Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Blaðsíða 7
borði og sömdu og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Guð- laugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari. phh BHMR stendur sterkara eftir Páll Halldórsson, formaður BHMR: Framtíð okkar rœðst afþví hversu vel okkur tekst aðfylgja samningnum eftir. Uppskeran ræðst ekki af útsœðinu einu saman Nokkrir framhaldsskólanemendur settust að (fjármálaráðuneytinu og neyttu ekki matar í tvo sólarhringa til þess að hvetja samningamenn til þess að setjast niður og semja. Unglingarnir höfðu ekki árangur sem erfiði því verkfallið stóð í sex vikur. Mynd: ÞÖM. fjármálaráðherra, og á sú nefnd að leggja mat á faglega, fjármála- lega og stjórnunarlega ábyrgð og raða háskólamönnum ríkisins í matskerfi samkvæmt því. Sú nefnd á að ljúka störfum fyrir 1. apríl 1990. Samhliða endurskoðun launa- kerfisins á að kanna leiðir til aukinnar hagræðingar í rekstri ríkisstofnana. Þetta þýðir í raun að allir möguleikar verða skoð- aðir, m.a. einkavæðing á ákveðn- um þáttum ríkisrekstursins. Einsog í samningum við há- skólamenn varð samkomulag um stofnun sérstaks sjóðs „sem stuðla skal að auknum rannsókn- um, þróunarstarfi og endur- menntun háskólamanna." Ríkis- sjóður skuldbindur sig til mánað- arlegra greiðslna í sjóðinn sem nema um 40 miljónum á ári. Samkomulag varð um að verk- fallsmönnum verði bætt launa- tapið vegna verkfallsins með um 20 þúsund króna greiðslu. -phh/Sáf I réttum farvegi Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari Nú voru allir þræðir deiiunnar í þínum höndum á tímabili en á endanum leystu deiluaðilar þræt- una sín á milli. Hvernig finnst þér hafa verið haldið á málum í þess- ari kjaradeilu? „Ég er mjög ánægður, því ég tel að þetta hafi farið í réttan far- veg. Þessi deila var nokkurn veg- inn frá upphafi þess eðlis að hún var óleysanleg hvort eð var með sáttatillögum eða lögum. Það hefði ekki náðst friður um slíkar lausnir, svona deilu verður að leysa með samningum beint á milli aðila. Það var ástæðan fyrir því að eftir nokkrar tilraunir sendi ég menn heim og sagðist kalla á þá eftir hálfan mánuð. Nú er að verða liðinn hálfur mánuð- ur og menn settust að samninga- Því hefur verið haldið fram að þetta sé tímamótasamningur. Ert þú sammála því? „Þetta er tímamótasamningur í þeirri merkingu að þarna er farið út í það að reyna með langtíma- samningi að bæta kjör háskóla- menntaðraríkisstarfsmanna. Við höfum náð ákveðnum árangri sem við verðum að fylgja mjög ákveðið eftir, samningurinn krefst þess. Það mun krefjast aukinnar starfsemi af okkar hálfu, en hvort við höfum efni á að bæta við okkur mannskap á skrifstofu BHMR skal ég ekki segja.“ En var samningurinn verkfalls- ins virði? „Samningurinn var verkfalls- ins virði ef okkur tekst að gera langtímaþáttinn að veruleika, þá hefur verkfallið skilað sér mar- gfaldlega.“ En hvað er það stórt „ef“? „Þetta er spurning um hvað okkur tekst vel að fylgja þessum samningi eftir. Þegar verið er að gera samning til langs tíma þá verður uppskeran ekki metin af útsæðinu einu saman, maður verður að sjá hvað upp kemur og hvernig að þessu verður hlúð.“ En hvernig metur þú stöðu BHMR að loknum þessum átökum? „Staða BHMR er sterk og okk- ar framtíð ræðst af því hversu vel okkur tekst að fylgja þessum samning eftir.“ Eftir sex vikna verkfall er ekki eðlilegt að spyrja hvað það tekur félaga BHMR langan tíma að vinna tekjutapið upp? „Það er mjög erfitt að gefa ein- hlítt svar við því. Árangur í verk- falli er metinn eftir mörgu. Hann er metinn eftir beinum kjarabót- um og hann er líka metinn eftir því hvernig mönnum tekst að bæta stöðu sína til lengri tíma. Einnig er árangur metinn eftir því hversu alvarlega þau samtök sem verkfalli beita eru tekin. Samtök sem aldrei bíta frá sér eru auðvit- að ekki tekin alvarlega á meðan menn verða að taka tillit til þeirra samtaka sem það gera. Þannig að það er mjög erfitt að gera þetta dæmi upp á einfaldan máta.