Þjóðviljinn - 15.09.1989, Síða 32

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Síða 32
Pulsusalinn í fjárveitinganefnd Óli Þ. Guðbjartsson var fulltrúi Borgaraflokksins í fjár- veitinganefnd en nú þegar hann er orðinn dómsmálaráð- herra þurfti að finna nýjan kandídat í embættið. Þar sem þetta er eina launaða nefn- darstarfið á Alþingi þá þykir nokkuð gott að komast í þessa nefnd, auk þess sem menn geta verið sínum mönnum og sínu kjördæmi innanhandar þegar sótt er um fjárveitingar til þingsins. Nú hefur þingflpkkur Borgara ákveðið að Ásgeir Hannes Eiríksson pulsusali taki við af Óla Þ. í nefndinni. Ásgeir er nú eini fulltrúi Reykjavíkur í fjár- veitinganefnd því auk hans eiga sæti í nefndinni þau Mar- grét Frímannsdóttir fyrir Suðurland, Egill Jónsson fyrir Austurland, Málmfríður Sigurðardóttir fyrir Norður- land eystra, Pálmi Jónsson fyrir Norðurland vestra, Sig- hvatur Björgvinsson og Ólafur Þ. Þórðarson fyrir Vestfirði, Alexander Stef- ánsson og Friðjón Þórðar- son fyrir Vesturland. Nú eiga því öll kjördæmi utan Reykjaneskjördæmis fulltrúa í nefndinni. Samt sem áður er reykvíska íhaldið ekkert yfir sig ánægt með fulltrúa kjör- dæmisins í nefndinni og hryllir við tilhugsuninni um að þurfa að leita til pulsusalans tff að koma málum áleiðis innan nefndarinnar.B Lögfræðingurinn þingflokks- formaður En það losnuðu fleiri feit emb- ætti innan Borgaraflokksins við myndun ríkisstjórnarinnar. Júlíus Sólnes var formaður þingflokksins en er nú orðinn ráðherra. Var nú ákveðið að umbuna Guðmundi Ágústs- syni lögfræðingi tryggðina og hann gerður að þingfíokksfor- manni. Þótti það smá sárabót fyrir að hann fékk ekki dómsmálaráðuneytið sem hann sóttist eftir.B Árbæjarsafn laust Um næstu mánaðamót lætur Ragnheiður Þórarinsdóttir forstöðumaður Árbæjarsafns af störfum en hún er að flytja úr landi. Þetta þykir mjög feitt embætti hjá safnamönnum, jafnvel feitara en embætti þjóðminjavarðar, því emb- ættinu fylgir gott hús í Árbæn- um. Þrír aðilar eru einkum taldir koma til greina, þau Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur, Þórunn Valdi- marsdóttir sagnfræðingur og Gunnlaugur Haraldsson safnstjóri á Akranesi.B Kosningalofórð strax Það hefur vart farið fram hjá landsmönnum að Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra hefur verið á yfirreið um landið með Halldóri Ás- grímssyni sjávarútvegsráð- herra. Báðir hafa þeir verið að lofa hinu og þessu upp í ermar sér. T.d. var Halldór að lofa Austfiröingum hvalstöð þrátt fyrir að mjög litlar líkur séu á að hvalveiðar verði leyfðar aftur. Jón Sigurðsson er þó enn stórtækari en Halldór því hann lofar Eyfirðingum heilu álveri, þótt enn sé óvíst um hvort af stækkun álversins í Straumsvík verður. Það þarf þó ekki að koma á óvart að Jón vilji bjóða Norðlendingum eitt stykki álver því það flýgur fjöllum hærra að ráðherrann ætli að flytja sig um set í næstu alþingiskosningum og fara fram á Norðurlandi eystra, þar sem næsta öruggt sé að Alþýðuflokkurinn fái ekki þrjá menn kjörna í Reykjavík. Það rennir stoðum undir þetta að á fundinum voru mættir allir toppkratar á Norðurlandi utan þingmaður- inn, Árni Gunnarsson.B Meðvituð breikkun Hvernig sem nú á því stendur hafa viðbrögð við stækkun stjórnar Steingríms Hermannssonar ekki verið sérlega alvöruþrungin. Dagblaðið Tíminn fjallaði til dæmis um aðdraganda stjórnarmyndunarinnar (sem honum er þó mjög kær ber- sýnilega) mjög í þeim dúr, að nú hefði formaður Framsókn- arflokksins slegið nýtt met, einskonar nýtt landsmet í sleggjukasti, með því að mynda þá alstærstu stjórn sem hér hefði nokkru sinni setið. Til dæmis að taka um al- vöruleysið má nefna eftirfar- andi samtal tveggja stjórnar- liða sem hlerað var á dögun- um: - Stjórnin nýja minnir mig mest á bókartitil. - Og eftir hvern væri sú bók? - Eftir Dag Sigurðarson. - Eftir Dag? - Já. Hann gaf einu sinni út kver sem heitir „Meðvituð breikkun á rassgati“.B Lúðvík er... Þeir sem jafnan sakna lið- inna tíma þegar menn voru menn og pólitíkusar pólitíkus- ar eru fegnir þessa dagana. Þeir eru fegnir því að sú aldna kempa, Lúðvík Jóseps- son, skuli aftur kominn í sviðsljósið og sveiflar sann- leikans sverði yfir Lands- bankastjórum og verður kannski settur í tugthús fyrir. Eða eins og segir í kvæði sem ort var um annan ágætan sós- íalista: Sannleikans sonurí fjötra er felldur... Ekki er úr vegi að minna í þessu samhengi á gamla vísu sem ort var um það leyti sem Lúðvík hafði forystu í merki- legum landhelgisstríðum. En hún er svona: Lúðvík er Ijóssins erla Lúðvík er okkar von Lúðvík er lífsins perla Lúðvík er Jósepsson..M íhaldið logar íhaldið logar um þessar mundir vegna afstöðu þeirra manna í bankaráði Lands- bankans í Samvinnubanka- kaupunum. Sag^i einn áhrifa- maður í flokknum að það væri á hreinu að Pétur Sigurðs- son formaður bankaráðs yrði ekki endurkjörinn til þess starfa næst. Það kann því að vera að Búlgaríuförin með Kristni Finnbogasyni verði Pétri dýrkeyptari en hann hugði.B Lífeyrissjóðir eru samtrjgging! Samtrygging felst meðal annars í því að þeir sem njóta örorku-, maka- eða barnalífeyris fá almennt langtum hærri lífeyri en sem nemur greiddum iðgjöldum til viðkomandi lífeyrissjóðs. Sumir halda hins vegar að lífeyrissjóðir séu eins konar bankabók, þ.e. iðgjöldin fari inn á sérreikning hvers og eins sjóðfélaga og greiða skuli lífeyri eins lengi og innistæðan endist - en ekki lengur! Um 1700 sjóðfélagar með um 400 börn njóta örorku-og barna- lífeyris hjá SAL-sjóðunum. Hætt er við að örorku- og barnalífeyrir yrði rýr ef eingöngu ætti að miða við greidd iðgjöld bótaþeganna. Lífeyrissjóðir eru ekki bara bankabók. Peir eru langtum meira! Lífeyrissjóðir eru samtrygging sjóðfélaga! Mundu það! SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA - Samræmd lífeyrisheild -

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.