Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 13
FJÖLSKYLDAN SIGTRYGGUR JÓNSSON Þeir sem hafa áhuga á að fræðast um eitthvert ákveðið efni varðandi fjölskylduna geta skrifað. Merkið umslagið: Fjölskyldan; Nýtt Helgarblað, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Reykjavík. Um ábyrgð í grunnskólanum Hvernig fyndist þér, lesandi góður, að vera skyldaður með landslögum til þess að stunda á- kveðna vinnu, skila ákveðnum afköstum og gera það eftir ákveðnum reglum um vinnu og hvfld. Þér væri sagt að þetta væri gert fyrir þig og framtíð þína, en ef þú hins vegar þrjóskaðist við, eða skilaðir lélegum afköstum, værir þú skammaður eða þér refs- að á annan hátt? Jafnvel yrðir þú rekinn!!! Hræddur er ég um að þú yrðir nokkuð ruglaður á því hver ber ábyrgð á hverju í slíku kerfi. Þetta er hins vegar það kerfi, sem grunnskólinn er byggður upp á. Hluti af þessu kerfi er bundinn í grunnskólalögunum, en annað er bundið í hefðbundnum starfs- aðferðum grunnskólans. Með því að binda skólaskyldu í lög, tekur ríkið á sig þá ábyrgð að veita öllum einstaklingum á skóla- skyldualdri, ákveðna kennslu sem það ákveður öllum nauðsyn- lega. Það tekur hins vegar ekki á sig neina ábyrgð á því námi, sem fram fer í skólanum. Þá ábyrgð leggja skólayfirvöld á herðar nemenda sjálfra, bæði í lögum og með stöðugum yfirlýsingum um það að nemendur séu í skóla fyrir sjálfa sig, það sé þeim til góða. Með því hins vegar að taka að sér refsingar vegna lélegrar ástund- unar eða lélegs árangurs, bæði með beinum refsingum eins og eftirsetu, brottrekstri eða alvar- legum samræðum við kennara eða skólastjóra og með óbeinum refsingum í formi lélegra ein- kunna, hafa skólayfirvöld yfir- tekið ábyrgðina á náminu. Þetta á vitanlega einnig við um þann þáttinn að taka að sér að hrósa fyrir vel unnin störf. Ruglingur á hlutverkum Þarna er kominn sá innbyggði ruglingur á hlutverkum og ábyrgð í skólakerfinu, sem ég nefndi síðast. Ábyrgð skólayfir- valda á kennslunni hafa þau fært í hendur kennurum og skóla- stjórum, en ábyrgðin á náminu skal vera í höndum nemenda sjálfra. Þegar sú ábyrgð er síðan tekin frá þeim á sama tíma og það er hamrað inn í kollinn á þeim að hún sé þeirra, er ef til vill ekki nema von að þau ruglist í ríminu og finnist þau vera í nauðungar- vinnu, án gagns eða tilgangs. Til- gangurinn sé sá einn, að læra fyrir skólann. Síðan taka foreldrarnir við og taka fyrir sitt leyti þátt í skrípa- leiknum með því að taka upp sitt refsikerfi og þá eru börnin farin að læra fyrir foreldrana. Ef þau svo vilja ekki taka þátt í þessu þá eru þau bara rekin úr skóla. Sagt að þau séu óalandi og óferjandi. Að vísu segir í grunnskólalögum að ekki sé leyfilegt að reka barn á skólaskyldualdri úr skóla án þess að fræðslustjóri sjái því fyrir ann- arri skólavist, en á því er mikill misbrestur. Þau eru ófá börnin, sem rekin hafa verið úr skóla, án þess að fá skólavist annars staðar, lenda á milli skóla og enginn fylg- ist með, eða hætta sjálf í skóla og enginn bregst við. Sennilega Hvernig fyndist þér að vera skyldaður með landslögum til þess að stunda ákveðna vinnu, skila ákveðnum afköstum og gera það eftir ákveðnum reglum um vinnu og hvíld. vegna þess að enginn tekur á sig ábyrgðina á kennslunni. Skyldi það ef til vill vera orðið þannig að skólastjórnendur telji sig frekar bera ábyrgð á náminu en kenns- lunni? Námsskrá grunnskóla gerir ekki ráð fyrir því að börnin séu orðin læs fyrr en í 3. bekk, eða verði það á þeim vetri. Engin les- fög koma inn í hana fyrr en í 4. bekk. Þetta stafar af því, að börn eru mjög misþroskuð og því mis- vel undir það búin að læra að lesa. Að læra að lesa eftir kennslu annarra, er sennilega eitt af því erfiðasta, sem við gerum um ævina. Það er í