Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 18
Er persónu- leikinn krabba- meinsvaldandi? „Það er ekki satt að allir sem reykja eigi það á hættu að fá lungnakrabba - það eru bara þeir sem bæði reykja og eru afar háðir öðru fólki sem eru í mikilli hættu." Margir telja að það sé á mörk- um hins leyfilega að slá öðru eins fram. En það gerir þýsk- júgóslavneskur læknir og sál- fræðingur, Ronald Grossarth- Maticek. Hann telur sig hafa sýnt fram á það með rannsóknum að ósjálfstæði persónuleikans auki líkur á krabbameini eða hjarta- áfalli um helming hið minnsta og geti allt að fimmfaldað þær. Ásamt með breska sálfræð- ingnum Hans J. Eysenck hefur Grossarth-Maticek unnið að því að búa til persónuleikapróf sem á að greina þá sem eru í „áhættu- hópum“ að því er varðar krabba- mein og hjartaáfall. Þessir sömu fræðimenn hafa búið til meðferð- aráætlun sem á að hjálpa fólki að styrkja sinn persónuleika út úr áhættuhópnum og til meira sjálf- stæðis og þá varna gegn ýmsum alvarlegum sjúkdómum. Kenning Grossarth-Maticeks lítur svo út í stuttu máli: Ertu öðrum háður? Það er erfitt að negla niður sér- staklega einstaka áhættuþætti sem geta síðar valdið alvarlegum sjúkdómum. Svo margir þættir samverkandi koma saman í hverjum og einum. Við vitum vissulega að miklar reykingar geta valdið krabbameini, sömu- leiðis rangt mataræði, erfðagall- ar, mengun umhverfis og margt fleira. En sjálfur persónuleiki okkar kemur mjög við sögu - hvemig við bregðumst við streitu og erf- iðleikum. Tíu ára rannsóknir hafa leitt til sterkra vísbendinga um sam- hengið á milli sjúkdóma og per- sónuleika. Og þá skiptir mestu samhengið milli sjálfstæðis og þess að vera öðrum háður. Manngerðir og banamein í þeim hópi sem Grossarth- Maticek kallar „manngerð eitt“ eru menn sem finnst þeir mjög hjálparvana og afar háðir þeim sém næst þeim standa. Rann- sóknir hans benda til þess að líkur á að þetta fólk fái krabbamein séu tvisvar til fimm sinnum meiri en gengur og gerist. Aftur á móti á þessi hópur það síður á hættu en aðrir að fá hjartaáfall. í „manngerð tvö“ eru þeir sem einnig eiga f vandræðum með persónulegt sjálfstæði sitt, en bregðast við þeim vanda með reiði. Þetta fólk fær þrisvar- fjórum sinnum oftar hjartaáfall en aðrir. Aðrir sjúkdómar reynast þessum hópi einnig til- tölulega skæðir - nema krabba- mein. Manngerð þrjú - sem er eins- konar miðjuhópur milli hinna fyrmefndu - og fyrst og fremst hópur fjögur - sjálfstæðir per- sónuleikar í góðu jafnvægi, hafa svo sýnu betri möguleika en aðrir á að komast hjá alvarlegum sjúk- dómum. Þegar svo bornir eru saman tveir hópar manna (sem tilheyra öllum fjórum persónuleikagerð- unum) og sé seinni hópurinn manneskjur sem búa við mikið álag og streitu, þá fjölgar dauðs- föllum um 40% miðað við „nor- malt“ fólk. En þessi aukna dán- artíðni kemur fyrst og fremst nið- ,»Li. ur á manngerð eitt og tvö - og sýnist það benda til að það skipti tneira máli fyrir framvindu alvar- legs sjúkdóms hvernig menn bregðast við streitu heldur en streitan sjálf. Meðferð, efasemdir Sem fyrr segir hafa þeir Grossarth-Maticek og Hans J. Eysenck unnið að sálfræðilegri meðferð sem á að byggja mann- gerðir eitt og tvö upp til þess innri styrks sem hafi áhrif á mótstöðu- afl þeirra gegn sjúkdómum, og þeir segja að sér hafi þegar orðið allvel ágengt. En þeir fræðimenn eru og margir, sem vara við því að draga sterkar ályktanir af ein- stökum rannsóknum á samhengi sálarlífs og hreysti. Bandarískir fræðimenn hafa skoðað tugi sál- rænna