Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 20
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Sofia „þriðja“ Polgar-systirin kveður sér hljóðs Ekki eru nema fjögur ár síðan Ssuza Polgar vakti mikla athygli er hún tók þátt í opna New York- mótinu og vann þar marga fræga kappa s.s. Filippseyinginn Torre, sem tefldi í áskorendakeppninni 1983-’84. Ssuza er í 3. sæti á heimslistanum yfir sterkustu skákkonur heims en engu að síður vekja systur hennar nú enn meiri athygli, einkum sú yngsta Judit Polgar sem á næsta Elo-lista verður með rösklega 2600 stig. Árangur hennar er þó ekki alveg marktækur því hún hefur afar takmarkaða reynslu í keppni við sterkustu skákmenn heims. Það er þó ekki minnsti vafi á því að Judit skipar sér á bekk með eftir- tektarverðustu undrabörnum skáksögunnar s.s. Capablanca, Fischer og Kasparov. Samt er um það deilt hvort kalla megi þær Polgar-systur undrabörn. Skák- uppeldi þeirra er afar sérstætt og á sér vart hliðstæðu. Þær voru kornungar komnar undir hand- leiðslu þekktra ungverskra skák- þjálfara og eru á þann hátt frá- brugðnar t.d. Capablanca og Fischer sem brutu sér leið svo að segja hjálparlaust. Þá á eftir að koma í ljós hversu langt þær ná. Ssuzu hefur t.d. ekki farið ýkja mikið fram undanfarið. Hvað sem öllum bollalegging- um líður þá vekja þær mikla at- hygli hvarvetna og hefur fjöl- skyldan „hækkað talsvert í verði“ síðan í fyrra er hún heimsótti ís- land í tvígang. Það er ekki aðeins Judit sem þar á hlut að máli held- ur einnig Sofia Polgar, „þriðja Polgar-systirin" eins og hún er oft kölluð. Garrí Kasparov hafði um það orð sl. haust er hann tefldi hér á heimsbikarmótinu að hún væri greinilega síst þeirra og hefði enga sérstaka hæfileika til að bera. Þessi orð afsannaði Sofia heldur betur á opna skákmótinu í Róm sl. febrúar er hún náði ein- um glæsilegasta árangri sem náðst hefur í opnu móti fyrr og síðar. Hún hlaut 8l/i vinning úr 9 skákum og vann m.a. þrjá öfluga sovéska stórmeistara. Árangur hennar var reiknaður uppá hvorki meira né minna en 2879 Elo-stig. Næstu menn voru 2 vinningum á eftir Sofiu, Sovét- mennirnir Chernin og Dolmatov, - Englendingurinn Levitt og Pól- verjinn Wojtkewicz. Neðar á töflunni komu þekktir meistarar eins og Razuvajev og Suba sem báðir urðu að láta í minni pokann fyrir Sofiu. Mikils var vænst af Sofiu á New York-mótinu á dög- unum en hún náði sér aldrei al- mennilega á strik. Okkur íslend- ingunum fannst gaman er þau mættust blessuð börnin, Hannes Hlífar og Sofia og lauk skákinni með jafntefli eftir mikla baráttu. Það er athyglisvert að skákir í>otiu í Kom voru atbragðsvel tefldar. Lítum á sigur hennar yfir hinum þekkta stórmeistara Chernin: Róm 1989, 5. umferð: Sofia Polgar - Chernin Sikileyjarvörn 1. e4-c5 2. Rf3-e6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rc6 5. Rc3-Dc7 6. Be2-Rf6 7. 0-0-Be7 8. Be3-0-0 9. f4-d6 10. Khl-a6 11. Del-Ra5 12. Dg3-Rc4 13. Bcl-b5 14. a3-Db6 15. Hdl-Bb7 (Hér var nákvæmara að leika 15. ...e5 ogíathugasemdum Sof- iu sem ég styðst hér við gefur hún upp framhaldið: 16. fxe5 dxe5 17. Bh6? Rh5! 18. Bxh5 Dxh6 og svartur hefur vinningsstöðu. Betra er 16. Bxc4 bxc4 17. fxe5 dxe5 18. dxe5 He8 19. Dg3 Bd6 með flókinni stöðu. Svartur hefur allvænleg færi fyrir peðið.) 