast Manfish. Sambæri- legt væri að maður að nafni Jó- hann Ólafsson væri á eftir Jó- hannesi í símaskránni. Þessi upp- röðun venst raunar mjög fljótt. Bad Dreams 0 (Slæmir draumar) Slæmir draumar er martröð frá upphafi til enda. Aðastandendur myndarinnar hljóta að hafa fengið rauðan sósulit á út- sölu og nota hann þvi stöðugt. Þeir sem nenna að horfa á ósköpin fatta plottið langt á undan góða gæjanum. Who Framed Roger Rabbit ★★★ (Kalli kanína) Vel heppnuð ævintýramynd þar sem áhorfandinn gleymir að hér er notast við teiknifígúrur. Tímamótamynd í klippingum og brellum. Bíóborgin Dangerous Liaisons ★★★ (Hættuleg sambönd) Þrungin, en jafnframt hrífandi tragi- kómedía þar sem allir eru táldregnir. Frá- bær leikur ber myndina, sérstaklega Malk- ovich og Close hástéttarpakkið sjálfselska. Rómantíkerar munu elska þessa mynd. Rain Man *★★ (Regnmaðurinn) Regnmannsins verður minnst fyrir ein- stakan leik Hoffmanns í hlutverki einhverfa ofvitans fremur en sem góðrar kvikmynd- ar. Óskar fyrir handrit og leikstjórn fremur vafasamur og Barry Levinson hefur áður stýrt betur. The Accidental Tourist ★★★ (Á faraldsfæti) Yndisleg mynd um allar mannlegar til- finningar, frá hlátri til gráts. Besta mynd Kasdans til þessa enda vel skrifuð og vel stýrt ásamt hnökralausum leik. Geena Da- vis hrífur alla. Ekki er ástæða til að gera frek- ar upp á milli Maltins og Scheuers heldur verður smekkur fólks að ráða. Þessar bækur eru mjög ódýrar og alls ekki úr vegi að eiga fleiri en eina til að geta verið viss um að kvikmynd kvöldsins sé glápsins virði eða til að fá nánari upplýsingar um kvikmyndir á myndböndum. íslenskar kvikmyndir íslenska þýðingin á handbók Halliwells var gefin út í fimm bindum. Síðasta bindið inniheld- ur kvikmyndir á bilinu T-Z en aftast er síðan viðauki um ís- lenskar kvikmyndir. Mjög forv- itnilegt er að skoða umsagnir um íslensku myndirnar en það hefur brunnið við að íslenskar kvik- myndir fái of góða dóma hjá gagnrýnendum. Samantektina á íslensku myndunum önnuðust Árni Sigur- jónsson, Árni Óskarsson, Gísli Sigurðsson og Guðmundur Andri Thorsson. í formála kem- ur fram sú ákvörðun þeirra að fylgja þeirri megin stefnu sem einkennir bók Halliwells, að gera miklar kröfur. Fyrir vikið fær ekkert verk fjórar stjörnur og aðeins tvö ná þremur stjörnum; Hrafninn flýgur og Skytturnar. Þrjár kvik- myndir Ágústs Guðmundssonar hljóta tvær stjörnur; ' Land og synir, Með allt á hreinu og Ut- laginn, og það gerir Stella í orlofi einnig. Aðrar myndir fá ýmist eina eða enga stjörnu en alís eru 29 kvikmyndir í þessari saman- tekt. Hvort sem menn eru sáttir við þessa palladóma eða ekki kemur margt skemmtilegt fram við þessa athugun. Samsvarandi upplýsingar eru gefnar um ís- lensku myndirnar og þær erlendu nema hvað bætt er við nafni þess sem fer með „listræna stjórn". Hingað til hefur orðið leikmynd dugað í þessu skyni en nú þykir flottara að þýða „art direction" sem listræn stjórn, enda miklu virðulegri titill. Gjarnan hefði mátt hafa eldri íslenskar kvikmyndir í þessari samantekt. Eina myndin í bók- inni sem gerð var áður en „vorið“ hófst er Morðsaga Reynis Odds- sonar enda var vorið í aðsigi þeg- ar hún var frumsýnd árið 1977. The Unbearable Lightness of Being ★★★★ (Óbærllegur léttleikl tilverunnar) Stórbrotiö kvikmyndaverk, hvernig sem á það er litið. Kaufman tókst hið ómögu- lega, að kvikmynda sögu Kundera svona líka listavel. Rómantik, erótík, ást, hatur og afbrýði brjótast upp í þessu magnaða lista- verki. Kvikmyndataka Nykvists er ólýsan- leg. Háskólabíó The Naked Gun ★★ (Beint á ská) Stanslaus brandaraskothríð í tæpar tvær klukkustundir. Hittnin er þó misjöfn, oft er hitt í mark en lika er skotið bæöi yfirog framhjá. Jafnast kannski ekki á við Air- planel en það má hlæja að vitleysunni. Stjörnubíó Punchllne ★★ (Hlátrasköll) Stundum fyndin en stundum alvarleg mynd um tvo sviðsgrínara á Breiðvangi og drauma þeirra. Tom Hanks sannar sig endanlega sem alvöru leikari og einnig er vel valið f önnur hlutverk. Frlght Nlght II 0 (Hrylllngsnótt II) Fyrri myndin var léleg en þessi slær allt út. Krlstnihald undir jökli ★★★ \ Góð, og athyglisverð mynd á íslenskan mælikvarða sem unnin er af fagmennsku. Kristnihaldið er skemmtileg og fersk á að horfa en ber full mikla virðingu fyrir texta nóbelsskáldsins. 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.