Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 21
HELGARMENNINGIN Þegar gengið er um sýning- arsvæði Vorsýningar MHÍ að Kjarvalsstöðum verður fyrsta hugsunin sú, að ekki þurfi að örvænta um framtíð íslenskr- ar myndlistar. Því það er ekki bara að sýningin sé fjölbreytt, heldur sýnir hún líka víða ótrú- lega góðan árangur eftir fjög- urra ára nám. En eftirá vaknar einnig sú spurning, hvaða starfsmöguleikar bjóðist þessu unga og hæfileikaríka fólki í framtíðinni? Endar þetta ekki í örvæntingu og von- brigðum hins afskipta lista- manns sem lokast inni í ein- angrun sinni og afskiptaleysi umheimsins? Þótt margt sé vel gert á sýning- unni, þá er það skúlptúrdeildin, sem vekur mesta athygli. Af 49 útskriftarnemendum eru 13 í skúlptúrdeild. Ef íslendingar eignast jafn marga og jafn góða myndhöggvara á ári næstu árin er ekki bara fyrirsjáanlegt að ís- lenskur skúlptúr á eftir að blómstra á komandi árum, held- ur líka að þröngt verður um margt listamannsefnið í framtíð- inni. Til þess að ræða þetta og margt annað áttum við stefnumót á Kjarvalsstöðum við nokkra nem- endur höggmyndadeildarinnar og kennara þeirra, Sigrúnu Guð- mundsdóttur. Nemendurnir eru þær Helga Guðrún Helgadóttir, Matthildur Leifsdóttir, Finna Birna Steins- son og Birna Bragadóttir. Síðan bættist í hópinn Jónas Bragi Jón- asson, eini karlmaðurinn í hópi 13 nýútskrifaðra myndhöggvara. Og ég byrjaði á að spyrja þau hvað skólinn hefði gefið þeim á þessum fjórum árum? Aö opna glugga Skólinn hefur opnað fyrir okk- ur marga glugga að veröldinni, segir Finna, og Helga bætir því við, að kennsla í formskynjun, handverki og tæknivinnu hafi Sigrún Guðmundsdóttir deildar- stjóri skúlptúrdeildar MHÍ ásamt nemendum sínum, þeim Helgu Guðrúnu Helgadóttur, Matthildi S. Leifsdóttur, Finnu Bimu Steinsson og Birnu Bjarnadóttur. Skúlptúrinn er eftir Matthildi. Ljósm. Jim Smart Finna Birna Steinsson: Verk mín eru byggð út frá hringform- inu (Hringaríki I og II) og fjalla um hreyfingu og léttleika, ölduna og orkuna og líka um ljósið og skuggann sem leika um þessi form. Formin eru unnin úr pappa með léttri trégrind, og efnið er því ekki varanlegt. Formin eru breytanleg að því leyti að það er hægt að raða þeim upp á ólíka vegu. Þau eru ekki hugsuð fyrir ákveðið rými, geta staðið nokkuð víða en þurfa gott pláss. Helga Guðrún Heigadóttir: Verk mitt samanstendur af mörg- um einingum úr tré, sem allar eru handunnar og mynda eins konar lager sem hægt er að raða upp á mismunandi hátt. Þetta eru varí- asjónir eða breytur við ákveðin form, sem settar eru fram á kerf- isbundinn hátt. Um leið er þetta svolítið eins og tóm herðatré hangandi á slá inni í skáp. Verkið tengist líka áhuga mínum á verk- færum og handverki...ég veit ekki hvað skal segja... Birna Bragadóttir: Verk mín eru tröppur, hleðsla og súla, sem bera undið form úr pappamassa efst. Tröppurnar og hleðslan tákna eins konar uppbyggingu, súlan er styrktarstoð en pappaf- ormið er eins og höfuð verksins eða skaut. Pappaformin eru steypt í gipsmóti og voru flókin í Skólinn er hugmyndabanki 49 útskriftarnemendur Myndlista- og handíðaskólans sýna lokaverkefni sín á líflegri Vorsýningu að Kjarvalsstöðum opnað fyrir þeim nýjar víddir. En þetta er bara upphafið á ein- hverju meira. Fyrstu þrjú árin í skólanum eru meira og minna fyrirfram skipulögð af kennurun- um, og það er varla að okkur hafi gefist tækifæri til þess að þróa okkar persónulega myndmál fyrr en kom að lokaverkefninu, sem við skiluðum á 16 vikum. Nú langar okkur til þess að komast þangað sem hlutirnir eru að ger- ast. Spjall okkar þróaðist þannig að ekki varð greint á milli hver sagði hvað, enda má það liggja á milli hluta, en þau voru sammála um það að í skólanum hefðu þau safnað sér notadrjúgum þekking- arsjóði, sem myndi nýtast þeim sem banki í framtíðinni. Úr- vinnslan ætti eftir að koma í ljós síðar. Hvernig er kennslunni háttað í skólanum? Erhún að mestu verk- leg? í hverju er bóklega námið fólgið? Mestur hluti námsins er verk- legur, en listasaga er kennd öll árin, tvisvar í