16. b3-Ra5 17. Bf3-Hac8 18. Bb2-Hfd8? (Ónákvæmur leikur sem Sofia notfærir sér umsvifalaust á glæsi- legan hátt.9) 19. Rd5!-Rxd5 (En ekki 19. ... exd5 20. Rf5! með vinningsstöðu.) 20. Rxe6!-g6 21. Rxd8-Dxd8 22. exd5-Hxc2 25. Bg4-Bxg4 23. Habl-Bh4 26. Dxg4-Rxb3 24. Dh3-Bc8 27. e3? (Onákvæmni sem gefur svört- um kost á mótfærum sem hann notfærir sér ekki.) 27. ...-Be7 28. f5-a5? (Hér var mun sterkara að leika 28. ... Dd7 og svartur hefur bætur fyrir skiptamuninn). 29. fxg6-hxg6 30. Dh3!-Hxb2 (Svartur verður enn að láta lið af hendi en eftir það er baráttan vonlaus.) 31. Hxb2-a4 34. g4-Re4 32. Hf2-Rc5 35. Hg2 33. Hdfl-f5 - og svartur gafst upp. Mót TR ekki til höfuós áskorertdaflokki Reykjavík 8. 5. 1989 Kœri Helgi í skákþætti þínum laugardag- inn 6. maí fjallaðirðu um keppni í áskorendaflokki á Skákþingi fs- lands 1989. Sú keppni fór fram á Akureyri um páskana. Um leið og ég sá pistilinn blasti við það sem ég hafði óttast. Misskilning- ur er kominn á kreik varðandi þátttöku félagsmanna T.R. í áskorendaflokknum. Og skal engan undra. Eins og þú getur réttilega var stjórn T.R. ekki sátt við það að teflt yrði í áskorendaflokki á Ak- ureyri. Fyrir því voru færð mörg rök. Þau veigamestu voru að ekki lá neitt fyrir um það að keppend- um sem kæmu að sunnan yrði hjálpað um ódýra gistingu eða fæði. Ýmsir félagsmenn í T.R. sem höfðu áhuga á að tefla bentu á þetta og spurðu hvort ekki yrði unnt að bæta úr. Svo reyndist ekki. Ég tel að slíkt hefði átt að vera í verkahring mótshaldara. Margir þeirra sem höfðu áhuga á að keppa eru námsmenn með litl- ar tekjur. Þeir höfðu séð það í hendi sér að það yrði þeim ofviða fjárhagslega að kaupa gistingu og fæði þann tíma sem mótið stæði. Nú má kannski segja að þeim sé ekki vorkunn að fara einu sinni norður til keppninnar, þar sem norðanmenn hafi um árabil þurft að koma suður til sömu keppni. En aðstæður eru ekki alveg sambærilegar. Flestir norðan- manna búa hjá ættingjum og vin- um þegar þeir tefla fyrir sunnan. Slíkt er eðlilegt og í flestum tilvik- um auðvelt því að flestir hljóta að eiga einhverja að í svo fjölmennu héraði sem stór-Reykjavíkur- svæðið er. En hið sama á ekki við um þá sunnanmenn sem fara norður. Þar eru íbúar færri þann- ig að ekki er eins víst að allir þeir sem vilja tefla fái gistingu hjá vin- um eða ættingjum. Þeir eru líka mun fleiri af stór-Reykjavíkur- svæðinu sem alla jafna tefla í áskorendaflokki. Að meðaltali má segja að þeir séu 25-30. Þá er komið að því sem ég vildi útskýra nánar fyrir þér og þeim öðrum sem áhuga hafa. Til að byrja með er það undirfyrirsögn- in í skákþætti þínum: „Áskor- endaflokkur án þátttöku T.R.“ Auðvitað áttu ekki við að T.R. sem slíkt hefði mátt taka þátt í keppninni heldur félagsmenn þess. En eins og kemur fram hjá þér var þó altént einn féiagi úr T.R. meðal keppenda. Að vísu er það miklu minni þátttaka en venjulega. En hitt er meira mál og að mínu mati alvarlegra. Þú virðist telja að stjórn Taflfélags Reykjavíkur hafi haldið skákmót um páskana til höfuðs áskorendaflokknum. Þetta er slæmur misskilningur sem ég hef orðið var við hjá fleirum en þér. Það má kannski segja að stjórn T.R. eigi ein- hverja sök á þessum misskilningi vegna „skorts á upplýsinga- streymi” eins og það er víst kallað núna. En það er aldrei of seint að bæta