“ En það hefur orðið ávinningur hvað þetta varðar? „Alveg klárlega, bæði að því leytinu að félagið er sterkara eftir þetta, en sérlega að það hefur verið farið inn á nýjar brautir og takist okkur að fylgja þar á eftir er árangurinn ótvíræður. Við erum búnir að byggja upp mjög sterkan stokk af fólki sem hefur unnið í þessu verkfalli og við munum tryggja hann og gera stöðugri í þeirri vinnu sem nú fer í hönd.“ Það var miklu púðri eytt á nauðsyn þess að orðalag samn- ingsins yrði sem skýrast. Náðuð þið fullnægjandi árangri þar? „Það er erfitt að segja að orða- lag hafi verið fullnægjandi. Við lögðum hins vegar áherslu á að gera samninginn nákvæman, þannig að meining samningsaðila kæmi skýrt fram á pappírnum og yrði ekki umdeild síðar. Þess vegna fengum við lögfræðinga til að lúslesa þetta með okkur og komum inn ýmsum atriðum sem gera samninginn mun tryggari en samningsdrögin voru t.d. um síð- ustu helgi.“ Þannig að þú telur að það hafi verið nauðsynlegt að eyða þess- um mikla tíma í samningsgerð- ina? „Þessi tími var nauðsynlegur og fór bæði í að gera samninginn öruggari og í að ná inn nýjum atriðum." En hvað viltu segja um þá reynslu sem þessir samningar hafa veitt þér? „Þetta er auðvitað gífurleg reynsla og tekur mjög á mann en hún er einnig mjög góð. En ég held að ég verði að gera það dæmi upp seinna í betra tómi.“ -phh Langt fra því ánægð Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK •' Verðum að vera vel á verði íframtíðinni gagnvartríkinu Er samningurinn verkfallsins virði? „Það á eftir að koma í ljós. Samningurinn nær fram £ tímann með leiðréttingum sem eiga að koma til framkvæmda í framtíð- inni og það er alltaf einhver áhætta fólgin í því að reyna að gera ráðstafanir svo langt fram í tímann. Við höfum verið að vinna að því nú undir lokin að minnka þá áhættu og við verðum að vona að það hafi verið þess virði. Það hefur alla vega verið verkfallsins virði að við höfum sýnt bæði okkur sjálfum og okkar viðsemjendum og þjóðinni að okkur er mikil alvara í því að halda á lofti mikilvægi menntunar og okkar eigin reisn. Við létum ekki rúlla yfir okkur.“ Nú lögðuð þið mikla áherslu á að fá ýmis ákvæði samningsins orðuð á ótvíræðan hátt. Eruð þið ánægð með þá niðurstöðu sem fékkst? „Ég reikna með að við hefðum aldrei getað orðið ánægð með þá niðurstöðu nema kveðið hefði verið hreint á um ákveðnar krónutöluhækkanir með vísitölu- bindingu. Um það var ekki að ræða og sumt af því sem samið var um verður að byggjast upp af vinnu af ýmsu tagi. Þannig að við getum ekki verið ánægð, síður en svo.“ Hvað þarf BHMR að gera núna til að þið fáið það út úr samningn- um sem þið vonist til? „Ég held að við verðum að ger- ast svolítið kleyfhuga! Með því á ég við að ég tel að við þurfum annars vegar að byggja upp góða samvinnu milli okkar og vinnu- veitenda okkar, þar þarf að brúa bil og treysta bönd. Á sama tíma þurfum við að vera mjög vel á verði, ég vil ekki segja tortryggin en við verðum að hafa glöggt auga á því hvort um einhverjar vanefndir verði að ræða.“ En nú hefur verið komist að samkomulagi um hvernig greiða skuli kennurum sem vinna auka- lega í júní og hugsanlega í haust? „Já, það náðist samkomulag um það fyrir þá kennara sem kjósa að leggja þá vinnu á sig, en kennarar eru sjálfráðir um það hvort þeir fara inn í skólana og taka til við vinnu þar sem frá var horfið, eða taka þátt í átaki til að bjarga því sem bjargað verður. Fyrir þetta verður greitt með yfir- vinnutaxta og einhverju álagi, en annars eru þessi tæknilegu atriði ekki mín deild. í dag verður félagsfundur í HÍK þar sem samningurinn verð- ur kynntur en síðan þarf skriflega allsherjaratkvæðagreiðslu um hvort félagar samþykki samning- inn eða ekki og það tekur tvær til þrjár vikur að framkvæma hana. Mér þykir ekki ótrúlegt að skólastjórar boði til kennara- fundar í fyrramálið." phh Föstudagur 19. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.