Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 22
Næturganga Hvítasunnuleikrit Sjónvarps- ins var að þessu sinni Nætur - ganga eftir Svövu Jakobsdóttur, leikstýrt af Stefáni Baldurssyni. Leikritið er að nokkru leyti byggt á sannsögulegum heimildum, at- burðir svipaðir þeim sem þar er lýst gerðust í raun og veru í Ár- nessýslu fyrir rúmum sjötíu árum. Næturganga er saga um upp- reisn. Um vinnukonu sem neitar að láta kúga sig lengur. Boð- skapur verksins er tær og auð- skilinn og samúð höfundar með vinnukonunni fer ekki á milli mála. Hér er um að ræða verk í ósviknum þjóðfélagslegum raun- sæisanda. Slík flokkun skiptir þó ekki meginmáli, heldur hitt, að hér er á ferðinni verk sem við höfum lengi beðið eftir, verk sem uppfyllir margar af þeim kröfum sem við verðum að gera til ís- lensks sjónvarpsefnis: það segir okkur mikið um okkur sjálf og sögu okkar í þessu landi, það er vandað að allri gerð, það er lista- verk. Við höfum lifað ótrúlega bylt- ingu á skömmum tíma. Eg efast ekki um að mörgu ungu fólki hafi þótt það mannlíf sem lýst er í Næturgöngu afar fjarlægt og ó- raunverulegt, og samt eru 70 ár ekki nema ein mannsævi. Þegar atburðarás sögunnar er svona hröð hlýtur að vera hætta á að tengslin við fortíðina rofni og fólkið í landinu sitji uppi sögu- laust. Líti í besta falli á söguna sem einhvern geirfugl á safni og í versta falli sem eitthvað til að skammast sín fyrir og gleyma. Þessvegna eru listaverk einsog Næturganga okkur lífsnauðsyn. Þótt Svava Jakobsdóttir sé ekki frægust fyrir raunsæisverk í hefðbundnum stfl sýnir hún hér svo ekki verður um villst að hún kann þá kúnst líka. Næturganga er vel sögð saga. Persónurnar eru hver annarri betri, einkum aðal- persónurnar fjórar, hjúin Guðný INGIBJÖRG HARALDSDÓniR og Ólafur og húsbændur þeirra Valborg og Valdimar. í þeim kvartett eru margir strengir á hverju hljóðfæri. Og einsog vera ber eru margar sögur sagðar í Næturgöngu. Baráttusaga, ástar- saga, saga um sálardrepandi vinnuþrælkun og ánægjusnautt líf, ófullnægðar þrár, beiskju, mannlegt umkomuleysi... Hér er enginn alvondur - nema þá helst þjóðfélagið sem bæklar þegna sfna. Stefán Baldursson leikstýrir af smekkvísi og kunnáttu. Einu at- riðin sem mér fundust dálítið vandræðaleg voru útiatriðin þar sem börn eru að leik á Eyrar- bakka, drengir veitast að Ólafi með kerskni og telpa lætur uppi skoðun móður sinnar á kæru Guðnýjar. Mér fannst vanta svo- lítið upp á að börnin væru eðlileg og umhverfið sannfærandi. Innanhússleikmyndírnar var ég hinsvegar fyllilega sátt við, bæði á Ytri-Mýri og Eyrarbakka. Kvikmyndatakan var hefð- bundin og hæfði vel innihaldi verksins. Tónlist Áskels Más- sonar þótti mér einnig vel við hæfi. En myndin stendur og fellur með leikurunum, það á víst aldrei eins vel við og þegar um er að ræða raunsæisleikrit á borð við Næturgöngu. Edda Heiðrún Backman leikur Guðnýju af þrótti og innlifun, fullkomlega trúverðug sem skynsöm alþýð- ustúlka með ríka réttlætiskennd og heitt skap. Þór H. Túliníus var henni verðugur mótleikari, „bæði fallegur og skemmtilegur" einsog Guðný segir um Ólaf. Það er verulega gaman að fylgjast með þróun Ólafs, sem Þór sýnir mjög vel, hvernig hann lætur al- menningsálitið og „venjuréttinn" buga sig en lyftir sér loks upp úr því feni og skilur hvorum megin rétturinn er. Það má ekki á milli sjá hvort Guðný eða ljóð Þor- steins Erlingssonar hafa meiri áhrif á hann þegar upp er staðið. Hjónin á Ytri-Mýri eru Ieikin af Helgu Bachmann og Helga Skúlasyni. Mérþótti mikið koma til Helgu í hlutverki Valborgar. Hún er beisk kona og ófullnægð, bælir