úr því. Ég skal nú skýra frá hvernig atvikum var háttað. Þegar búið var að ákveða að teflt yrði í áskorendaflokki á Ak- ureyri um páskana höfðu ýmsir skákmenn samband við stjórn T.R. til að kanna möguleika á þátttöku. Menn voru aðallega að leita upplýsinga um gistimögu- leika. Smátt og smátt upplýstist það að félagsmenn T.R. og ann- arra félaga á stór-Reykjavíkur- svæðinu treystu sér ekki til þátt- töku og það þrátt fyrir að tvö landsliðssæti væru í húfi. Þegar skráningu var lokið í áskorenda- flokkinn blasti við að aðeins tveir keppendur væru að sunnan. Þá var málið tekið fyrir á stjórnar- fundi í T.R. og rætt hvort ekki væri hægt að halda skákmót fyrir þá sem heima sátu. Ákvörðun um að halda páska- mót T.R. var tekin 9. mars s.l. Enginn þeirra sem skráður var í áskorendaflokkinn hætti við og tefldi í páskamóti T.R Það er því eða ætti að vera augljóst að pá- skamótT.R. varáengan hátt sett til höfuðs áskorendaflokknum. Einnig er augljóst, að það mót olli engu um dræma þátttöku í áskorendaflokki. Mér þótti rétt að senda þér línu um þetta efni. Ég veit að margir lesa skákþáttinn þinn enda er hann með því besta sem ritað er um skák. Þess vegna er líka enn mikilvægara að koma þessum skýringum að. Að lokum vil ég geta þess að Taflfélag Reykjavík- ur hefur ávallt viljað veg skák- þings íslands sem mestan. Stjórn félagsins hvatti menn mjög til þátttöku. Hún hefur einnig sýnt þennan hug sinn í verki á annan hátt. Þess er ávallt gætt að halda engin skákmót á sama tíma og skákþingið er haldið. Eins lánar félagið húsnæði sitt endurgjalds- laust til að halda skákþingið þar eftir óskum. Skáksambands ís- lands. , , _ , Með bestu kveðjum, Jón G. Briem Alslemma ’89 að hefjast Skráning í Alslemmu 1989, sem hefst í Reykjavík (Gerðu- bergi) á morgun, stendur enn yfir. Spilarar geta skráð sig í s: 91-62 33 26 í dag eða mætt á. mótsstað á morgun. Spila- mennska hefst kl. 13. Um 80 pör eru skráð til leiks (er þetta er skrifað) flest af höfuðborgarsvæðinu. Þessar tölur þýða, að mótshaldarar verða að aðlaga þessi 7 helgarmót sem eftir eru, með það í huga að spilarar á landsbyggðinni sjái sér fært að taka þátt í þessum .mótum. Reikna má með að flest af þeim pörum sem upphaflega hófu keppni um þessa helgi, verði með í 4-5 öðrum mótum að jafn- aði, til að telja til heildarverð- launa. Gengið var út frá því í upp- hafi, að lágmark 35 pör tækju þátt í hverju móti, að jafnaði, til að fjárhagsdæmið sem auglýst hefur verið, gengi upp. Alslemmu-hugmyndin er góð. Um það eru flestir sammála. En það má alltaf gera betur. Spurn- ingin er: Leggur einhver út í það? Sumarbridge í Reykjavík hefur farið vel af stað. Eftir 3 spila- kvöld er meðalþátttaka um 38 pör á kvöldi eða 152 manns á viku. Stefnt er á 50 para markið á kvöldi eða 200 manns á viku, til að jafna bestu þátttöku fyrri ára. Sumarbridge verður í Sigtúni 9 alla þriðjudaga og fimmtudaga í sumar og opnar húsið kl. 17.30 báða dagana. Spilamennska hefst í hverjum riðli um leið og hann fyllist. Vestfjarðamótinu f sveita- keppni hefur verið frestað til helgarinnar 9-11. júní n.k. Minnt er á skráninguna í Bik- arkeppni Bridgesambands ís- lands. Skráð er á skrifstofu sam- bandsins. Sjá símaskrá. Landsliðspörin þrjú munu taka þátt í afmælismóti Danska Bridgesambandsins, sem