Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 6
Skothríðin
þðgnuð
Stiklað á stóru
í gegnum nýjan
kjarasamning
BHMR
Um hádegisbil í gær voru
undirritaðir samningará
milli ríkisins annarsvegar
og BHMR hinsvegar. Sex
vikna löngu verkfalli var
lokið. Samkomulag náöist
um að aflýsa verkfalli strax
en félögin eiga eftir að
greiða atkvæði um samn-
ingana og geta liðið allt að
þrjár vikur þar til úrslit
liggja fyrir um afstöðu fé-
lagsmanna til samning-
anna.
Samningar þessir eru að því
leyti frábrugðnir öðrum samning-
um sem gerðir hafa verið að und-
anförnu að þeir gilda til ársloka
1994 en eru uppsegjanlegir eftir
30. september 1990 með eins
mánaðar fyrirvara. Launaliðir
gilda hinsvegar frá 1. maí 1989 til
30. september 1990 og eru taldir
gefa um 9% launahækkun á ár-
inu, eða svipað og BSRB
samkomulagið gerði ráð fyrir.
Laun hækka 1. maí um 5% hjá
HÍK en um 3,3% hjá öðrum fé-
lögum BHMR. 1. september og
1. nóvember í ár og 1. janúar og
1. maí á næsta ári hækka laun um
1,5% í hvert sinn. Þá var samið
um sambærilega orlofsuppbót og
hjá BSRB eða 6.500 krónur sem
greiðast 1. júní og hliðstæða des-
emberuppbót og hjá BSRB.
Samningsaðilar urðu sammála
um að verði almennar breytingar
á launakjörum annarra launa-
manna eftir 30. nóvember í ár,
umfram samning BHMR, geti
aðilar krafist breytinga á launalið
sem því nemur. Komi upp ágrein-
ingur fer hann til úrskurðar þrig-
gja manna nefndar sem skipuð
verði einum fulltrúa frá BHMR,
einum frá fjármálaráðherra en
yfirborgardómari í Reykjavík
skipar oddamann í nefndina.
Tók pólitíska áhættu
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra: Tímamótasamningur að
mörguleyti. Dýrmœtreynslafyrir Alþýðubandalagið. Samningavinnan
mjög skemmtileg, lýðrœðisleg ogfélagsleg upplifun
„Með því að bera beint ábyrgð
á samningavinnunni, var bæði ég
sem fjármálaráðherra og síðan
ríkisstjórnin í heild að taka veru-
lega pólitíska áhættu, þar sem líf
hennar og kannski staða ein-
stakra ráðherra gat ráðist af því
hvernig samningagerðin tækist,“
sagði Olafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra í samtali við
Nýtt Helgarblað að samning-
um undirrituðum í gær.
Sagði Ólafur að hin beina þátt-
taka ríkisstjórnarinnar í samning-
agerðinni gæfi „auðvitað til
kynna að ríkisstjórnin telur sig
pólitískt og persónulega skuld-
bundna til að vinna það verk sem
framundan er í einlægni og
byggja upp trúnaðartraust á nýj-
an leik.“
„Samningurinn sem náðist er
að mörgu leyti tímamótasamn-
•ingur. Hann skiptist í tvo megin-
kafla, þar sem seinni kaflinn er1
staðfesting á þeirri launastefnu
sem var mótuð í samningunum
við BSRB og í ASÍ-
samningunum. En fyrri kaflinn er
nákvæm lýsing á markmiðum og
eðli nýs launakerfis þar sem
menntun og ábyrgð eru lögð til
grundvallar og ætlunin er að
kanna með faglegum hætti hvern-
ig kjörum háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna er háttað og
hver eru hlunnindi þeirra. Pannig
á að eyða þeirri óvissu sem ríkt
hefur um þessi mál og til þess er
samningurinn til 1994, sem eru
tímamót í samningsgerð hér á
landi. Með því er gefið til kynna
að hugsa eigi öðru vísi um kjara-
mál á íslandi.“
Þá sagðist Ólafur vera sérstak-
lega ánægður með að sjóður sá
sem hann hefði sett fram hug-
myndir um fyrir tveimur vikum
hefði orðið að veruleika. „Sjóðn-
um er ætlað að standa straum af
sérstökum rannsóknaverkefn-
um, þekkingaröflun, vísinda-
verkum og öðru sem á að tryggja
að vísindamenn hjá ríkinu geti
haldið sér í faglegri þjálfun og
fylgst með því besta sem gerist í
þekkingarsköpun í heiminum.
Inn í þennan sjóð verða lagðar
um 40 miljónir á ársgrundvelli.“
Sagði Ólafur mjög mikilvægt
að inn í samninginn hefði náðst
formleg viðurkenning beggja að-
ila á nauðsyn endurskipulagning-
ar í ríkisrekstrinum og nýsköpun
á því sviði. Petta ætti að vinna í
samvinnu við starfsmenn og væri
Próf verða tekin
Sameiginleg yfirlýsing menntamálaráðherra og
formanns HÍK
„Menntamálaráðuneytið og
HIK eru sammála um að bæta
þurfi nemendum í framhaldsskól-
um upp þá kennslu sem þeir hafa
farið á mis við í verkfalli BHMR,
eins og kostur er, annað hvort nú
í vor eða næsta haust. Þetta á
jafnt við áfanga- og bekkjaskóla,
þar með talinn Verslunarskóli ís-
lands. Aðilar eru sammála um
aða nemendur verði hvorki
brautskráðir né færðir milli bek-
kjadeilda eða áfanga án nám-
smats frá kennurum. Nánari ák-
varðanir um skólalok verði tekn-
ar í fullu samráði við kennara í
hverjum skóla á báðum skólastig-
um.