inni góðu tilfinningarnar en lætur þær vondu brjótast fram þegar henni finnst Guðný ráðast gegn sér. Það er hún sem bregst af mestu offorsi við uppreisn vinnukonunnar, ekki bara vegna þess að hún þarf að taka á sig vinnu sem Guðnýju var ætluð, heldur finnst henni hún sjá grundvöll tilveru sinnar bresta. Hún bregst við á stéttarlegan hátt - valdi hennar er ógnað.Hitt kemur líka fram í myndinni, að vald húsfreyjunnar er takmark- að. „Þú hefur vald," segir Guðný þar sem þær sitja við vinnu sína að næturlagi. „Er ekki hægt að fá svefnfrið?" baular þá húsbónd- inn úr fleti sínu og þaggar niður í kvenfólkinu. Valdimar bóndi er vínnuþjark- ur og harðstjóri en verður aldrei beinlínis að illmenni í meðförum Helga, enda ekki til þess ætlast. Hann er mjög tortrygginn í garð bókmennta og yfirleitt alls þess sem gerir mannlífið ánægjulegra. Lífið er enginn rósadalur í hans augum. Viðhorf hans koma ein- staklega vel fram við réttarhöldin þar sem hann er fulltrúi svartasta afturhalds andspænis þeim nýju straumum sem Guðný og sýslu- maðurinn persónugera. Sigurður Karlsson gerir sýslu- manninum góð skil - hann er maður nýja tímans og hefur lúmskt gaman af uppreisn vinn- ukonunnar þótt ekki sé þar með sagt að hann yrði svona skilnings- ríkur ef uppreisn yrði gerð á hans eigin heimili. Sigríður Hagalín Of mikið (af því Gríniðjan sýnir í Gamla bíó: BRÁVALLAGATAN - ARNARNES- Df> eftir Eddu Björgvinsdóttur, Júlíus Brjánsson og Gísla Rúnar Jónsson. Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson Leikmynd og búningar: Björn Björnsson Ljósahönnun: Jóhann Pálmason Leikendur: Edda Björgvinsdóttir, Júlíus Brjánsson, Bessi Bjarnason, Jóhann Sigurðsson, Kjartan Bjarg- mundsson, Bríet Héðinsdóttír, Rúrik Haraldsson, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir Það er rétt sem Gísli Rúnar Jónsson, höfundur, leikstjóri og driffjöður Gríniðjunnar, segir í leikskrá sem fylgir Brávallagöt- unni - Arnarnesinu sem frum- sýnd var í Gamla bíói fyrir hálfum mánuði tæpum; farsar eru „vandasamasta formið". Farsar eru erfiðir viðfangs, farsabrögðin krefjast af listamanninum ríku- legs kaldlyndis, miskunnar- lausrar dómgreinar. Fyndin hug- mynd hversu erfið sem hún er í framkvæmd í hröðum atgangi farsans og áhrifamikil á hláturt- augina krefst hárfínnar ná- kvæmni, tímasetningar sem oft- ast byggir á sekúndum, stillingar sem ýmist lærist eða er meðfædd. Aðeins þá kemst farsinn á hástig- ið. Á hinn bóginn er alltaf nóg framboð af farsakenndum leik, ýktum og grófum skopleik sem skreytir sig farsanafninu, stærir sig með því og hefur íöngum varpað rýrð á þetta viðkvæma listform._____________________ ^W "V ¦/ •a X Ul —i * PALL BALDVIN BALDVINSSON Gríniðjan hefur nú um langan aldur lagt sig eftir að ná tökum á þessu formi og oft tekist það dá- samlega vel mönnum og skepnum til óbætanlegs heilsutj- óns. Þau eru fá, semja sitt efni sjálf, leika og leikstýra. Viðfang- sefni þeirra eru alla jafna á jaðri þess galna, taugaspennt skop sem hleypur stöku sinnum alveg yfir í fáránleikann. Þau virða oftast umhverfi sitt, aldrei eru þau meiðandi og gamansemi þeirra alla jafna græskulaus. Þau nota talsvert mikið sömu trikkin í gamanleik sínum, eru ekki hug- kvæm á nýsmíði í sjónrænu skopi en hafa sýnt ríkulegt hugvit í textasköpun. Allt þetta má sjá í síðustu afurð þeirra, leiknum um Bibbu og Halldór í Arnarnesinu. Áhorf- endur skemmta sér líka ágæta vel á leiknum. Gríniðjan hefur nú leikið hann nokkrum sinnum og hefur þegar afsannað kenningu stóru starfseininganna í leikhús- lífinu að áhorfendur fúlsi við sýn- ingum