spilað varður í byrjun júní. Mótið verð- ur í tvímenningsformi með sveitakeppnisútreikningi. Góð æfing fyrir EM í Finnlandi í júlí. Epson-Evróputvímenningur- inn, samræmd „tölvukeppni" að- ildarþjóða Evrópusambandsins, verður spiluð um alla Evrópu föstudaginn 9. júní. Stjórn BSÍ samþykkti á fundi 24. apríl að taka þátt í þessari keppni, með a.m.k. einum riðli í Reykjavík. Meira veit umsjónar- maður ekki um þessa keppni, því það er eins og fyrri daginn, upp- lýsingastreymið háir ekki starf- semi skrifstofu BSÍ. Fjárhagur Bridgesambands ís- lands hefur um nokkurt skeið verið alvarlegt viðfangsefni full- trúa félaganna sem sæti eiga í nv. stjórn. Skiptir þar enn mestu húsakaupin og sá kostnaður sem fylgir, auk þátttöku okkar í dýr- um mótum á erlendri grund. Útlit er þó enn fyrir að senn birti til í þessum málaflokki, því ef um- sjónarmann misminnir ekki, er síðasta afborgun af húsakaupun- um í byrjun árs 1990. Að henni lokinni (greiddri) tekur við samn- ingurinn við Reykjavíkurborg, um yfirtöku eignahluta borgar- innar. Sá samningur er samband- inu mjög í hag og ætti ekki að íþyngja daglegri starfsemi næsta inn á spenanum, er það sem við bridgemenn köllum „brekku". Flestir kannast við eiginleika „brekkunnar". Erfitt upp á við, auðvelt niður. (Gömlum Skoda- eigendum til ama og leiðinda má rifja upp barnakórinn „Skódi ljódi, drífur ekki upp í módi“.) Ég vona að „brekkan" haldi sér og áfram verði til farartæki, sem ná að yfirvinna verstu eigin- leika hennar. Það má þó alltaf fara út og ýta. Til hvers eru ýtu- menn? Ég ætla að Ijúka þessum pistli í dag með beinni tilvitnun í bók Ásgeirs Jakobssonar „Lífið er lotterí“ (um vin minn Aðalstein Jónsson á Eskifirði): „Það eru aldrei svo miklir hundar á hend- inni, að ekki megi segja á þá“. Sjáumst í Alslemmu 1989. Á skömmum tíma höfum við séð sama spilið birtast þrisvar í íslenskum dagblöðum, spil frá EM í tvím. í Salsomaggiore, þar- sem Sigtryggur Sigurðsson sýndi snilldarvörn og fékk botn fyrir vikið. Grimm þessi veröld. í spili dagsins sjáum við sama hlutinn gerast. Yfirskriftin er þessi: Reyndu þessa vörn ekki á lakari spilará (þeir skilja ekki þá anda- gift sem „betri“ spilarar eru hel- teknir af). S: KD H: 542 T: 109654 L: G52 S: ÁG54 H: Á976 T: Á8 L: ÁK Samningurinn er 3 grönd í Suður. Sagnhafi enginn annar en vinur okkar frá Ítalíu, Giorgio Belladonna. Útspilið var spaða- tvistur. Eins og sjá má, eru 8 slagir á „toppi“ fyrir hendi. Sá níundi gæti komið ef hjartað væri 3-3 eða laufadama félli undir kónginn. Nú, Bellinn drap á drottningu í borði, og spilaði hjartatvist. Gosi frá Austri (sem var Pietro Bernasconi frá Sviss) og lítið frá sagnhafa. í þriðja slag kom tígulsjö frá Austri. Hvað nú? Hver er rétta spilamenpskan í þessari stöðu? Það er ljóst að hjartað verður að gefa 2 slagi. Ef tígufstaðan er 4-2, þá mun ásinn „blokkera“ litinn, svo lengi sem háspilin eru skipt. Ef tígullinn er 3-3 skiptir ekki máli hvað sagn-*7 hafi gerir. Svo Belladonna fjór upp með ásinn (réttilega) og um leið einn niður. Með hjarta- innkomu og KDG7 í tígli (hjartað . var 3-3) hafði Bernasconi flindið vörnina. Eftirmáli: n’est-ce pas? . árs. Ríkisvaldið hins vegar, með Lárusson alla sína gæðinga og heimalning- 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.