viku. Svo fáum við líka einstaka fyrirlestra um ólík efni. Auk fastra kennara höfum við líka fengið erlenda ogt inn- lenda gestakennara. Sá kennari sem hafði hvað mest áhrif á okk- ur af gestakennurunum var Imre Koscis, sem gerði með okkur til- raunir með mótun í rými. Við höfðum hann í tvo mánuði, en hann var lengur í skólanum, þannig að við leituðum líka til hans utan þess tíma. Hvert er höggmyndalistin að þróast um þessar mundir? Hvað er það sem vekur mestan áhuga ykkar? Höggmynd á stalli Höggmyndalistin einkennist af því að hún er að losna undan gömlum hefðum og opnast til allra átta. Hefðin felst m.a. í því að skúlptúr sé úr varanlegu efni og standi á stalli. Nu taka menn upp margvísleg ný efni, og þau eru ekki endilega varanleg. Það er ekki endilega markmiðið að verkið þurfi að endast um alla ei- lífð. Skúlptúrinn breytist jafnvel oft yfír í performans, og í hinum nýja skilningi á skúlptúmum felst að lífið í kringum okkur hafi oft í sér einkenni skúlptúrs. Það er erfitt að nefna uppá- haldslistamenn, eða menn sem við tökum okkur að fyrirmynd. Skúlptúrinn er háður tímanum, ég lít á alla myndlist út frá því tímasamhengi sem hún er gerð í, segir Finna Birna. Einar Jónsson ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska skúlp- túrista, segir Matthildur, en hinar eru ekki að öllu leyti sammála. Hefur samfélagið þörf fyrir skúlptúr? Hvaða hlutverki gegnir hann í lífi okkar? Já, vissulega hefur samfélagið þörf fyrir skúlptúr, en það þarf að tengja hann betur við umhverfið sem eðlilegan hluta þess. Skúlp- túrinn á ekki að vera eitthvert fyrirbæri á stalli, heldur eðlilegur hluti af umhverfinu, sem reiknað er með í umhverfismótun og húsagerðarlist. Hingað til hefur skúlptúrnum alltaf verið bætt við eftir á, þegar búið er að byggja og móta umhverfið. En í hverju er þessi þörfokkar fyrir skúlptúr fólgin? Þörf er alltaf afstæð. Við get- um kannski lifað af án þess að eiga peysu, en það er engu að síður gott að eiga hana. Ef skúlp- túrinn veitir, ánægju, þá hefur hann notagildi. Skúlptúrinn vek- N ur forvitni manna og skerpir til- finningu þeirra fyrir umhverfinu. Skúlptúr er einfaldlega hluti af menningunni, ef hann væri ekki til þá vantaði líka ýmislegt annað. Verkin okkar Getið þið sagt mér eitthvað um verkin ykkar hérna á sýningunni? Matthildur Leifsdóttir: Verk mitt hefur form öldunnar, og efn- ið er af þrennum toga: ölduform- ið er byggt upp úr tré, þiljað að utan með tunnustöfum og klætt að innan með ryðbrúnni jám- plötu. Síðan er bývax borið á verkið til þess að gefa heildaráh- rif. Efniviðurinn hefur áður gegnt sínu hlutverki í öðru sam- hengi en fær hér nýja merkingu. Einn þáttur efnisins er reyndar saltsíldarlyktin sem var af tunnu- stöfunum, en er nú rokin út í vindinn. Jámplatan þjónaði eitt sinn sem umbúðir. 1 heild sinni hefur verkið yfirbragð sjó- mennsku og síldaráranna. Fyrir mér er þetta eins konar minnis- varði um sfldina og ævintýrið í kringum hana. framleiðslu. Annars skýrir verkið sig sjálft... Jónas Bragi Jónasson: Verk mitt heitir „í álögum“ og er hnút- ur án upphafs og endis, gerður úr járnplötum. Plöturnar mynda kantaðan streng sem er logsoðinn á köntunum og hverfist í kringum sjálfan sig. Verkið á það sam- merkt með tímanum að vera án upphafs og endis. Heimurinn kallar Hvað tekur nú við að loknu námi? Margir, trúlega flestir, stefna á nám erlendis. Myndlistarskólinn var bara upphaf að einhverju meira. Við viljum fara þangað sem hlutimir eru að gerast. Við fómm í skólaferðalag til New York síðastliðið haust. En okkur skilst að flestir stefni nú á Evr- ópu. Það er auðveldara að átta sig á því sem þar er að gerast.... Já, það er greinilegt að Myndlista- og handíðaskólinn hefur vakið stóra drauma með þessu unga og hæfileikamikla fólki. Hvers virði er líka menntun, ef hún vekur ekki drauma? Við tekur harður skóli lífsins, en er ekki sá sem á sér draum hæfari til þess að takast á við skóla lífsins en sá sem ekki kann að láta sig dreyma? -Ólg Föstudagur 19. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.