fyrri hluta vikunnar. Og seint verður nóg ítrekuð nauðsyn þess að hér starfi hópur sem hefur dirfsku til að reka leiksýningar sem sækjast eftir hylli fjöldans. Arnarnesaktið er samið eftir farsaformúlum. í verkinu er ekk- ert frumlegt, en farið prýðilega með grunneiningar farsaleiksins, fléttan er hæfilega flókin, nógu mikið um rugling og misskilning, andstæða hagsmuni, útgangar nægir, gervin skrautleg, atburð- arásin hröð, samtökin full af skringilegum athugasemdum og Blekkingin afhjúpar sannleikann Listasafn Reykjavíkur sýnir að Kjar- valsstöðum málverk eftir Helga Þor g-ils Friðjónsson, 6.-21. maí. Það býr undarleg tvíræðni í myndum Helga Þorgils Friðjóns- sonar sem gerir það að verkum að áhorfandinn veit við fyrstu sýn ekki nákvæmlega hvað það er í myndinni, sem hann á að taka í alvöru, og hvað hann á að taka sem grín. En tvíræðnin felst ekki bara í óljósum mörkum gamans. og alvöru, hún er grundvallarat- riðið í þeirri aðferð sem Helgi beitir við málverkið: blekkingin og sjónhverfingin eru þar meðvit- að notuð til þess að afhjúpa sann- leikann. Þar gengur Helgi þvert á þá þróun sem átt hefur sér stað í vesturlenskri myndlist allt frá því að impressíónistarnir áttuðu sig á því á síðustu öld, að það var ekki viðfangsefni listarinnar að endur- skapa hinn ytri veruleika, heldur að gera mynd af þeim hughrifum sem hahn olli innra með lista- manninum. Upp frá því sagði vesturlensk myndlist endanlega skilið við náttúruna sem sérstakt viðfangsefni. Hún þjónaði í besta falli sem tæki til þess að miðla innri hughrifum og hugmyndum. Síðan hefur saga myndlistarinnar einkum einkennst af því, að menn hafa reynt að forðast þá augljósu blekkingu og sjónhverf- ingu sem felst til dæmis í því, að leitast við að mála á trúverðugan hátt speglun í vatni, skugga í skýjum o.s.frv. Sjónhverfingin eða blekkingin hefur mátt vfkja fyrir hrárri og beinskeittari með- ulum, þar sem viðfangsefnin hafa ýmist verið að draga upp eins konar mynd af innri veruleika og hughrifum (expressíónismi, ab- strakt-expressíónismi, súrreal- ismi), eða að rannsaka innri oyggingu og rök hins fullkomna forms eða sjálfar formforsendur listarinnar, (konstrúktífismi, fúnksjónalismi, konkret-list, mínimalismi, konsept-list o.s.frv.). Blekkingin eða sjón- hverfingin var í báðum tilfellum ef ekki bannorð, þá að minnsta kosti feimnismál, sem menn létu sem minnst á bera (nema hjá súrrealistunum, sem afneituðu hlutveruleikanum með því að setja sjónhverfinguna á oddinn). Myndlistin átti ekki að þurfa á leíktjöldum að halda, hún átti að vera hrein og bein og laus við all- an óþarfa og tildur. Helgi Þorgils Friðjónsson er að vísu ekki að fást við það í mynd- um sínum að endurskapa náttúr- una í sinni mynd, en hann notar ýmis tákn og fyrirbæri úr henni sem leiktjöld á aldeilis ófeiminn hátt, og gefur þar með ofan- greindri hreinlífisstefnu langt nef: hann málar samviskusam- lega speglun ávaxtanna í vatninu og fjarvíddina við sjóndeildar- hringinn og skugga skýjabólstr- anna og hann setur naktar, stjarf- ar og kuldalegar persónur með skýrt mótaða líkamsdrætti inn í þetta landslag á svo sannfærandi hátt að áhorfandinn spyr sig við fyrstu kynni: ætlast maðurinn til þess að við trúum þessu? Það er megineinkenni allrar góðrar listar, að hún getur ekki logið. Sem þýðir jafnframt að öll góð list búi yfir einhverjum sann- leika. Viðfangsefni listgagnrýn- innar er ekki síst í því fólgið að leitast við að nálgast þennan sannleika með tungumálinu. Vandinn er hins vegar fólginn í því að sannleikur listarinnar byggir ekki á rökfræðilegum for- sendum: