Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 32
Brúðkaup aldarinnar Fylgiblað Alþýðublaðsins, Pressan, komst í feitt fréttam- ál um daginn, þar sem var gift- ing Jóns Óttars stöðvarstjóra og Elfu Gísladóttur. Eins og sjá mátti af myndskreytingu blaðsins var flest merkis- manna í brúðkaupinu og flest- ir væntanleg mættir vegna vinskapar við brúðhjónin. Hins vegar var eftir því tekið að þar vantaði rúsínuna í pyls- uendann, þ.e.a.s. frú Vigdjsi Finnbogadóttur, forseta ís- lands. Jón Óttar lét þó svo lítið að bjóða henni, samkvæmt heimildum Nýs Helgarblaðs, en forsetinn mun af einhverj- um ótilgreindum ástæðum ekki hafa séð sér fært að mæta... Helgi og Helga í Iðnó Helgi Skúlason og Helga Bachmann hafa frétt að bráðum stendur leikhús autt við Tjörnina. Þau eru nú að viða að sér styrkjum og hyggj- ast setja upp leikrit þar í sumar. Leikritið heitir Hver er hræddur við Virginíu Woolf? En hvað skyldi leikstjórinn heita? Jú, Arnór Benónýs- son... ■ Getur það verið? Iðnó losnar handa Helga og Helgu vegna þess að Leikfélag Reykjavíkur er að flytja í nýja Borgarleikhúsið í sumar eins og menn vita. Leikhússtjóri á þessum merku tímamótum er Hallmar Sigurðsson en ráðningartími hans rennur út eftir ár. Sú saga gengur í borginni að Hrafn Gunnlaugsson, besti vinur Davíðs, eigi að fá bitann...B Umræður um Evrópuvitund Norræni sumarháskólinn stendur fyrir umræðum um þjóðernishyggju og Evrópu- vitund í Norræna húsinu á laugardag kl. 14.00. Fram- sögu á fundinum hafa þeir Árni ÞórSigurðsson hagfræð- ingur og Gunnar Karlsson prófessor. Ritstjóraraunir Þær eru margar raunirnar sem ritstjórar dagblaða og vikublaða lenda í, þótt vissu- lega séu þær mismunandi eftir þeim verkefnum sem rit- stjórar vilja vinna að. Ritstjóri Pressunnar fékk um daginn að gjalda nokkuð fyrir áhug- amál sín og blaðsins. Sem kunnugt er hefur Pressan hratt og örugglega nálgast standard danska blaðsins Se og hör og síðasti uppsláttur fjallaði um „brúðkaup aldar- innar," þar sem saman gengu undir handleiðslu drottins almáttugs í heilagt hjónaband enginn annar en Jón Óttar og Elfa Gísladóttir. Vildi ritstjóri blaðsins „sem þorir“ fá einka- viðtal við þau hjónakorn og var það auðsótt mál enda brúðguminn kunnur af öðru en fjölmiðlafælni. Mælti rit- stjórinn sér mót við hjóna- leysin á Hótel Holti, mætti þar stundvíslega, pantaði mat fyrir þrjá og beið. Eftir nærri tveggja stunda bið hringdu hjónaleysin þáverandi í rit- stjórann og tjáðu honum að þau gætu því miður ekki kom- ist, en vildu gjarnan hitta hann klukkan sex á öðrum matsölu- stað. Ritstjórinn tók því Ijúf- lega enda „exclúsíft" viðtal í vændum við merkisfólk. Mætti hann á tilsettum tíma og beið. Eftir nokkra stund var rit- stjórinn kallaður í símann og á línunni var Jón Óttar. Hann mun þá hafa setið í bifreið sinni fyrir utan umræddan veitingastað og notaði bíl- símann. Tjáði hann ritstjóran- um að því miður gætu þau ekki mætt í viðtalið, þar sem ferðinni væri heitið á Fegurð- arsamkeppni íslands. Rit- stjórinn fékk ekkert viðtal en væntanlega nóg að borða þann daginn. Vonandi hefur Jón Óttar ekki ætlað að segja eitthvað það í viðtalinu sem þjóðin mátti ekki missa af... Allt í réttri röð Á þeim 6 vikum sem nýaf- staðið verkfall stóð yfir bárust um 2500 skjöl til þinglýsingar hjá Borgarfógetaembættinu í Reykjavík. Verður þessum skjölum þinglýst í tímaröð, miðað við innlagningu þeirra. Áætlað er að það taki um 3-4 vikur aö færa öll þessi skjöl í veðmálabækur. Áf því leiðir að ennþá verður bið á því að allir sem lagt hafa inn skjöl til þinglýsingar á verk- fallstímanum fái þau afgreidd. Þannig fá þeir sem lögðu sín skjöl inn síðustu verkfalls- vikuna þau ekki afgreidd fyrr en eftir 3 vikur, standist ofan- greind áætlun. Skjöl sem berast til þinglýs- ingar eftir verkfallslok, verða tekin til þinglýsingar í réttri tímaröð eftir að lokið er innfærslu þeirra skjala, sem bárust á verkfallstímanum. Borgaraleg tímamót Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum fór fram fyrsta borgaralega fermingin á ís- landi núna í vor. Aðstandendur hennar hyggjast beita sér fyrir því að hægt verði að marka fleiri tímamót á borgaralega vísu, svo sem nafngiftir og jarðarfarir. Aðstandendur boða til opins fundar um borg- aralegar athafnir við helstu tímamót mannsævinnar, svo og umræðu um aðskilnað ríkis og kirkju. Þeir sem að fermingunni stóðu kalla sig aðeins að- standendur, en von er nú til þess að stofnuð verði samtök áhugafólks um þessi málefni. Allir þeir sem hafa áhuga á því að kynna sér þetta starf og hugmyndir eru hvattir til þess að mæta á fundinn sem hald- inn verður í húsi Félags bóka- gerðarmanna að Hverfisgötu 21, laugardaginn 20. maí og hefst hann kl.14.00. VIÐ BJÓÐUM 118 ÍSLENDINGUM ÓGLEYMAIMLEGA ÞÝSKALANDSFERÐ 9.-12. JÚNÍ FYRIR TÆPAR 15.000 KRÓNUR Föstudagsmorgunn til mánudagskvölds ífrábcerri helgarferð til Þýskalands fyrir aðeins 14.800,-krónur. Aðeins 118 sœti með Boeing 737-100 íbeinu flugi. Efþú hefur sambandstraxgeturðu valið á milli eftirfarandi kosta: Beintflug til Munchen án millilendingar...kr. 14.800,-* Flug og bíll, ótakmarkaður km akstur innifalinn .... kr. 16.400,- Flug og gisting á góðu hóteli...............kr. 19.900,- Flug og gisting á betra hóteli.......................kr. 20.900,- Flug og gisting á besta hótelinu.....................kr. 23.400,- Skoðunarferð um Munchenarborg og heilsdags ævintýraferð til Arnarhreiðurs Hitlers. Máltíð innifalin............................kr. 3.800,- *Aóeins Feróasksrifstofan AIís getur boóió þessa stórkostlegu feró. Talunarkaóur fjöldi i liverjuin veróflokki. Feróin veróur ekki endurtekin! UPPLÝSINGASÍMI: 65-22-66 BÆJARHRAUNI 10, 220 HF. —yfUS---------------------------------------- feróaskrifstofan i firdinum FERÐASKRIFSTOFAN ALÍS, ALHLIÐA FERÐAÞJÓNUSTA VIÐ EINSTAKLINGA OG FERÐAHÓPA DZTÍÍ^ær @ © Munich

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.