þátta, sem áttu að hafa áhrif á krabbameinsþróun, en niðurstöðurnar eru oft hver í mótsögn við aðra. Menn vilja því fara að öllu með gát - en enginn neitar því að rannsóknir þær sem hér frá segir geti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir skilning og með- ferð á krabbameini, þegar þær hafa með sannfærandi hætti verið tengdar betur rannsóknum á taugakerfi og ónæmiskerfi líka- mans. áb byggði á Svenska Dagbladet 1 • ^ ; Hvað kostar kiötið? Mánudaginn 8. maí sl. kannaöi Verðlagsstofnun verö á nokkrum tegundum af kjöti og unnum kjötvörum í nokkrum verslunum á höfuöborgarsvæöinu. Lærissn. DILKAKJÖT NAUTAKJÖT SVÍNAKJÖT Súpukjöt Hangikjöt Nauta- UNNAR KJÖTVÖRUR úrmiðlæri Kótilettur 1 kg. 1 kg. Læri 1 kg. Hryggur 1 kg. blandað 1 kg. óúrb. læri gúllas 1 kg. 1 kg. Snitsel 1 kg. Kótilettur Læri með Kinda- Nauta- 1 kg. beini 1 kg. hakk 1 kg. hakk 1 kg. Kjötfars 1 kg. Vínarpyls. 1 kg. Arnarhraun, Arnarhrauni 21, Hf. 943-1032 630-651 672-687 615-638 394 792 998 1098 959 498 439 497 243 614 Ásgeir, Tindaseli 3, Rv. 935 658 658 638 460 871 950 1295 957 520 435 495 298 614 Borgarbúðin, Hófgerði 30, Rv. 1030 616-649 609 602 427 835 960 1050 995 590 472 650 370 552-614 Breiðholtskjör, Arnarb. 4-6, Rv. 815 646 605-749 591 391 773 944 1310 874 491 428 616 310 614 Fjarðarkaup, Hólshrauni 1 b, Hf. 843-1030 649 693 635 375-425 798 1037 1163 859 513 448 448-528 329 552-614 Grundarkjör, Furugrund 3, Kóp. 849- 948 574-651 633-687 574-638 393-436 764 915 915 853 498 444 465 298 614-639 Gæðakjör, Seljabraut 54, Rv. 848-976 595-616 645-693 595-635 393-430 648-695 948 1050 950 498 398 545 348 614-639 Hagabúðin, Hjarðarhaga 47, Rv. 995 596 649 586 487 825 1044 1164 1042 596 471 590 295 639 Hagkaup, Kringlunni, Rv. 943-1030 630-649 683-693 576-635 415 807 992 1189 976 487 449 549 249 449 Kaupfélagið, Miðvangi Hf. 944-1037 631-649 683-728 577-635 413-415 778 974 1120 983 570 399 530 290 552-614 Kaupstaður, Mjóddinni, Rv. 944-1037 631-649 683-728 577-635 413-415 778 974 1220 983 530 499 565 285 457-614 Kjöthöliin, Háaleitisbr. 58-60, Rv. 970 657 707 642 441 870 961 1040 1070 650 430 608 382 614 Kjötmiðstöðin, Garðatorgi, G.bæ 785-976 649 639-693 629-635 415-428 795-827 825 925 748 467 315 485 295 495-614 Kjötmiðstöðin, Laugalæk2, Rv. 763 606 634 580 432 821 925 1272 890 555 320 590 219 614 985 775-795 449-497 378 490-665 328 614 Laugarás, Notöurbrún 2, Rv. 998-1032 527-650 645-687 635-638 412-435 843 986 1195 998 615 459 545 365 614 Melabúðln, Hagamel 39, Rv. 833 631 685 621 420 830 1135 1450 980 593 390 590 337 614 Mikligarður, v/Holtaveg, Rv. 944-1037 631-649 683-734 577-602 413-415 795 974 1220 983 570 479 565 369 457- 639 Nóatún, Nóatúni 17, Rv. 999 646 684 632 410 890 933 1361 879 489 460 545 349 614 SS, Háaleitisbraut 68, Rv. 775-1030 595- 649 693 635 393-415 802 996 1290 976 599 495 575 418 595 Siggi og Laili, Kleppsv. 150, Rv. 1032 651 687 638 436 790 1179 1287 990 590 498 595 365 614-639 Sparkaup, Lóuhólum 2-6, Rv. 898-1032 651-679 685-687 635-638 436 843 1198 1278 970 635 499 554 320 523-614 Straumnes, Vesturbergi 76, Rv. 980-1030 . 620 663 595 395 843 1070 1041 1050 570 -U <D 539 372 614 Verslunin, Austurstræti 17, Rv. 950 690 695 650 430 750 960 1170 920 510 495 550 359 614 9.392,- 9.784,- 9.758,- 9.408,- 9.342,- 8.789,- 9.075,- 9.979,- 9.394,- 9.539,- 9.539,- 10.042,- 8.467,- 9.221,- 9.837,- 10.109,- 9.660,- 9.891,- 9.837,- 10.352,- 10.125,- 9.843,- 9.743,-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.