það er ekki hægt að leysa hann eins og jöfnudæmi upp í frumþætti sína og segja síð- an 2+2=4. Á meðan rökfræðin og heimspekin fást við að skil- greina það sem hægt er að segja, þá glímir listin við að segja hið a 1 L*-\ *4 ÓLAFUR GÍSLASON ósegjanlega. Sannleikur listar- innar á sín vé handan við vett- vang rökfræðinnar, og þess vegna er það að blekkingin er, þrátt fyrir allt, jafn óhjákvæmileg í list- inni og hún er forboðin í rök- fræðinni. Því endanlega grípur listin alltaf til blekkingarinnar til þess að afhjúpa sannleikann. Listin ér sviðsettur og tilbúinn veruleiki. Helgi gengur meðvitað út frá þessari forsendu í málverki sínu. f stað þess að fela meðul sín eða takmarka þau sem frekast má (eins og mínimalistar, konsept- listamenn, nýdadaistar og fleiri leitast við að gera), þá gerir hann leiktjöldin meðvitað að inntaki verksins. Við sjáum ekki landslag (land-art), heldur tilbúna mynd af landslagi. Við sjáum ekki lif- andi fólk í þessu landslagi (happ- ening), heldur myndir af stjörf- um mönnum og konum. Það liggur ákveðin þversögn í því, hvað þessar myndir þykjast vera eða gefa í skyn. og hvað þær eru í raun og veru. I þessari þversögn, þessari tvíræðni, er jafnframt fólginn kjarni þess máls, sem myndir Helga segja okkur. Við getum séð í þessum myndum vissa firringu listarinnar frá hlut- veruleikanum, frá lífinu ef því er að skipta. En þar sem þessi firr- ing er sett fram á mjög meðvitað- an og allt að því ögrandi hátt, þá kallar hún jafnframt fram vitund- ina um hið gagnstæða. í þessu sambandi er forvitnilegt að bera myndir Helga saman við trúar- lega barokklist 17. aldar. í Jcirkjulist barokktímans var meg- ináhersla lögð á kunnáttu í eftir- líkingu og sjónhverfingu. Lista- mennirnir notuðu þessa hæfileika sína hins vegar ekki tíl þess að hefja náttúruna og hlutveru- leikann til skýjanna, heldur frek- ar til hins gagnstæða: eftirlíkingin átti að taka raunveruleikanum fram ef eitthvað var og leiktjöld listarinnar gegndu því tvíræða hlutverki að gylla hina fyrir- heitnu sæluvist á himnum með jarðneskum meðulum. Þannig gerði þessi myndlist hvort tveggja í senn að sefa og espa dauðaang- istina á þeim tíma þegar kirkjan boðaði að lífið væri einungis bið- salur eilífrar sælu himnanna. Sumar myndir Helga (eins og t.d. myndin „Fæðing - Nýtt land") minna undarlega á bar- okktímann: drengirnir sem koma dansandi/svffandi upp úr sápusk- álinni (sem er jafnframt eins og hörpuskel Venusar og því tvöfalt hreinleikatákn) eru eins og fær- andi barokkenglar, berandi með sér ávexti jarðar og hreint vatn í könnu, sem þeir hella í vötn hins nýfædda lands. Maðurinn sem svífur stjarfur yfir landinu nýja er eins og í dái og við sjáum hér fyrir okkur fæðingu fyrirheitna lands- ins eftir að búið er að gera jörðina að rotnandi bæli eitraðrar moldar og úldinna vatna. Slík dTaumsýn á því miður engan rétt á sér. Ekk- ert bendir til þess að jörðin muni endurfæðast í hreinleika fyrir til- verknað færandi engla. Helgi er að vísu ekki að segja okkur svo augljósar staðreyndir. En með- vituð framsetning þessarar draumsýnar vekur engu að síður strax vitund okkar um þá þver- sögn og þá tvíræðni sem í henni er fólgin. Glettið og stundum gáska- fullt yfirborð í myndum Helga á sér þannig tragískan undirtón, sem er einkenni allrar meðvitaðr- ar hermilistar. Það er á þessum tvíræðu mörkum sem Helgi leikur listir sínar með penslinum. Þar hefur hann komið með nýtt og ferskt blóð inn í íslenska myndlist. Sýning hans að Kjar- valsstöðum er viðburður, sem áhugafólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.