Grunnskólakennurum í HÍK
verði gert kleift að tryggja nem-
endum kennslu/námsmat sem er
sambærilegt við það sem aðrir ne-
mendur hafa fengið. Nemendur
sem ljúka grunnskóla í vor geta
ekki hafið nám í framhaldsskóla
án þess að hafa fengið vitnisburð/
einkunnir í öllum námsgreinum.
Aðilar munu standa saman að
starfshópi sem fæst við einstök
neyðartilfelli."
Langtímahluti samningsins
snýr að útfærslu kröfunnar um
markaðslaun. Þar er kveðið á um
endurskoðun á launakerfi há-
skólamenntaðra ríkisstarfs-
manna með tilliti til ábyrgðar,
sérhæfni og menntunar í saman-
burði við hliðstætt vinnuafl á al-
mennum markaði. Við þetta
endurmat á að taka tillit til hlunn-
inda og annarra atriða sem hafa
áhrif á starfskjör ríkisstarfs-
manna. Staðið skal að umrædd-
um breytingum með þeim hætti
að ekki komi til röskunar á hinu
almenna launakerfi í landinu.
Ríkissáttasemjari skipar þrjá
menn að höfðu samráði við aðila
og skal þessi nefnd setja reglur
um það út frá hverju skal gengið
um mat á starfskjörum og á
nefndin að skila af sér fyrir 1. júlí
1989. Annarri nefnd skipaðri
þremur frá BHMR og
jafnmörgum frá fjármálaráð-
herra er síðan falið að fram-
kvæma kjarasamanburðinn og
meta tilefni til leiðréttingar á
kjörum. Skal nefndin skila fyrstu
áfangaskýrslu ekki síðar en 1.
mars 1990 og lokaáliti eigi síðar
en 1. júlí sama ár.
Tilfærsla á milli launaflokka í
kjölfar kjaramatsins skal gerast í
sem jöfnustum árlegum áföngum
er taki gildi 1. júlí ár hvert, sá
fyrsti 1. júlí 1990 og skal endur-
röðuninni lokið á ekki lengri tíma
en þremur árum.
t*á á að setja á fót nefnd sem
endurskoðar námsmat og skal
hún ljúka störfum fyrir 28. febrú-
ar 1990. Einnig á að skipa fjög-
urra manna nefnd, með tveim
fulltrúum frá BHMR og tveim frá
jafnframt ætlað að nýta betur
fjármuni ríkisins.
En nú hefur Ólafur Ragnar
orðið fyrir harðri gagnrýni á með-
an verkfalli stóð. Hvernig metur
hann áhrif þeirrar gagnrýni nú
fyrir sig persónulega og Alþýðu-
bandalagið?
„Það var óhjákvæmilegt að
deila af þessu tagi yrði erfið fyrir
mig og Alþýðubandalagið, ef
horft er til skamms tíma. Ég er
hins vegar sannfærður um að til
lengdar á hún eftir að reynst dýr-
mæt í fyrsta lagi vegna þess að
hún sýndi staðfestu flokksins í að
fylgja fram þeirri efnahags- og
launastefnu sem við höfum
mótað. í öðru lagi kenndi hún
mörgum góðum flokksfélögum
og okkur öllum að við getum tek-
ist á um hluti, þó oft hafi fallið
þung orð og umræðan verið heit
en náð síðan sameiginlegri lausn.
Það er mikilvægt því stjórnmála-
flokkur getur aldrei verið ávísun
á eitthvert halelúja-samfélag,
slíkur flokkur er dauður flokkur.
Þetta sýnir að Alþýðubandalagið
hleypur ekki í burtu né brotnar í
erfiðleikunum heldur vinnur sig í
gegnum þá.“
Þú óttast ekki að ýmsir lykil-
menn flokksins innan BHMR yf-
irgefi flokkinn í kjölfar deilunn-
ar?
„Það held ég ekki. Ég fann
mjög rækilega í þessari 30 stunda
lokalotu að það ríkti mikil góð-
vild og ekki vottur af persónu-
legum fjandskap. Það var einlæg
sameiginleg vinna að því að leita
lausna og ég held að allir hvort
sem þeir eru í flokknum eða ekki
hafi skynjað þann góða anda sem
var í því verki. Það var ekki
fjandskapur í þessu húsi í gær-
kvöldi, heldur þvert á móti var
hér mikið lýðræðislegt torg. Hér
voru um hundrað manns að ræða
málin, þannig að þetta var mjög
skemmtileg, lýðræðisleg og fé-
lagsleg upplifun, þó það sé nú
sérkennilegt að taka þannig til
orða um lausn í erfiðri og lang-
varandi kjaradeilu.“ pj,j,
Ríkið þolir samninginn
Indriði H. Þorláksson, formaður
samninganefndar ríkisins
Hafa þetta verið erfiðir samn-
ingar?
„Já, jæja, ég segi það nú kann-
ski ekki.“
Þolir ríkið þessa samninga að
þínu mati?
„Já, ég held að samningurinn
hefði ekki verið gerður annars.“
En telur þú að hann gefi öðrum
félögum, eins og t.d. BSRB á-
stæðu til að rífa upp sína samn-
inga?
„Nei, ég sé ekki að það sé
ástæða til þess. Á þeim tíma sem
samningur BSRB er bundinn er
ekkert í þessum samningi sem
gefur ástæðu til þess,“ sagði Ind-
riði H. Þorláksson.
phh
Frá undirritun samninga á há-
degi ígær. Frá vinstri: Indriði
H. Þorláksson, Ólafur Ragnar
Grímsson, Páll Halldórsson
og Wincie Jóhannsdóttir.
Mynd: Jim Smart.
6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. maí 1989