fyrsta sinn, sem við lærum eitthvað kerfisbundið og agað. Út frá því lærum við einnig að læra kerfisbundið og agað. Þess vegna er gefinn góður tími til þess að læra það, sem undirbúning undir aðra skóla- göngu. Þrátt fyrir þetta er lögð alltof mikil áhersla á lestrarnám strax á fyrsta ári í skóla, jafnvel í 6 ára bekk, í mörgum skólum. Jafnvel er gengið svo langt í áherslunni á lesturinn að þeir, sem illa gengur eru sendir í sér- kennslu í 1. og 2. bekk. Þeim er sem sagt strax sagt að þeir séu taparar og skólinn tekur á sig ábyrgð á náminu. Það gæti við- komandi nemandi hugsanlega sjálfur gert, ef hann fengi þann tíma til þess, sem þroski hans krefði. Svo eru þessir nemendur sendir, strax á fyrstu árunum, í próf með hinum, sem þroska síns vegna hafa lært að lesa, til þess eins að gera þá strax í upphafi hrædda við próf og styrkja upp- lifun þeirra af því að vera taparar í skóla. Er ekki kominn tími til að for- eldrar og skólastjórnendur taki höndum saman og leiðrétti þenn- an rugling á ábyrgð á námi grunn- skólanema og geri skólann að meira aðlaðandi vinnustað, bæði fyrir nemendur og kennara? BILFERÐ TIL EVROPU MEÐ XÚXUSSKIPI W'y- NORRÓNA w: f " iiiiiiiiiiiiiiii' “-'IIIIIIIIIIIMIIIIIM ........□■■■I........... SMYRIL-LINE 111111111111111 Það er notaleg tilbreyting að sigla með lúxusfleytu til Evrópu. Um borð í þægi- legri ferju með öllum ný- tísku þægindum geturðu slakað á og byrjað að njóta sumarleyfisins. Hreint sjávarloftið hressir ótrú- lega og streitan hverfur eins og dögg fyrir sólu á Atlants- hafsöldunni. Norræna er bílferja af fullkomnustu gerð, búin þeim þægindum sem kröfuharðir ferðamenn nútímans vilja. Um borð í Norrænu er að finna veitingastaði, frí- höfn, bari, diskótek og leikherbergi fyrir bömin. Fullkominn stöð- ugleikabúnaður gerir siglinguna að ljúfum leik. Þannig eiga sumarfríin að vera. Hringdu eða líttu inn og fáðu all- ar upplýsingar um Sáv & ferðir Norrænu til Færeyja, Noregs, Danmerkur og Hjaltlands, því vel undirbúið sumarfrí er vel heppnað . sumarfrí. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN SMYRIL-LINE ÍSLAND LAUGAVEGUR 3 101 REYKJAVÍK SÍMI 91-62 63 62 AUSTFAR HF. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN FJfRÐARGÖTU 710 SEYÐISFIRÐI SIMI 97-211 11 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ABR Aðalfundur - lagabreytingar Aðalfundur ABR veröur haldinn 31. maí nk. Tillögum til lagabreytinga verður að skila fyrir 24. maí. Tillögum skal skilað á skrifstofu ABR Hverfis- götu 105. Dagskrá nánar auglýst síðar. - Stjórnin. Alþýdubandalagið í Kópavogi Spilakvöld Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur spilakvöld í Þinghóli Hamraborg 11 mánudaginn 22. maí klukkan 20,30. Allir velkomnir. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagar. Munið félagsgjöldin Að gefnu tilefni vill stjórn ABR minna félaga á að greiða félagsgjöldin. I reglum ABR er skýrt tekið fram að þeir einir teljist fullgildir félagar sem skulda ekki meira en eitt gjaldfallið félagsgjald. Félagar eru því hvattir til að greiöa heimsenda gíróseðla eða hafa samband við starfsmann félagsins sem gefur þeim upplýsingar og tekur á móti greiðslum alla virka daga frá klukkan 10-14 að Hverfisgötu 105. Stjórnin. Barnaskólinn á Selfossi Staða skólastjóra við Barnaskólann á Selfossi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Við Barnaskólann á Selfossi vantar einnig íþróttakennara í heila stöðu og heimilisfræði- kennara í hálfa stöðu. Upplýsingar gefur formaður skölanefndar, Sig- ríður Matthíasdóttir, Árvegi 4, Selfossi, í vinnu- síma 98-21467 og heimasíma 98-22409. Um- sóknir sendist til formanns skólanéfndar. Skólanefnd : Sandvíkurskólahverfis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.